Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.03.2003, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 8. MARS 2003 7 tak í heimspekisögunni. Líkamleg þrá hafi verið litin hornauga og leitast við að göfga hana. Þetta hafi fyrst breyst að ráði upp úr 18. og einkum á 19. öld með nýjum hug- myndum í heimspeki og sálarfræði. En upp- hafsins telur hún þurfa að leita í forngrískri menningu, þar sem sjálfsstjórn einstaklings- ins skipti höfuðmáli. Hverjum manni hafi borið að hafa stjórn á tilfinningum sínum því það versta sem gat hent hann var að verða þræll þeirra. Nú sé talað um ýmiss konar fíkla, en hjá Forn-Grikkjum hafi neikvætt viðhorf til tilfinninga birst í orðinu pathos, tilfinningum sem þykja sjúklegar af því þær trufli skynsemina. Af útsjónarsemi hafi Grikkjunum þó tekist að finna lostanum annan farveg. „Þeirra við- leitni gekk út á að fegra losta og girnd,“ seg- ir Sigríður. „Við sjáum þetta í Samdrykkj- unni, þar sem Platón lýsir upphafningu erótískrar ástar. Ástarviðfangsefnið skal ekki lengur vera önnur manneskja, í þessu tilviki hinn fagri gríski unglingspiltur, held- ur viskan sjálf. Markmiðið var að beina ást sinni að visku, að virkja lostann í þágu hug- ans.“ Sigríður segir að upphafning losta hafi ágerst í stóískri og kristinni hefð og þar með hafi fyrirbærið orðið syndsamlegra. Jafnvel heimspekingur eins og Epikúros, sem alla jafna er talinn hedonisti (nautnahyggjusinni) er leggi áherslu á ánægju, hafi ekki sagt svölun líkamlegra kennda það eftirsóknar- verðasta. Heldur að öðlast lausn undan lík- amlegum sársauka. „Við vitum að þrá sem ekki fær svölun kallar fram vanlíðan og af því töldu Stóu- spekingar sálarró vera æðsta keppikefli mannsins. Í kristilegri heimspeki miðalda er losti kominn út í ystu myrkur og talinn til synda. Girndin færði manninn frá Guði. Svo að nautnir sem áttu rétt á sér í forngrískum hugarheimi, hlutu ekki náð í hinum kristna. En þrátt fyrir þetta úthýstu Ágústínus og heilagur Tómas frá Akvínó ekki þrá og löng- un, greinum af sama meiði og losti og nautn- ir. Þeir töldu tilfinningaleysi ekki síður slæmt en ofurvald tilfinninga og kennda í sálarlífi mannsins. Í ritum þeirra birtist þetta sem þrá eftir Guði og innilegri sam- veru við hann. Síðari tíma spekingar með glöggt auga fyrir innviðum sálarlífsins, eins og til dæmis Nietzsche, sögðu einmitt lostann hafa fengið að birtast sem trúarlosta á þessum tíma. Nietzche taldi Játningar Ágústínusar, eða til að nefna annað dæmi, dulspekirit Madame de Guyon frá 17. öld, bera þessu vitni. De Guyon þráði líkamlegt og andlegt samneyti við Guð. Lýsingar hennar á þeirri þrá segir Nietzche bera vott um trúarhysteríu.“ Girndin og lostinn finna sér að sögn Sig- ríðar leið inn í tímann sem nær okkur er, með endurvakningu mannskilnings hedon- ismans, kenndum við fyrrnefndan Epikúros. Að sækjast eftir vellíðan og forðast vanlíðan varð grunnsetning í hugmynd nytjahyggjus- inna eins og sést til að mynda í ritum Jer- emy Benthams. Einnig átti DeSade mark- greifi „og saurlífisseggur,“ segir Sigríður, „þátt í að hleypa lostanum inn í evrópska menningu bakdyramegin. Það var þó ekki fyrr en löngu síðar að farið var að við- urkenna losta sem eðlilegan hluta mannsins. Freud átti hvað mestan þátt í því, en grein- ing hans á manninum sem hvataveru dró dám af mannskilningi epíkúrista. Hvatir og kenndir stjórna að dómi Freuds vitundarlífi mannsins án þess að viðkomandi geri sér alltaf grein fyrir því.