Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 2003 3 Þ AÐ er víst óhætt að segja, að okkur hefur vegnað býsna vel, Íslendingum, síðan við fengum heimastjórn fyrir 99 árum. Við höfum hafið okkur upp úr ör- birgð til allsnægta af eigin rammleik. Okkur hefur að vísu tekizt þetta með rykkjum og skrykkjum og sumpart með því að ganga á eða vanrækja ýmsar eignir, svo sem fiski- stofna, sumar fasteignir, gróðurlendi og mannauð, og einnig með því að safna skuld- um í útlöndum og vinna myrkranna á milli, en látum það kyrrt liggja í þetta sinn. Ávöxt- unum á allsnægtaborðinu er misskipt, ekki vil ég gera lítið úr því, en misskiptingin hér heima er þó enn að ýmsu leyti minni en víð- ast hvar í nálægum löndum. Að ýmsu leyti, segi ég, en ekki að öllu leyti. Hvers vegna? Ísland er einstakt meðal Evr- ópulanda fyrir þá sök, að vægi atkvæða í al- þingiskosningum hér heima er enn sem endranær gerólíkt eftir búsetu. Strax á fyrstu árum heimastjórnar varaði Hannes Hafstein ráðherra við afleiðingum ranglátrar kjördæmaskipanar í ræðum á alþingi, en bændaveldið í þinginu þráskallaðist við ábendingum hans. Svo fór, að okkur hefur ekki enzt heil öld til að koma kjördæmaskip- an landsins í heilbrigt horf. Nýju kosn- ingalögin, sem kosið verður eftir nú í maí, duga hvergi nærri til að jafna metin, ekki frekar en fyrri breytingar á kjördæmaskip- aninni. Vandinn er öðrum þræði sá, að stjórnmálaflokkarnir hafa haldið utan um málið með eigin hagsmuni að leiðarljósi. Þeir hafa lagt höfuðkapp á að jafna metin milli þingflokkanna í stað þess að reyna að jafna metin milli þegnanna. Eftir stendur, að kjós- endur í þéttbýli hafa hlutfallslega miklu minni áhrif á landsstjórnina en kjósendur í dreifbýli, og mannval flokkanna á alþingi hlýtur enn sem fyrr að draga dám af þessari slagsíðu. Sjálfstæður stjórnlagadómstóll hefði verið betur í stakk búinn til að leysa málið. Af þessum lýðræðishalla leiðir, að minni hluti kjósenda hefur fengið að ráða ferðinni í ýmsum mikilvægum málum. Tökum dæmi. Meiri hluti Reykvíkinga er andvígur því, að dýrmætt flæmi í hjarta borgarinnar sé lagt undir fáfarinn flugvöll, af því að flugvöllurinn stendur borginni fyrir þrifum og leggur þungar byrðar á borgarbúa. Borgarstjórn Reykjavíkur vill fyrir sína parta láta flugvöll- inn víkja, en hún fær því ekki ráðið vegna andstöðu samgönguyfirvalda. Samgöngu- ráðherrann er jafnframt dreifbýlis- þingmaður og kærir sig að því er virðist koll- óttan um hagsmuni Reykvíkinga. Þarna takast á tvö ólík sjónarmið: borgarstjórnin vill, að höfuðborgin sé þéttbýl eins og borgir eiga að vera, enda skárra væri það nú, en rík- isstjórnin virðist vilja, að höfuðborgin verði helzt áfram um ókomna tíð eins og hin þorpin hringinn í kringum landið. Hefði kjör- dæmaskipanin verið lagfærð í tæka tíð, þá væri flugvöllurinn trúlega löngu farinn og svæðið byggt. Og við værum þá löngu búin að sækja um aðild að Evrópusambandinu og sennilega komin þangað inn og búin að lag- færa fiskveiðistjórnina í samræmi við vilja fólksins í landinu, og þannig áfram. Sagði ég Evrópusambandið? Gallup hefur kannað viðhorf almennings til aðildar að Evrópusambandinu með reglulegu millibili mörg undangengin ár. Árið 1994 voru 56% þjóðarinnar fylgjandi umsókn um aðild, 44% voru andvíg. Árið 1997 voru hlutföllin 55% á móti 45%. Síðan hefur bilið haldið áfram að breikka: 1998 voru 60% þjóðarinnar fylgj- andi aðildarumsókn, 40% voru andvíg, og 1999 voru hlutföllin 66% á móti 34% (sjá gall- up.is). Í febrúar 2002 voru hlutföllin 68% gegn 32%, og þegar Gallup spurði þjóðina, hvort hún teldi rétt að taka upp aðild- arviðræður