Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Qupperneq 5

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Qupperneq 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MARS 2003 5 óbyggðir fyllast af fólki hætta þær að vera til. Þá fáum við ekki lengur útúr náttúrunni það sem við sóttumst eftir. Þetta sáum við líka ger- ast með landslagið í málverkinu. Leiðin milli þjóðgarða er jafn merkileg og þjóðgarðarnir sjálfir en það er búið að merkja þá sem hið áhugaverða. Er hitt þá orðið óáhuga- vert? Ég kom einu sinni í Yosemite-þjóðgarðinn í Bandaríkjunum. Ég fékk þar illilega á tilfinn- inguna að ég væri í verslun að horfa á fínar vörur bakvið gler. Þannig erum við orðin ut- anaðkomandi, ekki hluti af náttúrunni. Þegar ég byrjaði að mála landslag voru það fyrst þessir þekktu staðir, nafngreindu fjöllin. Dalirnir sem ég málaði síðar kunna að vera ákveðnir staðir en þessi verk núna eru það alls ekki. Þetta eru staðir sem þú getur ímyndað þér; það er eins og þú hafir myndavélina opna á leiðinni austur fyrir fjall, takir inn alla leiðina, og myndin sé útkoman. Eða takir ljósmynd í suðurátt á meðan þú ekur á milli Selfoss og Hvolsvallar – þetta er eins og uppsöfnuð upp- lifun af svæði. Mér finnst ég sjá eitthvað þessu líkt í verkunum sem ég hef verið að vinna uppá síðkastið. Hver staðurinn hleðst ofan á annan. Stundum hef ég látið taka myndir af verkum og hef svo haldið áfram að vinna í þau. Síðar hef ég skoðað þessar myndir og hugsað: Af hverju lét ég ekki staðar numið þar? Af hverju málaði ég ekki nýja mynd í stað þess að leggja enn eina yf- ir þessa? Ég var kominn með ágætt verk! Það hefur oft gerst að ég hef unnið lengi að mynd með fjalli á en það endar sem slétta. Fjall- ið var góð mynd, hékk kannski uppi á vegg hjá mér í tvo mánuði, en það var eitthvað við hana sem pirraði mig svo ég fór aftur að mála í og það endar í einhverju svona,“ – hann bendir og af- markar með hendinni miðju eins verksins – „sem er bara sjóndeildarhringurinn. En það er ekki bara að ólíkar myndir leggist oft yfir það sem er komið á strigann, heldur ganga verkin líka í gegnum mismunandi birtu- skeið. Henri Cartier-Bresson fullkomnaði hið afgerandi augnablik í ljósmyndinni, ég finn aldrei hið eina rétta augnablik en ég safna augnablikunum saman og bý til eina mynd úr mörgum. Ég get verið að mála verk sem er í ljósum blæbrigðum, svo sett dökka mynd yfir og þá aftur ljósa.“ – Birtan er einmitt eitt af einkennum þínum sem málara. Þessi hálfraka birta sem gefur aldrei skýran sjóndeildarhring. „Það er svona hvorki-né veður. Einhvers skonar samansafn af veðri. Það er aldrei afger- andi gott eða vont veður. Á sínum tíma, þegar ég var að byrja að mála líkaði mér vel við vonda veðrið, rigninguna og þokuna, því þá einangraðist hluturinn eða fjallið sem ég var að mála. Ég sá bara fjallið og ekki það sem var bakvið það. Mér fannst það heillandi. Á námsárunum vann ég mikið við aurburð- armælingar í ánum á Suðurlandi og kynntist landslaginu þar vel. Síðan voru þessi fjöll þar mér ofarlega í huga, þau standa oft eins og eyj- ar uppúr sandinum. Þegar Skeiðará hljóp í febrúar 1982 voru við mælingarmenn eystra um tíma og dvöldu í Skaftafelli. Þetta var dæmigerður vetur, stund- um frost, stundum rigning. Stundum sást Ing- ólfshöfði og stundum ekki; það hafði mikil áhrif á mig að horfa til hans. Þetta var áður en ég fór að mála landslagið en ég tók af þessu ljósmynd- ir. Ég var farinn að horfa á þessi fyrirbæri, ég sé það eftirá. Á þessum árum tók ég mikið af myndum og þá var ég að einbeita mér að því að horfa. Þá þurfti ég að nema staðar og horfa gegnum lins- una. Nú tek ég minna af myndum, en ég skoðaði myndirnar aldrei svo mikið; ég þurfti bara að horfa.