Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MARS 2003 7
verða af fyrirætlun sinni segist hann hafa
farið … en hætt við því það voru svo margir
í biðröðinni til að drepa hann.
Háð eða lof?
Ein lúmskasta saga um afhjúpun og nið-
urrif á ímynd valdhafa er að finna í Egils
sögu Skalla-Grímssonar, þegar Egill lendir í
klóm erkióvinar síns, Eiríks konungs blóð-
axar í Jórvík. Eiríkur hefur ærnar ástæður
til að taka hann af lífi strax en bíður með
það í eina nótt fyrir þrábeiðni eins helsta
liðsmanns síns, Arinbjarnar hersis, en hann
er vinur Egils. Um nóttina yrkir Egill lof-
kvæði um konung. Næsta dag hótar Ar-
inbjörn konungi því að hann og menn hans
muni verja Egil, láti hann verða af því að
taka hann af lífi. Meðan konungur hugsar
sig um flytur Egill kvæðið Höfuðlausn sem
hampar mörgum afrekum konungs og er ort
af mikilli fimi og orðkynngi. En það er eins
og tómahljóð sé í lofinu. Ástæðan fyrir því
er sú að orrusturnar sem Eiríkur á að hafa
sigrað í eru hvorki staðsettar í tíma né
rúmi. Því rennir lesanda grun í að þær hafi
aldrei átt sér stað, að hrósið sé innantómt
og að Höfuðlausn sé „háð en eigi lof“, svo
notast sé við hugtök Snorra. Enda segir Eg-
ill sjálfur í kvæðislok: „úr hlátra ham, hróðr
bark fyr gram“. Skáldið ber lof (hróðr) fyrir
konung (gram) og lofið eigi sér uppruna í
brjósti hans (hlátra hamur). Kenningin um
brjóstið er hins vegar ekki saklaus, því lofið
er tengt hlátri og um leið verður það mark-
laust. Myndin af hinum sigursæla konungi
er rifin niður og Eiríkur afhjúpaður.
En Eiríkur er ekki eini skotspónn kímni-
gáfu Egluhöfundar. Það er mikið brosað að
margvíslegum eiginleikum í fari aðalpersón-
unnar, Egils, en hann virðist hvorki ráða við
þá né vita af þeim. Þetta á við um fégirni
hans sem skopast er að á hárfínan hátt í
sögunni, þótt hún sé einnig háalvarleg.
Þetta síðasta tengist enn einni hlið á fyndni
sem felst í því að gera persónur kómískar
með því að sýna þær þannig að þær viti ekki
hvað er að koma fyrir þær. Einfalt dæmi um
þetta er af manni sem hleypur í eina átt en
horfir í aðra og lendir á ljósastaur. Þetta
trúðsbragð getur orðið að hárfínum húmor í
höndum góðs rithöfundar, eins og t.d.
Snorra Sturlusonar.
Ekki er ætlunin hér að blanda mér í um-
ræðuna sem átt hefur sér stað í Lesbókinni
undanfarið um það hvort Snorri hafi samið
Egils sögu eður ei. Ég vil þó benda á að
margt er skylt með kímnigáfu Egluhöfundar
og Snorra, a.m.k. ef við erum tilbúin að
samþykkja að hann hafi samið Eddu. Í frá-
sögn síðarnefnda ritsins af ferð Þórs til Út-
garða-Loka býr nákvæmlega sams konar af-
staða til persónanna undir og í Eglu. Þór og
förunautar hans eru stöðugt blekktir af Út-
garða-Loka og fólki hans. Á sama hátt og
maðurinn sem hleypur á ljósastaur eru þeir
ávallt að horfa í vitlausa átt. Það er Út-
garða-Loki sem beinir sjónum þeirra annað.
Þeir eru beittir blekkingum og í því felst hið
spaugilega í frásögninni.
Tamið háð
Í Egils sögu tengist þetta persónu sögu-
hetjunnar á miklu nánari hátt, því þótt fé-
girni Egils sé hlægileg er hún líka sá þáttur
í fari hans sem hefur mestar og alvarleg-
astar afleiðingar fyrir hann. Ef til vill er
hún rót alls þess mótlætis sem hann verður
fyrir og lykill að dýpri skilningi á sögunni
sem of langt mál yrði að rekja hér. Það
nægir að benda á að fégirnin er áreiðanlega
fasti í skapgerð Egils, eins og sést í sögulok
af því að hann vill fremur grafa silfur sitt í
jörðu en að því verði skipt á milli erfingja
hans eftir hans dag.