við ESB til að ganga úr skugga um, hvað Íslandi stendur til boða við aðild, þá varð niðurstaðan 95% gegn 5% (sjá si.is). Að- eins tvær Gallupkannanir síðan 1994 (í jan- úar 1995 og júlí 2002) víkja frá þessari leitni, sem hér hefur verið lýst; í bæði skiptin reyndist helmingur þjóðarinnar vera hlynnt- ur aðild og hinn helmingurinn andvígur, hníf- jafnt sem sagt. Og hver eru viðbrögð for- sætisráðherra? Hann vill nú allt í einu setja nefnd allra flokka í málið – sama verklag og í kjördæmamálinu: gerið svo vel, góðir hálsar. Eitthvað þessu líkt hefði Einar Olgeirsson sennilega reynt, hefði hann verið forsætis- ráðherra árið 1949, þegar Íslendingum bauðst að ganga í Atlantshafsbandalagið. Gallup hefur einnig kannað afstöðu þjóð- arinnar til kvótakerfisins. Síðast voru 86% þjóðarinnar óánægð með kvótakerfið, 14% voru ánægð, og 75% þjóðarinnar vildu taka upp veiðigjald, 25% vildu það ekki. En allt hefur komið fyrir ekki: ríkisstjórnin hefur reynt að drepa málinu á dreif með því að setja fyrst nefnd allra flokka í málið – nema hvað? – og leiða síðan málamyndagjald í lög og lýsa því loks yfir einhliða, að málið sé út- kljáð. Hæstiréttur úrskurðaði á sínum tíma, að ókeypis úthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt kvótakerfinu bryti í bága við jafnrétt- isákvæði stjórnarskrárinnar, en rétturinn sneri við blaðinu nokkru síðar, enda höfðu forsætisráðherra og fleiri ráðherrar í milli- tíðinni fundið að fyrri úrskurðinum. Svo vill til, að Gallup kannar einnig hug fólksins í landinu til ýmissa stofnana þjóð- félagsins með því að spyrja, hversu mikið traust menn beri til þeirra. Það er skemmst frá því að segja, að alþingi og dómskerfið skrapa botninn í þessum skoðanakönnunum ár eftir ár, svo langt sem augað eygir aftur í tímann. Síðast, þegar spurt var, það var vor- ið 2002, þá sögðust 36% þjóðarinnar treysta alþingi, og 46% sögðust treysta dómskerfinu. Til samanburðar sögðust 87% treysta Há- skóla Íslands. Þessar niðurstöður þurfa ekki að koma neinum á óvart, úr því að alþingi virðir að vettugi meirihlutavilja þjóðarinnar í mikilvægum málum eins og Evrópumálinu og veiðigjaldsmálinu og úr því að dómsvald- inu er stundum beitt að því er virðast má nánast eins og það sé framlengdur armur framkvæmdavaldsins. Það hefur því hallað á lýðræðið á Íslandi mörg undangengin ár. Það ætti þó að segja sig sjálft, að fólkið í landinu mun ekki láta bjóða sér óbreytt ástand um eilífan aldur. Stjórnmálaflokkarnir og einstakir for- ustumenn þeirra hafa sumir áttað sig á þessu og tekið sér tak. Samfylkingin hefur markað sér ótvíræða sérstöðu meðal flokkanna: hún ein fylgir nú sömu stefnu og meiri hluti þjóð- arinnar bæði í Evrópumálinu og veiðigjalds- málinu. Og hún ein hefur á að skipa odd- vitum, sem bera skynbragð á nauðsyn þess að flytja flugvöllinn burt úr Vatnsmýrinni til að rýma fyrir þéttri byggð: fyrir fólki. Sam- fylkingin gæti því hæglega orðið stærsti flokkurinn á þingi eftir kosningar og náð að mynda nýja ríkisstjórn. Sjálfstæðisflokk- urinn hefur á hinn bóginn tekið sér stöðu gegn meiri hluta þjóðarinnar bæði í Evrópu- málinu og í veiðigjaldsmálinu og gegn meiri hluta Reykvíkinga í flugvallarmálinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Frjálslyndi flokkurinn eru hlynnt veiðigjaldi í einhverri mynd, en andvíg aðild að Evrópu- sambandinu. Framsóknarflokkurinn virðist vera á báðum áttum, að minnsta kosti í Evr- ópumálinu, en formaður hans og einstakir þingmenn hafa að undanförnu sýnt ýmis merki þess, að þeir séu smám saman að nálg- ast sjónarmið meiri hluta þjóðarinnar í því máli. Þá eru þeir