Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.02.2003, Blaðsíða 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 22. FEBRÚAR 2003 Þ EGAR undirritaður var staddur í Ujazdowski-höllinni í Varsjá í sumarlok – en þar er að finna veg- legasta samtímalistasafn Pólverja – varð honum starsýnt á merki- legt samvinnuverkefni tveggja ágætra listamanna, þeirra Ilya Kabakov og Joseph Kosuth. Verkið samanstendur af tveim röðum af alls konar borðum – mest þó eldhúsborðum – með stólum hvorum megin. Það ber titilinn „The Corridor of Two Banalities“ – Gangur tvenns konar lágkúru – og var fyrst sýnt yfir vor- og sumarmánuðina 1994, áður en það varð hluti af frábæru safni Miðstöðvar samtímalistar í Ujaz- dowski. Það fer vart framhjá gestum að verkið er táknmynd járntjaldsins sem til skamms tíma deildi Evrópu í austur og vestur. Það var sýn- ingarstjórinn Milada Slizinska sem leiddi saman hesta þessara tveggja listamanna og hlaut fyrir verðskuldað lof hins alþjóðlega listsamfélags. Bandaríski listamaðurinn Kosuth kaus að mála allar borðplöturnar sín megin stálgráar, svo hvítir prentstafir setninganna sem hafðar eru eftir frægum andans mönnum, lífs eða liðn- um – þar meðtöldum stjórnmálamönnum – njóti sín sem best á pólsku og ensku. Þarna er að finna margt „gullkornið“, svo sem eftir Nikita heitinn Krúsjoff: „Ef tíu til tólf ungverskir rit- höfundar hefðu verið skotnir á réttu augnabliki hefði aldrei komið til uppreisnar.“ Mörg af slíkum gullkornum Charles heitins de Gaulle eru hreint frábær, svo sem: „Þar sem stjórnmálamaður trúir aldrei því sem hann seg- ir sjálfur verður hann alltaf jafnhissa þegar aðr- ir trúa því.“ Eftir Ronald Reagan er haft um Suður-Ameríku í Washington Post 6. desember 1982: „Þú yrðir hissa. Þetta eru allt ólík lönd.“ Þá eru „spakmæli“ Adolfs Hitlers ekki beinlínis af hógværu gerðinni: „Ég er að frelsa manninn undan þeirri niðurlægjandi firru sem kallast samviska.“ Og Mae West lét þessi gullkorn falla: „Þegar ég þarf að velja um tvo vonda kosti tek ég þann sem ég hef ekki prófað áður.“ Erfiðir grannar Hinn helmingur borðanna er ekki síðri þótt borðplöturnar séu snöggtum ósamstæðari, óheflaðri, og lesefninu einungis tyllt á þær með prjónum. Þetta eru heimildir úr fórum rúss- neska listamannsins Ilya Kabakov um „kærleik- skeðjuna“ í nokkrum sambýlishúsum við Stud- entsjeskaja-stræti í Moskvu á miðjum sjöunda áratugnum. Hvernig Kabakov komst yfir heim- ildirnar fylgir ekki sögunni, en þessi óvenjulegi og kjarkaði heimildasafnari – „Maðurinn sem aldrei fleygði neinu“, svo vitnað sé í titil á frægu safnverki eftir hann frá 1983–95 – hélt til haga hátt í eitt hundrað kvörtunum og bónbréfum, stíluðum á Hýbýlanefnd Moskvuborgar. Án þess að breyta nokkurs staðar staf eða leiðrétta málfarsvillur opinberaði Kabakov þennan þrí- tuga feng sinn og afhjúpaði með því goðsögnina um sátt og samlyndi granna í stéttlausu sam- félagi gömlu Sovétríkjanna. Ilya Kabakov lýsti því í sýningarskránni sem fylgdi verki þeirra Kosuth hvernig lausn á hús- næðisvandanum í Moskvu var leystur af ráð- stjórninni á þeim árum sem flest kvörtunar- bréfin voru rituð í Stúdentastræti. Einstaklingum og fjölskyldum var holað niður í íbúðir sem búið var að stúka ofan í smástærðir. Eftir 1917 var þegar byrjað að taka húsnæði eignarnámi. Fyrrum eiganda var yfirleitt fengið eitt herbergi til ráðstöfunar en síðan var rest- inni úthlutað til annarra, utanaðkomandi fjöl- skyldna án þess að nokkuð væri gert til að bæta eldhús- eða salernisaðstöðu. Þannig varð til sambýli fimm til sex tuga íbúa á svæði sem upp- haflega var tíu til tólf herbergja. Kabakov líkti þessu viðvarandi hallæri við býflugnabú sem ekki ætti sér aðrar framtíðarhorfur en stöðuga hnignun. Í stað þeirrar sáttar og samlyndis sem látið var í veðri vaka að einkenndi sósíalískt þjóðfélag sýna kvörtunarbréfin hve langt íbúar í fjölbýlis- húsunum við Stúdentastræti eru reiðubúnir að ganga