“ Einbeitingin út í ystu hár á penslinum – Síðustu árin hafa verkin þín verið sýnd mik- ið og víða erlendis. Horfa útlendingar á þau sem abstrakt eða sjá þeir eins náttúru og Íslend- ingar? „Mér finnst þeir skynja náttúruna en eins og ég sagði upplifa menn málverkin á mörgum flötum. Einn erlendur myndlistarmaður hafði skoðað verkin mín úti, kom svo hingað og sagð- ist ekki trúa sínum eigin augum. Það sem hann hafði haldið fantasíu í verkunum mínum var þá bara raunsæi! Þegar ég fór að sýna fjöllin mín erlendis hafði ég fyrst í stað efasemdir um að aðrir en við Ís- lendingar gætu upplifað þau, en það var auðvit- að ekki málið. Þegar allt kemur til alls eru þetta ekki fjöll heldur málverk. Fólk er að upplifa myndlist og það skiptir mestu máli.“ – Ertu sammála því þegar þú ert sagður róm- antíker? „Ég er þar með aðra höndina en hina í nútím- anum,“ segir Georg Guðni og brosir. „Eins og pensilskriftin er mekanísk og sneydd allri til- finningu í verklaginu, þá er hún um leið rík af tilfinningu. Aðferðin á að byggjast á því að mála laust og tilfinningalaust en samt leggja tilfinn- ingu í hvert strik. Ekkert fát, heldur öguð vinnubrögð. Hugsunin og einbeitingin í hverri einustu taug á að fara út í ysta hár á penslinum. Hver dráttur þráðbeinn.“ Og hann dregur höndina hægt í loftinu, eins og hann máli – loft- málun. „Útkoman er samruni. Vinnan mín snýst svo mikið um að tefla saman, ekki með árekstri heldur vefa saman, ólíka þætti eins og rómantík og raunsæi, eða rómantík og geómetríuna. Eins er það með myndefnið, það kemur úr huganum og hinum efnislega heimi um leið. Málverkið er í senn hlutur og hugmynd.“ – Ef ég bið þig að tengja þig hugmyndalega og verklega við aðra listamenn, hvert er þá svarið? „Ég þyrfti að telja upp mikinn fjölda. Ég er sífellt að upplifa tengsl við hina og þessa en ef við horfum aftur get ég nefnt Caspar David Friedrich og Turner, menn eins og Malevich, Rothko og Barnett Newman. Ég tengi mig við marga og ólíka listamenn. Og svo er það nátt- úrlega íslensk myndlist. Þar byrjaði ég, í upp- hafi háði ég mína sjálfstæðisbaráttu og þar komu fjöllin við sögu. Þegar ég var að byrja var mjög gaman að upplifa þessa miklu expressjón í Nýja málverk- inu. Maður lá í listtímaritum, fylgdist með því hvað var að gerast úti í heimi – og um leið minnkaði maður stöðugt. Þá var að brjótast til sjálfstæðis. Eitt af því sem maður sá var að þótt einhver stefna þætti ný, þá voru listamennirnir búnir að vinna að þessum verkum í áratugi. Í vissum skilningi voru þeir að koma fram, fram í sviðsljósið, en hugsunina var fólkið búið að þróa með sér í langan tíma. Þannig sá ég að ég þurfti að hugsa þetta allt út frá mér sjálfum. Segja má að ég hafi byrjað með ákveðinni tengingu í gömlu meistarana, sem háðu sína sjálfstæðis- baráttu, ekki bara persónulega heldur fyrir þjóðina. Fjallið var mín sjálfstæðisbarátta.“ – Fannstu þin karakter í fjallinu? „Já og það var ekki eitthvað sem ég bjóst við fyrirfram. Samt stóðu landslagið og náttúran mér nærri.“ – Þú fannst þessa leið og síðan er sem ferill þinn sé laus við kúvendingar. Verkin virðast þróast á afar rökrænan hátt. Eru þarna átök sem maður finnur ekki fyrir? „Vissulega eru þarna átök. Og sífelld leit. Þessi mynd þarna er eiginlega lykillinn að öllu sem ég hef verið að gera,“ segir hann og bendir á lítið málverk af Orustuhól sem hangir á veggnum aftast í vinnustofunni. „Þegar ég mál- aði þessa mynd, sem ég kalla fyrstu landslags- myndina mína, fóru saman hugsun og málverk og ég fann fyrir mikilli alvöru. Það var eitthvað á seyði. Mér fannst það sem ég hafði verið að gera árin á undan vera hjóm eitt í samanburð- inum. Síðan hef ég verið að taka eitt skref í einu. Ég hef aldrei haft