Lesbók Morgunblaðsins - 08.02.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. FEBRÚAR 2003
S
ÝNINGIN á frönskum og belgískum teiknimyndum sem opnuð verður í Gerð-
arsafni í dag er fjórskipt. Fyrsti hlutinn fjallar um sögu teiknimyndanna í máli
og myndum, annar hlutinn er um teiknimyndir sem byggjast á vísindaskáld-
skap, sá þriðji fjallar um framtíðarsýn tíu samtímateiknara og fjórði hlutinn er
sýning á verkum eins athyglisverðasta teiknara Frakka í nútímanum, Nicolas
de Crecy, en hann verður sérstakur gestur við opnun sýningararinnar á laug-
ardag.
Sýningin, sem er samvinnuverkefni Listasafns Kópavogs – Gerðarsafns,
Sendiráðs Frakklands á Íslandi og Alliance française, verður opin til 23. febrúar.
Uppfinningamaðurinn Rodolphe Töpffer
Rodolphe Töpffer (1799–1846) var rithöfundur og kennari, og mjög áberandi í menningarlíf-
inu í Genf í Sviss á sínum tíma. Í frístundum sínum teiknaði hann skopmyndasögur af and-
hetjum sem yfirleitt eru aðeins með eitt á heilanum: Herra Crépin er „mjög með hugann við
uppeldi barnanna sinna ellefu“, Doktor Festus gerir tilraun til að fara í „mikið námsferðalag“,
herra Jabot „býr sig undir að njóta velgengni í heiminum“, herra Cryptogame reynir að sleppa
undan uppáþrengjandi kærustu o.s.frv. Verkin sem Töpffer birti fylla sjö bækur og kom sú
fyrsta út árið 1833. Hún er prentuð með átógrafískri aðferð (sem er tilbrigði við lítógrafíuna),
en verk hans einkennast af handskrifuðum stöfum, en ekki prentstöfum eins og almennt tíðk-
aðist á 19. öld. Sjálfur Goethe sagði um Töpffer: „Þetta er bráðfyndið! Geislar af krafti og anda-
gift!“
Myndasögur á 19. öld
Myndasögur hafa tekið á sig ýmis ólík form í gegnum aldirnar: freskur, steindir gluggar,
lágmyndir, teppi, málaðar myndraðir, raðir grafíkmynda o.s.frv. Stundum var texti (mynd-
letur, skýringatextar) notaður til að afmarka merkinguna betur. Á miðöldum bjuggu menn til
myndlýst handrit sem minna á allan hátt á teiknimyndir nútímans. En það er ekki fyrr en á 19.
öld sem þetta tjáningarform öðlast meira sjálfstæði og farið er að gefa það út á þann hátt sem
við þekkjum það í dag: prentað á bók. Teiknimyndabækur handa fullorðnu fólki voru gefnar út
af bókabúðum á 19. öld. Þær voru nýjungar sem myndasögur að því leyti að í þeim var ekki
fjallað um goðsagnir, stríð eða frásagnir úr Biblíunni, heldur innihéldu þær skáldskap. Þannig
varð smátt og smátt til nýtt frásagnarform við hlið hinnar eiginlegu skáldsögu, form sem til að
byrja með var helbert grín og það dýrt í framleiðslu að einungis sterkefnað fólk gat keypt það.
Teiknimyndir voru því munaður lengi framan af.
Christophe: beygja æskunnar
Það er Christophe (dulnefni Georges Colomb, 1856–1945) sem verður til þess að koma teikni-
myndum inn í barnablöð. Árið 1899, sama ár og heimssýningin mikla var haldin í París, ljær
hann Fenouillard-fjölskyldunni líf, en það er broddborgarapar í Labiche sem er fullt fordóma
og er sífellt með dætur sínar tvær, Arthémise og Cunégonde, í eftirdragi. Ævintýri þeirra voru
birt nánast vikulega í Le Petit Français illustré sem Armand Colin gaf út, en brátt fóru fleiri
persónur að blanda sér í hugarheim sama teiknara, persónur eins og Le Sapeur Camembert
eða Le Savant Cosinus. Öfugt við Fenouillard nær veslings Cosinus aldrei að komast út fyrir
Parísarborg og það þrátt fyrir að honum tækist að finna upp alls kyns furðufarartæki. Christ-
ophe er hefðbundinn teiknari, en frábær rithöfundur sem skrifar magnaðan texta.
