Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Blaðsíða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 2003 U M þessar mundir eru rétt eitt hundrað ár liðin síðan franski rithöfundurinn Émile Zola lést í húsbruna, sem ýmsir töldu að verið hefði af manna völdum. Zola hafði þá um nokkurt skeið komið verulega við sögu hins fræga Dreyfus-máls, sem varð til þess að franska þjóðin skiptist í tvær ósættanlegar fylk- ingar í meira en áratug. Deilurnar náðu reyndar langt út fyrir Frakkland. Vegna 100 ára ártíðar Zola nú haustið 2002 þykir ekki úr vegi að rifja nokkuð upp þetta gamla deilumál. Heimilda hefur að miklu leyti verið leitað í frönskum ritum frá síðari tímum, en ætla má að þar sé reynt að fjalla um málið af meiri hlutlægni en flestum var unnt fyrst í stað. Einangrun Frakka á 19. öld Eftir Napóleonsstyrjaldirnar sem enduðu 1815 voru aðrar Evrópuþjóðir lengi vel hræddar við Frakka, og voru ríkjabandalög við þetta miðuð. Þessi bandalög voru fram um miðja 19. öld undir forystu Austurríkismanna og Rússa- keisara. Sameining Ítalíu og þó einkum Þýskalands um 1860–70 brutu nokkuð upp ríkjandi kerfi eða „status quo“ í Evrópu. Þjóðverjar undir stjórn Ottos von Bismarcks áttu í stríði við Frakka 1870–71, og unnu Þjóðverjar þá furðu skjótan sigur á herjum Napóleons III. Bonaparte, bróð- ursonar Napóleons mikla. Þjóðverjar ögruðu Frökkum mjög með því að stofna nýtt þýskt keisaradæmi formlega í Versalahöll í Frakk- landi, og auk þess hirtu þeir af Frökkum hér- uðin Alsace-Lorraine. Bismarck vissi að þessar aðgerðir voru held- ur óheppilegar og þær hlutu að valda miklu hatri á Þjóðverjum meðal Frakka. Þetta hatur kemur glögglega fram hjá ýmsum frönskum rit- höfundum þessa tímabils, t.d. hjá sagnahöfund- inum Guy de Maupassant. Bismarck gerði nú allt sem hann gat til að halda Frökkum í stjórn- málalegri einangrun og tókst það til loka valda- ferils síns. Vilhjálmur II. tók við keisaradómi í Þýska- landi 1888 og varð þá Bismarck fljótlega að víkja úr kanslarastóli, enda orðinn aldraður. Hinn nýi keisari reyndist oft seinheppinn í stjórnarat- höfnum. Nú losnaði nokkuð um Frakka. Árið 1894 tókst þeim að gera bandalag við Rússa, og beindist það auðvitað gegn Þjóðverjum. Áratug seinna gengu Bretar í þetta bandalag, sem nefnt hefur verið Samúðarbandalagið. Þvottakona á mála hjá leyniþjónustunni Eftir fall Napóleons III. hafði verið stofnað lýðveldi í Frakklandi, og nefndist það 3. lýðveld- ið. Komið var á fót fremur valdalitlu forseta- embætti, og kaus þingið forsetann til sjö ára. Stjórnmálaflokkar voru allmargir og ríkis- stjórnir yfirleitt skammlífar, en herinn naut mikillar virðingar. Flokkadrættir voru talsverð- ir, og lýðveldissinnar tókust annars vegar á við konungssinna en hins vegar við Bónapartista, sem voru aðdáendur Napóleons hins I. og III., en báða þessa hópa skorti foringja. Árið 1889, á aldarafmæli frönsku stjórnarbyltingarinnar, munaði ekki miklu að gerð yrði herforingjabylt- ing í landinu undir forystu manns að nafni Boul- anger. Það var svo árið 1894, sama ár og bandalagið við Rússa var gert, að upp kom í París