Lesbók Morgunblaðsins - 11.01.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 11. JANÚAR 2003
Þ
RJÁR sýningar verða opnaðar í Listasafni Kópa-
vogs, Gerðarsafni, í dag, laugardag, kl. 15. Á sýn-
ingunum sem bera heitið Grim í Gerðarsafni,
Flying/Dying og Hér og hér/39 M.Y.S., sýna
myndlistarmennirnir Hallgrímur Helgason,
Bjargey Ólafsdóttir og Húbert Nói verk sín. Í
austursal sýnir Hallgrímur málverk af Grim, í
vestursal opnar Bjargey innsetningu og í salnum á
neðri hæð safnsins sýnir Húbert Nói „málverk af málverkum“,
auk þess sem hann sýnir myndir af salnum.
Málverk af málverki
Í kynningu sem Gerðarsafn hefur sent frá sér segir um Hú-
bert Nóa: „Í verkum sínum leitast hann við að áreita tilfinningar
til jafns við vitsmuni og leiða þau saman í þá heild sem málverkið
er,“ og á sýningunni af málverkum af málverkum, gefur að líta
málverk af málverkum sem eru ekki til, málverk af landslagi sem
er ekki til – og í litum sem maður hefði að óreyndu haldið að að-
eins væru til í æðri vitund mannsins. En þegar Húbert Nói er
beðinn að útskýra hvað hann eigi við með því að leiða saman til-
finningar og vitsmuni, segir hann: „Þegar maður tekur vits-
munalega, samhliða tilfinningalegri afstöðu, þá á sú afstaða sér
snertipunkt í líkamanum og við það fer hugurinn í ákveðinn far-
veg. Ég er dálítið upptekinn af þessum hugsanafarvegi sem
fylgir því að gera list, eða njóta listar, og þá hvort heldur er
myndlist, tónlist eða önnur list. Ég er ekki einungis að skoða
stöðu málverksins, heldur stöðu lista almennt.
Í dag stöndum við Vesturlandabúar í trúarbragðastríði – sem
er absúrd árið 2003 – og þeir sem vilja bregða fæti fyrir okkur,
eru í hugsanafarvegi sem við skiljum ekki. Í þessum gír losa þeir
um endorfín og adrenalín sem við erum útbúin með til þess að
komast af, til þess að berjast fyrir lífinu, en þeir eru tilbúnir til
þess að setja mínusmerki fyrir framan þessa þætti og nýta þá í
þágu dauðans; drepa sjálfa sig og þúsundir manna með. Rangt
hugsanaferli getur því verið bráðdrepandi.
Þegar þú ferð í ákveðinn hugsanafarveg losar líkaminn um
boðefni sem geta gert mann háðan ýmsum hlutum, til dæmis
þeim að lifa í listaheimi – sem getur auðvitað líka verið bráðdrep-
andi …“
Andrúmsloft sem er til
Þú segir verkin þín vera málverk af málverkum – en fyrst þeg-
ar ég sá þau, hélt ég að þetta væru ljósmyndir.
„Mig langar til að vera á mörkunum; eru þetta ljósmyndir, eða
eru þetta málverk? Þetta eru málverk af málverkum sem eru
ekki til og þetta er landslag sem er ekki til – en þetta andrúms-
loft er til.
Ég var að velta fyrir mér forgengileikanum í tengslum við
náttúruna. Ég bjó á hálendinu í tvö ár við vísindastörf og hef
ferðast oft um það síðan. Landslagið sem ég bjó í er í rauninni
ekki lengur til. Það er búið að setja upp Hágöngumiðlun síðan.
Þar er Kvíslarveita, Vatnsfellsvirkjun, Sultartangavirkjun, Sult-
artangalón. Mér finnst frekar sorglegt að keyra hjá Sultartanga-
virkjun, vegna þess að áin, sem ég hélt að væri óumbreytanlegt
náttúruafl, er núna uppþornaður árfarvegur. Það er dálítið sárt
að horfa upp á það.