“ Lífið einkennist samkvæmt Freud af tog- streitu milli þess sem hann kallaði vellíð- unarlögmálið og raunveruleikalögmálið. Það fyrra kveður á um að líkamleg vera sækist eftir því að þrá og að löngun sé fullnægt. En ætíð standa í veginum veggir raunverunnar, boða og banna, sem siðferðið setur til að við- halda siðmenningu. „Þess vegna,“ segir Sig- ríður, „talaði Freud um „ok siðmenning- arinnar“. Hann taldi þörf á að finna lostanum fleiri farvegi og benti á náið sam- band losta og listar. Í listum getur lostinn fengið útrás. Lostinn varð því að lokum gjaldgengur sem leið til sköpunar og frels- unar. Á 20. öld hafa einkum franskir heimspek- ingar velt fyrir sér losta og þrá og stöðu eró- tískra ímynda í hugarheimi og vitund okkar. Höfundar eins og Foucault, Lacan, Irigaray, Kristieva og Deleuze hafa til að mynda öll bent á hinn skapandi og frelsandi mátt losta og löngunar. Með því að gera grein fyrir þessum fyrirbærum leitast þau við að draga upp fjölbreyttari mynd af manninum sem til- finningaveru og kynveru til mótvægis við hefðbundnar myndir af manninum sem lík- amsfirrtri skynsemisveru.“ Að leita eftir köllun sinni Sálgreining er ein leið til skilnings á löng- un og losta. Yrsa Þórðardóttir er í sálgreini- námi og segir kenningar fagsins fjalla um lífsþróttinn, gáskann, það sem drífur fólk áfram og fær það til að leita að því sem fæst þó aldrei. Það sé forvitni og eftirsókn eftir hinu ókannaða, sem færi okkur svolitla fró. „Sálgreining,“ segir Yrsa, „er þannig leit að eigin þrá, því sem við viljum verða. Þar kem- ur kristnin fram með sköpunartrú, guðs- mynd manneskjunnar, sem var sköpuð í þrá Guðs og til samfélags við hann og við annað fólk. Í því skiptir öllu að þekkja löngun sína og stefna í sannleika að því að verða fyllilega mennsk.“ Prédikarinn í Gamla testamentinu sagði að sjálfsagt væri allt hégómi, eftirsókn eftir vindi (Préd.6.2), en ef lífið væri okkur nokk- urs virði væri leyfilegt og mjög gagnlegt (sbr. Pál postula í Nýja testamentinu, I.Kor.6.12) að kanna innviðu sálarinnar og leita eftir því sem okkur langar sjálf í alvöru. Orð Ágústínusar kirkjuföður eru svolítið nær okkur í tíma: „Sál mín er örþreytt uns hún hvílir í þér, ó Guð.“ Í Saltaranum svo- kallaða, eða Davíðssálmum, segir: „Eins og hindin, sem þráir vatnslindir, þráir sál mín þig, ó Guð.“ (Sálm.42.2). Þarna er talað um löngun fólks úr útlegð, sem langar að fá að koma aftur í helgidóminn í Jerúsalem, þess eina staðar sem maklegt var og réttvíst að þjóna Jahve. Nú þarf skrifari að spyrja Yrsu hvað hún meini með þessum ábendingum. Hún svarar því til að fólk sem fær ekki að sinna köllun sinni á þann hátt sem það telur réttan, verði annaðhvort að visna og fölna eða finna köll- uninni annan farveg. Oft vilji brenna við að við óskum frekar einskis en hins næstbesta, eða jafnvel lakasta kostar fyrst sá besti sé ekki fáanlegur. Sérstaklega kveðst Yrsa vilja kynna til sögunnar franska sálgreininn Marie Balm- ary sem fjallað hafi um þrána út frá frásögn- inni af Abraham og Saraí. Þau yfirgáfu Úr í Kaldeu samkvæmt boði guðs um að halda á vit hins óþekkta og fóru sjálfra sín vegna til landsins sem hann vildi gefa þeim (sbr. sér- prent Kirkjurits feb. 1997). Þá hafi Freud, Lacan, Françoise Dolto og margir aðrir sál- greinar skrifað um þrá. „Texti Lacans er nokkuð tyrfinn, en hann var alltaf að tala um leitina að „l’Autre“, hin- um, þessum sem er ætíð nærri og viðfang þrár okkar. Franskir sálgreinar eru talsvert markaðir af skrifum Lacans, sem hafði líka kenningu um að ómeðvitundin hagaði sér eins og tungumál. Málvísindum hefur fleygt fram síðan og óvíst að fræðimönnum líki allt sem hann sagði, né að fólk af öðrum mál- svæðum sjái nokkurt vit í því hvernig lesin er ótrúlegasta merking í mannanöfn til dæmis og meinta þýðingu þeirra. Svo eru það kvennafræðin. Ekki vil ég til- einka mér lostafengna ást lacanista á Föð- urnum, sem er löggjafinn sjálfur, sá sem skilur milli móður og barns og grundar rétt sinn á því að vera hann sem hefur valdið og það sem alla langar að eiga en enginn á í raun, fallusinn sjálfan.