njósna- mál, sem átti eftir að vekja gífurlega athygli, ekki síst vegna falsana sem beitt var í meðferð þess. Frakkar voru eins og vænta mátti af áður- sögðu sífellt á verði gegn hættu sem þeir töldu sér stafa frá Þjóðverjum, og virðist þessi hræðsla þeirra stundum hafa jaðrað við móð- ursýki. Sérstök gagnnjósnadeild starfaði innan franska hermálaráðuneytisins. Þar var margt brallað. M.a. var á launaskrá kona, frú Bastian, sem annars vann við ræstingar í þýska sendi- ráðinu í París. Hún skyldi skoða í bréfakörfur þar. Í september 1894 fann hún í bréfakörfu þýska hermálafulltrúans, sem hét Schwarzkop- pen, minnismiða í sex pörtum, og skilaði hún pörtunum til franska hermálaráðuneytisins. Þegar pörtunum hafði verið raðað saman sáust þar talin upp fimm atriði sem vörðuðu vígbúnað Frakka. Málið var strax kynnt fyrir de Bois- deffre hershöfðingja, yfirmanni herforingja- ráðsins, sem lagði það síðan m.a. fyrir hermála- ráðherrann, Mercier hershöfðingja. Augljóst þótti að njósnari hefði skrifað orðsendinguna á miðann og væri að störfum, líklega innan franska hermálaráðuneytisins, og hófst nú leit að honum. Gyðingurinn Alfred Dreyfus ákærður Fáir þóttu koma til greina sem líklegir njósn- arar. Brátt beindist grunur einkum að ungum höfuðsmanni, ættuðum frá Alsace, sem Þjóð- verjar höfðu einmitt tekið af Frökkum 1871. Hann hét Alfred Dreyfus, var af vel stæðri gyð- ingafjölskyldu, fæddur 1859, kvæntur og átti tvö börn, hafði verið góður námsmaður og þótti duglegur. Hann hafði starfað við herforingja- ráðið í eitt ár. Til að skoða rithöndina á minnismiðanum úr ruslakörfunni voru nú kvaddir tveir rithandar- sérfræðingar. Annar var frá Frakklandsbanka, og var hann í vafa um að um rithönd Dreyfusar væri að ræða, en hinn, sem reyndar var þekktur fyrir gyðingahatur, taldi öruggt að rithönd Dreyfusar væri á miðanum. Dreyfus var handtekinn. Fyrst eftir hálfan mánuð fékk hann að vita hver ákæran væri og neitaði ávallt öllum sökum. Málið var lagt fyrir herrétt. Á loft komst kvittur um að Dreyfus hefði stundað spilastaði og átt ástkonur og því verið mjög fjárþurfi. Þetta tókst reyndar að af- sanna, lögreglurannsókn sýndi m.a. að hann var ekki þekktur að spilafíkn, en um þá niðurstöðu fékk herdómstóllinn ekki að vita. Höfuðsmaður nokkur í gagnnjósnadeildinni, Henry að nafni, bar að „heiðarlegur maður“ hefði sagt sér að svikari væri innan ráðuneytisins, og gaf til kynna að átt væri við Dreyfus. Ekki fékkst Henry þó til að nafngreina heimildarmann sinn. DREYFUS- MÁLIÐ Alfred Dreyfus var fundinn sekur um landráð af frönskum herrétti 22. desember 1894. Fljótlega komu fram efasemdir um að réttur maður hefði verið dæmdur. Sannanir voru leiddar fram í dagsljósið en herinn og ríkisstjórnin reyndu allt til að villa um fyrir andstæðingum sínum. Meðal hörðustu gagnrýnend- anna var rithöfundurinn Émile Zola en á síðasta ári voru hundrað ár liðin frá því hann lést í húsbruna sem ýmsir töldu af manna völdum. E F T I R B J Ö R N T E I T S S O N þú sérð kannski á höndunum á mér. Ég er á kafi í því núna að gera upp gamalt Hammond- orgel, sem var flutt til landsins fyrir stuttu. Ég hef yndi af því að búa eitthvað til og sérstak- lega að spila fyrir fólk.