Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 29.03.2003, Page 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 29. MARS 2003 Í SLENSKA óperan býður upp á allný- stárlega uppfærslu áhorfendum sínum til gagns – og alveg örugglega gam- ans. Um er að ræða tvær óperur á einu kvöldi; annars vegar Madömu Butt- erfly eftir Puccini og hins vegar Ítölsku stúlkuna í Alsír eftir Rossini. Ein af ástæðunum fyrir því að boðið er upp á þessar tvær ólíku óperur saman er sú að við Íslensku óperuna starfa í vetur fimm fastráðnir söngvarar og fá þeir hér að spreyta sig á hlutverkum sem hæfa rödd hvers og eins. Þetta eru söngvararnir Davíð Ólafsson, Hulda Björk Garðarsdóttir, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Ólafur Kjartan Sig- urðarson og Sesselja Kristjánsdóttir. Í hlut- verki hljómsveitarinnar er svo Clive Pollard píanóleikari. Leikmynd og búningum er stillt í hóf og byggt á táknrænum þáttum og lýs- ingu – sem ná að skapa staðsetningu og and- rúmsloft Japans og Alsírs. Leikstjóri sýningarinnar er Ingólfur Níels Árnason og hefur hann haft veg og vanda af því að vinna útdrátt úr verkunum tveimur, þannig að hvort þeirra um sig standi sem heilleg sýning. Þegar hann er spurður hvern- ig hann hafi valið úr þeim mikla efniviði sem hann hafði í höndum segist hann fremur hafa kosið að halda sig við söguþráð en að búa til sýningu úr þekktustu lögunum. „Í Madömu Butterfly reyndi ég að fylgja sögu Butterfly, hennar sjónarhorni, vonum og vonbrigðum,“ segir hann. „Sú sýning sam- anstendur af sólóum og dúettum og það eru aldrei fleiri en tveir á sviðinu þar. Óperan er þannig skrifuð að það var tiltölulega auðvelt að fara þessa leið. Í Ítölsku stúlkunni í Alsír fylgi ég hins veg- ar Mustafa eftir.“ Hvers vegna urðu þessar óperur fyrir val- inu? „Þótt þetta séu ólíkar óperur, eiga þær eitt sameiginlegt. Þær fjalla báðar um konur sem eru settar í ákveðnar aðstæður. Butterfly er blekkt til fylgilags við Pinkerton. Hann lofar henni eilífri ást sinni, vitandi allan tímann að hann ætlar að svíkja hana. Hún trúir honum og leggur sig fram um að láta hjónabandið ganga upp. Ítalska stúlkan, Isabella, veit hins vegar að hún er í ánauð og á möguleika á að breyta aðstæðum sínum. Hún vinnur allan tímann á móti manninum, Mustafa, sem hef- ur hana í ánauð.“ Hvernig tengirðu atriðin saman? „Það geri ég með sögumönnum. Í Butterfly syngja fjórir söngvarar og þar er Davíð sögu- maður. Í Ítölsku stúlkunni syngja allir fimm söngvararnir, en Hulda Björk fer þar með lít- ið hlutverk og gegnir hlutverki sögumanns.“ Hugmynd óperustjórans Hvers vegna var þessi leið valin? „Það var Bjarni, óperustjóri, sem átti hug- myndina. Hann bað mig að finna tvö verk sem hægt yrði að flytja saman á einu kvöldi. Þetta var annars vegar spurning um að kynna tvö verk fyrir áhorfendum og hins veg- ar tækifæri fyrir söngvarana að kynnast þessum hlutverkum. Í og með urðu þessar tvær óperur fyrir valinu, vegna þess að í Ma- dömu Butterfly er áherslan á sópraninn og tenórinn en í Ítölsku stúlkunni á bassa- baritóninn og mezzósópraninn. Þetta hentaði því mjög vel þeim hópi sem er fastráðinn í húsinu í vetur.“ Davíð Ólafsson fer með hlutverk sögu- manns í Madömu Butterfly og syngur soldán- inn og skúrkinn Mustafa í Ítölsku stúlkunni í Alsír. Hann segir mjög gaman að taka þátt í þessari uppfærslu. „Hún gefur okkur söngv- urunum tækifæri til þess að spreyta okkur á verkum sem hæfa röddum okkar og áhorf- endum innsýn í þessi tvö verk. Ítalska stúlk- an hefur til dæmis aldrei verið sýnd hér áður, þótt hún sé fyrsta verk Rossinis sem sló í gegn. Það hafa mörg verk óperubók- menntanna fjallað um svipað þema og má þar til dæmis nefna Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart. Það má eiginlega segja að Már- arnir hafi verið vondu karlarnir á þessum tíma, svipað og Þjóðverjar eru vondu karl- arnir í bíómyndum í dag.