Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MARS 2003 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
1 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R
EFNI
V
EIÐISTOFN þorsks á mið-
unum kringum Ísland er
oftast talinn í hundruðum
eða milljónum tonna.
Mönnum kann að virðast
erfitt að gera sér grein fyr-
ir þessari stærð. Ein að-
ferð til þess er að hugsa
sér að tonnið komist fyrir í einum rúm-
metra. Setjum svo að allur veiðistofninn
rúmist í stöðuvatni sem er einn kílómetri á
lengd og 600 metrar á breidd en einn metri
á dýpt. Til þess þyrfti til dæmis Rauðavatn
sem við förum fram hjá á leiðinni inn í Rauð-
hóla. Þá er ekki vandi að reikna að þetta séu
600 þúsund tonn líkt og þorskveiðistofninn
var talinn vera árið 2001, helmingur af því
sem hann var á árunum milli 1970 og 1980,
áður en kvótakerfið góða gekk í gildi.
En ef við nú sleppum þessum glitrandi
feng úr þrengslunum út í hafið og látum
hann dreifa sér um víðáttur sem nema millj-
ónum ferkílómetra verður þrautin þyngri að
meta hvað hann er mikill. Þetta er þó það
sem fiskifræðingar fá sem verkefni á hverju
ári. Og ekki nóg með það. Þeir þurfa að
áætla hvað sé að gerast þarna í djúpunum,
hvað mikið er af hrygnum að gjóta eggjum
sínum, hvað mörg seiði af þeim sem klekjast
út ná að verða þriggja ára á sundi sínu úti
um allar trissur og hvernig þeim fækki síð-
an með hverju árinu vegna veiða og af öðr-
um orsökum. Eftir þessari vitneskju og
mörgum öðrum upplýsingum verður svo að
meta hvað mikið megi veiða á hverju ári til
þess að stofninn verði hvorki ofnýttur né
vannýttur. Hann þarf með öðrum orðum að
vera sjálfbær. Veiðina þarf auðvitað að
mæla, ekki aðeins þá sem upp er gefin í afla-
skýrslum. Þeir eru ekki öfundsverðir í höll-
inni sinni við Skúlagötuna, eins og dæmin
sanna.
Samt hlýtur þetta að vera skemmtilegt
starf eins og önnur margslungin viðfangs-
efni.
En hvernig hefur þá þessari stofnun tek-
ist að sinna þessu gífurlega viðamikla verk-
efni? Frá sjónarmiði manns sem stendur
álengdar hefur margt verið býsna vel gert,
en annað kannski miður.
Flestum mun þykja þýðingarmest hvern-
ig til tekst að meta sjálfan veiðistofninn og
breytingar hans í áranna rás. Um hann er
reyndar öllu meiri gögnum safnað en um
aðrar einkennistölur þorskstofnsins. Þó að
einn árgangur sé ofmetinn eða vanmetinn á
það ekki að skaða mikið því að skekkjurnar
ættu að jafna sig heilmikið upp áður en
verkinu er lokið. Og þó að fyrstu ágiskanir
hafi stundum verið nokkuð fjarri lagi er það
skoðun mín að niðurstöður hafi í heild verið í
góðu samræmi við aðra vitneskju
Auðveldast ætti að vera að meta hvað
mikið er veitt. En á móti kemur að mikil
óvissa er um hvað miklu er kastað fyrir borð
eða flutt í land fram hjá vigtinni. Skýrslur
um afla geta því verið jafnvel meira villandi
en um veiðistofninn.
Skýrslur um hrygningarstofninn eru í
sérflokki. Ekki verður betur séð en að mat
fiskifræðinnar á þeim stofni hafi verið fjarri
lagi. Fyrir áratug tel ég mig hafa sýnt með
tölfræðilegum rökum að mestur hluti ætl-
aðs hrygningarstofns hafi verið gagnslaus
með öllu, og miklu nær sanni væri að telja
aðeins til stofnsins elstu fiskana, til dæmis 9
ára og eldri. Rannsóknir fiskifræðinga á
vettvangi hafa síðan bent til hins sama. En
þrátt fyrir leiðréttingu hlýtur matið á þess-
um þætti þorskstofnsins að vera eitthvað
ótrúverðugra en á veiðistofninum sjálfum,
meðal annars af því að þetta er orðinn svo
lítill stofn.
Enn eitt þarf að vita, hvernig viðkoman,
nýliðunin tekst. Um hana er haft til marks
hvað hver árgangur þorskstofnsins er stór
þegar hann er orðinn þriggja ára. Gögnin
eru því takmörkuð og talsvert hætt við vill-
um.