Hvort sem menn eru með eða á móti virkjunum, þá er það
staðreynd að landslagið breytist. Ég og mín kynslóð byggjum
okkar sjálfsmynd á því að búa í hreinu og ósnortnu landi – og
herlausu ef því er að skipta. Þegar verið er að raska þessu sviði
er farið inn á sjálfsmynd okkar og þess vegna bregst fólk við af
sterkum tilfinningum.“
En þótt landslagið í málverkum Húberts Nóa sé ekki til, er
það á einhvern hátt mjög kunnuglegt. „Já,“ segir hann, „fólk
tengir myndirnar við einhverja staði sem það þekkir. En það er
einmitt undirlagið að þessum verkum. Málverk hafa mörg lög.
Lagið sem liggur yfir öllum mínum verkum er þessi tilfinninga-
lega og vitsmunalega afstaða sem maður tekur til að áreita í senn
vitsmuni og tilfinningar.“
Grim er gríma
Í austursal sýnir Hallgrímur Helgason málverk sem öll fjalla
um Grim, persónu sem hann hefur unnið með árum saman. Þar
gefur að líta Grim í sumarbústað, Grim að grafa skurð á leiksviði,
Grim að leita að ástinni – svo eitthvað sé nefnt. En hver er Grim?
„Grim er bara ég sjálfur, mitt alteregó, eða hliðarsjálf,“ segir
Hallgrímur. „Allt frá því að ég var strákur hef ég verið að teikna
og þegar ég var unglingur reyndi ég mikið til þess að skapa mína
eigin teiknimyndapersónu en tókst það aldrei. Mörgum, mörg-
um árum síðar, í París ’95, spratt þessi persóna svo allt í einu
fram úr pennanum. Og ég get ekkert útskýrt hvers vegna eða
hvernig það gerðist. En síðan hef ég unnið dálítið með Grim.
Þetta er þriðja sýningin sem er tileinkuð honum. Sú fyrsta var í
Galleríi Sævars Karls ’95 og önnur var opnuð á menningarnótt
‘99 í „gallerí oneoone“.“
Málverkin um Grim eru unnin í tölvu og þegar Hallgrímur er
spurður hvers vegna tölvutæknin heilli hann svo mikið að hann
noti hana til þess að vinna málverk, segir hann: „Þetta er eins og
hárrétt stefnumót margra ólíkra þátta. Fyrst fæddist Grim.
Teiknistíllinn á honum var mjög skanner-vænn og skannerinn
kom einmitt til sögunnar um það leyti. Því var handægt að
skanna fyrirbærið inn í tölvu. Nú, nú, stuttu síðar kemur svo
Photoshop-forritið til skjalanna, sem gerir manni kleift að lita
verkin í tölvunni. Til þess að kóróna allt, kom svo stafræni blek-
sprautuprentarinn til landsins í byrjun aldarinnar. Hann gerir
manni kleift að prenta verkin út á striga. Þar með er þetta orðið
að málverki. Svona gerast hlutirnir bara af sjálfum sér ef maður
leyfir tímanum að leggja hönd á plóg.
Ég held að listamenn tileinki sér alltaf nýjustu tækni og satt
að segja finnst mér þessi stafræna aðferð meira heillandi en
akvatintan eða koparstungan. Hins vegar þykist maður vita að
þetta er bara upphafið að einhverju enn betra. Það er einhvers
konar Endurreisn sem bíður djúpt inní tölvunum. Maður er bara
rétt að reka nefið yfir hinn stafræna þröskuld, svolítið stirður
eins og Giotto var á sínum tíma … Einhverjir snillingar eiga eftir
að fullkomna þetta form.“
Þrælahaldarinn Húmor
Í verkunum virðist Grim vera í mjög ákjósanlegum, jafnvel
eftirsóknarverðum, aðstæðum – en samt er eins og eitthvert
„antiklímax“ í hverri mynd.
