Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 2003 leikari“ en ekki hafi borið mikið á honum hér- lendis, nema í nánasta umhverfi hans. „Ég hef kennt í þrjú ár á Húsavík. Við fengum boð um að koma frá vinum okkar, ungverskum hjónum sem kenndu tónlist á Húsavík en voru að flytja á Hvolsvöll,“ segir Aladár Rácz við Morgunblaðið. Hann játar því að einmitt þessi konsert Beethovens sé í uppáhaldi hjá sér. „Þetta er fyrsti konsertinn sem ég spilaði með hljómsveit á tónleikum, þá 15 ára gamall. Þessi konsert er mjög tækni- legur, en líka mjög líflegur og skemmtilegur. Ég vona að áhorfendur verði ánægðir.“ Verk sem allir hafa heyrt Af þeim fjölda tónverka sem Mozart skrif- aði á sinni stuttu ævi urðu nokkur ástsælli en önnur vegna hinnar guðlegu fegurðar sem í þeim býr. Sinfónía nr. 40 í g-moll er eitt þess- ara verka. Þetta tilfinningaþrungna verk samdi Mozart í júlímánuði 1788. Það sumar hafði hver ógæfan af annarri dunið á þessari litlu og fátæku fjölskyldu; hjónin, bæði heilsuveil og févana, misstu sex mánaða gamla dóttur sína og má ætla að sú örvænting sem greina má í verkinu tengist þeim sorg- S INFÓNÍUHLJÓMSVEIT Norðurlands heldur tónleika á morgun, sunnudag, í Glerár- kirkju á Akureyri og hefjast þeir kl. 16. Einleikari á tón- leikunum er ungverski píanó- leikarinn Aladár Rácz. Rácz er reyndar fæddur í Rúmeníu og nam píanóleik við Tónlistarhá- skólana í Búkarest og Búdapest. Á náms- árunum lék hann oft í rúmenska útvarpinu og sjónvarpinu og hefur að loknu námi leikið á tónleikum víðs vegar í Evrópu. Hann hefur unnið til verðlauna í alþjóðakeppni á Spáni, Ítalíu og í Tékklandi. Aladár starfar sem tónlistarkennari á Húsavík, en þangað flutti hann 1999. Hann hefur m.a. leikið með ýmsum söngvurum hér á landi og tekið þátt í leiksýningum á Norður- og Austurlandi en þetta er í fyrsta skipti sem hann kemur fram með hljómsveit hérlendis. Efnisskráin er í klassískum stíl. Forleikur eftir Franz Schubert, Píanókonsert nr. 1 eftir Ludwig van Beethoven og Sinfónía nr. 40 eft- ir Wolfgang Amadeus Mozart. Músík og kokkabækur Fyrsta verkið á efnisskránni, Forleik í ítölskum stíl samdi Schubert árið 1817 eftir að hafa lent í rökræðum við ítalska óperutón- skáldið Rossini. „Schubert fullyrti að forleiki eins og Rossini samdi við óperur sínar gæti hann hrist fram úr erminni hvenær sem væri og færi létt með það. Honum fannst það ómerkileg músík sem þessi ítalski poppari var að drita út, og til þess að sanna mál sitt samdi hann þessa fínu músík. Hún ber vissu- lega keim Rossinis en þetta er Schubert að skrifa Rossini, ekki Rossini að skrifa Ross- ini!“ segir Guðmundur Óli Gunnarsson, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í samtali við Morgunblaðið. Rossini var eldsnöggur að semja, að sögn Guðmundar Óla. „Hann var ekki köllunar- kompónisti, hafði bara gaman af því að kompónera en hætti því á miðjum aldri og fór að skrifa kokkabækur – er þetta ekki alveg yndislega ítalskt? Ég hef aldrei prófað upp- skriftirnar hans, það væri gaman að komast yfir þær!“ Píanókonsertinn nr. 1 í C-dúr sem Aladár Rácz ætlar að leika á þessum tónleikum samdi Beethoven árið 1790 og kom sjálfur fram sem einleikari í honum. Beethoven samdi alls fimm píanókonserta „og má full- yrða að áhugi hans á samningu slíkra kons- erta hafi tengst því tímskeiði í lífi hans þegar heyrnin gerði honum kleift að koma sjálfur fram sem einleikari,“ segir í frétt frá hljóm- sveitinni. Þar er einnig vitnað í bréf Beet- hovens til vinar síns: „ Í mínum huga er ekk- ert sem gleður meira en að geta samið list og eiga þess kost að leika hana fyrir aðra.