Lesbók Morgunblaðsins - 01.03.2003, Page 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 1. MARS 2003
Þ
AÐ má segja að boðið verði upp
á perlur bestu tónskálda sög-
unnar á tónleikum sem Þor-
steinn Gauti Sigurðsson heldur
í Ými, húsi Karlakórs Reykja-
víkur við Skógarhlíð, á morgun,
sunnudag. Á tónleikunum, sem
hefjast klukkan 16, leikur Þor-
steinn Gauti Arabesque nr. 1, Arabesque nr.
2 og Clair de Lune eftir Debussy, Liebes-
traume eftir Liszt, Vals í a-moll op. Post,
Prelúdíu op. 28. nr. 4, Etýðu op. 12 nr. 1 og
Pólónessu í As-dúr op. 53 eftir Chopin fyrir
hlé.
Eftir hlé eru þrjár Prelúdíur eftir Gersh-
win, Gymnopedia nr. 1 eftir Satie, Prelúdía í
cís-moll op. 3 nr. 2 og Prelúdía í g-moll op. 23
nr. 5, eftir Rachmaninoff, Pavane eftir Ravel
og Sónata nr. 3 op. 28 eftir Prokofiev.
Þorsteinn hefur verið nokkuð iðinn við tón-
leikahald í vetur. Lék í Salnum í nóvember,
með Caput í haust, í Lugano í Sviss í fyrra-
vetur, leikið tónleika með Kristjáni Jóhanns-
syni í desember og hefur í vetur leikið á
þrennum FÍT-tónleikum úti á landi. Efnis-
skrá þeirra tónleika hefur verið æði fjöl-
breytt en nokkur af verkunum sem Þor-
steinn lék í þessari miklu tónleikasyrpu
verða á efnisskrá tónleikanna á sunnudaginn.
Verk sem allir vilja heyra
„Mig langaði til þess að setja saman efnis-
skrá með verkum sem fólk þekkir og vill
hlusta á,“ segir hann og bætir við. „Það
verða engar langlokur á tónleikunum, heldur
eru þetta allt verk í styttri kantinum og eiga
það sameiginlegt að vera meðal vinsælustu
verka þessara tónskálda.“
Hvers vegna ákvaðstu að leika þau núna.
„Ég hef verið í miklu stuði í vetur og leikið
á fjölmörgum tónleikum og eftir þessa tón-
leika ætla ég að taka mér hvíld þar til í vor
þar sem við Steinunn Birna Ragnarsdóttir
munum spila á tvö píanó í Salnum. Í sumar
held ég svo einleikstónleika á tónlistarhátíð í
Frakklandi. Tónleikarnir í Salnum og tón-
leikarnir með Caput voru mjög flóknir og
erfiðir og mig langaði til þess að spila núna
það sem alla langar til að heyra og enginn
þreytist á að spila. Annars er ekkert auð-
veldara að koma þannig efnisskrá saman.
Maður er kominn á þann aldur að kunna svo
mikið að maður lendir í vandræðum með að
velja.“
Mikill áhugi á píanónámi
Hvert er tilefni tónleikanna?
„Ég vil með tónleikunum vekja athygli á
píanóskólanum sem ég stofnaði um áramótin.
Þetta er hugmynd sem ég hef gengið með í
dálítið langan tíma. Ég var búsettur á Ítalíu í
fyrra og þegar ég kom heim var ekkert svo
mikið að gera hjá mér. Þá ákvað ég að láta
til skarar skríða og stofnaði Píanóskóla Þor-
steins Gauta.“
Í píanóskólanum eru enn sem komið er að-
eins tveir kennarar, Þorsteinn og tónfræði-
kennarinn Sigríður Friðjónsdóttir. Hann
segist hafa byrjað mjög smátt en ásóknin sé
slík að hann verði líklega að ráða annan pí-
anókennara næsta vetur. Í skólanum eru
núna um tuttugu nemendur og eru þeir á
aldrinum frá fimm ára til um það bil fimm-
tugs.
„Það er gríðarlegur áhugi á píanónámi,“
segir Þorsteinn. „Ég er með nemendur sem
eru byrjendur, sem eru lengra komnir og svo
fullorðið fólk sem hefur lært á píanó en vill
koma sér í betri æfingu. Sem dæmi um
áhugann, þá er ég með nemendur sem hafa
verið í allt að fjögur ár á biðlista eftir að
komast inn í tónlistarskóla. Ég hafði heyrt að
fólk biði í tvö ár, jafnvel þrjú, en fjögur held
ég að sé metið.“
Langir biðlistar í tónlistarskólum
Þorsteinn Gauti kennir einnig í Nýja tón-
listarskólanum og í Tónlistarskólanum í
Reykjavík. Í sínum eigin skóla er hann með
um tuttugu nemendur og segist hreinlega
ekki komast yfir meira; hjá sér séu byrjaðir
að myndast biðlistar – sem verði vonandi
hægt að kippa í liðinn í haust. „Ég veit svo
sem ekkert hvernig þetta þróast,“ segir
hann, „en byrjunin lofar góðu.
