Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.2003, Blaðsíða 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 2003
Á
UNDANFÖRNUM 10–15
árum hafa sjálfstæð leikhús
og leikhópar komið og farið,
verkefnaval og áherslur
hafa breyst og ýmislegt
verið reynt í listrænu og
rekstrarlegu tilliti, oft með
mjög góðum árangri, þó svo
ekki hafi allir hlutir gengið upp, alltaf. Það er
kannski eðli málsins samkvæmt að listrænni
áhættu fylgi ávallt einhver fórnarkostnaður.
Þeir taka heilshugar undir þetta en Felix
leggur strax ríka áherslu á að ekki megi meta
árangur af rekstri leikhúsa einvörðungu út frá
vinsældum og aðsókn.
Áratugur sjálfstæðu leikhúsanna
„Margt af því sem við getum sagt að hafi ekki
heppnast fullkomlega í einhverjum skilningi,
var mjög mikilvægt fyrir vöxt og þroska við-
komandi listamanna. Þeir voru kannski að gera
tilraunir með efni eða form í verkefnum, sem
voru mikilvæg í listrænu samhengi, þó svo verk-
efnin hafi ekki náð hylli fjöldans.“ „Með sömu
rökum má segja að ýmislegt af því sem mestra
vinsælda nýtur, leggi hlutfallslega lítið til leik-
listarinnar sjálfrar; sjálfrar sköpunarinnar.
Þarna erum við komnir inn á svellhált argú-
ment, sem við gætum skautað á til kvölds,“
stingur Þórarinn inn í og heldur áfram: „Tíundi
áratugurinn var áratugur sjálfstæðu leikhús-
anna. Við urðum vitni að og þátttakendur í gríð-
arlegu uppbyggingarstarfi og vexti. Leikhúsum
og sviðslistahópum fjölgaði mjög, frumsýning-
um fjölgaði úr 8–12 á ári í 30–34 og þar voru ný
íslensk verk fyrirferðarmest. En við sáum einn-
ig aðrar breytingar. Í upphafi áratugarins hvarf
Alþýðuleikhúsið af sjónarsviðinu í kjölfar þess
að það var tekið af fjárlögum, sem og Leik-
brúðuland, en þessi leikhús höfðu notið fjárveit-
inga af fjárlögum áratuginn á undan. Leikhús
Frú Emilíu var síðan fyrsti leikhópurinn til að
hljóta nýja gerð af samstarfssamningi við
menntamálaráðuneytið árin 1993–1995. Hafnar-
fjarðarleikhúsið tók síðan við þeim samningi og
heldur honum enn. Rétt er einnig að nefna að
þrjú leikhús með leikhúsbyggingar í rekstri
hófu starf, en luku því einnig, á áratugnum;
Kaffileikhúsið, Leikfélag Íslands og Flugfélagið
Loftur. En þessi þrjú leikhús stóðu fyrir kraft-
miklu starfi á tímabili og áttu áhrifamikið
blómaskeið. Fjárveiting ríkisins til sjálfstæðu
leikhúsanna hækkaði með reglubundnum hætti
á áratugnum en hefur þó ekki náð að vera í sam-
ræmi eða samfloti við hækkanir ríkisins til ann-
arra sviðslistastofnana, svo sem til Þjóðleik-
hússins og Íslensku óperunnar. Með þessu er
ekki verið að kasta rýrð á starf þessara mik-
ilvægu stofnana, alls ekki. Ég held að ríkisvaldið
hafi hreinlega ekki enn áttað sig á þeim stór-
kostlega happdrættisvinningi, sem starf sjálf-
stæðu leikhúsanna er í menningarlegu og sam-
félagslegu tilliti. Um leið og það gerist trúi ég að
þessi starfsemi fái þann stuðning sem eðlilegur
getur talist. Og sá stuðningur mun ekki gera
neitt annað en að styrkja allt leiklistarlíf í land-
inu. Gleymum því ekki að Bandalag íslenskra
listamanna hefur skilað inn tillögum til mennta-
málaráðuneytisins um stórhækkuð framlög til
sjálfstæðu leikhúsanna á grunni mikilvægis
þeirra í menningarstarfi og atvinnusköpun.“
Ekki lengur í hlutverki þiggjandans
En hvað með Reykjavíkurborg? Hvernig
kemur hún að þessum málum? Megnið af starfi
sjálfstæðu leikhúsanna og sviðslistahópanna fer
fram í Reykjavík.