“ Guðmundur Óli segir þennan konsert Beethovens stórskemmtilegan og lokakaflann algjöra skemmtimúsík. Bætir því svo við að einleikarinn, Aladár, sé „mjög góður píanó- arviðburðum. Yfirbragð sinfóníunnar er ým- ist harmrænt eða friðsælt og þar kemst Moz- art hvað næst rómantískri tjáningu í djörfum hljómum og ryþmískum andstæðum. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands er skipuð hljóðfæraleikurum af Norðurlandi. Á þessum tónleikum koma nokkrir hljóðfæraleikarar frá Reykjavík til liðs við hljómsveitina. Stjórnandi á tónleikunum í Glerárkirkju er aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Guðmundur Óli Gunnarsson. Hann lauk prófi í hljómsveitarstjórn frá Tón- listarháskólanum í Utrecht í Hollandi og stundaði síðan framhaldsnám hjá Jorma Pan- ula í Helsinki. Hann hefur starfað sem hljóm- sveitarstjóri með Sinfóníuhljómsveit Íslands, bæði á tónleikum og við upptökur. Einnig hefur hann komið fram sem stjórnandi Kammersveitar Reykjavíkur, Íslensku hljóm- sveitarinnar og er fastur stjórnandi CAPUT. Hann hefur stjórnað frumflutningi verka margra tónskálda, stjórnað óperuupp- færslum, kórum og hljómsveitum áhuga- manna og nemenda. Guðmundur Óli hefur verið aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníuhljóm- sveitar Norðurlands frá stofnun hennar. „Samstarf mitt og þessarar hljómsveitar hófst strax eftir nám og er nú orðið tíu ár. Við höfum þroskast saman, ég og hljómsveitin og nú tel ég okkur tilbúin til að ráðast í þessi stóru verk; til dæmis þennan píanókonsert Beethovens og G-moll sinfóníu Mozarts, 40. sinfóníuna sem er eitt allra þekktasta verk hans.“ Guðmundur Óli segir hér um að ræða verk sem allir hafi einhvern tíma heyrt, ef ekki í hefðbundnum flutningi þá í einhverri sjón- varpsauglýsingunni. „Svona verk á hljóm- sveit ekki að spila fyrr en hún er tilbúin. Það er ákveðinn prófsteinn á hljómsveitina og stjórnandann að flytja þessi „eðalverk“ sem allir þekkja út og inn; það er ekki til neins að flytja þessa tónlist nema menn hafi eitthvað til málanna leggja. Það er eins gott að fólk hlusti bara á hana á plötu eins og að hlusta á lélegan flutning hljómsveitar. Með þessu er ég ekkert að belgja mig út, en ég vona að við stöndum undir þessu. En áhorfendur verða auðvitað að dæma.“ Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnar Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Aladár Rácz er einleikari ERUM TILBÚIN AÐ RÁÐAST Í STÓRU VERKIN Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Ungverski píanóleikarinn Aladár Rácz. skapti@mbl.is LEIKSTJÓRINN og rithöfundurinn Brynja Benediktsdóttir var á ferðinni í París fyrir skemmstu við undirbúning sýninga á leik- riti sínu, Ferðum Guðríðar. Leikritið, sem byggist á sögu Guðríðar Þorbjarnardóttur, var frumsýnt árið 1998 hérlendis, en hefur síðan þá verið sýnt víðsvegar um heim. Par- ís er þó fyrsti frönskumælandi áfangastaður Ferðanna, sem verða sýndar samfleytt í tvo mánuði í Aktéon-leikhúsinu þar í borg. Með hlutverk Guðríðar fer Solveig Simha, sem er íslensk í móðurætt, og hefur hún jafn- framt þýtt verk Brynju á