Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.2003, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 2003 13 EIGNIR súrrealistans Andrés Bretons eru deilumál í Frakk- landi þessa dagana að sögn fréttastofu BBC, en til stendur að selja málverk, ljósmyndir, bæk- ur og aðra muni Bretons á upp- boði á árinu. Er Breton lést árið 1966 lét hann eftir sig sannkallaða fjár- sjóðskistu í formi þeirra muna og verka sem hann skildi eftir sig. Íbúð hans við Rue Fontaine í París hefur til þessa verið varð- veitt ósnert sem eins konar skrín eða safn til minningar um lista- manninn. Árum saman hafa ætt- ingjar Bretons síðan reynt að fá frönsk stjórnvöld til að breyta íbúðinni í safn tileinkað Breton, en án nokkurs árangurs. Fjöl- skyldan hefur nú gefist upp á baráttu sinni við stjórnvöld og hyggst selja eigur hans. Þær áætlanir hafa hins vegar valdið miklum úlfaþyt meðal mennta- manna í París sem hafa hvatt al- menning til að láta í sér heyra vegna málsins. „Sofið í friði góða fólk,“ segir á vefsíðu sem komið var á lagg- irnar af þessu tilefni. „Í Frakk- landi vill enginn leggja fram krónu til stuðnings stofnunar André Breton-safns og allt sem við getum gert er að lýsa óánægju okkar.“ Fjöldi fólks víðsvegar að úr heiminum hefur lýst yfir stuðn- ingi sínum á vefsíðunni, en íbúð Bretons er af aðdáendum lista- mannsins talin listaverk út af fyrir sig. Þar má finna yfirgrips- mikið bókasafn sem geymir árit- uð verk manna á borð við Trotskí og Freud og ljós- myndasafn sem þykir skrásetja betur sögu súrrealistahreyfing- arinnar en nokkuð annað. Talið er að 2,5 til 3,3 millj- arðar króna fáist fyrir sölu mun- anna. Óþekkt verk Elgars tekin upp FYRIR um 40 árum var nótna- bunki seldur á uppboði í London, en gefið hafði verið í skyn að ein- hverjar nótnanna væru eftir tón- skáldið Edward Elgar. Nóturnar áttu eftir að koma kaupandanum, rokktónlist- armanninum Manfred Mann, verulega á óvart því meðal þess sem þar var að finna voru áður óþekkt verk Elgars. Verkin hafa verið tímasett og virðist sem tón- skáldið hafi samið þau 1878 er hann var enn að aðstoða föður sinn í St. George-kirkjunni í Worcester. Staðfest hefur verið að a.m.k. þrír af sex sálmum sem þar fundust séu án efa verk Elg- ars frá hans yngri árum og hefur plötufyrirtæki Manns nú ákveðið að gefa út plötu með verkunum. Búist er við að platan komi á markað í júní á þessu ári, en það er kapellukór Chelsea sem mun syngja sálmana undir stjórn Ians Currors og við orgelundirleik Noels Charles. Deilt um eignir Bretons ERLENT André Breton Edward Elgar R ITHÖFUNDURINN Sjón tekur þátt í viðamiklu tónleikaferðalagi með hinum breska Brodsky- kvartett á næstunni, eins og greint var frá í Morgunblaðinu fyrir skömmu. Ferðalagið, sem hófst með tónleikum í Brighton síðastliðinn fimmtudag, stendur fram í byrjun mars, með viðkomu í sex borgum Englands, Manchester, Birmingham, Fareham, Beccles og London, auk Brighton. Á efnisskrá kvartettsins er meðal annars Anna og skapsveifl- urnar, sem er verk fyrir strengjakvartett og sögumann samið af Sjón og breska tónskáldinu Julian Nott. Verður Sjón þar sjálfur í hlutverki sögumanns, en tónlistin er samin við samnefnda smásögu hans. Auk Sjón munu ensku söngvar- arnir Julie Dankworth og Ian Shaw koma fram með Brodsky-kvartettinum á