Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Blaðsíða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MARS 2003 13
SÖNGUR með og án orða er yfirskrift loka-
tónleika starfsárs Tríós Reykjavíkur í vetur,
og er þar bæði vísað í það að Elín Ósk Ósk-
arsdóttir söngkona verður gestur Tríósins,
ásamt píanóleikaranum Richard Simm, en
einnig það að hljóðfæratónlistin sem leikin
verður er ljóðræn eins og sönglistin. Að vanda
verða tónleikarnir í Hafnarborg á sunnudags-
kvöld og hefjast kl. 20.
Elín Ósk syngur óperuaríur með Tríóinu, – í
útsetningum þeirra félaganna, sem er talsvert
óvenjulegt; – þegar óperuaríur eru fluttar á
tónleikum og hljómsveit ekki til staðar, er
píanóið oftast eitt um meðleikinn. Þetta eru
aríur úr óperum eftir Mascagni, Ponchielli,
Lehár, Boito, Verdi og fleiri. „Ég syng meðal
annars Pace, pace úr Valdi örlaganna, Suic-
idio úr La Gioconda, L’altra notte úr Mef-
istófelesi og bregð mér svo aðeins í léttari
deildina með óperettuaríu úr Paganini. Þetta
verður svolítið öðru vísi í tríó-útsetningum, en
rosalega gaman, því þetta kemur ótrúlega
skemmtilega út. Ég hef það svolítið á tilfinn-
ingunni að ég sé með litla hljómsveit með mér,
strengjahljóðfærin lita þetta miklu meira, og
oft eru píanóútsetningar á óperuaríum ekkert
sérstakar. Strengirnir fylla betur upp í og þau
Richard Simm, Gunnar og Guðný eru líka
bara svo miklir listamenn, og það skiptir líka
miklu máli.“
Fiðlan og sellóið skapa hlýju
Elín nefndi píanóleikarann Richard Simm,
sem leikur með tríóinu að þessu sinni í stað
Peters Máté, en auk hans eru Guðný Guð-
mundsdóttir og Gunnar Kvaran fastir með-
limir tríósins. Guðný segir þeim hafa fundist
alveg ómögulegt að bjóða listamanni eins og
Elínu Ósk að vera með þeim, án þess að fá að
spila með líka. „Við vildum nú alla vega fá að
punta sviðið með henni. Við notumst nú að ein-
hverju leyti við hljómsveitarraddirnar en höf-
um líka í sameiningu fiffað þetta svolítið til, og
vonum að útkoman verði aðeins hlýrri en þeg-
ar píanóið er eitt með söngkonunni. Aríuna úr
Mefistófelesi útsetti ég þó hreinlega sjálf og
sömuleiðis Intermezzó eftir Mascagni sem við
ætlum að hafa sem eins konar inngang að
aríunum. Ég leik líka á víóluna í aríunni.“
Guðný segir verk Áskels samið 1995, en það
var pantað hjá tónskáldinu frá Japan. „Það er
svolítið japanskt ívaf í verkinu, og aust-
urlenskur keimur. Annars eru gífurlegar and-
stæður í verkinu, bæði kraftur, átök og svo er
það ótrúlega hljóðlátt líka. Áskell gerir ým-
islegt skemmtilegt líka, eins og að láta píanó-
leikarann plokka strengina inni í píanóinu
sem skapar skemmtilegan blæ.“ Tríó Mendels-
sohns í d-moll er eitt af þekktustu verkum tón-
skáldsins og segir Guðný Tríó Reykjavíkur oft
hafa leikið það áður. „Það eru nú samt komin
nokkuð mörg ár núna frá því við spiluðum það
síðast. Þetta er heillandi verk fyrir áheyr-
endur, – ein stór melódía frá upphafi til enda
og það er í og með þess vegna sem við völdum
tónleikunum þessa nafngift. Mendelssohn er
auðvitað líka þekktur fyrir píanóverk sem
hann kallaði ljóð án orða.“ Guðný segir gaman
að pússa upp verk sem hópurinn þekkir og
hefur spilað áður, – ekki ósvipað því að heilsa
upp á gamlan vin. „Við höfðum ekki spilað
þetta með Pétri [Máté] áður, og ekki með
Richard Simm, en hann hefur þó spilað það
með öðrum og þekkti það vel. Þetta er auðvit-
að ekki það sama og að æfa verk í fyrsta
skipti, en þó lærir maður alltaf eitthvað nýtt í
hvert sinn. Svona vel samin verk sitja ótrúlega
vel í manni frá einu skipti til annars, – bæði í
heilanum og fingrunum, en maður þarf alltaf
endurnýja kynnin við sína gömlu vini. Þau eru
alltaf margbreytileg, og maður uppgötvar
alltaf nýjar hliðar á þeim. Það er nú það stór-
kostlega við þessa gömlu meistara. Þess vegna
viljum við spila slík verk og áheyrendur eru
þakklátir fyrir að heyra þau aftur og aftur. Ég
held að það verði mikil breidd í þessum tón-
leikum og verkin falli vel saman þótt ólík séu.“
Gestir Tríós Reykjavíkur eru báðir vel
þekktir; Elín Ósk Óskarsdóttir sló nú síðast
rækilega í gegn í óperunni Macbeth eftir
Verdi, en hinn gesturinn, Richard Simm, hef-
ur starfað á Íslandi um árabil og komið fram
með mörgum helstu tónlistarmönnum lands-
ins.
