Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MARS 2003 NÝJASTA bók Susan Sontag, Re- garding the Pain of Others, sem útleggja má sem Varðandi þján- ingar ann- arra, þykir veita gagn- rýna og áleitna sýn á þá ímynd sem ljósmyndir og fréttamyndir draga reglu- lega fram af afleiðingum hryðjuverka og stríðsátaka. Gegna ljósmyndir og fréttamyndir af hinum særðu og látnu hlutverki „áfallahjálpar“ eða vekja þær bara með okkur vægan hrylling áður en við gleymum þeim? Sontag tekst á við spurningar á borð við þessa um leið og hún veltir fyrir sér hvort ímyndir af kerfisbundnu ofbeldi veki með okkur samúð og andúð á stríði eða hefndarhug. Í skrifum sínum rekur Sontag þró- un ímyndar þjáningarinnar allt frá málverkum hins spænska Goya að ljósmyndum frá útrým- ingarbúðum, beinum útsend- ingum frá Víetnamstríðinu og árásinni á World Trade Center. Maður andstæðna ÆVISAGA Níkíta Khrústsjovs eftir Rússlandsfræðinginn Will- iam Taubman þykir sérlega ít- arleg og áhugaverð lesning að mati gagnrýn- anda New York Times sem kallar Khrústsjov mann and- stæðna. Bókin sem nefnist Khrushchev – The Man and His Era, eða Khrústsjov – maðurinn og hans tími, byggir á ítarlegum rann- sóknum Taubmans. Hann kynnti sér ekki einungis alla þá lesningu sem finna má um Khrústsjov, heldur blaðaði einnig í þeim skjalasöfnum þar sem upplýs- ingar um hann gat verið að finna og ræddi við þá sem manninn þekktu. Bókin var um tíu ár í vinnslu og þykir líflega skrifuð og líkleg til að vera um langa hríð ítarlegasta ævisaga Khrústsjovs. Fáfræðin loks í Frakklandi HINN 3. apríl næstkomandi kem- ur nýjasta skáldsaga Milans Kundera út í Frakklandi hjá einu virtasta forlagi Frakka, Gallim- ard. Nokkur blaðaskrif hafa orðið þar í landi vegna þessa og unn- endur verka hans bíða í ofvæni, enda nokkuð um liðið frá því bók- in fór að koma út víða um heim, meðal annars hér á Íslandi, í Bandaríkjunum, á Spáni, í Japan og Finnlandi. Það sérstaka við þetta er nefnilega að bókin er skrifuð á frönsku og höfundurinn, sem er af tékknesku bergi brot- inn, býr í París. Hann hefur hins vegar ekki viljað að bókin kæmi út þar fyrr en nú vegna þess að síðasta bók hans, Óljós mörk, fékk afar misjafna dóma í Frakk- landi. En nú fá Frakkar loks að lesa bókina sem nefnist L’ignor- ance á þeirra máli, frummálinu. Hún er Íslendingum að góðu kunn því hún kom út hér fyrir rúmum þremur árum, í ársbyrjun 2000, í þýðingu Friðriks Rafns- sonar undir titlinum Fáfræðin. Minningar drottningar LISA Halaby, betur þekkt sem Noor, drottning Jórdaníu, sendi nýlega frá sér ævisögu sína Leap of Faith – Memoirs of an Unex- pected Life. Þar rekur drottning- in líf sitt með Hussein, konungi Jórdaníu, og fjallar m.a. um erfið samskipti manns síns við alþjóð- legar sendinefndir. ERLENDAR BÆKUR Þjáningar annarra William Taubman Susan Sontag Donald Rumsfeld, sem kemur ævinlega fyrir eins og hann sé að segja hinum strákunum klámsögu eða dónabrandara, sagði að þetta stríð tæki sex daga. Núna, á áttunda degi er talað um marga blóði drifna mánuði. George Bush sagði: „Eng- inn pólitískur málstaður réttlætir að óbreyttir borgarar séu myrtir að yfirlögðu ráði.“ En samhengið var víst annað. Í Speglinum á Rás 1 hefur nokkuð verið fjallað um heimsmynd hinna nýju íhaldsmanna í Bandaríkjunum. Þeir sjá fyrir sér nýja skip- an heimsmála, þar sem „okaðar“ þjóðir heims- ins, Kína þar á meðal, njóta „frelsis“ fyrir til- stilli og undir vernd Bandaríkjanna. Þetta rímar við glögga útskýringu Stein- gríms Hermannssonar í Silfri Egils seinasta sunnudag um hverjir það væru sem nú héldu um valdataumana í Washington. Þetta minnti líka á Lof heimskunnar eftir Erasmus frá Rotterdam, en þar segir: „[Í stríði] er þörf á stæðilegum og vöskum strákum sem stíga ekki í vitið og láta sér ekk- ert fyrir brjósti brenna“. Stríðsfrásögn breska blaðsins Guardian kemur líka upp í hugann: „Fáeinum kílómetr- um suður af brúnni eru rústir hinnar fornu borgar Ur, sem