frönsku. Frumsýnt verður í Aktéon-leikhúsinu í kvöld. „Þetta er lítið en mjög virt leikhús,“ segir Brynja Benediktsdóttir í samtali við Morg- unblaðið. „Undirbúningurinn hefur í raun tekið tvö ár, fyrst þýðingin, og svo leit Sol- veigar að leikhúsi til að færa sýninguna upp. Síðan lagði ég verkið í hendur skugga- leikstjóra, eins og ég kalla það á íslensku, leikstjóra að nafni Clara Le Picard, sem auk þess að hanna leikmyndina hefur séð um leikstjórn samkvæmt minni forskrift. En ég fór til Parísar í viku í janúar til þess að leggja síðustu hönd á verkið.“ Á meðan Brynja var í París var haldin forsýning á Ferðum Guðríðar á frönsku, með boðsgestum eingöngu. „Gestirnir voru mjög hrifnir. Reyndar voru flestir leik- húsfólk, en nokkrir þeirra voru Frakkar sem eiga ættir að rekja til Íslands en hafa tapað niður tungumálinu. Þeir virtust mjög stoltir af uppruna sínum, enda virðist mér Ísland vera bara í tísku um þessar mundir í Frakklandi,“ segir Brynja. Tvö ný verk í sumar Brynja segist munu reyna að fá Solveigu Simha hingað til lands í sumar, þegar Ferð- ir Guðríðar verða sýndar í Skemmtihúsinu við Laufásveg á nokkrum tungumálum, en sýningin hefur haft aðsetur þar frá upphafi. Auk þess verða frumsýndar tvær nýjar sýn- ingar í Skemmtihúsinu á árinu, önnur úr smiðju Brynju er ber heitið Ég er amma mín, en hin eftir Súsönnu Svavarsdóttur. Sýning Brynju kemur inn á sögu Vesturfar- anna, en Súsanna byggir verk sitt á Lax- dælu. Af því tilefni kemur til liðs við Skemmtihúsið ný leikkona auk Þórunnar Ernu Clausen, sem tók við hlutverki Guð- ríðar í fyrra og leikur hana í Skemmtihús- inu og víðar í sumar. Nafn hennar er Valdís Arnardóttir, en hún útskrifaðist árið 2002 frá Guildford School af Acting í Englandi. „Við höfum oft reynt að ná inn nýjum mannauði í leikarahóp okkar í Skemmtihús- inu, þ.e.a.s. leikurum sem eru menntaðir er- lendis,“ segir Brynja. „Leikhúsið nýtur þá færni þeirra í öðrum tungumálum. Nú þeg- ar hafa sex leikkonur leikið verkið um Guð- ríði á fjórum tungumálum.“ Súsanna hefur tekið þátt í starfsemi Skemmtihússins frá því í fyrra og segir Brynja þær í sameiningu hafa markað nýja stefnu í starfsemi leikhússins. „Við erum ekki að tjalda til einnar nætur. Starfsemi leikhússins mun sem fyrr byggjast á frumuppfærslum á nýjum ís- lenskum verkum, og verður tveimur slíkum hleypt af stokkunum á árinu. Hins vegar er lögð áhersla á menning- artengda ferðaþjónustu, eins og með sýningum á Ferðum Guðríðar á ýmsum tungumálum. Við byggjum á íslenskri arfleifð með skírskotun til nútímans,“ segir hún. Ekkert lát virðist vera á vinsældum sýningarinnar Ferða Guðríðar, hún hef- ur verið sýnd í átta Evrópulöndum og vítt og breitt um N-Ameríku frá árinu 1998. Nú stendur meðal annars til að fara með hana á leiklistarhátíð í Króatíu í sumar og til New York í haust, en Tristan Gribbin, fyrsta leikkonan sem glímdi við hlutverk Guðríðar, mun leika hana þar. Aðspurð hvað liggi að baki velgengni sýningarinnar svarar Brynja að heppni eigi þar ríkan þátt. „En ef maður getur búið til gott leikhús, þá gengur vel. Auk þess er Guðríður hrífandi persóna, hvar sem á hana er litið, fyrir þús- und árum eða með okkar augum eins og hún er túlkuð í dag,“ segir Brynja að lok- um. Á FERÐINNI MEÐ FERÐIRNAR Brynja Benediktsdóttir Solveig Simha

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.