“ En draumar, er loks spurt, benda þeir til þess sem við girnumst – eru þeir sú „kon- unglega leið til ómeðvitundar“ sem Freud sagði? „Við getum með því að íhuga drauma okkar, reynt að finna út hvað þeir segja okk- ur um það sem við kannski þorum ekki að vita í vöku, en látum okkur detta í hug þegar hugurinn sefur eða læst sofa. Freud hafði dálæti á þessu en Jung fjallaði einnig um tákn og svokallaðar arketýpur, sem hann hélt fram að væru óbreyttar frá alda öðli. Sumir sálgreinar sjá í Jesú frábæran sál- greini, sem skírskotaði til þrár fólks, spyrj- andi: „Viltu verða heill? Langar þig að hætta að styðjast við blindu og sjúkdóm, þorirðu að hefja gönguna frá dauða yfir til lífs, frá myrkri til ljóss?“ Hávamál og Völuspá nefna dæmi um að ekki yrði þeim svefnsamt sem vissi of margt, til dæmis hvenær dauðinn kæmi. Völvan spyr í síendurteknu stefi: „Vitið þér enn, eða hvað?“ Líkt og hún spyrji hvort við viljum í alvöru fá meira að heyra. Þar kemur að lok- um að við segjum: Hættu nú herra, hér mun koma verra, sem þér er betra að þegja um en segja um. Á því stigi málsins segir Yrsa að fólk vilji hætta sálgreiningu sinni, flýja sannleikann og sætta sig jafnvel frekar við líkamlega og andlega kvilla, sem eru ekki annað en sjúkdómseinkenni. „Hver segir þér að þú sért veik?“ spurði sálgreinir Yrsu eitt sinn, „þarftu ekki bara að koma orðum að því hver þú ert? Ef þú veist það ekki, ef þú manst ekki hvað amar að, man líkami þinn það. Tárin vitna um sorg þína, og vöðvabólgan til að mynda talar sínu máli.“ Svo mikið er víst að eftir hverja stund á sálgreiningardívani Yrsu, jafnvel þegar henni var tregt um mál, urðu sporin léttari og hugurinn rórri. „Vegna þess að orðin leysa.“ Og hún hefur áhuga á orðum, girnist þau, „vegna Orðsins sjálfs, sem var í upphafi hjá Guði, sem var Guð, vegna Orðsins sem skapaði og endurleysir enn þann dag í dag.“ 1. rykkjahröð þokuþyrlun öll þéttist í vefjanet um niðdimma altæka þenslu fléttukransar brátt flosna drífa um hvolfið í kvoðu er langsepa teygir á djúp ljósgufa umfaðmar ísabrot regndropa fall birta bjarmar mild hringlaga skörp taumlaga hvelfingin ómar hún sindrar við sepahnoðun bylgjusvifs sortaveldi margrákar ljós 2. ljósflæði um regnslæður litrófi í boga raðar gufuhvolf orku andar svo rauður vökvi nái að renna sína slóð áður slíka undravegu efni hvergi tróð hvenær er hvar? hvenær hvað var? hvenær sé þar? spurn er hvert svar vísun á mögn tilurðar 3. við hringrásar hristing barnið kollsteypist rennur á maga um rýmið rís samt á smáa fætur horfir til allra átta frá núlli að núlli mínus sjö plús hundruð tvö barn lyftir bólgið á enni vísifingri yfir stjarnþokuna hér er ég V. ÞORBERG BERGSSON Höfundur er myndlistarmaður. ÁFANGAR Til hvers eru dagar? Í þeim lifum við. Þeir koma og vekja okkur enn og aftur. Þeir eru fyrir hamingjuna. Hvað getum við lifað nema daga? En lausn þeirrar gátu kallar á prest og lækni að koma hlaupandi yfir engin í síðstökkum sínum. PHILIP LARKIN NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK ÍSLENSKAÐI Philip Larkin (1922–1985) var breskt ljóðskáld. Njörður P. Njarðvík er prófessor við Háskóla Íslands. DAGAR

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.