“ Við erum búin að tala um allar þessar ólíku stíltegundir dægurlagatónlistarinnar sem þú hefur fengist við – en eitt er eftir: djassinn. „Ég vil fyrst nefna annað sem við höfum ekkert talað um, og ég hef mikið yndi af núna, og það er kennslan. Árið 1990 fór ég loks að sinna því fagi sem ég er menntaður til og hef leyfi til að stunda. Það tók mig nokkurn tíma að ná upp þjálfun í því. Þótt maður kunni að spila, er ekki sjálfgefið að maður geti kennt að spila. Það er eitthvað allt annað. Mér finnst samt virkilega gaman að kenna, en það getur þó farið afskaplega mikið eftir nemendunum, eins og allir kennarar vita. Ég kenni djass- píanó í Tónlistarskóla FÍH og nótnaskrift á tölvu. En þú spurðir um djassinn. Ég hafði aldrei spilað djass fyrr en ég kom aftur til Íslands. Þá hringdi Björn Thoroddsen í mig, en hann var með grúppu sem var kölluð Gammar. Hann spurði mig hvort ég væri ekki til í að vera með, og ég var það að sjálfsögðu. Þá fór ég fyrst að kynnast þessum hámenntuðu tónlistarmönn- um, Stefáni S. Stefánssyni, Skúla Sverrissyni og Birni, sem allir voru búnir að fara í gegnum djass-skóla bæði hér heima og erlendis. Ég kunni ekkert í djass-teoríunni, en gat bjargað mér í spilamennskunni. En með því að spila nógu mikið og með kennslunni fór ég smátt og smátt að læra teoríuna. Ég hafði spilað alls konar hluti, en vissi ekkert hvað ég var að gera, annað en það sem ég var alltaf að gera. Ég gat ekki greint hlutina tónfræðilega, en spilaði þá samt. Ég var þannig, að það versta sem ég hafði lent í var að reyna að kenna imp- róvisasjón. Hvað á maður að segja við nemand- ann? Þú verður að heyra þetta inn í þér og gera það svo!? Ég varð að finna út einhverja form- úlu til að gera þetta. Glíman við formúlurnar; – hljómana og tónstigana var eitthvað sem ég varð að læra til að geta kennt það. Því má segja að með því að spila djass og kenna djass hafi ég sjálfur lært mest.“ Nótur eru minnispunktar En hvaða tilgangi þjóna teorían og nóturnar fyrir mann sem getur spilað svo að segja hvað sem er? „Jú, nótur eru fyrst og fremst minnispunkt- ar og til þess ætlaðar að miðla tónlist til ann- arra hljóðfæraleikara. Nóturnar og teorían fara þannig saman, að það er auðveldara að tjá sig um tónlistina. Þú verður að geta tjáð þig um tónlistina við hvort sem er hljómsveit sem þú ert að stjórna, eða nemanda sem þú ert að kenna. Sameiginlegi umræðugrundvöllurinn eru nótur og teoría. Ég öfunda auðvitað fólk sem getur lesið hvað sem er af nótum – beint af blaði – en það er ekki þar með sagt að það geti spilað nótnalaust. Ég held að þetta sé þannig að fyrst lesi fólk nóturnar um leið og það spil- ar; – læri síðan tónlistina, og þegar það er kom- ið, fer fólk fyrst að spila af alvöru. Það getur samt vel þurft að hafa nóturnar fyrir framan sig eins og hvern annan minnismiða, örygg- isnet eða snuð, og þá eru nóturnar bara til að minna á hvað kemur næst, þótt það kunni það. Sumir þurfa að treysta á sjónminnið til að muna það sem á að spila, í staðinn fyrir þetta innra músíkminni. Sástu heimildarþættina um píanósnillingana í sjónvarpinu um daginn? Ég sá engan þeirra veifa nótum. Þeir spiluðu allt blaðlaust.