Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Page 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 2003 BETTY Lou Beets horfir illskulega ímyndavélina. Hún er 48 ára gömul ogákærð fyrir morð á tveimur eig-inmönnum sínum. Uppstillingarmyndir lögreglunnar eru að vísu sjaldan heillandi, en það er vel hægt að trúa því að þessi kona hafi framið morðin. Það er að segja ef ekki kæmi til upplýsti kassinn með myndinni af borðdúk úr plasti með gamaldags skreytingum og átak- anlegri eyðu. Betty átti sér ekki ósk, eða öllu heldur ekki hinstu ósk. Hún var tekin af lífi með banvænni sprautu 24. febrúar 2000 án þess að hafa fengið sér að borða áður. Barbara Caveng hefur búið til upp úr „hinstu máltíðum“ 18 líflátinna einstaklinga uppstill- ingu sem gerir síðustu máltíðina að þögulli sálumessu yfir glæpamönnunum og fórn- arlömbum þeirra. Djörf andstæðan milli matar og siðareglna um dauðann, raunsæileg lýsing afbrotanna og hlutlægt yfirbragð myndanna renna saman í algerlega nýjan, áþreifanlegan veruleika sem veltir upp spurningum um sekt, losta og afplánun: snotrir dúkar með kornfleksi og mjólkurkrúsum, kaffiteríubakki, skyndibiti, íburðarmikill matseðill eða sneið af jarð- arberjatertu á blúnduservéttu. Glitrandi bakgrunnur gljáandi eplis fylgir skýrslu um Russel James. Tuttugu og þriggja ára gamall var hinn svarti tónlistarmaður dæmdur í 50 ára fangelsi fyrir rán. Þremur ár- um síðar var hann dæmdur fyrir að skjóta vitni að upphaflega glæpnum þegar hann var í leyfi frá fangelsinu. Myndin af eplinu vekur and- skeyttar kenndir gagnvart sleggjudómum. Upplýsti kassinn minnir á sakleysi og paradís, eins og hann kemur okkur fyrir sjónir; þetta er fullkomin listræn uppstilling sem er fögur á að líta. Uppstillingarnar á ljósmyndunum hafa svip- að yfirbragð og matreiðslubækur sjöunda ára- tugarins, eða upplýstir matseðlar skyndibita- staða. Máltíðunum er vandlega raðað saman og birta þannig mynd af einfaldri og reglufastri til- veru. Og hver skýrsla með verkunum endar alltaf á dauða – alveg eins og í lífinu sjálfu. Á hinu áleitna andartaki milli hins mannlega gjörnings og aftökunnar er afhjúpaður alvar- legur brestur mennskunnar. Ferlið frá fram- reiðslu hinstu næringar sem viðheldur lífinu og aftöku að yfirlögðu ráði kallar fram mynd af kyrrð, af algjörri kyrrð – af orðvana þögn. Áhrifamáttur innsetningarinnar stafar af því hversu gagnsæ og kuldaleg hún er. Ferkönt- uðum kössunum er raðað með jöfnu millibili. Regluleg röð þeirra og hlutlæg uppstillingin minna á form- og rýmiskönnun minimalismans. Caveng notfærir sér stílrænt gegnsæi minimal- ismans og undirstrikar það með hlutleysi gráa litarins en gengur lengra og notfærir sér nán- ast óhlutbundinn veruleika. Áhorfandinn sem stendur í þröngum klefunum andspænis þess- um meinleysislegu kyrralífsmyndum og ströngu reglugerðum um aftökur verður sjálfur eitt andartak dauðadæmdur fangi. Klefar dauðadæmdra fanga eru líka fjórir fermetrar að flatarmáli. Með því að líkja eftir stærð klef- ans gerir Caveng nálægð dauðans í lífi fangans jafnt sem fórnarlambsins áþreifanlega og sýni- lega. Raunverulegt rými fangaklefans veitir eins konar skjól þar sem áhorfandinn horfist í augu við sjálfan sig andspænis bæði hroðaleg- um verknaðinum og stofnanavæðingu dauðans. Út frá óskum fangans um hvað hann vildi fá síðast í matinn (innihald hans kemur fram á skýrslunni) hefur listamaðurinn dregið upp mynd af manni eftir dauðann sem er gjörsneidd innlifun og tilfinningasemi sem og yfirborðs- legum hneykslunarmeðulum. Í þessari ertandi blöndu lífs og dauða, næringar og neyslu – þar með talinni neyslu á list – fær Caveng áhorf- andann