Eitt af því sem gerir Egils sögu svo
merkilega í menningarsögunni er að í henni
birtist alveg sérstök afstaða til aðalpersón-
unnar. Þessi afstaða er skyld háði en er ei-
lítið frábrugðin því. Hún fellur betur undir
að sem á erlendum málum er kallað írónía
og Guðbergur Bergsson hefur stungið upp á
að þýða sem „tamið háð“. Írónían er sam-
kvæmt mörgum hugsuðum eitt af stóru
ávinningum siðmenningarinnar, enda birtist
hún í fjölmörgum afurðum hennar. Ef til vill
kemur hún einna best fram í skáldsögunni
og er Egla að því leyti forboði þess list-
forms. Hið tamda háð afhjúpar manninn
fyrir sjálfum sér, gerir hann meðvitaðan um
lítilfjörleik sinn, breyskleika og yfirvofandi
dauða. Þó er það mikilvægt að sú afhjúpun
er ekki harmþrungin. Með því að líta á
óbærilegan hverfulleika sinn úr fjarlægð
húmorsins gefur maðurinn sér tækifæri til
að fyrirgefa sjálfum sér og tilverunni fyrir
að vera eins og þau eru. Þar með getur
hann notið þess betur að vera hann sjálfur
og að vera til. Það er heilmikið vit í því.
Höfundur er prófessor og forstöðumaður Hugvís-
indastofnunar.
É
g kynntist esperanto í mennta-
skóla árið 1949,“ segir Baldur
Ragnarsson, fyrrverandi
menntaskólakennari. „Ég keypti
kennslubók Þorsteins Þorsteins-
sonar í esperanto í fornbókabúð
en hún kom út 1909 og var fyrst
sinnar tegundar hérlendis. Um
sumarið lærði ég svo esperanto af þessari bók.
Ég hafði mikinn áhuga á tungumálum sem rak
mig til þess að kynna mér þetta mál en mér
sýndist líka esperanto vera skynsamleg lausn á
málavandanum í veröldinni. Og strax þetta
sama haust fór ég að skrifast á við erlenda
esperantista á málinu. Og nokkru seinna fór ég
að reyna að yrkja á þessu máli.“
Baldur Ragnarsson hefur samið tvær ljóða-
bækur á esperanto, auk þess sem hann hefur
skrifað talsvert af greinum um bókmenntir og
menningu á málinu sem birtar hafa verið í inn-
lendum og erlendum esperantotímaritum. Enn-
fremur hefur hann þýtt tvær ljóðabækur eftir
Þorstein frá Hamri og stutta sýnisbók íslenskra
fornbókmennta. Hann hefur einnig þýtt íslensk-
an skáldskap í tímaritið La Tradukisto sem er
eina þýðingartímaritið sem er gefið út reglulega
hérlendis. Nýlega hefur Baldur lokið við þýð-
ingu á Njáls sögu sem koma mun út í sumar hjá
belgísku forlagi. Þýðing hans á Snorra-Eddu er
í handriti og um þessar mundir er hann að ljúka
við þýðingu á Sjálfstæðu fólki eftir Halldór Lax-
ness.
„Það er nokkuð langt síðan ég byrjaði að þýða
Njálu. Ég hafði lítinn tíma vegna kennslu en
fékk hvatningu frá dóttur minni Heiði en hún lá
þá alvarlega veik. Mér tókst að ljúka þýðingunni
áður en hún lést.
Það er gott að þýða fornsögurnar á esper-
anto. Hinn hreini tónn er svo tær í málinu. Það
er hægt að komast mjög knappt að orði í því.
Sem dæmi mætti nefna orð Gunnars á Hlið-
arenda: Fögur er hlíðin. Í ensku Penguin-útgáf-
unni er þetta þýtt „How lovely the slopes are“
sem mér finnst dálítið flatt. Ég þýði þetta
knappt eins og íslenskan er: Belas la deklivo.
„Belas“ er sögn mynduð af lýsingarorðinu
„bela“, fagur. Sögnin gefur lýsingarmerking-
unni virkan kraft auk þess sem orðaröðin er öf-
ug eins og í íslensku. Það hefur aftur á móti ver-
ið erfiðara að glíma við Sjálfstætt fólk.
Orðaforði er meiri og setningabygging flóknari.
En esperanto er ákaflega þjált mál og því alltaf
hægt að finna lausnir.
Seðlasafn Þórbergs
Baldur kenndi íslensku í Menntaskólanum
við Hamrahlíð og esperanto, þegar nægilega
margir nemendur völdu það sem valgrein. Er
það eini skólinn í hinu opinbera menntakerfi
hérlendis sem hefur haft málið á kennsluskrá
sinni. Esperanto hefur aftur á móti verið kennt
á námskeiðum sem Auroro, esperantofélagið í
Reykjavík, hefur efnt til öðru hverju. Um
hundrað manns tala esperanto hérlendis nú.