Hetjur fyrstu „myndlýsinganna“
Ævintýrin, framhaldssögurnar (skreyttar þrykkimyndum), leikir og myndgátur fylltu síður
barnatímarita á 19. öld. Við upphaf 20. aldar breyttust þessi barnatímarit í teiknimyndablöð og
farið er að leggja meiri áherslu á teiknimyndirnar sem slíkar. Þessi nýju barnablöð urðu smátt
og smátt fjölbreyttari: farið var að gefa út blöð handa strákum, önnur handa stúlkum. Sérstök
blöð voru gefin út handa „heldri fjölskyldum“, önnur handa alþýðunni. Eins voru gefin út blöð
handa trúleysingjum og önnur handa sannkristinu fólki. Allir fengu eitthvað við sitt hæfi, hver
ný kynslóð af Frökkum fékk sínar teiknimyndir og fylltist brennandi áhuga á persónum sem
endurspegluðu tíðarandann hverju sinni. Því miður hverfa teiknimyndir um svipað leyti út úr
fullorðinsblöðum, enda farið að líta svo á að þær séu fyrst og fremst afþreyingarefni handa
æskunni. Meira en hálf öld leið, eða fram á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar, þar til teikni-
myndir öðluðust aftur hylli þess hóps sem þær voru upphaflega ætlaðar, fullorðna fólksins.
Samfélagið í París
Offenstadt-bræður voru útgefendur klámfenginna skáldsagna, en þeir snúa sér brátt að út-
gáfu teiknimynda og gefa út átta barnablöð fyrir tilstuðlan Socété Parisienne d’Édition (SPE)
á árunum 1904 og 1915. Þeir hafa algera yfirburði á teiknimyndamarkaðnum allt til ársins
1934. Merkasti höfundur þessa útgefanda er Louis Forton (1879–1934), en hann bjó til skraut-
legar persónur sem lenda oft í vafasömum ævintýrum sem gjarna tengjast því sem efst er á
baugi í samtímanum. Einn daginn eru þeir tukthúslimir, en eru orðnir ráðherrar næsta dag.
Önnur stjarna frá SPE er sería um flækinginn Chaplin. Bækur Offenstadts voru ætlaðar al-
menningi en þóttu ruddalegar. Kennarar kvörtuðu oft undan þeim, en skýringin á þessum
stöðugu ofsóknum er eflaust að hluta til sú staðreynd að útgefandinn var þýskættaður gyð-
ingur.
Tinni mætir á svæðið!
Á millistríðsárunum voru vinsælustu teiknimyndirnar í Frakklandi Zig og Puce eftir Alain
Saint-Ogan (1895–1974). Þeir komu fyrst fram á sjónarsviðið árið 1925 í Dimanche-Illustré,
fylgiriti dagblaðsins Excelsior, og birtust síðan í teiknimyndabók. Rumurinn Zig og litli feiti
Puce hugsa aðeins um eitt: komast til Ameríku og verða ríkir. En heimshornaflakkararnir
ungu og fjölskyldulausu ferðast um heiminn þveran og endilangan ásamt Alfreð, mörgæsinni
sinni. Í þessari sögu er ekki hægt að tala um neinn eiginlegan söguþráð, heldur alls kyns und-
arlegar og skemmtilegar uppákomur.
Teikningarnar eru línulaga og stílhreinar og minna um margt á það sem Hergé, höfundur
Tinnabókanna, átti síðar eftir að gera, þó má segja að stíllinn í þessum sögum „dansi“ öllu
meira. Rétt eins og Bandaríkjamenn notar Saint-Ogan talblöðrur til að koma á framfæri því
sem söguhetjurnar hafa að segja. H
ferð.