var stofnuð fyrir 8.000 árum, fæðingarborg Abrahams og blómlegur versl- unarstaður þegar þeir sem bjuggu í norðvest- anverðri Evrópu vöfruðu ennþá um með óverkuð dýraskinn sér til skjóls. Sprague, liðfjálfi frá White Sulphur Springs [Hvítu brennisteinsnámum] í Vestur Virginíu, fór þarna um á leið til Bagdad og hafði ekki hugmynd um verðmætin sem þarna var að finna. „Ég er búinn að fara yfir eyðimörkina alla þessa leið frá Basra og hef ekki séð eina ein- ustu verslanamiðstöð eða skyndibitastað,“ sagði hann. „Þetta fólk á ekki neitt. Í mínum heimabæ, þar sem búa ekki nema 2.500 manns er að minnsta kosti McDonalds í öðrum enda bæjarins og Hardees í hinum endanum.“ Það virðist ekki vanþörf á að „frelsa“ heiminn. En frá hverju? Þarf ég annars nokkuð að pæla í því úr því tvíhöfuð þjóðarlíkamans hefur – að mér forspurðum – tilkynnt umheiminum að ég styðji innrásina í Írak? STRÍÐSMYNDIR Tökuvélin færist fjær örvita drengnum og myndin víkkar nægilega mikið til að nú sést heil herdeild af gírugum frétta- ljósmyndurum sem hafa um- kringt þetta litla fórnarlamb og smella af í gríð og erg. Á R N I I B S E N L ÍTILL drengur, varla nema sex til sjö ára situr á sjúkrarúmi með sára- umbúðir um höfuð sér, aðra hönd í fatla og bundið um hina. Hann rær ákaft fram og aftur og grætur há- stöfum. Andlitið lýsir hreinni skelf- ingu, tárin streyma án afláts niður kinnarnar og hann hrópar í sífellu, ýmist á mömmu eða pabba, ef marka má ís- lenska textann neðst á sjónvarpsskjánum. Hvorugt þeirra virðist heyra til hans. Sjón- varpsáhorfendur fá ekkert að vita um afdrif þeirra. Samt er vígvöllurinn uppfullur af fréttamönnum. Tökuvélin færist fjær örvita drengnum og myndin víkkar nægilega mikið til að nú sést heil herdeild af gírugum fréttaljósmyndurum sem hafa umkringt þetta litla fórnarlamb og smella af í gríð og erg. Sorg drengsins og vanlíðan er þyngri en tár- um taki, en skelfing hans við skothríð ljós- myndaranna í kjölfar annars konar skothríðar vekur með áhorfandanum enn meiri vanmátt- artilfinningu og þó kannski fyrst og fremst reiði. Í breska blaðinu Independent lýsir Robert Fisk, gamalreyndur stríðsfréttamaður viður- styggðinni sem blasti við honum í Bagdad eftir fyrstu miklu loftárásirnar, þjáningu barnanna og þjáningu foreldra sem misstu börnin sín vegna þess að þau urðu fyrir hinum „óskeik- ulu“ sprengjum árásarmannanna. Kistan.is birti líka grein hans. AÐ segja það sem allir vita en enginn þorir að segja: Við getum sagt að það sé eitt af mörgum hlutverkum skálda og rithöfunda. Hlutverk sem þau kjósa að taka að sér, eða ekki. Það er undir þeim komið. Mörg hin bestu skáld kjósa að sitja af sér dæg- urhríðir og deilumál. Og eru alls ekki verri skáld fyrir vikið. Shakespeare er ekki minni höfundur þótt hann hafi alla tíð verið varkár íhaldsmaður í landsmálum. Hann átti allt sitt undir kónginum og kaus því að yrkja frem- ur um látna kónga. Önnur skáld voru ekki jafnvarkár og uppskáru útlegð, jafnvel dauða. Og urðu síst meiri skáld fyrir vikið. Stundum getur hinn heiti stjórnmálahams jafnvel spillt fyr- ir skáldskapnum eins og „At- ómstöðin“ er ágætt dæmi um. Áð- urnefndur „Íslendingabragur“ er heldur ekki sérlega gott kvæði. Þetta er sem sagt ekki spurning um skáldskap. Þetta er hins vegar spurn- ing um það hvort rithöfundur kýs að taka þátt í, hafa áhrif á og kveðja sér hljóðs í hinum stóra heimi sem fólk al- mennt hrærist í, í stað þess að láta sér nægja að búa sér til sinn eigin heim og dvelja þar öllum stundum í skjóli frá deilum dagsins. Þetta er spurn- ingin og þarna er efinn. Öll sveiflumst við höfundar á milli fyrirlitningar okk- ar á „dægurþrasinu“ og löngunar- innar til að leggja orð í belg. Sjálfur Morgunblaðið/Golli „Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor – einhversstaðar.