tónleikaferðalag- inu. Meðal annarra verka á efnisskránni er tónlist eftir Björk, Paul McCartney, Sting, Elvis Cost- ello, Errollyn Wallen og Ron Sexsmith. Geggjaður lestur og tónlist Morgunblaðið náði að setjast niður með Sjón áður en hann hélt utan og sagði hann blaðamanni upp og ofan af tónverkinu um Önnu og skap- sveiflur hennar, tilurð verkefnisins og samstarfið við Brodsky-kvartettinn. „Verkið fjallar um Önnu og fjölskyldu hennar, sem vaknar upp í hroðalegu ástandi einn daginn. Fjölskyldan bíður eftir því að sólargeislinn þeirra komi niður í eld- hús og kyssi þau góðan dag, en í staðinn mætir þar einhver sorgleg útgáfa af Marilyn Manson. Foreldrarnir ákveða að fara með hana á meðferð- arstofnun dr. Artmanns fyrir óstýrilát börn. Hann notar risastórt völundarhús til lækninga, þar sem lagðar eru þrautir fyrir börnin – þau komast ekki út úr völundarhúsinu nema gera ákveðna hluti rétt. Þeir hlutir þurfa hins vegar alls ekki að vera eitthvað sem foreldrunum þykir rétt! Í lok sögunnar leika Artmann og Anna í raun á foreldrana. Tónverkið er tuttugu mínútur af nokkuð kraftmiklum og geggjuðum lestri, og ótrúlegri músík. Tónlist og texti renna alveg sam- an – það er hleypt af og við þeytumst í gegnum söguna af Önnu og skapsveiflunum, þar til henn- ar mál hafa verið leyst,“ segir Sjón. Hann segist sjálfur bregða sér í hltutverk sögupersónanna í sýningunni, allt frá Önnu til hins voðalega dr. Artmanns, og hlutur hans sé langt frá því að vera óvirkur sögumaður. Tveggja ára verkefni Sjón komst í kynni við Brodsky-kvartettinn ár- ið 1995, en þá ritstýrði hann bók um tilurð plötu Bjarkar, Post, en kvartettinn starfaði með henni á þeirri plötu. „Bókin beindi sjónum einkum að samstarfsaðilum Bjarkar og þess vegna tók ég við þau viðtal. Það fór mjög vel á með okkur. Ég hitti þau svo nokkrum sinnum síðar í tengslum við tónleika þeirra með Björk,“ segir Sjón, en sem kunnugt er hefur hann samið nokkuð af text- um við lög Bjarkar. „Þegar þau fengu þá hug- mynd að búa til nýtt tónverk datt þeim ég í hug, því þau voru hrifin af textunum sem ég hafði sam- ið við þessi lög Bjarkar sem þau spiluðu. Þau vildu fá eitthvað í svipuðum dúr – hugmyndaríkt og súrrealískt.“ Brátt verða liðin tvö ár síðan Brodsky-kvart- ettinn hafði samband við Sjón vegna málsins. Á þeim tíma hefur hann að sögn verið með annan fótinn að nokkru leyti í Englandi við vinnu með Julian Nott, sem samdi tónlistina í verkinu. Nott er þekktur í Bretlandi og víðar fyrir tónlist sína, m.a. við Wallace and Gromit-hreyfimyndirnar. „Wallace og Gromit eru enskari en allt sem enskt er og mjög elskaðir í Englandi. Tónlistin í mynd- unum er mjög fyndin, og Brodsky-liðum fannst passa vel saman að láta okkur Julian vinna saman að þessu verki, sem hefur gengið mjög vel. Reyndar tók svolítinn tíma að koma sögunni sam- an, en í haust var hún komin í endanlegt form, og þá tók Julian við og lauk sinni vinnu í desember síðastliðnum.