Lesbók Morgunblaðsins - 18.01.2003, Qupperneq 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 18. JANÚAR 2003 15
MYNDLIST
Borgarskjalasafn Reykjavíkur, Gróf-
arhúsinu: Reykjavík í hers höndum:
Ljósmyndasýning. Til 2.2.
Gallerí Skuggi: Ásgeir Jón Ásgeirsson.
Til 26.1.
Gallerí Sævars Karls: Arnar Herberts-
son. Til 30.1.
Gerðarsafn: Hallgrímur Helgason, Hú-
bert Nói og Bjargey Ólafsdóttir. Til 2.2.
Gerðuberg: Ljósmyndasýning frá Bau-
haus. Til 23.2.
Hafnarborg: Bandaríski myndlist-
armaðurinn Joan Backes. Sumarsýning
Noðurlandahússins í Þrándheimi. Til
27.1.
Hallgrímskirkja: Aðalheiður Valgeirs-
dóttir. Til 1.3.
Listasafn Akureyrar: Aftökur og út-
rýmingar: Þrjár ólíkar sýningar. Til
9.3.
Listasafn ASÍ: Þóroddur Bjarnason og
Ívar Valgarðsson. Til 26.1.
Listasafn Borgarness: Sigurður Freyr
Guðbrandsson. Til 29.1.
Listasafn Einars Jónssonar: Safnið er
lokað til mánaðamóta.
Listasafn Reykjavíkur – Ásmund-
arsafn: Sýningaröðin Kúlan – Tumi
Magnússon. Til 16.2.
Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús:
Borg – innsetning Ingu Svölu Þórs-
dóttur. Nútímalist frá arabaheiminum.
Til 19.1.
Listasafn Reykjavíkur – Kjarvals-
staðir: Miðrými: Odd Nerdrum. Til
31.1., hluti 4 – minni form. Samsýning.
Til 2.3.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: And-
litsmyndir og afstraksjónir. Opið e.
samkomulagi í janúar. Til 30.3.
Mokkakaffi: Friðrik Tryggvason ljós-
myndari. Til 15.2.
Norræna húsið: BókList. Finnska
listakonan Senja Vellonen. Til 9.2.
ReykjavíkurAkademían, Hringbraut
121: Ingólfur Júlíusson, ljósmyndir. Til
31.1.
Þjóðmenningarhúsið: Íslandsmynd í
mótun – áfangar í kortagerð. Til 8.8.
Handritin. Landafundir. Skáld mán-
aðarins: Þórarinn Eldjárn.
Upplýsingamiðstöð myndlistar:
www.umm.is undir Fréttir.
TÓNLIST
Laugardagur
Hásalir, Hafnarfirði: Kristín R. Sig-
urðardóttir sópran og Antonía Hevesi
píanóleikari. Kl. 17.
Háteigskirkja: Hamrahlíðarkórinn. Kl.
17.
Salurinn, Kópavogi: Vínartónar og vin-
sæl lög Jóns Múla í flutningi Hönnu
Dóru Sturludóttur, Ólafs Kjartans Sig-
urðarsonar og
hljómsveitar. Kl. 16.
Sunnudagur
Bústaðakirkja:
EÞOS-kvartettinn.
Kl. 20.
Salurinn, Kópavogi:
Ljóðasöngur,
strengir og píanó.
Alex Ashworth bari-
ton, Anna Rún Atla-
dóttir píanó, Sif Tul-
inius fiðla, Lin Wei
fiðla, Þórunn Ósk Marinósdóttir víóla,
Sigurður Bjarki Gunnarsson selló og
Richard Simm píanó. Gestasöngvari er
Inga Stefánsdóttir mezzósópran. Kl.
16.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið: Með fullri reisn, fös.
Halti Billi, lau., fim. Jón Oddur og Jón
Bjarni, sun. Með fulla vasa af grjóti,
sun., mið. Rakstur, sun., fös. Karíus og
Bakstur, lau. Veislan, lau., þrið, fim.
Borgarleikhúsið: Sól og máni, lau., fös.
Sölumaður deyr, sun. Honk! sun.
