Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Qupperneq 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MARS 2003 9
mána, sem áreiðanlega getur talist eitt djarfasta
verk síns tíma, var málað þegar samband Ernst
og Éluard-hjónanna stóð sem hæst. Sama ár litu
freskurnar í húsinu í Eaubonne dagsins ljós.
Þær áttu sér enga fyrirmynd í aðferðarfræði
tuttugustu aldarinnar, enda málaðar beint á
veggi og hurðir herbergjanna. Í ljósi þeirra
hræringa sem einkennt hafa vestræna málara-
list að undanförnu – þar sem málaðar
installasjónir eru áberandi – hljóta veggverk
Max Ernst í húsi Éluard-hjónanna að teljast ein-
stæð. Þau voru heiðarleg tilraun hans til að end-
urvekja hefð sem var eins gömul og listasagan –
með hátindi í hellensk-rómverskum freskum um
Krists burð, og endurreisnarverkum Ítala á 14.
og 15. öld – en að mestu liðin undir lok með
átjándu öldinni.
Það má segja að tilviljun hafi ráðið því að Céc-
ile Éluard, dóttir Paul og Gölu, skyldi halda aftur
á æskuheimili sitt í Eaubonne, til að athuga hvað
orðið væri af veggverkum Ernst. Ásamt eigin-
manni sínum, Robert Valette, fann hún eina af
myndunum undir veggfóðri. Með samkomulagi
við eigendur hússins var tekið til við að rífa vegg-
fóðrið af öllum veggjum og þá komu flestar
myndirnar í ljós. Ernst hafði upphaflega málað
þær með olíulitum á gipsgrunn. Á tæpum fimm
mánuðum var verkunum harkalega flett af
veggjum og loftum herbergjanna í tuttugu ein-
ingum. Eftir að hafa farið um hendur forvarða
voru einingarnar settar á sýningu í Galerie
André-François Petit, í París, vorið 1969.
Þannig má segja að þessum merkilegu vegg-
verkum hafi verið bjargað frá gleymsku, en sam-
hengið glataðist um leið. Einingarnar voru seld-
ar ólíkum aðilum án þess að nokkuð væri hugað
að upprunalegri staðsetningu þeirra. Þá var ekk-
ert hirt um tengslin milli verkanna eða heildar-
hugsunina í gerð þeirra. Ernst fékk ekki að vita
af framkvæmdum fyrr en verkunum hafði verið
flett af veggjunum. Honum voru fengnar svart-
hvítar myndir af verkunum og frumdrög að sýn-
ingarskránni með nýjum nöfnum myndanna. Að
því búnu var hann beðinn að árita einingarnar
svo betur mætti selja þær.
Fljúgandi furður
Listfræðingurinn Béatrix Blavier, sem síðar
hellti sér út í rannsóknir á verkunum úr húsinu í
Eaubonne, sagði svo frá að Ernst hefði verið
undrandi yfir því að verkin skyldu enn vera til.
Hann sýndi þeim hins vegar lítinn áhuga og
sagði að þau væru alfarið eign Cécile Éluard. Ef
til vill var hann orðinn of roskinn til að rifja upp
þennan mótsagnakennda hluta ævi sinnar. Víst
er að ekki fékkst upp úr honum neitt um raun-
verulega merkingu myndanna. Hann hafði ekki
einu sinni áhuga á að breyta tilbúnum titlunum.
Því miður fékk stærsta samstæðan ekki að
standa óhögguð sem eitt verk. Það voru vegg-
irnir í svefnherbergi hjónanna Paul og Gölu. Þeir
voru aðskildir sem tvö ótengd verk, „Au premier
mot limpide“ – Við fyrsta tæra orðið – sem hafn-
aði í Nordrhein-Westfalen-safninu í Düsseldorf,
og „Histoire naturelle“ – Náttúrufræði – sem nú
er að finna í Listasafni Teheran í Íran. Enginn
hefur enn ráðist í að leysa gátuna um flókna
merkingarfræði þessara verka þó svo að sjá
megi orðaleik um nafn listamannsins í fyrr-
nefnda verkinu.
Hvarvetna sprettur Gala Éluard fram, klædd,
fáklædd, nakin eða sem skuggamynd. Drama-
tískust er myndin sem fannst eftir að sýningin í
Galerie Petit var opnuð, sú eina sem enn fær að
vera á sínum upprunalega stað. Á henni hangir,
eða flýgur nakin, brosandi kvenvera – væntan-
lega Gala – á gullnum grunni niður úr loftinu, í
stellingu sem stundum er kennd við móðursýk-
isboga. Þá fundust tvær hurðir með málverkum
og var annað greinilega af Gölu, fáklæddri, með
grímu og grænan sokk á öðrum fæti. Í hendi sér
heldur hún á agnarsmárri nakinni konu.
Ævintýrafrísan í Eaubonne
Hvergi var þó veggverkum Ernst haganlegar
fyrir komið en í barnaherbergi Cécile litlu Él-
uard, þar sem smáar og ævintýralegar freskur
mynduðu eins konar frísu efst eftir endilöngum
veggjum herbergisins. Í þessum smámyndum
var jafnframt að finna draumkenndustu mynd-
irnar af öllum þeim sem Max Ernst málaði í
Éluard-húsinu í Eaubonne. Ef til vill var það til
marks um ást hans á þessu barni sem hann vissi
að var hálfgerður leiksoppur örlaganna í fárán-
legu og vonlausu heimilishaldi.
