Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Side 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 2003 13 VATNSLITAMYNDIR breska listamannsins David Hockney, sem nú eru til sýnis í National Portrait Gallery og Annely Juda Fine Art galleríinu í London, hafa vakið töluverða athygli í heimalandi hans. Verkin voru öll unnin á árinu 2002, og er það ekki hvað síst miðillinn sem vak- ið hefur áhuga breskra list- gagnrýnenda, en Hockney hefur aldrei áður notað vatnsliti og viðurkennir sjálfur að hafa til þessa litið niður á miðilinn. Notkun hans á vatnslitum á þó að sögn gagnrýnanda Times lít- ið skylt við slikjukennda og gagnsæja áferð hefðbundinna vatnslistaverka. Þess í stað beiti Hockney litnum fyrir sig í gegn- heilum litablokkum, sem minnir meira á akrýl- og olíumálun. Hver portrett-myndanna var unnin á aðeins einum degi og segir gagnrýnandinn hæfni Hockney ótrúlega, ekki hvað síst þegar haft sé í huga yfirstærð verkanna. Tveir einstaklingar sitja fyrir á hverju verki og nær hann „djúpum tengslum við kar- akter fyrirsætnanna og sam- bandinu þeirra á milli. Landslagsmyndirnar tilheyra hins vegar allt öðrum heimi. Litanotkunin þykir allt að því expressjónísk að styrkleika og leitar í landslagsmyndir Hockn- ey frá Yellowstone þjóðgarð- inum,“ segir í dómi Times. „Hockney var heillaður fyrst af hugmyndinni og síðan hinum raunverulegu björtu nóttum norðursins og útkoman líkist að vissu leyti Munch og jafnvel enn meira Nolde. Djúpir fjólubláir, vínrauðir, dökkir, skærgrænir sem og jökulgráir litir veita dimma og þunga sýn fjarri skín- andi tónum Mulholland Drive mynda Hockney, sérstaklega ís- lensku myndirnar sem eru allt að því draugalegar: jökullinn minnir á hala liggjandi risaeðlu og foss líkist möttum haddi,“ er mat gagnrýnandans sem segir Hockney sífellt geta komið list- unnendum á óvart. Deilt um Raphael HERTOGINN af Northumber- land sakaði á dögunum safna- yfirvöld National Gallery í London um að reyna að neyða sig til að selja safninu verk eftir ítalska endurreisnarlista- manninn Raphael með afslætti. Deilan snýst um verkið Madonna of the Pinks eftir Raphael sem er í eigu hertogans – eins af efna- mestu lista- verkasöfn- urum Breta. Verkið hefur verið í láni hjá National Gallery sl. áratug, en hertoginn tók á dögunum tilboði Getty- safnsins í Los Angeles, sem bauð fjóra milljarða króna í verkið. Safnayfirvöld róa því nú öll- um árum að reyna að halda verkinu í Bretlandi og segir her- toginn þau reyna að beita sig til- finningalegum þvingunum til að verkið verði frekar selt breskum kaupanda. Að sögn forsvars- manna National Gallery hafði hins vegar síðasti hertogi af Northumberland heitið þeim forkaupsrétti á verkinu, en nú- verandi hertogi neitar að nokkr- ar upplýsingar um slíkt sam- komulag finnist. Búist er við að sex mánaða út- flutningsbann verði sett á mynd- ina, en safnið hefur sótt um 3,8 milljarða króna styrk úr breska lotteríssjóðnum til kaupa á verk- inu. Hockney kemur sífellt á óvart ERLENT Madonna Raphaels. TVEIR frægustu slagverksleik-arar Evrópu, Evelyn Glennieog Gert Mortensen, frum-flytja nýjan konsert fyrir tvo slagverksleikara og sinfóníuhljóm- sveit eftir Áskel Másson í Vejle í Danmörku laugardaginn 25. janúar. Að svo þekktir snillingar í slag- verksleik leiði saman hesta sína í samleik, er engu minni heimsvið- burður í heimi slagverksins en fyrir söngunnendur þegar tenorarnir þrír stigu á stokk um árið. Það eru dönsk menningarsamtök sem kenna sig við 22. mars 1985 sem standa að við- burðinum og pöntuðu konsertinn hjá Áskeli, með þau Glennie og Morten- sen í huga, en Áskell hefur áður samið verk fyrir báða slagverksleik- arana og unnið með þeim að flutn- ingi verka sinna. „Verkið verður frumflutt á árleg- um nýárstónleikum í stórri höll í Vejle, og það er svo skemmtilegt, að það eru skólakrakkar í nágrenni Vejle sem taka þátt í tónleikahald- inu og undirbúningnum. Ég var þarna fyrir ári, þegar Gert flutti verk mitt, Kím, fyrir trommu, og þá voru það rúmlega þúsund skólakrakkar sem voru með, og annað eins af fullorðnum áheyrendum, þannig að það er gert ráð fyrir því að vel á þriðja þúsund gesta sæki tónleikana. Þetta eru maraþontónleikar, hefjast klukkan tíu að morgni laugardagsins og lýkur ekki fyrr en á miðnætti. Þarna verður allt mögulegt á dag- skrá: Schubertsönglög, Gershwin og sönleikir, Duke Ellington og djass, Sjostakovistj, óperu- tónlist, Beethoven, Mozart, þjóðlög og geysi- lega góður úkraínskur kór, Dumka-kórinn. Kórinn söng á hátíðinni í fyrra líka, og flutti þá Ödipus Rex eftir Stravinskíj. Það var magn- aður flutningur og stórar grímur hengdar upp alls staðar í salnum, en þær höfðu krakkarnir einmitt búið til fyrir tónleikana – þau eru með langtímaverkefni í skólunum fyrir tónleikana. Tónleikunum lýkur með Sigurmarsinum úr Aidu eftir Verdi, en á miðnætti er öllu slegið upp í ball.