til að losa sig við fyrirferðarmikla ná- granna. Oftast var það Bakkus sem olli storma- samri sambúð milli fjölskyldna, en á heiftinni og orðbragðinu má ráða að höfundum bréfanna leið bölvanlega og fannst sem öll sund væru þeim lokuð. Hýbýlanefndin var hið guðdómlega vald sem reynt var að höfða til í veikri von um að eitt- hvað breyttist til batnaðar. En eins og Kabakov hefur löngum bent á var enginn hreyfanleiki í pípunum og þar af leiðandi engin von til að neitt breyttist. Býflugnabúin voru komin til að vera um aldur og ævi. Enginn er spámaður í eigin föðurlandi Svo virðist sem Ilyia Kabakov hafi snemma á listferli sínum tekið þá afdrifaríku ákvörðun að fletta ofan af lygum og blekkingum kerfisins með því að safna heimildum um það í hvers kyns formi. Einnig hermdi hann eftir ýmsum tilkynn- ingum og upplýsingaskiltum, enda útlærður í margvíslegum tæknibrögðum teikningar, lista og grafískrar hönnunar. Hann fæddist 30. sept- ember árið 1933 í Dnépropetrovsk í Úkraínu. Árið 1941 var fjölskyldan flutt til Samarkand í Úsbekistan, vegna innrásar Þjóðverja í Sovét- ríkin og hernáms þeirra á Úkraínu. Þar tók hann fyrstu sporin í listnámi, aðeins tíu ára gamall. Búið var að flytja Listakademíuna í Leningrad tímabundið til Samarkand, vegna hins sögufræga umsáturs þýska hersins um borgina, og naut Kabakov góðs af nærveru stofnunarinnar í nærfellt þrjú þúsund kílómetra fjarlægð frá uppruna sínum. Síðar fluttist hann til Moskvu þar sem hann hélt áfram listnámi, fyrst við Listmenntaskól- ann í Moskvu, en síðar – 1951–57 – í grafík við Súríkov-stofnunina í sömu borg. Þaðan útskrif- aðist hann með lokapróf í myndskreytingu barnabóka. Frá 1956 vann hann að iðn sinni fyr- ir forlögin „Detskaja literatura“ – Barnabók- menntir – og „Malisj“ – Hinn litli – en jafnframt starfaði hann sem grafískur hönnuður fyrir tímaritin „Murzilka“ og „Veselje kartinki“ – Skemmtilegar myndir. Eftir hann liggur eitt- hvað á annað hundrað skreyttra barnabóka. Jafnframt því lagði hann stund á ýmsa listsköp- un, svo sem að mála. Viðurkenningin lét þó á sér standa enda voru verk Kabakovs býsna ólík þeirri tegund listar sem þóknaðist hinu opin- bera. Þótt þýðan í valdatíð Krúsjoffs væri mikil blessun frá hörku Stalínstímans var fé- lagsraunsæið – sósíal-realisminn – samt sem áð- ur eina myndlistarstefnan sem leyfð var opin- berlega. Hann minnist þó fjölmargra sýninga í heimahúsum, en í Moskvu einni voru milli tíu og fimmtán leynifélög óháðra menntamanna, rit- höfunda og listamanna sem studdu hver annan og hvöttu til dáða. Í þessum óopinberu hópum var Kabakov fljótur að ávinna sér nafn sem einn athyglisverðasti myndlistarmaður Sovétríkj- anna. Árið 1962 hóf Kabakov að teikna myndröð sem kallast „Fáránleikateikningar“, en birtist ekki fyrr en árið 1969, í fyrsta eintaki tékkneska tímaritsins „Vytvarné umeni“. Hann hafði þá þegar mætt nokkrum skilningi fyrir vestan járntjald, því árið 1965 voru verk hans sýnd á samsýningu, helgaðri sovéskri framúrstefnulist, í Castello Spagnolo í L’Aquila í Abruzzi-héraði, austur af Róm. Í framhaldi af því birtist grein í MAÐURINN SEM ALDREI GLEYMDI NEINU Morgunblaðið/Halldór Björn Runólfsson „The Corridor of Two Banalities“ – Gangur tvenns konar lágkúru – í Ujazdowsky-höllinni í Varsjá sýnir borðraðir þeirra Ilya Kabakovs – með kvörtunarbréfunum – og Joseph Kosuths, frá 1994. „Herbergið“, litblýantsteikning frá 1971, í eigu Dinu Vierny í París, átti eftir að skjóta upp kollinum ári síðar í fyrsta Albúminu, helguðu „Primakov; manninum sem faldi sig í skápnum“. Svo virðist sem sovéski listamaðurinn Ilyia Kabakov hafi snemma á listferli sínum tekið þá afdrifaríku ákvörðun að fletta ofan af lygum og blekkingum kerfisins í heima- landinu með því að safna heimildum um það í hvers kyns formi. Hér er merkilegur ferill Kabakovs rakinn. E F T I R H A L L D Ó R B J Ö R N R U N Ó L F S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.