í góðum félagsskap, því að það var einmitt Miðflokkurinn í Finnlandi, flokkur bænda, sem leiddi Finna inn í Evr- ópusambandið um miðjan síðasta áratug með miklum brag. Þegar stjórnmálasaga landsins er skoðuð aftur í tímann, þarf ekkert af þessu að koma á óvart – nema kannski eitt: Sjálfstæð- isflokkurinn er staddur á flæðiskeri. Flokk- urinn, sem leiddi Ísland inn í Atlantshafs- bandalagið á sínum tíma, sér nú öll tormerki á aðild Íslands að Evrópusambandinu, einn stórra borgaraflokka í allri álfunni. Formað- ur flokksins hefur sagzt fyrr mundu ganga af vitinu („Ég gæti orðið galinn!“ sagði hann í sjónvarpsviðtali) en fallast á rök þeirra, sem mæla fyrir aðild Íslands að Evrópusamband- inu. Flokkurinn, sem átti einnig lofs- og þakkarverðan þátt í því að hefja markaðs- búskap á Íslandi í andstöðu við t.a.m. Sam- band íslenzkra samvinnufélaga, virðist nú sitja og standa eins og harðdrægir sérrétt- indahópar bjóða – og harðneitar jafnframt að upplýsa, hvernig hann aflar ómælds fjár til starfsemi sinnar. Þau öfl, sem virðast nú hafa flest ráð í hendi sér í Sjálfstæð- isflokknum, eru þröngsýn og sérdræg og þar af leiðandi óholl öfl. Óhefluð og harðsvíruð íhaldsöfl af þessu tagi hafa rúið nokkra ná- skylda stjórnmálaflokka trausti almennings nokkur undangengin ár, þar á meðal brezka Íhaldsflokkinn, flokk Winstons Churchill og Margrétar Thatcher. Skyldi Sjálfstæðisflokkurinn fara sömu leið? BLÓÐIÐ ÞÝTUR UM ÞJÓÐARPÚLSINN RABB Þ O R V A L D U R G Y L F A S O N ÞORSTEINN FRÁ HAMRI ANDVÖKUMENN Að þræða hugfólgnar ljóðbjartar leiðir, hyggja að kynlegum brestum í braglínu dægranna, þiggja í náttstað mátt sinn og megin af tungli sem til vor um stund glottir í rofi, slær gliti yfir þúsundir þúfna við hrímfölan veginn … Ljóðið er úr bókinni Meira en mynd og grunur sem út kom á síðasta ári. LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 3 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI FORSÍÐUMYNDIN er af verkinu Ludwig Honig (samkynhneigður) myrtur 19. júní 1941 í Sachsenhausen-fangabúðunum eftir Peter McGough og David McDermott. Olía á léreft, 2001. Verkið er á sýningunni Hitler og hommarnir sem opnuð verður í Listasafninu á Akureyri í dag. Ári fjalla er nýlokið. Í tilefni af því var efnt til óform- legra kosninga um „þjóðarfjall“ Íslendinga, og hlaut Herðubreið flest atkvæði, eins og kunnugt er. Hekla var í öðru sæti og Snæ- fellsjökull í því þriðja. Jafnframt var kosið „héraðsfjall“ og þar varð Esjan í fyrsta sæti, eins og við var að búast. Helgi Hall- grímsson skrifar um fjöll. Aftökur og útrýmingar nefnist sýning sem opnuð verður í Lista- safninu á Akureyri í dag. Hér er um þrjár ólíkar sýningar að ræða en þær eru Hitler og hommarnir eftir Peter McGough og David McDermott, Hinstu máltíðir eftir Barböru Caveng og Aftökuherbergi eftir Lucindu Devlin. Lars Nittve einn frægasti safnstjóri Norðurlanda kom hingað til lands sl. haust og Fríða Björk Ingvarsdóttir fékk hann til að ræða þá nýju hugmyndafræði sem sýningar- og safn- stjórar hafa þurft að tileinka sér til að starf- semi safnanna standi undir þeim fjölþættu væntingum sem gerðar eru til þeirra í sam- tímanum. Sir Anthony Blunt komst í fréttirnar haustið 1979 er þáver- andi forsætisráðherra Breta, Margaret Thatcher, kunngerði þjóð sinni að hann hefði árið 1964 viðurkennt að hafa njósnað fyrir Sovétmenn í síðari heimsstyrjöldinni meðan hann var starfsmaður bresku leyni- þjónustunnar. Blunt var einn af áhrifa- mestu og virtustu mannvitsbrekkum í bresku listalífi. Aðalsteinn Ingólfsson segir frá Blunt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.