Ég leik mér mikið að tölum, og þegar ég
skoða samhengi þessara þátta þorskstofns-
ins undrar mig mest hvað tölfræðilegt sam-
hengi þeirra er ótrúlega gott. Mér sýnist að
með því að ganga út frá meðaltölum þessara
þátta árin 1961–65 megi spá um gengi
stofnsins allt að því 40 ár fram í tímann sam-
kvæmt þeim lögmálum sem um þetta virð-
ast gilda. Aðeins þarf að vita hvað mikill
hluti veiðistofns er færður á land á hverju
fimm ára tímabili, en það er á valdi manns-
ins. Líka þarf að fara eftir loftslaginu. Til
marks um þetta set ég hér 35 ára spá um
veiðistofninn öll fimm ára tímabilin 1966–
2000 með samanburði við skýrslur um veiði-
stofninn í þúsundum tonna. Tekið er tillit til
hita í Stykkishólmi og reiknað með að brott-
kast og löndun fram hjá vigt á árunum
1986–2000 hafi verið 3% veiðistofns umfram
það sem áður var. Fylgnin er nær 1,00 en
0,99.
Árabil Spá um Skráður
veiðistofn veiðistofn
1966–70 1480 1510
1971–75 1160 1140
1976–80 1240 1230
1981–85 920 890
1986–90 930 960
1991–95 650 590
1996–00 670 690
Nánari rannsókn sýnir greinilega eins og
Hafrannsóknastofnun hefur haldið fram að
þetta hrun þorskstofnsins má nærri ein-
göngu rekja til ofveiði, ekki síst eftir að
kvótalögin gengu í gildi. Af þessu má líka
draga ályktanir um hvernig þurfi að end-
urreisa þorskstofninn, meðal annars með
því að hlífa elsta fiskinum við veiðum. Það
hefur reyndar verið gert í litlum mæli síð-
asta áratug og sýnt verulegan árangur, en
betur má ef duga skal. Í því efni og ýmsu
öðru má taka Færeyinga til fyrirmyndar.
SJÁLFBÆR
ÞORSKVEIÐI
RABB
P Á L L B E R G Þ Ó R S S O N
pallberg@isl.is
JÓN HELGASON
Í VORÞEYNUM
Á meðan brimið þvær hin skreipu sker
og skýjaflotar sigla yfir lönd,
þá spyrja dægrin: Hvers vegna ertu hér,
hafrekið sprek á annarlegri strönd?
Það krækilyng sem eitt sinn óx við klett
og átti að vinum gamburmosa og stein,
er illa rætt og undarlega sett
hjá aldintré með þunga og frjóa grein.
Hinn rammi safi rennur frjáls í gegn
um rót er stóð í sinni moldu kyr,
en öðrum finnst sig vanta vaxtarmegn
þótt vorið fljúgi í lofti hraðan byr.
Drýpur af hússins upsum erlent regn
ókunnir vindar kveina þar við dyr.
Jón Helgason (1899–1986) var textafræðingur og ljóðskáld.
FORSÍÐUMYNDIN
er hluti málverksins Tónlistar frá 2001 eftir Helga Þorgils Friðjónsson en sýn-
ing á verkum hans var opnuð á Kjarvalsstöðum í gær.
Helgi Þorgils
Friðjónsson
segist í viðtali við Einar Fal Ingólfs-
son ekki hika við að taka frá öllum
listamönnum það sem hann þarf,
„það getur verið Manzoni,
Caravaggio, Gallen-Kalela eða Jón
Stefánsson, en ég er hins vegar uppi
á öðrum tíma og það breytir öllu“.
Söfn og
safnakennsla
er umfjöllunarefni greinar eftir
Magnús Gestsson sem segir frá nýj-
ustu straumum í safnastjórnun,
einkum hvað varðar fræðslu barna.
The Hours
nefnist bók eftir Michael Cunningham um
Virginiu Wolf sem samnefnd kvikmynd er
byggð á. Heiða Jóhannsdóttir segir frá bók-
inni og úrvinnslu kvikmyndarinnar sem var
frumsýnd í gærkvöld í íslenskum kvik-
myndahúsum.
Í girndarinnar
gruggi
nefnist grein eftir Þórunni Þórsdóttur þar
sem hún ræðir við Kristján Árnason, Sigríði
Þorgeirsdóttur og Yrsu Þórðardóttur um
menningarlegar og sálrænar rætur lostans,