„Já, hann gerir þunglyndið að sinni sérgrein og í raun er hann
fyndnastur þegar hann lendir í verulegum leiðindum. Grim er
aldrei glaður. Ég fæ ágætis útrás í gegnum hann. Þegar maður
gerir grín að sjálfum sér er auðveldara að gera grín að öðrum.“
Eitt verkið á sýningunni er sagt tileinkað angistinni sem fylgir
því að starfa fyrir þann þrælahaldara sem heitir Húmor …
„Já, hún fjallar um mitt eigið hlutskipti að vera þræll fyndn-
innar. Húmorinn gerir mann út til að grafa eftir gulli. Stundum
er maður notaður til þess að þýða leikrit, halda ræður, semja
skaup og svo framvegis, vegna þess að maður getur verið fynd-
inn. En þetta getur orðið mjög þreytandi. Þess vegna gerði ég
myndina af Grim þar sem hann er að grafa holu á sviðinu í Loft-
kastalanum. Stundum líður mér eins og það að standa á sviði sé
svipað því að grafa skurð.“
Grim byrjaði sem teiknimyndapersóna og birtist vikulega í
Fókus. Allar myndirnar voru með texta en á málverkunum í
Gerðarsafni segist Hallgrímur hafa losað sig við textann vegna
þess að hann hafi viljað láta myndverkið sjálft segja söguna. „Ég
vildi búa til myndrænar aðstæður svipað og Sigurður Guð-
mundsson gerði í ljósmyndum sínum,“ segir Hallgrímur og bæt-
ir síðan við, „en tæknin er hins vegar meira í ætt við tækni Er-
rós … Um daginn var ég einmitt að horfa á kvikmynd sem Ari
Alexander gerði um Sigurð Guðmundsson og þar er eitt skot af
Erró og Sigurði þar sem þeir sitja saman í leigubíl í Shanghai.
Mér fannst ég vera að horfa á hina myndlistarlegu foreldra mína.
Erró er auðvitað pabbinn og Sigurður mamman.“
Í fljótu bragði virðast verkin á sýningunni vera ádeiluverk, en
þú vilt halda því fram að þau séu fremur eigið uppgjör.
„Ég er nú að vona að þau séu aðeins dýpri en þessi hefðbundna
þjóðfélagsádeila og séu meira tilvistarlegs eðlis; svona „Hver er
ég og hvað er ég eiginlega að gera hér?“-verk. En þó má tala um
þjóðfélagslegt háð í mynd eins og „I Have a Dream ’01“ þar sem
snúið er út úr þeirri frægu setningu Marteins Lúters King. En ef
til vill eru þessi málverk þó persónulegri en þau virðast við fyrstu
sýn. Maður getur dulbúið frústrasjónir sínar í Grim. Grim er
gríma og listin er ball.“
Og auðvitað fær Hallgrímur uppáhaldsspurningu sína í lokin:
Hvernig finnst þér staða myndlistarinnar í dag?
„Nú er ég búinn að vera svo lengi í bókmenntaheiminum að ég
er eiginlega kominn út úr myndlistarheiminum. Ég get ekki sagt
að ég sakni hans. Það er margt að gerast í myndlistinni en mér
finnst margt af því of „lókalt“, svona eins og hjá sértrúarsöfnuði.