Kvetch, lau. Rómeó og Júlía, lau., fim.
Hafnarfjarðarleikhúsið: Grettissaga,
lau., fim. Leikfél. Hafnarfjarðar: Salka
miðill, frums. sun.
Leikfélag Akureyrar: Hversdagslegt
kraftaverk, lau.
Iðnó: Beyglur, lau., fös. Hin smyrjandi
jómfrú, sun.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsi:
Dýrlingagengið, lau., sun.
Upplýsingar um listviðburði sem óskað
er eftir að birtar verði í þessum dálki
verða að hafa borist bréflega eða í
tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum
merktar: Morgunblaðið, menning/listir,
Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir:
5691222. Netfang: menning@mbl.is.
MENNING
LISTIR
N Æ S T U V I K U
Ólafur
Í BÓK sinni „Fæðing harmleiksins“ teflir
þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche
saman tveimur guðum Forn-Grikkja, þeim
Apolló og Díonýsosi. Apolló, sonur Seifs og
gyðjunnar Leto, er guð hinnar fögru ásýndar,
en Díonýsos, sonur Seifs og Semelíu, sem var
jarðnesk kona, er guð hins villta taumleysis.
Samkvæmt Nietzsche eru þessir tveir guðir
frumkraftar allrar listrænnar sköpunar og líka
þeirra afla sem takast á í sálum manna.
Í vestrænni myndlist hafa guðirnir tekist á
opinberlega síðan á 16. öldinni þegar Flórens-
og Feneyjamálararnir deildu um það hvort væri
mikilvægara, teikningin eða maleríið. Frægust
er þó deilan á milli frönsku málaranna J.A.D.
Ingres og Eugéne Delacroix snemma á 19. öld-
inni, þar sem Ingres var fulltrúi Apollós og hinn-
ar fögru ásýndar en Delacroix fulltrúi Díonýsos-
ar og hins villta taumleysis. Á 20. öldinni má svo
nefna deiluna á milli bandarísku málaranna Ad
Reinhardt og Philip Guston á sjöunda áratugn-
um, þar sem sá fyrrnefndi vildi meina að leynd-
ardómar myndlistar væru í hreinum „gestalt“-
formum, en sá síðarnefndi áleit þá fyrst koma í
ljós þegar hreinleikann skorti. Í dag er slík deila
ekki hávær en átökin eru þó enn til staðar í
myndlistarsköpuninni.
Hin fagra ásýnd
Á neðri hæðinni í Gerðarsafni sýnir listmál-
arinn Húbert Nói Jóhannesson 13 olíumálverk.
Sýningin skiptist í tvo hluta. Annars vegar eru
það landslagsmyndir sem Húbert nefnir „Mál-
verk af málverki“ og hins vegar rýmisbundin
málverk sem nefnast „Location / Staður. Hú-
bert Nóa mundi ég telja til fulltrúa Appollós.
Þótt verk hans teljist ekki til klassískrar fag-
urfræði í anda Ingres, fylgir þeim mjúkt róm-
antískt andrúmsloft, einkum þó í landslags-
myndunum. Landslagið er málað í bláum lit sem
hefur einkennt landslagsmálverk Húberts um
árabil þar sem samspil birtu og myrkurs skapar
hugróandi og þegjandi andrúmsloft sem oft má
finna í ljósaskiptunum. Verkin eru talsvert
stærri en Húbert hefur sýnt undanfarin ár, allt
að 230 cm á lengdina, sem vegur nokkuð upp á
móti sætleika sem gjarnan er í myndum hans.
Það er kannski rangt hjá mér að kalla verkin
landslagsmálverk þar sem listamaðurinn er í
raun ekki að eiga við landslagið sem slíkt, held-
ur leitast hann við að fanga andrúmsloft eða til-
finningu sem við þekkjum og notar til þess
landslagsmyndina. Að auki málar hann myndir
af ímynduðum málverkum á hvítum vegg, líkt
og vegg sýningarrýmisins. Hugmyndarlega er
hann kominn í allnokkra fjarlægð frá sjálfu
landslaginu og því kann það að vera villandi að
kalla verkin landslagsmálverk.