“ AÐ SEGJA EÐA ÞEGJA hef ég alltaf hrifist meir af þeim höf- undum sem láta líka til sín taka í þjóð- málaumræðu. Laxness og Guðbergur hafa alltaf höfðað meira til mín en hin þægu og þöglu atómskáld. Og vilji maður fylgja fordæmi þeirra fyrr- nefndu stendur maður frammi fyrir þeirri spurningu í hverjum mánuði: Á maður að þegja eða segja? [...] Íslenskir rithöfundar hafa nefnilega ekkert að óttast nema sjálfa sig. Eins og maður hefur margoft fundið fyrir í samtölum við erlenda kollega þá er þetta land okkar hálfgerð rithöf- undaparadís. Allir á starfslaunum og allir á jólamarkaði. Þjóðin les bækur. Höfundar skipta máli. Þeir eru rödd í samfélaginu. Og allir landsmenn boðnir og búnir að leggja þeim til efni. Bláar hendur úti í bæ vinna að því dag og nótt að búa til plottin og samsærin fyrir okkur. Og þó að við séum kallaðir á teppið verður það aðeins okkur til heiðurs og frábært tækifæri til að fá að skyggnast inn í stjórnkerfið. Við þurfum síst af öllu að óttast stjórnmálamenn, sem gleymast líka fljótt eins og forsætisráðherra hefur sjálfur margbent á. Eða man einhver eftir því hver var forsætisráð- herra árið sem „Sjálfstætt fólk“ kom út? Hallgrímur Helgason Kistan www.visir.is/kistan IEnn velta menn fyrir sér hvort listamenn eigi aðtaka afstöðu. Ofar á þessari síðu er vitnað í erindi Hallgríms Helgasonar á fundi Rithöfunda- sambandsins fyrr í vikunni þar sem Hallgrímur velti fyrir sér tilgangi og þó einkum afleiðingum þess að láta skoðanir sínar í ljós á opinberum vettvangi. Hann talar einkum um að það skaði samkvæmislíf sitt. Hann segist samt frekar taka Halldór Laxness og Guðberg Bergsson sér til fyrirmyndar í þessum efnum en hin þöglu atómskáld eins og hann kallar þau. Og hann er á því að rithöfundar hafi rödd hér á Íslandi og eigi að beita henni. IISatt að segja verður ekki mikið vart við það að ís-lenskir rithöfundar láti í sér heyra um þjóðfélags- mál. Þeir kunna að hafa rödd en hún er ákaflega veik. Því miður. Íslensk þjóðmálaumræða yrði svo miklu áhugaverðari og vafalaust árangursríkari ef einhverjir aðrir en atvinnupólitíkusar og embætt- ismenn nenntu að taka til máls. IIIÞað stendur raunar ekki aðeins upp á lista-menn í þessum efnum. Fræðimannasamfélagið virðist lifa í heimi út af fyrir sig. Innan háskólanna eru sérfræðingar á flestum sviðum þjóðfélagsins en samt heyrist einkennilega lítið í þeim í almennri umræðu. Hugsanlega líta þeir svo á að þeirra hlut- verk sé fyrst og fremst að mennta fólk til að taka þátt í samfélaginu en ekki taka þátt í því sjálfir. Hugs- anlega líta þeir svo á að hlutverk þeirra sé að leggja fræðilegan grunn að umræðum með rannsóknum sínum, vera eins konar sökkull í skoðanamynd- uninni. Og kannski eru þeir það, en spurningin er hvort þeir ættu ekki að vera sýnilegri, hvort það sé ekki nauðsyn þessu litla samfélagi að æðstu menntastofnanir eigi sér meira áberandi rödd í um- ræðunni. IVÍ Lesbók í dag er skrifað um bandaríska kvik-myndagerðarmanninn og rithöfundinn Mich- ael Moore sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir heimild- armyndina Keilað fyrir Columbine um síðustu helgi. Moore vakti athygli er hann tók við verðlaununum á óskarshátíðinni og gagnrýndi George W. Bush harð- lega fyrir stríðsbrölt í stað þess að flytja hefðbundna þakkarræðu. Samkvæmt fréttum hlaut uppátækið misjafnar viðtökur – helmingur gesta baulaði, hinn helmingurinn klappaði. Nokkuð hafði verið rætt um það áður en hátíðin hófst að listamennirnir myndu nota tækifærið til þess að gagnrýna stríðsreksturinn í Írak. Skipuleggjendur höfðu þá hugsað sér að beita tónlistarflutningi til þess að þagga niður í þeim sem færu yfir eitthvert ímyndað strik. Fæstir minntust hins vegar á stríðið í ræðum sínum og enginn með jafnafgerandi hætti og Moore. Hann var sá eini sem fékk hljómsveitina til þess að spila. VÞað hefði mátt halda að áætlanir um ritskoðunaf slíku tagi yrðu olía á eldinn í landi frelsisins, en þeim var þvert á móti tekið með nánast þöglu samþykki. Kannski er afstaða ekki í tísku! FJÖLMIÐLAR NEÐANMÁLS

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.