Georges Remi, sem kallaði sig H
árið 1928 að sér ritstjórn blaðs sem
Það var á síðum þess sem hann bir
maðurinn ungi var sífellt á faralds
lendnanna í Afríku, Bandaríkjanna
Strax eftir að Hergé gaf út Bláa l
fætur öðru og varð fljótlega óumde
heims. Hann náði einhverju dásam
sóna og smátt og smátt verður til
1942 fær Hergé til liðs við sig sams
Um það leyti hafði hann teikna
kenndustu persónu aldarinnar, einn
Milli 1939 og 1949 gengur mikið
fimmtán árum breytist umhverfi he
ari heimsstyrjaldarinnar, nýrra fjö
síðari heimsstyrjöldin til þess að m
pappírsskömmtunin verður til þes
1942. Þegar stríðinu lýkur öðlast m
ganga í endurnýjun lífdaga fyrir
greinilegt í Belgíu, en Hergé var ná
ur belgíska teiknimyndasagan alge
Teiknim
Strax á fjórða áratugnum sner
bandarísku teiknimyndanna“ sem
leggja drög að „þrælaþjóð“. Hrint
tík, ofbeldi, dónaskap og það að no
una öllu veruleikaskyni“. Fyrir sitt
keppni við erlenda keppinauta, bar
einungis franskar teiknimyndir. Þ
börnum og unglingum sem voru set
nefnd sem lýtur lögmálum siðavönd
Það er mikil gróska í útgáfu dag
myndir sem umboðsskrifstofur láta
setti árið 1934 fyrir Opera Mundi. N
ur líta dagsins ljós, t.d. L’Humanit
Arabelle, Síðustu hafmeyjuna eftir
Paul Gillon. Þetta eru einu teiknimy
Fra
Á sjötta og sjöunda áratugnum v
verið fyrr eða síðar. Fyrirmyndin
myndablaða, Tinna og Spirou, verð
Báðir eru þeir sérkennilegir, hvor
sem byggðar eru á staðreyndum o
rækt við hugmyndaflugið og skopsk
lega upp á að ekkert kvenlegt birtis
Teikn
Eftir að hafa verið undirokaðar a
úr kútnum og mikil gróska er í þeim
Þetta tímabil einkennist af mikil
sýningar og hátíðir, gefa út tímarit
því að „níunda listgreinin“ hljóti við
Höfundarnir hafa smátt og smát
ur þá til að krefjast aukins tjáning
1968 verður til þess að flýta enn fy
þær ráða fullkomlega við hvaða vi
keppni við bókmenntirnar og kvik
skugga persóna sinna, en eru nú
irsóttir í vinnu við auglýsingagerð,
Það er sterk hefð fyrir teiknimyn
ir í upphafi nítjándu aldarinnar og
breytta tíma og nýja miðla eru teik
allan heim. Sem dæmi um þetta má
út á síðasta ári og milljónir eintak
báðum kynjum og á öllum aldri.
Nútímateiknimyndir spanna afa
neðanjarðar- og framúrstefnumynd
Ætlunin með þessari sýningu í
teiknimyndir sem sett hefur verið u
breytta ævintýraheim teiknimynda
tveggja alda hafa dregið upp.
AÐ TEIKNA H
E F T I R F R I Ð R I K R A F N S S O N
Blái lótusinn var fyrsta Tinnabókin og kom út 1934.
Í dag verður sýning á frönskum og belgískum teiknimyndu
Listasafni Kópavogs – Gerðarsafni. Sýningin ber yfirskriftina
og spannar þau tvö hundruð ár sem teiknimyndir hafa verið g
nítjándu aldarinnar til samtímans. Hér er saga þessa
Myndin er eftir Jean-Marc Rochette sem er fæddur árið 1956. Hann
er meðal annars höfundur seríunnar um Edmond le Cochon. Höfundur er bókmenntafræðingur o