Málverkin „Location / Staður“ eru máluð á
smærri flöt, 40 x 50 cm, en hafa beina tilvísun í
sjálft rýmið. Húbert velur sjónarhorn í rýminu
sem hann afmarkar á myndfletinum sem hluta
(detail) úr stærri heild. Aðeins tengingin við
rýmið skýrir myndirnar fyrir okkur sem þýðir
að ef þær væru sýndar annars staðar eða seldar
og settar upp í heimahúsi yrði sjónrænt gildi
þeirra allt annað en það sem við upplifum nú í
Gerðarsafni. Á sýningunni tekst Húberti Nóa
að vekja mann til umhugsunar um nálgun við
málverkið á sama tíma og hann nær fram hinni
fögru ásýnd.
Hið villta taumleysi
Hallgrímur Helgason, sem sýnir í austursal
safnsins, er fulltrúi hins díonýsoska krafts. Það
þýðir þó ekki að hann sniðgangi sígilda fegurð.
Þvert á móti. Hallgrímur er augljóslega vel að
sér í þeim efnum. Jafnframt er hann mjög hæf-
ur í handverki sínu, hvort sem það er í tölvu-
gerðum myndum eða olíumálverkum. Hallgrím-
ur er listamaður sem fæst við manneskjuna
sjálfa, samfélag hennar og „jarðneskt“ eðli. Til
þess hefur hann skapað teiknimyndafígúruna
„Grim“ sem Íslendingar þekkja núorðið úr viku-
blaðinu Fókusi. Grim er gríma Hallgríms eða
annað sjálf (alter egó) sem hann getur notað til
að fremja hin ýmsu ódæði, líkt og herra Hyde
gerði fyrir Jekyll lækni. Einn af kostum Hall-
gríms er að hann hefur húmor fyrir sjálfum sér
og þess vegna verður Grim þetta áhugaverður
náungi. Við vitum nefnilega að hann er fram-
lenging á Hallgrími sjálfum, þó aðrir geti vel
fundið sig í honum líka. Grim er ákaflega líkur
fyrstu útgáfu af vampýrunni Drakúla í kvik-
myndinni „Nosferatu“ frá árinu 1922. Hvort það
er meðvitað gert hjá Hallgrími veit ég ekkert
um, en langar vígtennurnar segja sitt um per-
sónuna.
Á sýningunni eru fjögur olíumálverk og átján
málverk unnin á tölvu og prentuð á striga. Í olíu-
málverkunum má sjá sérlega skopleg portrett
af ættingjum Grims ásamt „Grim-áhrifunum“
(The Grim Effect) í málverki af Davíð Oddssyni
með Grim-andlit. Það er sennilega ekki af til-
viljun að málverkið af Davíð Oddssyni hangir til
hliðar við mynd af Grim með blátt glóðarauga.
Grim birtist í mörgum ólíkum hlutverkum. Sér-
staklega þykir mér Hallgrími takast vel upp í
myndunum „Alien“, þar sem listamaðurinn
virðist taka fyrir ægifegurð (Sublime) á skop-
legan hátt, og „I have a dream“ sem sýnir Grim í
hlutverki „gangsta“-rappara.
Sýningin er reglulega ánægjuleg upplifun og
á gamansaman hátt sýnir listamaðurinn okkur
ýmsa vafasama kanta samfélagsins og mann-
legs egós.
Sniðugur dauði
Gamansemi Bjargeyjar Ólafsdóttur, á sýn-
ingunni „Flying / Dying“ í vestursal Gerðar-
safns, er af öðrum toga en hjá Hallgrími. Á sýn-
ingunni er örstutt kvikmynd, „Crash“, sem
listakonan tók á 8 mm vél skömmu áður og eftir
að hún lenti í bílslysi og var dregin úr bílflakinu
með kvikmyndavélina í hhendi. Myndin sýnir
ekki sjálft slysið heldur bílflakið, umhverfið og
ástandið. Sýningargestum er gefin forsaga
myndarinnar í texta við inngang sýningarinnar.