til að nota ímyndunaraflið með stað- reyndirnar einar að leiðarljósi. Máltíð 740. HINSTU MÁLTÍÐIR E F T I R M I C H A E L U N O LT E Michaela Nolte er listfræðingur sem starfar í Berlín og skrifar fyrir ýmis listtímarit. L ANGFLESTIR þeirra sem við þekkj- um fæddust eftir 30. apríl 1945 þegar Hitler og Eva Braun frömdu sjálfs- morð. Það helvíti sem Þriðja ríkið var er því að hverfa úr lifandi minni og verða fjarlæg þjóðsaga. Á ofanverðri síðustu öld reyndu margir listamenn að ná tökum á Helförinni í verkum sem tjáðu örvæntingu eða þögla íhugun. En að því hlaut að koma að síðari kynslóðir tækju að endurskoða stjórnartíð nasista frá nýjum og óvæntum sjónarhornum. Árið 2002 hélt Gyðingasafnið í New York sýn- ingu með verkum ungra listamanna sem mörg voru fyndin og írónísk og bar hún heitið „End- urspeglun illskunnar: Ímyndir nasismans/Nýleg list“. Þessi gamansama nálgun sem stundum er hálfgerður skrípaleikur – eins og til dæmis Legókubbar Pólverjans Zbigniew Libera handa börnum til að byggja útrýmingarbúðir – vakti hávær mótmæli sem vonlegt var þar sem sumir áhorfendanna áttu sjálfir að baki skelfilega reynslu af nasismanum. Aðrir, sem ekki þekktu til hans af eigin raun, töldu það siðferðislega rangt að nota söguleg grimmdarverk sem fag- urfræðilegt fóður í formi listaverka. En óvæntum aðferðum verður beitt, jafnvel þegar menn kljást við hið illa sem fjarlægist óð- um í tímans flaumi. Árið 1968 gerði Mel Brooks kvikmyndina Framleiðendurnir (The Produc- ers) sem kom áhorfendum til að hlæja að fárán- leika nasismans og árásum hans á vestræna sið- menningu. Söngleikurinn Vorkoma Hitlers og Þýskalands (Springtime for Hitler and Germ- any) var saminn úr efni kvikmyndarinnar og sýndur á Broadway árið 2000 með tilheyrandi glysi og glaumi – og enginn hreyfði andmælum við þessum tröllaukna, djöfullega brandara. Í Þýskalandi eftirstríðsáranna var Hitler óþægi- leg áminning um hvað foreldrarnir höfðu haft fyrir stafni aðeins nokkrum árum áður. Samt verður að rjúfa bannhelgi. Árið 1985 sýndi t.d. Albert Oehlen risastórt opinbert portrett af Hitler, ímynd föðurlandsástarinnar sem hafði verið grafin sem þjóðarskömm. En nú virtist þetta horfa allt öðruvísi við – séð í samhengi listasögunnar. Það eru því mörg fordæmi þess að listamenn horfist í augu við óbærilegan sannleika nasista- tímans og umbreyti honum á persónulegan hátt eins og tvíeykið David McDermott og Peter McGough gera hér. Sýningin Hitler og homm- arnir (The Lust that Comes from Nothing) byggist á verkum sem innblásin eru af einræð- isherrranum og sameina sögulegar staðreyndir og persónuleg hugðarefni þeirra félaga. McDermott og McGough eru nefnilega miklir sérvitringar sem enn á ný hefur tekist að beina sjónum okkar að helstu áhugamálum sínum, samkynhneigð og tímaflakki, og þetta safn af endurgerðum minjum frá dögum Þriðja ríkisins fæst við hvort tveggja. Mest ber hér á útrým- ingu og ofsóknum nasista gegn samkynhneigð- um sem oft hefur fallið í skugga af jafnvel enn grimmúðlegri aðför þeirra gegn gyðingum. Fyrr á ferlinum röktu McDermott og Mc- Gough oft meinlausari sögu bandarískrar hómó- fóbíu í málverkum sínum sem endurvöktu á bæði HITLER FYRIR 21. ÖLDINA Sýningin Aftökur og útrýmingar verður opnuð í Lista- safninu á Akureyri í dag. Hér er um þrjár ólíkar sýn- ingar að ræða en þær eru Hitler og hommarnir eftir Pet- er McGough og David McDermott, Hinstu máltíðir eftir Barböru Caveng og Aftökuherbergi eftir Lucindu Devlin. Sýningunni lýkur 9. mars. E F T I R R O B E RT R O S E N B L U M Hakakross/ruggustóll, 1933. Olía á léreft, 1990–2001. 127 x 107 sm.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.