áhyggjur af því að verkin mín þurfi að taka einhverjum breytingum eða að ég geti ekki meira á tilteknu sviði; ef maður er trúr sínu gerist það sjálfkrafa. Þegar mig langaði ár- ið 1991 eða ’92 til að mála fjall eftir að hafa verið í geómetrískum verkum í þrjú ár, þá málaði ég fjall. En það var mjög erfitt. Ég þurfti að hugsa gríðarlega mikið um hvernig ég ætti að fara að því. Ég gat ekki farið að mála það eins og gömlu fjöllin, ég myndi nota sama grunninn en yrði að bæta við nýjum þáttum. En svo hleðst þetta bara sjálfkrafa upp. Ég reyni að tryggja allar festar og bæta svo við.“ – Ég minnist þess ekki að hafa séð neitt nei- kvætt skrifað um list þína. Hafa aldrei vaknað hjá þér efasemdir, hvort þú þurfir nú ekki að gera eitthvað fyrir næstu sýningu sem gefur gagnrýnendum tækifæri til að æsa sig yfir? Hann hlær. „Viðtökurnar eru nú ekki eitt- hvað sem ég hef skipulagt. En auðvitað hef ég leitt hugann að því að það hljóti að koma að því að ég verði rassskelltur!“ Rýmið í höfðinu – Fyrr á ferlinum sýndirðu oft teikningar og vatnslitaverk samhliða málverkunum. Það hef- ur farið minna fyirir því í seinni tíð. Hugsarðu núna beint á strigann? „Á tímabilinu 1996 til 2000 vann ég eiginlega þannig. Ég gerði varla eina einustu vatnslita- mynd. Svo byrjaði ég aftur að vatnslita árið 2000. Það má segja að Bernd Koberling hafi hvatt mig til að gleyma ekki vatnslitunum, það kveikti í mér að skoða verkin hans. Ein útkom- an af því er sýning sem nú er að ljúka í Nord- iska Akvarellmuseet í Svíþjóð, en þar eru sýnd- ar vatnslitamyndir eftir okkur Ásgrím Jónsson. Fyrst fór ég að gera eina og eina vatnslita- mynd en svo setti ég hér upp sérstakt borð, hafði allt tilbúið og byrjaði hvern dag á að bleyta pappír. Ætlaði að gera eina mynd á dag. En þetta er heldur meiri vinna en það, margir dagar fóru í hvert verk, svo fór ég í olíuna en mundi aftur eftir vatnslitunum þegar ég gekk framhjá þeim og hugsaði, nú verð ég að vinna hér. Vatnslitirnir krefjast alltaf meiri orku og tíma en maður reiknar með. Þegar ég hugsa til baka finnst mér að ákveðnir þættir í olíumálverkinu mínu komi úr vatnslitnum. Ákveðin lög sem eru eins og vatn, algjörlega fljótandi.“ Georg Guðni teygir sig upp í hillu og nær í litla innrammnaða mynd. „Þetta er fyrsta vatnslitamyndin þar sem ég fann að ég og mið- illinn áttum eitthvað sameiginlegt. Ég málaði hana við Litlu Botnsá árið 1985. Og það eru hérna fleiri myndir frá þessum tíma, vatnslitir og teikningar: hér er Búrfell, þetta er á Vest- fjörðum. Ég sýndi þessar myndir á Mokka árið 1986. Stakk nöglum bara í göt sem voru fyrir á veggnum og lét þær hanga.“ Hann dregur fram tvær aðrar vatnslita- myndir í römmum, önnur skærblá og hin í rauð- um tónum. „Ég hef afar lítið gert í rauðu,“ segir Georg Guðni. „Ég veit ekki hvort það sé einhver ótti við litinn en á einni sýningu minni á Ný- listasafninu var ég með mynd af Snæfellsjökli með eldrauðu sólarlagi. Það var sagt að það væri eina myndin sem ég hafði gert í lit! En þessar myndir eru vissulega expressjónískari í tónaskalanum en ég er vanur. Svo eru þær ekki heldur málaðar með láréttum og lóðréttum pensildráttum, drættirnir eru í sveig, rýmið í þessum myndum átti að vera eins og rýmið í höfðinu, fyrir aftan augun. Mér finnst það rými skipta miklu máli, dýptin. Stundum þegar ég er spurður um stærð á málverki svara ég að það sé tveir sinnum tveir og áttatíu – sinnum fjörutíu kílómetrar! Það er þessi dýpt sem ég er alltaf að sækjast eftir. Ég fór að taka glímuna við hana ákveðnari tökum eftir tímabil geómetríuverk- anna. Þá fór ég vísvitandi að draga fjarvíddina fram. En varðandi litinn þá er eins með hann og birtuna, þetta er eins og samansafnaður tími, sitt lítið af hverju. Það er ekkert litleysi eða hræðsla við lit. Annars eru litirnir sterkari hjá mér seinni ár- in. Fyrst var ákveðin sparsemi í lit. Svo er nú landið ansi mikið í grá-hvítu og á veturna er himinn grár og jörðin grá. Þessi skynjun teng- ist líka gömlum ljósmyndum af íslensku lands- lagi. Okkar sjónræna arfleifð er sett saman af svo mörgum þáttum; rétt eins og ég sæki í per- sónulega upplifun í náttúrunni kemur upplif- unin líka úr listasöfnum og myndum annarra, úr dagblöðum og bókum.