„Jú, það er rétt, en gleymum því ekki að sjálf-
stæðu leikhúsin og sviðslistahóparnir eru lang-
duglegastir við að fara með sýningar út um
landið. Reykjavíkurborg tók hins vegar mjög
vel á þessum málaflokki fyrir fáum árum og
hækkaði sínar fjárveitingar umtalsvert og gerði
samstarfssamninga við Möguleikhúsið, Leik-
félag Íslands, Kaffileikhúsið, Vesturport, Sum-
aróperuna og Rauðu skóna. Á sama tíma njóta
einstakar uppfærslur stuðnings. Þessi aukni
stuðningur borgarinnar er afar mikilvægur og
verður spennandi að þróa hann inn í framtíð-
ina.“
Felix segir að hann meti stöðuna þannig að
breytinga sé að vænta í afstöðu ríkisvaldsins.
„Þar kemur tvennt til. Annars vegar aukinn
skilningur innan ráðuneytisins á hlutverki sjálf-
stæðu leikhúsanna í leiklistarlífinu og menning-
unni, þar sem augljóst gildi starfsins í leiklist-
arlegu tilliti liggur fyrir, sem og þýðing starfsins
fyrir almenning. Hins vegar síaukið samstarf
stjórnar SL við Leiklistarráð, sem gerir tillögur
um úthlutun til sjálfstæðu leikhúsanna til
menntamálaráðherra hverju sinni. Við erum
ekki lengur eingöngu í hlutverki þiggjandans
heldur miklu fremur í samstarfi við Leiklist-
arráð og það skiptir miklu máli. Á árinu 2001
voru gerðar mjög jákvæðar breytingar á úthlut-
unarreglum Leiklistarráðs þar sem fjárveiting-
ar til einstakra verkefna voru hækkaðar með
það fyrir augum að tryggja eins og kostur er að
vinna við uppfærslur væru á grunni atvinnu-
mennsku. Þetta gerir það að verkum að þau
verkefni sem styrkt eru komast í vinnslu og á
svið, en enda ekki í einhverri skelfingu og fjár-
hagslegum flótta.“
Þórarinn segir þetta afrakstur langrar bar-
áttu fyrir því að úthlutanirnar taki mið af raun-
verulegum uppsetningarkostnaði í stað þess að
verða að eins konar hengingaról um háls þeirra
sem sóttu um; „til að ljúka verkefni og standa
við sinn hluta samningsins, varð fólk oft að
sætta sig við hálfgerðan, eða algeran amatör-
isma. Peningar voru ekki fyrir hendi til að fylgja
listrænum markmiðum og oft var augljóst að
dæmið myndi enda með skelfingu; listrænt eða
fjárhagslega nema hvorutveggja væri.“
Í fararbroddi með íslensk leikverk
Felix bendir á að þegar horft er yfir síðustu
ár þá komi skýrt í ljós hvernig skipan leikhóp-
anna hafi breyst og innra starf þeirra mótast.
„Við erum núna að sjá fólk sem hefur valið sér
þennan vettvang til að starfa að leiklist; fólk sem
hefur alla burði til að vinna hvar sem er, en kýs
sér þennan vettvang. Það á því ekki lengur við
að líta á sjálfstæðu leikhúsin sem einhvern
stökkpall fyrir unga og óreynda leikara, dans-
ara og annað sviðslistafólk, sem eru að reyna að
vekja á sér athygli til að komast inn í stofn-
anirnar.“
„Það er vissulega eðli grasrótarinnar að vera
vettvangur fyrir unga og framsækna listamenn,
en gleymum því heldur ekki að sjálfstæðu leik-
húsin eru einnig vettvangur gamalla harðjaxla í
bransanum. Reynslan hefur sýnt okkur að
ákveðin leikhús og hópar hafa fest sig í sessi og
starfað með góðum árangri árið um kring árum
saman. Ég nefni t.d. Möguleikhúsið, Hafnar-
fjarðarleikhúsið, Stoppleikhópinn, 10 fingur,
Skemmtihúsið og Sögusvuntuna. Þá er ótalinn
fjöldi leikhúsa sem starfað hafa reglulega um
árabil þótt starfsemin hafi ekki verið samfelld
árið um kring,“ segir Þórarinn.