„Esperanto er til sem háskólagrein erlendis,
til dæmis í Ungverjalandi og Kína,“ segir Bald-
ur. „Menn hafa tekið doktorspróf í esperanto.
En það er líka algengt að fólk læri málið af
sjálfsdáðum.“
Annar helsti frumherji esperantos á Íslandi
auk Þorsteins Þorsteinssonar hagstofustjóra
var Þórbergur Þórðarson sem samdi kennslu-
bækur í málinu og bókina Alþjóðamál og mál-
leysur sem Menningarsjóður gaf út 1934 sem
fjallaði um esperanto.
„Þórbergur hafði fullan hug á að gerast rit-
höfundur á esperanto en ekki varð úr því,“ segir
Baldur. „Hann samdi samt nokkrar ritgerðir á
málinu sem birtar voru í erlendum esperanto-
tímaritum. Einnig þýddi hann dálítið af íslensk-
um þjóðsögum á esperanto. Þórbergur vann
einnig um árabil að samningu íslensk-esperan-
tiskrar orðabókar um málið. Það er til mikið
seðlasafn sem er afurð þessarar vinnu. Við í
esperantofélaginu höfum verið að fara í gegnum
þetta safn sem er gríðarlegt verk, í því eru mörg
þúsund seðlar. Þórbergur naut aðstoðar nokk-
urra manna við vinnslu þess, meðal annars Vil-
mundar Jónssonar landlæknis sem var mikill
esperantisti. En það var aldrei lokið við þetta
verk. Síðar samdi Baldvin B. Skaftfell íslensk-
esperantíska orðabók.“
Hugsjón Zamenhofs
Upphafsmaður esperantos var dr. Lúðvík
Zamenhof. Hann var pólskur gyðingur. Hann
fékk hugmyndina þegar á menntaskólaárum
sínum og var aðeins 28 ára þegar hann birti mál-
ið opinberlega árið 1887. Í fæðingarbæ hans
bjuggu fjögur þjóðarbrot sem sífellt áttu í ill-
indum. Zamenhof taldi ástæðuna vera þá að þau
skildu ekki hvert annað. Lausnin hlaut því að
vera sú að búa til mál sem allir gætu talað sam-
an á og staðið jafnfætis.
„Þetta hefur verið hugsjónin á bak við esper-
anto allt fram á þennan dag,“ segir Baldur, „að
fólk geti mæst á jafnréttisgrundvelli, sama af
hvaða þjóðerni það er. Fólk þarf ekki að vera
undirorpið kröfum um að kunna þjóðmál sem
það getur aldrei lært jafnvel og innfæddir. Þeg-
ar maður þarf að tala annað tungumál stendur
maður alltaf skör lægra en þeir sem tala móð-
urmálið. En ef allir töluðu hlutlaust, tiltölulega
fljótlært tungumál eins og esperanto stæðu allir
jafnir.“
Aðgengilegt og fljótlært
Málið breiddist út um Evrópu býsna fljótt,
aðallega meðal menntamanna. Fyrsta alþjóða-
þingið var haldið árið 1905 í Frakklandi. Þangað
kom fólk frá mörgum þjóðum og allir gátu gert
sig skiljanlega á esperanto. Þetta var fyrsta
reynslan af esperanto sem lifandi máli.
Baldur segir esperanto mjög aðgengilegt.
Það sé fljótlært enda engar undantekningar í
málfræðinni. Samkvæmt rannsóknum séu nem-
endur í menntaskólum fimm til sex sinnum fljót-
ari að ná tökum á esperanto en öðrum málum.
„Orðstofnarnir eru að stærstum hluta indó-
evrópskir, einkum rómanskir. Málfræðin er
gjörsamlega regluleg og fljótlærð. Það eru sex-
tán grundvallarreglur sem Zamenhof kallaði „la
fundamento“ eða undirstöðuna. Hún er óbreyt-
anleg sem komið hefur í veg fyrir að málið skipt-
ist í mállýskur.