“ Börnin mikilvægir þátttakendur í tónleikunum Áskell segir að þátttaka barnanna í tónleik- unum sé sérstaklega skemmtileg. „Þetta er ákaflega frjálslegt; krakkarnir taka mikinn þátt í undirbúningnum, og geta gengið inn og út allan daginn eftir því hvað þeir vilja hlusta á. En af reynslunni í fyrra að dæma, er áhuginn svo mikill, að fólk situr tímunum saman að hlusta, og krakkarnir eru glaðir og ánægðir. Þetta eru krakkar allt frá sex ára og upp í átján ára.“ Höllin í Vejle er að sögn Áskels mjög stór, eða um nítján þúsund fermetrar. Þar er hægt að halda þrjú þúsund manna matarboð, og því enginn vandi að halda tónleika fyrir þrjú þús- und manns. „Þarna er hægt að hýsa allra stærstu heimsviðburði.“ Nýi konsertinn, sem Áskell kallar Crossings, verður ekki eina verk hans á nýárstónleikunum í Vejle, því þau Gert og Glennie leika einnig saman verk hans Rhythm Strips – eða hjartalínurit. „ … það er byggt á hjartalínuriti.“ En konsertinn er stóra málið fyrir Áskel og hann fer utan á þriðjudag til að fylgjast með æfingum, og aðstoða við lýsingu verksins, því Evelyn Glennie vill jafnan hafa flotta lýsingu á sviðinu þegar hún spilar. „Ég hlakka mjög til að lýsa verkið, en við Gert og Evelyn ætlum að gera það í sameiningu.“ Það verður pólsk hljómsveit, Zielona Góra- sinfóníuhljómsveitin, sem leikur með einleik- urunum, og Czeslaw Grabowski stjórnar. Það er líka mikið við haft í Vejle, og margir gestir tónleikanna þekktir alþjóðlegir listamenn, fáir þó jafnþekktir og Gert Mortensen og Evelyn Glennie. „Það er orðið fastur liður á þessum ný- árstónleikum að Gert er með sérstakt prógramm með slagverkssveit sinni, Gruppo Pergorama, sem í eru allt að tíu manns. Þeir spila um miðjan dag, en þar á eftir koma einleiks- og kammer- verk í eftirmiðdaginn, en verkið mitt verður frumflutt klukkan hálfátta um kvöldið.“ Þjóðlög þriggja landa tvinnuð saman í lok verksins Áskell segir að aðstandendur tónleikanna hafi ekki einungis pantað verk hjá sér, – þeir panti að jafnaði verk frá nokkrum ólíkum tónskáldum, og þannig sé það einnig í ár. En er það hlýtur að vera gaman að fá tækifæri til að semja verk fyrir jafnfæra einleikara og þessa. „Jú, það er meiri- háttar. Ég hef unnið mikið fyrir þau bæði í mörg ár hvort í sínu lagi, og samið mörg af mínum mest fluttu verkum fyrir þau. En það er sérlega gaman að það skuli ganga upp að fá þau bæði í flutning á einu verki eftir mig, og að þetta skuli hafa gengið svona vel upp. Ég nota ýmis hljóð- færi í verkið, og sum frekar óvenjuleg. Ég er meðal annars með leirtrommur, svokallaðar údú- trommur sem eru skinnlausar – bara leir. Aðal- hljóðfærin eru þó tveir víbrafónar. Hins vegar endar verkið á tveimur sneriltrommum í mikilli kadensu, og þar spilar Evelyn á ekta skoska há- landatrommu og Gert á pikkoló sneriltrommu. Ég kalla verkið Crossings, vegna þess að í því mætast ýmsir straumar. Ég nota meðal annars þjóðlög frá öllum þremur löndum okkar, ís- lenskt, danskt og skoskt. Ég bræði stefin þrjú saman og læt spila þau öll í einu í lok verksins Danska lagið er Lille Peder edderkop. Skoska stefið er bræðingur af tveimur þekktustu þjóð- lögum þeirra, Amazing Grace og Scotland the Brave. Íslenska lagið er svo Austan kaldinn á oss blés. Það er svo merkilegt að það, og Lille Peder edderkop hafa sama rytma og þau hljóma alveg saman. Annað er þó lítið barnalag, en það ís- lenska um íslenska sjómenn í sjávarháska.“ Áskell segir að nýárskonsertinn sé að stækka að umfangi ár frá ári og fái talsverða umfjöllun í dönskum fjölmiðlum, enda sé óvenjuvel staðið að öllu skipulagi og framkvæmd tónleikanna sjálfra. Tveir heimsþekktir slagverksleikarar, Evelyn Glennie og Gert Mortensen, frumflytja Crossings, nýjan slagverkskonsert eftir Áskel Másson, í Dan- mörku á næstunni. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR ræddi við Áskel, sem segir það heimsviðburð að fá þessa tvo snillinga til að leika saman í einu verki. Evelyn Glennie og Áskell í Háskólabíói fyrir fáeinum árum. Áskell Másson og Gert Mortensen bera saman bækur sínar á æfingu. Meiriháttar að vinna með Glennie og Mortensen begga@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.