Árið 1932 seldi Paul Éluard húseignina í Eau-
bonne. Gala, sem hann hafði hitt 15 árum fyrr, þá
sem Helenu Dimitievnu Diakonovu, á berklahæli
í Davos í Sviss, hafði yfirgefið hann árinu áður til
að giftast málaranum Salvador Dalí.
fylltu nú flokk Bretons, sem safnaðist um tíma-
ritið „Littérature“. Þeir tóku meir að segja þátt í
dávaldskvöldum verðandi súrrealista þótt hvor-
ugur léti dáleiða sig.
Ernst var búinn að bæta tveim þekktum verk-
um við þau súrrealísku málverk sem Éluard
keypti af honum. „Au rendez-vous des amis“ – Í
vinahópi – frá 1922, stórt og sundurleitt verk af
hópi verðandi súrrealista undir verndarvæng
André Bretons, ásamt sögulegum kempum á
borð við Rafael og Dostojevskí – hann situr með
Max Ernst á hnjám sér – var málað á sama tíma
og dávaldskvöldin voru haldin. Hitt verkið, „Les
hommes n’en sauront rien“ – Mennirnir munu
ekkert af því vita – frá 1923, er í alla staði mun
betur gert og ber vott um óblandinn áhuga mál-
arans á gullgerðarlist og galdrafræðum fyrri
alda.
Endurvakning horfinnar hefðar
Hjá hinu verður þó varla horft að þessi sér-
stæða útlistun á kosmískum samförum jarðar og
samstöðu sinni. Á tilfinningaplaninu voru ýmsir
meðlimir jafnframt að gera upp svipul sambönd
sín. Jean og Sophie Taeuber Arp tókst að sigla
sínu inn í farsælt hjónaband, en Tristan Tzara
skildi endanlega við Mayu Chrusecz. Enginn
gerði þó upp sín mál með eins frumlegum hætti
og Max Ernst. Hann nýtti sér ferðavisum Paul
Éluard til að komast til Parísar síðla sumars, þar
sem hann beið komu Éluard-hjónanna á þeirra
eigin heimili í Saint Brice, norður af París. Luise
Straus-Ernst hélt hins vegar með Jimmy, son
þeirra Max, aftur til Kölnar, þar sem henni tókst
smám saman að koma undir sig fótunum sem rit-
höfundi og listgagnrýnanda.
Það var svo vorið 1923, fyrir nákvæmlega átta-
tíu árum, sem Éluard-hjónin festu kaup á
þriggja hæða einbýlishúsi í Eaubonne, næstu út-
borg vestan við Saint Brice. Max Ernst kom sér
fyrir í risinu og fór þegar að leggja á ráðin um
skreytingu hinna ýmsu herbergja í húsinu.
Haustið 1922 höfðu hann og Paul Éluard sagt
endanlega skilið við dadaisma Tristans Tzara og
þeirra sem bræðralag þar sem Gala væri hin
stóra móðir beggja. Það má þó ráða af „Max
Ernst“, sem Éluard bætti við „Répétitions“ sem
opnunarljóði safnsins, að hann var teygður og
togaður milli mótdrægra og mótsagnakenndra
tilfinninga sem nöguðu hann innan frá. Éluard-
fræðingurinn Jean-Charles Gateau telur að
þessi undarlega samsetti maður, með sínum
væna skammti af sjálfspyntingarhvöt, hafi ekki
getað brotið upp þennan óheilbrigða þríhyrning
af ótta við að missa bæði eiginkonu og vin. Því
hafi hann látið þá eitruðu nautn yfir sig ganga að
deila eiginkonunni með þeim manni sem var
mestur áhrifavaldur í lífi hans á þessum árum.
Einbýlishús Éluard-hjónanna
Segja má að sumarið 1922 hafi bæði sett
punktinn aftan við hina alþjóðlegu dada-hreyf-
ingu og fallvalt hjónaband Luise og Max Ernst.
Rétt eins og sumarið áður söfnuðust leifarnar af
dada-hreyfingunni saman í Tarrenz, í austur-
rísku Ölpunum, og reyndu að bjarga þverrandi
OG ÖNNUR UNDUR
„Les oiseaux ne peuvent pas disparaître“, 1923, – Fuglarnir geta ekki horfið – var hluti af ævin-
týrafrísunni í herbergi Cécile litlu Éluard.
æra orðið – var hluti af veggmyndunum í svefn-
a nafnið „Max“. Eins og flestar myndir Ernst var
eyting úr gömlu alfræðiriti.
Luise Straus-Ernst, Paul Éluard með Cécile, Gala Éluard og Max Ernst með Jimmy Ernst á háhesti, í
Tarrenz, Austurríki, sumarið 1922.
si Éluard–hjónanna, Paul
klandi eru sérstæð og sprott-
ndi þessara þremenninga
tug síðustu aldar. Hér
rð þessara verka og
akgrunn þeirra.
Höfundur er lektor í Listaháskóla Íslands.
Ó R B J Ö R N
S S O N