FIÐLA OG SELLÓ PUNTA SVIÐIÐ
MEÐ ELÍNU ÓSK OG PÍANÓINU
Morgunblaðið/Golli
Gunnar, Áskell, Guðný, Richard og Elín Ósk.
Ó BLESSUÐ vertu sumarsól, ersveipar gulli dal og hól“ ómar íeyrum áheyrenda og Jón PállEyjólfsson stígur fram á sviðinu
og kynnir sig. „Hæ, ég heiti Nonni Palli,“
segir hann og hefur svo að segja okkur sögu
af því þegar hann fór níu ára gamall í sveit.
Upplifun Nonna af lífinu í sveitinni er við-
fangsefni Gaggalagú, nýs barnaleikrits
Ólafs Hauks Símonarsonar sem verður
frumflutt í Hafnarfjarðarleikhúsinu í dag.
Í sveitinni kynnist Nonni margvíslegum
skepnum, hundinum Snata og heimalningn-
um Salómoni, hænunni Perlu og kúnni
Skjöldu, girðingarstaurnum og læknum. Að
ógleymdri heimasætunni Silju. „Ég er af
þessari kynslóð manna sem fór í sveit,“ seg-
ir leikskáldið Ólafur Haukur Símonarson,
sem segir verkið að vissu leyti byggt á sinni
eigin reynslu þar sem hann var í sveit á
Snæfellsnesi. Áður á hann að baki nokkur
vel kunn barnaleikrit, til dæmis Hatt og
Fatt, Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir og
Bláa fílinn. „Sveitin sem ég fór í var frekar
gamaldags, bæði vinnubrögðin og verkfærin
- þar var til dæmis heyjað með orfi og ljá,
og þar var ekkert rafmagn. Borgarkrakkar
eins og ég þurftu tíma til að átta sig á sveit-
inni, rétt eins og Nonni, áður en þau tóku
hana í sátt og sveitin þau.“
Nonni lendir sem sagt í ýmsum hremm-
ingum sem reyna á strák úr henni Reykja-
vík, saltfiskur í matinn flesta daga, og jafn-
vel hringormar með því, að þvo sér sjaldan
og þá úr ísköldum læknum, að sofa uppi í
hjá hrjótandi ömmunni og borða að lokum
heimalninginn Salómon – í fyrsta sinn að því
er virðist sem eitthvað annað en saltfiskur
eða saltkjöt er á boðstólum allt sumarið. En
það venst, eins og Nonni segir sjálfur undir
lok leikritsins. „Eins og kemur fram í þessu
leikriti eru dýrin í sveitinni auðvitað alin til
þess að gera úr þeim matvæli. Það þarf svo-
lítinn kjark til að horfast í augu við það,“
segir Ólafur Haukur.
