Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.2003, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.2003, Blaðsíða 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 2003 M EÐ málverkum sínum af íslenskum jarðar- gróðri hefur Eggert Pétursson skapað sér mjög ákveðna sér- stöðu í íslenskri lista- flóru. Þetta eru myndir sem hann vinnur á ofur nákvæman hátt; málverk sem eru heillandi í lýsingu á flóknum gróður- heiminum. Um leið eru verkin, sem eru án sjóndeildarhrings, allt að því mínimalísk í hinu ytra formi. Ekki er langt síðan Eggert hætti að mála í stofu heimilisins og flutti striga og liti í sér- herbergi uppi á lofti. Þar situr hann nú og bætir við laufum og blómum; vefur lag við lag. Þegar ég sæki hann heim hallast upp að vegg herbergisins fjögur málverk sem hann hefur unnið að síðustu misserin. Vinnubrögð Eggerts eru afar tímafrek og hann segir þetta stærstu verk sem hann hafi gert til þessa. Einni myndanna hafði hann nýlokið við og hún er nú komin til Goetz-safnsins í München, sem festi kaup á henni meðan hún var enn í vinnslu. Myndirnar verða allar sýndar í Gallerí i8 í vor. Eggert segir vinnuaðferðir sínar mjög tímafrekar en hann sé búinn að venjast því hvað verkinu miði hægt. „Ég hef verið leng- ur að mála aðrar myndir en þessar. Beitilyngsmynd sem er í Listasafni Íslands tók mig ár að mála og ég vann eingöngu að henni á því ári. Ég er búinn að vera með þessar fjórar í eitt og hálft ár. Ég mála eina umferð í hverri mynd og læt svo þorna. Þá vinn ég í annarri á meðan. Hver umferð tek- ur oft meira en mánuð. Ég er á þriðju um- ferð í þessari mynd,“ segir Eggert og sýnir hvar hann er nýbyrjaður að leggja nýtt lag yfir þykkan gróðurinn sem þegar fyllir strig- ann. „Þessi verður fjórar umferðir en það er annars misjafnt eftir myndum.“ Efniskenndin er svo rík í þessum verkum að það er engin leið að sýna þau svo vel sé á ljósmynd. „Nei, ljósmyndir gefa ekki rétta mynd af verkunum,“ segir Eggert. „Fólk verður að sjá verkin til að gefa þeim líf.“ Allt svo tengt náttúrunni hér Gegnum tíðina hefur íslensk myndlist snú- ist að miklu leyti um íslenska náttúru. Fólk heldur til annarra landa í framhaldsnám, verður þar fyrir margbreytilegum áhrifum í mannmörgum samfélögum, en þegar það snýr heim til Íslands skríður náttúran oft aftur inn í verkin. Náttúran er óneitanlega meginþema í íslenskri list. „Það er allt svo tengt náttúrunni hér og það verður enn ljósara við að búa erlendis og hafa fjarlægðina á landið. Útlendingar sækja mikið í náttúruna, rétt eins og sést á því hvernig þeir flykkjast til Íslands. Og þeir eru margir spenntir fyrir list sem byggist á náttúrunni. Hingað koma margir Hollend- ingar og Þjóðverjar, fólk sem hefur engin tengsl við náttúruna heima hjá sér. Það sem þeir héldu vera náttúru var aðallega mann- gert landslag. Það er eins í Bretlandi en þar bjó ég í sjö ár. Þar er svo þéttbýlt að það sem þeir kalla náttúru vil ég kalla sveit. Manngert landslag; grjótgarðar, girðingar og bóndabæir. Þar þarf að fara norður til Skotlands til að finna ósnortið heiðalands- lag.