„Hvað varðar verkefnin þá er ljóst að sjálf-
stæðu leikhúsin hafa verið í fararbroddi með
frumsýningar á íslenskum verkum og verið sá
vettvangur sem íslenskir höfundar hafa getað
reitt sig á,“ segir Felix. Þórarinn tekur undir
þetta og bætir því við að sjálfstæðu leikhúsin
hafi verið hvað ötulust við að sinna leiklist fyrir
börn og unglinga. „Þar hafa nokkur leikhús sér-
hæft sig í leiklist fyrir börn og unglinga og lagt
sig fram um að fá íslenska höfunda til að semja
leikverk fyrir börnin. Þar er bersýnilegt að
sjálfstæðu leikhúsin hafa m.a. tekið að sér það
hlutverk í samfélaginu, að færa leikhúsið til
barnanna okkar og kenna þeim að meta milli-
íslenska listsköpun milliliðalaust.“ Felix bendir
á stefnu Hafnarfjarðarleikhússins sem hefur frá
upphafi verið sú að flytja eingöngu ný íslensk
leikverk. „Þessi stefna hefur svo sannarlega
skilað árangri, bæði listrænum og markaðsleg-
um, þar sem allar sýningar þeirra hafa vakið
mikla athygli og umtal bæði hér innanlands og
utan. Þetta er stefna sem stofnanaleikhúsin
mættu taka sér til fyrirmyndar og leggja meiri
og markvissari áherslu á flutning nýrra ís-
lenskra leikrita; líta á það sem frumskyldu sína í
stað þess að fylla upp í erlent verkefnaval með
íslenskum verkum af og til.“
150 leikarar á næstu 10 árum
Þeir eru sammála um að framtíð sjálfstæðu
leikhúsanna sé björt. „Staðan verður að teljast
mjög sterk þegar litið er til frumsköpunar og
listrænnar áherslu. Í haust og vetur hafa sýn-
ingar á borð við Beyglur með öllu og Sellófón
notið fádæma vinsælda. Báðar þessar sýningar
eru góð dæmi um að verkefni sem hafi náð
miklu meiri vinsældum en kannski var reiknað
með í upphafi. Þetta eru tilraunaverkefni, annað
byggt á spuna og hitt frumsköpun leikkonunnar
Bjarkar Jakobsdóttur þar sem hún spreytir sig í
fyrsta sinn við skriftir,“ segir Felix. „Þá má ekki
gleyma sýningu Vesturports á Rómeó og Júlíu
og leikhópsins Á senunni á Kvetch, sem báðar
hafa vakið verðskuldaða athygli fyrir kröftugan
leik og leikstjórn.“
„Það er sannarlega í eðli sjálfstæðu leikhús-
anna að ala upp nýtt hæfileikafólk og koma list-
sköpun þeirra á framfæri. Það er eiginlega frek-
ar reglan en undantekningin,“ segir Þórarinn
og heldur áfram, „á næstu tíu árum má gera ráð
fyrir að um 150 nýir leikarar, dansarar og leik-
stjórar komi til vinnu á íslenskum leikhúsmark-
aði. Hvar fer þetta fólk að vinna? Það fer ekki á
fastan samning í stofnanaleikhúsunum nema í
undantekningartilfellum. Vettvangur þess verð-
ur utan stofnananna.“
„Við erum komin í tengsl við IETM, óformleg
samtök sviðslistamanna í Evrópu, samstarf sem
hófst með vel heppnaðri ráðstefnu og listahátíð
hér haustið 2000,“ segir Felix. „Þetta samstarf
er okkur mjög mikilvægt. Við erum að opna
glugga að sjálfstæða leikhúsgeiranum í Evrópu.
Það eru nokkrir íslenskir hópar sem eru farnir
að vinna jafnt hér heima sem á erlendum vett-
vangi og ég nefni Iceland Take Away og Ólöfu
Ingólfsdóttur. Sjálfstæðu leikhúsin hafa frelsi
til að vinna á öðrum vettvangi en þeim íslenska
og það tækifæri erum við að nýta okkur. Ís-
lenskar sýningar hafa komist á fjalirnar erlend-
is með skjótum hætti og íslensk leikverk hafa
náð mikilli athygli erlendis.“
„Um leið er mikilvægt að huga að rótunum og
átta sig á því, að það sem við höfum umfram
aðra og sérstaða okkar byggist á, er íslensk
sviðslist og frumsköpun í breiðustum skilningi
þeirra orða. Og það er vel tímabært að við förum
í fullri alvöru að huga að Útflutningsráði sviðs-
listanna, sem legði hvorutveggja áherslu á að
aðstoða einstaka listamenn vegna vinnu erlend-
is, sem og að flytja út fullunnin verkefni,“ segir
Þórarinn að lokum.
EÐLI LEIKHÓPANNA
ER AÐ BREYTAST
Morgunblaðið/Golli
„Fólk sem hefur alla burði til að vinna hvar sem er, kýs sér þennan vettvang,“ segja Felix Bergsson og Þórarinn Eyfjörð.
Felix Bergsson tók síðastliðið haust við formennsku í Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa, SL, af Þórarni Eyfjörð,
sem gegnt hafði formennsku allt frá 1992, er bandalagið tók á sig formlegri mynd en verið hafði árin á und-
an. Þeir eru sammála um að leikhúslífið hafi tekið miklum breytingum á undanförnum áratug.
havar@mbl.is