Ég hef mikla ánægju af því að kenna, þeg-
ar nemendur eru áhugasamir og sýna fram-
farir og ég er með mjög skemmtilega nem-
endur.“
Flosna hinir ekki bara upp úr náminu?
„Það er langtíma verkefni að læra á hljóð-
færi og ekkert óalgengt að krakkar fái nóg á
einhverju stigi. Sumum finnst þeir vera að
læra fyrir foreldrana og hætta – en það er
svo merkilegt að það er oft tímabundið.“
Sjálfur byrjaði Þorsteinn að læra á píanó
þegar hann var níu ára og segist hafa verið
mikill dellustrákur og hafi tekið píanóið
dellutökum. Um fjórtán ára aldurinn hafi
hann verið búinn að ákveða að verða tónlist-
armaður. Hann viðurkennir að í gegnum árin
hafi hann stundum verið hálfleiður þegar
hann hafi verið að æfa þung og erfið verk og
veit hvað hann þarf að æfa margar klukku-
stundir, en þegar upp sé staðið, geti hann
ekki annað en sagt að hann hafi verið ótrú-
lega heppinn með ævistarf; í fyrsta lagi að fá
að spila öll þau verk sem heilla hann – og að
fá að miðla þeirri þekkingu sem hann hefur
aflað sér.
Gott að spila úti á landi
Það er dálítið langt á milli Lugano og tón-
listarhátíðar í Frakklandi, annars vegar, og
tónleika á landsbyggðinni, hins vegar. Hvað
eru FÍT-tónleikar?
„Félag íslenskra tónlistarmanna velur
nokkra tónlistarmenn á hverju ári til þess að
spila á þremur stöðum úti á landi. Ég er bú-
inn að fara í Reykholt og á Hvammstanga og
fékk að vígja nýja flygilinn í kirkjunni á
Hólmavík. Það var mjög gaman að fara í
þessar tónleikaferðir, sérstaklega fannst mér
gott að spila í Reykholti. Þar var mjög vel
mætt og ég fékk svo hlýjar móttökur.“
Hvað tekur svo við eftir tónleikana á
sunnudaginn?
„Ætli ég taki það ekki rólega eins og hægt
er, einbeiti mér að kennslunni, þar til ég fer
að æfa fyrir tónleikana í Salnum í vor og tón-
listarhátíðina í Frakklandi.“
Og sem fyrr segir hefjast tónleikarnir í
Ými klukkan 16 á morgun.
PRELÚDÍUR, ETÝÐUR,
SÓNÖTUR OG VALSAR
Þorsteinn Gauti Sigurðs-
son heldur tónleika í Ými
á morgun. SÚSANNA
SVAVARSDÓTTIR ræddi
við hann um efnisskrána,
nýjan píanóskóla sem
hann hefur stofnað og
annríki í tónleikahaldi.
Morgunblaðið/Kristinn
Þorsteinn Gauti Sigurðsson í Ými.
LEIKHÓPURINN Perlan fagnar 20 ára leik-
afmæli sínu með hátíðarsýningu í Iðnó í dag
kl. 15. Sýningin nefnist Afmælis-Perlur, brot
af því besta og samanstendur af 6 dans- og
leikverkum, „brotabroti af því besta“, segir
Sigríður Eyþórsdóttir leikstjóri sem stýrt
hefur Perlunni frá upphafi. „Boðskapurinn
er kærleikur, friður og gáski. Auk þess höf-
um við sett upp sýningu á ljósmyndum, vegg-
spjöldum, blaðaúrklippum og ýmsu fleira er
tengist sögu og ferli Perlunnar.“
Í Perlunni eru 12 leikendur og koma allir
fram í sýningunni í dag. „Þrír í hópnum hafa
verið með frá upphafi og það er því mikil og
fjölbreytt reynsla sem hópurinn býr að. Gildi
þessa starfs er ótvírætt. Ég bað meðlimi
hópsins að skrifa í leikskrána okkar hvað
þeim þætti skemmtilegast við að leika og þau
segja að því fylgi bæði gleði og gaman og sér-
staklega sé gaman að skemmta öðrum. Þetta
gefur þeim einnig tilfinningu fyrir því að
vera einhvers virði og geta gefið af sér í leik
og söng.“
Kynnir á sýningunni í dag er leikarinn
Björgvin Franz Gíslason og Lára Stef-
ánsdóttir og Ívar Örn Sverrisson dansa við
tónlist eftir Eyþór Arnalds, Mána Svavarsson
og Þorvald Bjarna Þorvaldsson.
Aðeins verður þessi eina sýning á Afmælis-
Perlum en yfirlitssýningin mun standa áfram
í Iðnó.
AFMÆLIS-
PERLUR Í IÐNÓ
Morgunblaðið/SverrirLeikhópurinn Perlan sýnir í Iðnó í dag.