En skyldi saltfiskur hafa verið á borðum í
sveitinni hans upp á hvern dag? „Já, það var
voðalega oft saltfiskur,“ svarar hann og
hlær. Hann segist telja að sveitalífið eins og
hann upplifði það gerði mörgum krökkum
gott í dag, þó að mörgum skrítnu hafi þurft
að venjast. „Við vorum látin vinna, rétt eins
og fullorðið fólk.“
Þrír leikarar, þau Jón Páll Eyjólfsson,
Halla Margrét Jóhannesdóttir og Vala Þórs-
dóttir, bregða sér í hlutverk hinna ýmsu
manna og dýra í Gaggalagú, en leikstjórn er
í höndum Erlings Jóhannessonar. Hvernig
skyldi þetta form – að hafa einungis þrjá
leikara – vera tilkomið? „Ólafur Haukur
skrifar leikrit með fullt af karakterum og sú
ákvörðun er tekin að leika það með þremur
leikurum. Úr því verður þetta form, sem við
stöndum frammi fyrir að leysa,“ svarar Er-
ling. „Það reynir mjög á leikarana, en þau
leysa það mjög vel, finnst mér.“
Börn eiga ekki í neinum vandræðum með
að greina milli þeirra ólíku karaktera sem
leikararnir bregða sér í, að mati Erlings. „Í
dag eru börn orðin svo þjálfuð í að lesa
myndmál, og kannski mun þjálfaðri en við
fullorðna fólkið. Þau hafa alist upp við að
horfa á myndefni fleiri tíma á dag og þau
lesa það mjög hratt, og þurfa þannig lítinn
tíma til að átta sig á hverjum karakter fyrir
sig, og kalla hann fram aftur.“
Yfirbyggingin
í smærra lagi
Gervin og leikmyndin eru líka einföld. Er-
lingur segir það hafa verið ákvörðun frá
byrjun að hafa yfirbygginguna í smærra
lagi. Vala Þórsdóttir, sem fer með hlutverk
dýranna í sýningunni, breytir til að mynda
einungis um gervi með mismunandi höf-
uðbúnaði. „Mörg gervin byrjuðu mun fyr-
irferðarmeiri. En svo skárum við niður
þangað til við vorum komin með það sem
nauðsynlega þarf til að búa til bóndakonu
eða hænu,“ segir Erling. Hundurinn Snati
er gefinn til kynna með höfuðbúnaði sem
virðist í fljótu bragði eiga lítið skylt við
hund – einhvers konar blá og græn húfa. Í
ljós kemur að húfan á sér sögu. „Þetta er
húfa sem Snati fann úti í móa og er af þýsk-
um túrista sem hann hælbeit,“ útskýrir Er-
ling. „En í raun er nóg að segja: „Þegiðu
Snati“, og þá er viðkomandi orðinn að
hundi. Það þarf ekki meira til.“
Hann segir nauðsynlegt að hafa ákveðinn
hraða í sýningu sem ætluð er börnum. „Þó
verður að vera svigrúm fyrir senurnar að
bólgna og þéttast, um leið og þeim er haldið
lifandi. Þetta gildir auðvitað almennt í leik-
húsi.“ Þetta er í fyrsta sinn sem Erling
kemur sem leikstjóri að barnaleikriti. Hann
segir vinnuna þó lítið frábrugðna annarri
leikstjórnarvinnu. „Það gilda alveg sömu
lögmál. Þessi sýning er fyrst og fremst ætl-
uð til að skemmta og gleðja börn, og það er
ekki svo frábrugðið því að skemmta og
gleðja fullorðna, að minnsta kosti ekki sem
leikhúsaðferð,“ segir Erling Jóhannesson að
síðustu.
VOÐALEGA OFT SALTFISKUR …
Heimasætan Silja leitar að eggjum hjá hænunni Perlu.
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Nonni og heimalningurinn Salómon skipta með sér Prins-pólói í barnaleikritinu Gaggalagú sem
frumsýnt verður í Hafnarfjarðarleikhúsinu í dag.
barnaleikrit eftir
Ólaf Hauk Sím-
onarson.
Leikstjóri: Erling
Jóhannesson.
Leikendur: Jón
Páll Eyjólfsson,
Halla Margrét Jó-
hannesdóttir og
Vala Þórsdóttir.
Tónlist: Margrét
Örnólfsdóttir.
Lýsing: Kjartan
Þórisson.
Leikmynd og bún-
ingar: Þórunn
María Jónsdóttir.
Gagg-
alagú