“ Kom þér þá ekki á óvart hvað þú kunnir í raun mikið, þegar þú fórst að læra teoríuna? „Nei, það kom mér frekar á óvart hvað ég kunni lítið. Ég hélt ég kynni svo mikið, af því að ég var búinn að búa mér til mitt eigið kerfi til að læra hlutina og muna. Teorían auðveldaði mér spilamennskuna.“ Ég er forvitin að vita hvað manni sem sjálfur hefur spilað svona margvíslega tónlist finnst um það sem er að gerast í dag – þegar öll heimsins tónlist er að renna saman í nýja far- vegi. „Mér finnst það æðislegt; mjög spennandi. Það væri ekkert gaman að tónlistinni ef allt væri alltaf eins. Tónlistin endurspeglar mann- lífið, gjörsamlega. Ef fólk heldur að maður geti spilað af tilfinningu án þess að þúsund hugs- anir fari í gegnum hugann um leið, þá er það misskilningur. Það er ekki hægt að spila lag af tilfinningu án þess að hafa tilfinningar. Tilfinn- ingarnar tengjast hugsunum okkar og lífs- reynslu. Það sem er nýtt er spennandi. Maður verður þó að geta tengt það einhverju, ein- hvern veginn til að finnast það spennandi – annars fer athyglin burt. Síbylja er þreytandi – þar sem leikin er eins tónlist langtímum sam- an. Þá er hvíld í því að heyra fyrirlestur. Þegar maður lítur yfir heildina, þá eru nýjar bylgjur ákveðin hreyfing, eitthvað öðru vísi, og um það er allt gott að segja. Það sem hefur einhver þjóðleg einkenni er spennandi í dag.“ Hvernig kanntu þá við það sem verið er að gera við rímnakveðskapinn í dægurtónlistinni? „Mér finnst það frábært, til dæmis það sem Hilmar Örn Hilmarsson, Steindór Andersen og Sigur Rós voru að gera – þótt ég hafi ekki gefið mér nægan tíma til að ná sambandi við Sigur Rós eina og sér.“ Hvað hlustarðu á? „Það er mjög sjaldan sem ég set eitthvað á fóninn. Ef ég geri það, er það vegna þess að ég þarf að hlusta á það. Þó kemur það fyrir í bíln- um, þegar ég orðinn leiður á trommuslættinum í útvarpinu að ég setji á diska. Ég keypti mér diskasafn fyrir nokkrum árum – gamlar djass- plötur – að stærstum hluta píanóleikarinn Bill Evans. Þetta hlusta ég á, og skil betur það sem ég heyri, af því ég er búinn að taka teoríuna í gegn hjá mér. Ég hlusta með öðrum eyrum.“ Teiknaði upp elektróníkina í Hammondinu Ég get ekki sleppt þér Þórir, án þess að minnast á Hammond-orgelið. „Þá hýrnar nú yfir mér.“ Ég hef heyrt fleiri en einn og fleiri en tvo segja að það sé ekki betri Hammond-orgelleik- ara að finna en þig á Norðurlöndunum og jafn- vel víðar. „Ég held að það sé nú ofsögum sagt. En auð- vitað kitlar það hégómagirndina að heyra þetta. Það er gaman að því að fólk skuli hugsa svona um mig, þótt það sé alls ekki rétt. Hins vegar þekki ég hljóðfærið út og inn og er svo bilaður, að ég eyddi fleiri, fleiri tugum klukku- stunda í það að teikna upp alla elektróníkina í orgelinu í tölvutæku formi til þess að geta átt- að mig á því hvernig þetta hangir allt saman. Þess vegna get ég líka gert við þessi hljóðfæri og hef rosalega gaman af því. Hammond-org- elið er eiginlega ekki elektrónískt hljóðfæri. Það er rafmótor í því sem snýr öxli í kassa, en restin er algjörlega mekanísk.