Málið er ákaflega sveigjanlegt. Auðvelt er að
búa til ný orð. Til þess eru einkum notuð að-
skeyti, forskeyti og viðskeyti. Notkun aðskeyta
við orðmyndun sparar stofnorðafjölda auk þess
að tengja esperanto við viðskeytamál eins ung-
versku, japönsku, svahili og ótal önnur mál þar
sem orðmyndun byggist mjög á notkun við-
skeyta. Einnig er hægt að nota allar orðflokka-
endingarnar við orðmyndun. Allar sagnir enda
til dæmis á -i og með því að bæta þessum staf við
hvaða orð sem vera skal, jafnvel forsetningu,
verður til sögn. Öll alþjóðleg orð verða sjálf-
krafa hluti af esperanto. Sjónvarp er til dæmis
„televido“, útvarp er „radio“ og tölva er
„komputilo“ sem myndað er af sögninni „kom-
puti“ sem merkir að vinna með tölvu og við-
skeytinu -il- sem táknar verkfæri. Framburður
er auðveldur í esperanto og stafsetning hljóð-
rétt.
Einföld, undantekningalaus málfræði, skap-
andi orðmyndun og stafsetning í samræmi við
framburð gerir málið afar aðgengilegt, einnig
fyrir þjóðir sem tala mál af öðrum málaættum
en þeirri indóevrópsku.“
Esperanto í alþjóðlegu samstarfi
Umberto Eco kallar málfræði esperantos í
bók sinni Leitin að málinu fullkomna „una
grammatica ottimizzata“ sem Baldur hefur kall-
að kjörmálfræði.
„Það er sú málfræði sem hefur ákjósanlegast
gildi við tilteknar aðstæður. Eco nefnir sérstak-
lega notkun andlagsfalls í esperanto sem gefi
málinu aukinn sveigjanleika í orðaröð. Þetta er
sérstaklega athyglisvert þar sem ýmsir hafa
gagnrýnt andlagsfallið í esperanto þar sem slíkt
fall sé ekki lengur til í til dæmis rómönsku mál-
unum og ensku. Andlagsfallið er reyndar ósköp
einfalt, og felst í einni endingu, endingunni -n
sem bætt er við nefnifallið.“
Eco leggur líka áherslu á hugsjón Zamenhofs
um esperanto sem hlutlaust, alþjóðlegt sam-
skiptamál í þágu mállegs jafnréttis og friðar.
„Eco segir hana drifkraftinn á bak við málið,
allir eigi að hafa jafnan rétt til tjáningar. Íslend-
ingar ættu að skilja þetta vel. Við getum nánast
aldrei notað okkar eigið mál í alþjóðlegu sam-
hengi. Við sitjum alltaf skör neðar. Það hefur
verið baráttumál esperantista að málið verði
gert gilt í alþjóðlegu samstarfi, til dæmis hjá
Sameinuðu þjóðunum. Lítill áhugi hefur verið á
því hjá ríkisstjórnum aðildarríkjanna þrátt fyrir
að þing á vegum Unesco hafi tvívegis hvatt til
þess í samþykktum sínum.“
Unga fólkið spyr um gagnsemi
Baldur segir að það verði alltaf erfiðara og
erfiðara að fá ungt fólk til að læra esperanto
hérlendis.
„Það er svo margt annað að gera hjá unga
fólkinu. Og það spyr hvaða gagn það hafi af því
að læra esperanto þegar það geti notað ensku
víðast hvar. Því fer þó fjarri að svo sé því að þeg-
ar kemur út fyrir Vestur-Evrópu og Norður-
Ameríku gagnar enskan lítt. Sjálfur hef ég not-
að esperanto víðs vegar um heiminn, til dæmis í
Japan, Kína og Brasilíu, og þótt esperantistar
séu þar auðvitað ekki á hverju strái, hefur kunn-
átta mín í málinu gagnast þar vel. Enginn veit
hversu margir tala esperanto nú, að líkindum þó
1–2 milljónir. En esperanto býður upp á svo
margt, veruleg bókaútgáfa er á málinu, tímarit
eru fjölmörg, stór og smá, notkun esperantos á
veraldarvefnum er þegar mjög mikil og mikil
not má hafa af málinu á ferðalögum, einkum ef
menn eru félagar í Alþjóðlega esperanto-sam-
bandinu og fá þá árbók þess með nöfnum mörg
þúsund fulltrúa víðs vegar um heiminn sem
bjóða ferðamönnum endurgjaldslausa aðstoð.“
„BELAS LA DEKLIVO“ –
FÖGUR ER HLÍÐIN
Njála kemur út í
esperantískri þýðingu
Baldurs Ragnarssonar
hjá belgísku forlagi í sum-
ar. Baldur er einnig að
ljúka við þýðingu á
Sjálfstæðu fólki. ÞRÖST-
UR HELGASON ræðir við
Baldur um þýðingarstarf-
ið og esperanto.
Morgunblaðið/Kristinn
Baldur Ragnarsson
throstur@mbl.is