“ Eggert var í nýlistadeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands og útskrifaðist árið 1979. Þá var hann þegar byrjaður að vinna með íslenskar jurtir, meðal annars í mynd- um þar sem hann þrykkti blóm á vatns- litapappír og fjarlægði þau síðan svo eftir sátu form og litur í pappírnum. Hann gerði myndraðir á þennan hátt; allt frá fyrstu blómum sumarsins til þeirra síðustu. Þá gerði hann líka bækur í einu eintaki; myndir af einni plöntu í hverri bók. „Ég fór síðan í framhaldsnám til Maast- richt í Hollandi, var framan af einkum í ljós- myndaverkum en fór svo seinni veturinn meðal annars að mála blóm. Þá var ég að mála einskonar blómabreið- ur. Málaði á hverjum degi eitt lag og setti lit á milli, í gagnsæjum lögum. Þetta var svo þykkt að það þornaði aldrei,“ segir Eggert og hlær. Þetta var tími nýja málverksins og Eggert sýnir mér ljósmyndir af samsýningum Ís- lendinga sem voru á sama tíma í Hollandi, þeirra á meðal voru Tumi Magnússon og Helgi Þorgils. Þarna eru myndir frá sýningu í Basel. „Ég var þar með blómamyndir; það voru kannski fyrstu raunverulegu blóma- verkin. Allt miklu hrárra en í dag.“ Ekki eins heimskur eftir að hafa verið í útlöndum Þegar Eggert kom heim frá Hollandi réðst hann í það viðamikla verkefni að teikna upp íslensku flóruna fyrir samnefnda bók Ágústs H. Bjarnasonar sem kom svo út árið 1983. „Sem krakki hafði ég alltaf haft áhuga á flórunni. Allt frá því ég man eftir mér. Ég safnaði blómum og þurrkaði. Og ég hafði að- eins teiknað þau líka, svona með öðru. Eftir að ég lauk við að myndskreyta flóruna fóru að koma svona eitt og eitt blóm í málverkin hjá mér og 1989 þegar ég sýndi fyrst hjá Sævari Karli var ég alfarið kominn í þau.“ Eitt bókverkanna sem Eggert gerði snemma á níunda áratugnum sýnir ljós- myndir af berangurslegu íslensku landslagi og í miðopnunni er mynd af þéttu laufskrúði, bersýnilega útlendu landslagi. „Þetta verk sýnir togstreituna milli íslenskrar náttúru og útlendrar. Ég held að löng dvöl mín erlendis, samtals í níu ár, hafi skerpt nálgunina við ís- lenska náttúru. Ég held að þegar þú býrð annars staðar styrkist skilningur þinn fyrir upprunanum. Maður er ekki eins heimskur eftir að hafa verið í útlöndum.“ Í öðru bókverki Eggerts eru ljósmyndir af bernskuverkum eftir hann og myndir af listaverkum sem prýddu bernskuheimili hans. „Þetta er ákveðin nostalgía, eins og myndirnar frá bústaðnum við Elliðakot þar sem ég eyddi sumrum bernskunnar. En ég er enn að mála sömu brekkurnar.“ Og hann sýnir ljósmyndir af brekku og blómum og ber saman við málverkið sem hann var að ljúka við; ekki fer á milli mála að þar er stíl- færð útgáfa af ljósmynduðum raunheimin- um. – Ferðu út í náttúruna og safnar ljós- myndum að vinna eftir? „Ég tek mikið af myndum og byggi með því upp einhverskonar myndabanka. Ljós- myndirnar eru bara hráefni, ég vinn síðan alveg abstrakt með þennan blómaheim. Í myndatökunum er ég ekki með neinar makrólinsur; ég vil ekki fara of nálægt held- ur bara skoða samsetningu gróðursins og vinna út frá því. ENN AÐ MÁLA SÖMU BREKKURNAR Meiri nákvæmni og yf- irlega yfir myndum þekk- ist vart í íslenskri myndlist í dag. Eggert Pétursson málar íslenska plöntu- heima af gífurlegri nost- ursemi, lag fyrir lag, og skapar sérstaka heima úr gróðrinum. Hann sagði EINARI FAL INGÓLFS- SYNI frá rannsóknum sín- um á íslenskum plöntum og hvernig þær reynast honum óþrjótandi mynd- ræn uppspretta. Morgunblaðið/Einar Falur„Náttúran er kaos í eðli sínu en komin uppá vegg, þá er þetta kúltúr,“ segir Eggert Pétursson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.