“ Hvað var það sem heillaði þig svona við hljóðfærið? „Tónninn – og svo náttúrlega öll þessi stóru nöfn, Jimmy Smith og fleiri, sem hafa vakið áhuga minn á hljóðfærinu með spilamennsku sinni. Hammond-orgelið hefur ekki breyst neitt að ráði frá 1935. Einhverjum smá-fídus- um hefur verið bætt við, en hjartað í orgelinu er það sama. Að það skuli lifa enn þann dag í dag segir manni að þetta er lang-vinsælasta hljómborð sögunnar að píanóinu frátöldu.“ Hammondið virðist finna sér leið inn í hvaða tónlist sem er. „Já, það er alveg magnað, það passar all- staðar, en þvælist hvergi fyrir. Það er frábært í djass, frábært í gömlu dansana, í ballöður, dinnermúsík og hvað sem er. Það getur verið hvæsandi og gargað á þig, en líka undurmjúkt. Það er mjög blæbrigðaríkt.“ Svarta grúvið Það er líka sagt að það sé ekki hægt að upp- lifa meira grúv en að sjá og heyra Þóri Bald- ursson spila á Hammondið. Hvernig er eig- inlega samband þitt við þetta hljóðfæri? „Það örvar mig að heyra þetta sánd. Ég er mjög tilfinningaríkur, ekki síst í músíkinni, þegar ég er að spila. Ég verð að gæta mín, en stundum get ég það bara ekki – fer bara að gráta og ræð ekkert við það. Ég monta mig af því að finnast ég vera með svolítið svart grúv, eins og það er kallað hjá amerískum blökku- mönnum. Helstu áhrifavaldarnir þar voru svörtu tónlistarmennirnir. Ég var einhvern tíma að hlusta á útvarpið og Ray Charles var að syngja kántrí-lag. Allt í einu uppgötvaði ég Ray Charles; – þetta var enginn kántrí-gaur – þetta var maður að syngja kántrí-lag með rödd og tilfinningu úr kirkjum svartra Bandaríkja- manna. Maður skildi hvert einasta orð sem hann söng, og textinn var túlkaður þannig að það snerti mig. Þannig komu þeir koll af kolli: Stevie Wonder, Ray Charles, sem var einn mesti áhrifavaldur Billys Preston og fleiri. Margir hvítir tónlistarmenn hafa tekið upp þennan tón, Steve Winwood til dæmis. Svo kom auðvitað Jimmy Smith. Þetta eru eigin- lega ekki djassmenn, heldur grúv-gæjar. Það er ekki til nein teoría í þessum mönnum – þeir eru ekkert að spila dýra hljóma, þótt þeir komi auðvitað einn og einn. Aðal málið er grúvið, og það snýst um performansinn. Ég bara lá yfir þessu og fann þetta í mér; – fann að ég gat fundið svona til.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? „Ég fagna því láni að eiga yndislega konu og með henni tvær dætur, Sóleyju, 18 ára og Sunnu Margréti, 10 ára, og hlakka til að verða gamall með þeim. Ég held auðvitað áfram að spila. Ef ný tækifæri rekur á fjörur mínar – tækifæri sem ég ræð við, tek ég þátt í þeim. Mér þykir svo gaman að spila. Það er engin kvöð. Ég ætla líka að halda áfram að kenna eins lengi og ég get, því ég hef mikla gleði af því að kenna og kynnast nemendum mínum. Og meðan einhverjir vilja mig sem útsetjara, held ég því áfram líka. Ef enginn vill mig í það; – ætli ég fari þá ekki bara að semja fyrir sjálf- an mig – loksins, – ég hef gert allt of lítið af því.“ begga@mbl.is – ATBURÐARÁS OG ÁHRIF

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.