“ Sagan viðfangsefni nemenda Sagan af Önnu hefur jafnframt verið útgangs- punktur fyrir fleiri atriði efnisskrár Brodsky- kvartettsins á þessu tónleikaferðalagi. Kvart- ettinn tókst á hendur óvenjulegt menntunarverk- efni, þar sem nemendur á aldrinum 14–18 ára í skólum þeirra sex borga þar sem höfð verður við- dvöl á tónleikaferðalaginu unnu með söguna við samningu tónlistar og hönnun leiktjalda, ásamt kvartettinum og hópi listamanna. „Fræðsluverk- efnið var styrkt af NESTA (National Endow- ment for Science, Technology and the Arts) um 27 milljónir íslenskra króna. Kvartettinn vann í viku með krökkunum á hverjum stað, og kynnti fyrir þeim hvað strengjakvartett er og hvað hann getur gert. Síðan lásu krakkarnir söguna um Önnu og skapsveiflurnar, og unnu út frá henni með hönnuðunum og leiklistarfólkinu við að gera sviðsmyndir fyrir kvartettinn þegar hann kemur fram í þeirra borg,“ segir Sjón. Hann kveðst þó ekki hafa séð sviðsmyndirnar enn, en segist búast við að þær séu mjög íburðarmiklar og skemmti- legar. „Þau unnu svo með tónskáldunum við að semja sönglög og texta sem byggjast á viðfangs- efni sögunnar. Á hverjum stað verða sérstakir tónleikar með tónlistinni eftir krakkana, sem tón- skáldin hafa útsett fyrir kvartettinn – það hlýtur að vera ævintýralegt fyrir þau að heyra tóna sína og texta í meðferð þessara frá- bæru listamanna. Að endingu verða svo valin þrjú lög sem eru spiluð á aðaltónleikunum, sem verða í London.“ Síðustu tónleikar ferðalagsins verða í Queen Elizabeth Hall í London 2. mars næstkomandi. „Ég veit ekki hvað verður úr Önnu og skapsveiflunum eftir ferðalagið – við Julian erum að skoða ýmsa möguleika í því sam- bandi. Einn er til dæmis að stækka verkið í söngleik,“ segir Sjón. „Þegar tónleikaferðinni lýkur mun ég svo einhenda mér í að gera bók úr sögunni. Hún verður myndskreytt af Gunnari Karlssyni, en ég vonast til að hann og félagar hans í Caoz muni á endanum gera úr henni heims- fræga teiknimynd. Meiningin er svo auðvitað að tónverkið fari að lifa sjálfstæðu lífi og strengja- kvartettar víðsvegar um heim geti tekið það á dagskrá. Mér skilst að það vanti alltaf nýja klassíska tónlist fyrir börn.“ Samstarf við Björk og Anne Sofie von Otter Brodsky-kvartettinn er í fremstu röð kamm- ermúsíkflytjenda í heiminum í dag og hefur kom- ið fram og sinnt upptökum síðan árið 1972. Á efn- isskrá þeirra eru jöfnum höndum verk eldri meistara og ný verk, sem oft á tíðum eru samin að frumkvæði meðlima kvartettsins eða þá að komið er til þeirra með verk og kvartettinn beðinn að útsetja. Þetta óvenjulega víðsýni kvartettmeð- limanna gagnvart nýrri og oft á tíðum óhefðbund- inni tónlist hefur leitt til samstarfs við stóran hóp kunnra en afar ólíkra listamanna. Má þar til dæmis nefna Björk Guðmundsdóttur, en Brodsky-kvartettinn útsetti nokkur laga hennar og lék m.a. með henni á tónleikum í Union Chapel í London árið 1999. Meðal annarra kunnra lista- manna sem hafa sóst eftir samstarfi við kvart- ettinn eru Elvis Costello, en geisladiskurinn The Juliet Letters, sem saminn var í sameiningu af Brodsky-kvartettinum og Costello, kom út árið 1993, Anne Sofie von Otter sem gaf út tvo geisla- diska með kvartettinum og leiksmiðjan Théatre de Complicité, sem ásamt kvartettinum sviðsetti nýlega 15. strengjakvartett Dmitris Shostak- ovits. Vantar alltaf nýja klass- íska tónlist fyrir börn Brodsky-kvartettinn flytur verkið Anna og skapsveiflurnar eftir Sjón og Julian Nott í sex borgum Bretlands á næstunni. Sjón tekur þátt í tónleikaferðalagi Brodsky- kvartettsins sem hófst síðastliðinn fimmtudag. Morgunblaðið/Einar Falur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.