Vissulega má efast um trúverðugleika sögunnar
þar sem allt má skapa í kvikmyndum. Sjálfur tel
ég söguna sanna, en það er kannski ekki aðal-
atriðið. Það sem skiptir máli er að raunsæi
myndarinnar er átakanlegt og sláandi.
Auk kvikmyndarinnar sýnir listakonan tvær
myndaseríur með 100 x 100 cm stórum ljós-
myndum. Annars vegar eru það níu myndir af
draug, eða manneskju með rósótt teppi yfir sér,
og hins vegar sjö myndir af listakonunni og ung-
um dreng að leika, „Hver deyr flottast?“ Bjarg-
ey nálgast viðfangsefni sín gjarnan á léttum nót-
um og hefur oft tekist það með prýði. En í þessu
tilfelli finnst mér það ekki ganga upp. Ljós-
myndirnar eru heldur „sniðugar“ og skilja lítið
eftir sig. Ljósrauður plastpollur á gólfinu, sem
sýningargestir mega leggjast á og þykjast vera
dauðir, virkar einnig nett-fyndinn og stingur í
stúf við átakanlegt raunsæi stuttmyndarinnar.
Listakonan er vissulega að sýna hugrekki og
gefa ríkulega af sjálfri sér með því að sýna stutt-
myndina, en þessu hugrekki er ekki fylgt eftir í
öðrum verkum á sýningunni.
Nietzsche og gríman
Arnar Herbertsson, myndlistarmaður, sýnir
um þessar mundir í Galleríi Sævars Karls 32
olíumyndir sem hann málar á litla trékubba.
Sýninguna nefnir hann „Sýning fyrir alla og
engan“ og tileinkar hana Friedrich Nietzsche.
Verkin vann listamaðurinn út frá bók Nietzches,
„Handan góðs og ills“, sem kom út í íslenskri
þýðingu árið 1994.
Sjálfur var Nietzsche síður gefinn fyrir sjón-
listir og hneigðist frekar til tónlistar, enda taldi
hann þá listgrein geta hafið andann upp á æðra
stig umfram aðrar listgreinar. Ekki get ég sagt
að ég sjái skýra tengingu á milli mynda Arnars
og bókar Nietzsches og kannski er engin þörf á
að skoða þær út frá því samhengi þótt listamað-
urinn sæki innblástur sinn þangað. Gríman er
þó þema Arnars í nokkrum málverkunum, sem
er augljós tenging í speki Nietzsches en hann
gerði grímuna að einu af mörgum umtalsefnum
sínum, enda taldi hann að „allt sem væri djúpt
elskaði grímur“ og að „sérhver djúpur andi
þyrfti grímu sér til varnar“. Leikhúsgríman var
einnig algeng í málverkum módernismans í
byrjun 20. aldarinnar, en verk Arnars minna
mig talsvert á myndir frá þeim tíma. Andrúms-
loftið er allt að því súrrealískt og rýmiskennd
myndanna er ekki ólík draumsenum gamalla
kvikmynda. Hlutir eins og taflmenn, skuggar,
þríhyrningar, mávar o.fl. endurtaka sig á milli
mynda og birtast sem tákn (symbol) sem lesa
má í. Myndirnar eru hógværar og í heild sinni
koma þær vel út í rýminu.
Frumkraftar hinnar
listrænu sköpunar
„I have a dream“, tölvumálverk eftir Hallgrím Helgason, með Grim í aðalhlutverki.
„Málverk af málverki“ eftir Húbert Nóa.
Jón B.K. Ransu
MYNDLIST
Gerðarsafn
Safnið er opið alla daga nema mánudaga
kl. 11–17. Sýningunum líkur 2. febrúar.
OLÍUMÁLVERK, HÚBERT NÓI
OLÍU- OG TÖLVUMYNDIR, HALLGRÍMUR HELGASON
STUTTMYND OG LJÓSMYNDIR, BJARGEY
ÓLAFSDÓTTIR
Gallerí Sævars Karls
Sýningin er opin á verslunartíma og
stendur til 30. janúar.
OLÍUMÁLVERK, ARNAR HERBERTSSON