Hvað kemur okkur við þótt Tracy Emin tali við mömmu sína eða
hvort Roni Horn finni kött í Þingholtunum og bloggi um það í
Lesbókinni? Aðalvandamál myndlistarinnar í dag er að hún er
ekki nógu „mainstream“. Hún þarf að verða meira „main-
stream“. Ekki „mainstream“ eins og MacDonalds, heldur „main-
stream“ eins og Michelangelo.“
Krakkadraugur
Flying/Dying er heitið á sýningu Bjargeyjar Ólafsdóttur í
austursal. Verkin á sýningunni fjalla annars vegar um bílslys
sem listakonan lenti í, og hins vegar um lítinn, bleikrósóttan
draug sem rís upp úr gröf sinni að næturlagi, gengur út um hlið á
litlum, eyðilegum heimagrafreit, hleypur niður brekku og dett-
ur. Litli bleikrósótti draugurinn er krakkadraugur. Á öðrum
ljósmyndum látast listakonan og Óli litli frændi hennar vera
dauð. Þau liggja grafkyrr á gólfinu með tunguna lafandi út úr sér
og fara líka í flugstellingar.
Þegar Bjargey er spurð hvað hún sé að meina með bílslysi og
draugum og dauðaleikjum, svarar hún: „Þetta er innsetning og
það má kannski segja að hún fjalli um dauðann. Ég lenti í bílslysi
á ferðalagi í útlöndum, þegar strætó keyrði í veg fyrir mig og vini
mina. Ég var með 8 mm tökuvél í fanginu og mín fyrstu viðbrögð
voru að kvikmynda aðstæður. Ég var dregin út úr bílnum, öll út-
ötuð í bensíni og við hefðum hæglegagetað sprungið í loft upp.
Ég held að þetta uppátæki, að fara að mynda aðstæður, hafi ver-
ið varnarviðbrögð. Þessi þörf fyrir að búa til list nær út yfir gröf
og dauða.“
Óttaleysi æskunnar
En hvers vegna dauðinn og draugar?
„Ég hugsa að allir listamenn hafi unnið með dauðann og það
passaði inn í þessa innsetningu hjá mér þar sem ég var að vinna
með litla, bleikrósótta drauginn. Ég er dálítið mikið fyrir dulúð
og hið óvænta.“
Er það hluti af dauðaótta?
„Ég er kannski dálítið hrædd við dauðann, án þess að vera
upptekin af því. Ein myndasyrpan er leikur sem ég fór í með
frænda mínum. Við látumst vera dauð – sem er nokkuð sem börn
leika oft en fullorðið fólk gerir ekki. Það er hætt þessu, orðið
hrætt. Kannski er ég fremur að leika mér með óttaleysi æsk-
unnar – og ég man eftir því að hafa farið í dauðaleiki með vinum
mínum. Til dæmis leikinn „hver deyr flottast?“
Ég og frændi minn förum líka í stellingar eins og við séum að
fljúga. Það er annað sem maður leikur sér með sem krakki. Mig
dreymir oft að ég sé að fljúga og það er yndisleg tilfinning. Í heild
mætti lýsa sýningunni sem innsetningu á því sem ekki er hægt
að gera: Það er ekki hægt að fljúga og það er ekki hægt að vera
dauður. Ég hef hins vegar reynt það að vera hálfdauð að taka
myndir.“
Á sýningu Bjargeyjar verður blóðpollur á miðju gólfi. En
hvers vegna?
„Lífið er í blóðinu og dauðinn er í blóðinu. Það er oft blóð í
morðsenum. Á sýningu minni getur fólk lagst og upplifað hvern-
ig það er að liggja í blóði sínu – en blóðið er þannig að það festist
ekki í fötum manns. Gestir geta því óhræddir lagst í pollinn og
látið tunguna lafa.“
Opið er kl. 11–17 alla daga, nema mánudaga, til 2. febrúar.
Bjargey Ólafsdóttir. Húbert Nói. Morgunblaðið/KristinnHallgrímur Helgason.
GRÍMA, DRAUGUR OG
LANDSLAG SEM ER EKKI TIL
Húbert Nói, Hallgrímur Helgason
og Bjargey Ólafsdóttir opna sýn-
ingu á verkum sínum í Listasafni
Kópavogs í dag. SÚSANNA
SVAVARSDÓTTIR ræddi við þau
um áreitið, húmorinn og dauðann.