“ Georg Guðni bendir upp í bókahillu og þar eru í röðum bækur með gömlum Íslandsmynd- um, ljósmyndum frá því um miðja nýliðna öld, Collingwood og fleira. Hann tekur fram tvö gömul, velkt eintök af National Geographic: „Þessi keypti ég í fornbókaverslun í Hollandi. Þetta er frá 1965, saga um sköpun Surtseyjar. Og þetta er Tunglheftið, stórkostlegt blað. Fullt af tunglmyndum. Og hér eru gamlar Árbækur Ferðafélagsins. Það er mikið af fallegum myndum í þeim. Þess- ar gömlu landslagsmyndir hafa svo mikið upp- lýsingagildi. Mér finnast þetta heillandi mynd- ir,“ segir hann og blaðar í Árbókunum. „Hinn myndræni bakgrunnur manns verður til úr svo mörgum þáttum,“ segir hann svo. „Oft kemur ein pensilstroka manni af stað og kveikir hugsun; hún getur jafnt vísað í eitthvað sem Leonardo gerði eða Stefán frá Möðrudal.“ Verkið sé laust við tilgerð Georg Guðni sækir nú bunka af svörtum skissubókum upp í hillu, fer að blaða í þeim og segir þróun verkanna megi mikið til rekja í þessum bókum. Í þeim eru ýmiskonar hug- myndaferli, formteikningar og rannsóknir á náttúruformum, hugleiðingar um fjöll og út- leggingar á litaskölum. „Ég hef alltaf unnið svona. Þetta er eitthvað sem ég get verið að pæla í hvar sem ég er stadd- ur, á fjöllum eða við eldhúsborðið, á hótelher- bergjum erlendis. Svo koma inn á milli fullklár- aðar teikningar og vatnslitamyndir. Þetta eru ýmiskonar pælingar. Hvernig ég eigi að setja litinn á, hvernig það sé hægt að vinna þannig að verkið sé laust við tilgerð; mað- ur er sífellt að reyna að einfalda sig, mála á hreinskiptinn hátt, af eins mikilli trúmennsku og hægt er. Liturinn átti að vera réttur, ekki of mikill, ekki of lítill, ekki tilgerðarlegur; hér eru allar þessar pælingar. Og svo eru hér allar þesar myndir eða drög að myndum: Hjörleifshöfði, Systrastapi, Hágangan, og sjáðu, Ásgrímur málaði mynd frá sama sjónarhorni.“ Hann held- ur fram vatnslitamynd þar sem sér yfir vatn og horft er til fjalla. Hann tekur svo fram yngri bók og þar eru fjöllin orðin geómetrískari og mynd skipt í níu teninga gefur hugmynd um fjallaskarð eða dal. – Hver er munurinn við að vinna lítil verk eða stór? Felst hann í áhrifamætti stærðarinnar? „Stór verk kalla oft á lítil verk og öfugt. Óneitanlega er auðveldara að falla inn í stóru verkin en þau eru að sama skapi margfalt sein- unnari. Glíman við minni verk getur samt verið alveg jafn snörp og þau eru oft alveg jafn gef- andi.“ Hann tekur fram málverk sem hann málaði fyrir um tíu árum. „Sjáðu, hér er fjall og speglun á fjallinu. Þetta eru samhverfur, en ég hef mikið notast við þær í byggingunni. Uppúr þessu komu svo verk sem eru bara sjóndeildarhringur. Þau eru mynd af náttúrunni. Mér fannst skipta mestu máli að þau voru af engu, af þessu ósýnilega sem er á milli okkar og sjóndeildarhringsins; sjóndeild- arhringurinn er ekki lengur efnislegur heldur loft. Þessar myndir eru eiginlega gagnsæjar. Það er blámi í þeim, sáralítill litur. En það má segja að rétt eins og öll hugsun sé út í bláinn, maður stari út í bláinn og orðin berist út í blá- inn, þá séu verkin mín líka meira og minna út í bláinn!“ Georg Guðni: Án titils, olía á striga, 280 x 200 cm, 2003. efi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.