“ Meðal þeirra hlutverka sem Davíð hefur sungið eru Don Basilio í Rakaranum í Sevilla og Doktor Bartolo í sömu óperu. Þegar hann er spurður hvernig hlutverk honum finnist mest gaman að syngja, segir hann: „Mér finnst á margan hátt auðveldara að leika trúða en alvarlega menn. Hins vegar fylgir því viss hætta. Ef við skoðum óperur Ross- inis, þá eru trúðarnir hans dálítið svipaðir og manni hættir til að stílfæra þá.“ Rennum blint í sjóinn Ólafur Kjartan Sigurðarson fer með hlut- verk Sharpless, bandarísks ræðismanns, í Butterfly og Taddeos í Ítölsku stúlkunni. Þegar hann er spurður hvers vegna aðeins eru áætlaðar þrjár sýningar á óperu- tvennunni, segir hann: „Við rennum dálítið blint í sjóinn með uppfærsluna. Þetta er til- raun og við eigum eftir að sjá hvernig þetta leggst í mannskapinn. Formið er hins vegar þess eðlis að það er lítið mál að bæta við sýn- ingum. Það er langt liðið á starfsárið, sem hefur verið mjög annasamt hjá okkur. Við vorum með sautján sýningar á Rakaranum og níu á Macbeth, auk þess að vera með há- degistónleika og sinna barnastarfinu í vetur og í rauninni er þessi uppfærsla kjörin leið til þess að kynna fleiri óperur fyrir áhorfendum en ella hefði verið hægt. Þetta er reyndar mjög þekkt form. Óperur eru settar upp við alls kyns skilyrði um allan heim. Það eru svo margar óperur sem fólk vill sjá og það eru svo margar óperur sem vilja sýna sig, en Íslenska óperan hefur hvorki fjármagn né aðstöðu til þess að vera með stanslausar rakettusýningar. Því verður að leita allra leiða til þess að kynna óperur fyrir áhorfendum og til þess að leyfa söngvurunum okkar að þjálfa sig. Þetta er ein leiðin. Ég lærði í Skotlandi og hef reynslu af Skosku þjóðaróperunni. Þar hefur verið starfrækt hliðarverkefni við Þjóðaróperuna sem heitir „Scottish Opera Go-Round“ og er nákvæmlega það sem við erum að gera núna. Þar eru óperur sýndar í samandregnu formi, stundum fullri lengd, með búningum, lýsingu og öllu – en píanóundirleik. Þetta er gagngert til þess að kynna óperuna á sem flestum stöð- um í Skotlandi. Uppfærslan á Butterfly og Ítölsku stúlkunni er hugsuð út frá þessum sama möguleika og við erum á leiðinni út á land með tvær sýningar. Vegna einfaldleik- ans er það hægt. Við gætum aldrei farið með allan pakkann í félagsheimili úti á landi en þessi aðferð gerir okkur kleift að fara með óperusýningar hvert á land sem er – sem er ekki síður mikilvægt en barna- og unglinga- starfið sem við sinnum.“ Fimm á fjölunum Jóhann Friðgeir Valdimarsson syngur hlutverk Pinkertons í Madömunni og Lindor- os, hins ítalska þræls Mustafa, í Ítölsku stúlkunni. Hann segist „í hreinskilni sagt“ ekki vera hrifinn af því að setja saman eina dramatíska óperu og eina gamanóperu; það reyni einfaldlega of mikið á söngvarana. „Rossini passar minni rödd til dæmis engan veginn,“ segir hann. „Hún er fyrir léttan, há- an tenor. Ég „get“ alveg sungið hlutverk Lindoros og held að ég sleppi ágætlega frá því, einkum vegna þess að Ingólfur hefur klippt hlutverkið dálítið vel fyrir mig. Hins vegar finnst mér mjög gaman að taka þátt í þessari uppfærslu. Þetta er í fyrsta skipti sem við fimm, sem erum fastráðin við Íslensku óperuna, fáum tækifæri til þess að vinna öll saman. Og það er mikilvægt fyrir okkur að fá tækifæri til þess að spreyta okk- ur á hlutverkum sem við ættum annars ekki möguleika á að syngja um þessar mundir, til dæmis fyrir okkur Huldu að spreyta okkur á Pinkerton og Butterfly. Þessi hlutverk eru kjörin fyrir okkar raddir. Það sama má segja um hlutverk Mustafa og Isabellu í Ítölsku stúlkunni fyrir Davíð og Sesselju.“ Eiga alvarlegri hlutverk betur við þig? „Já, mín rödd hentar betur verkum eftir Verdi og Puccini. Létt, kómísk verk eru ekki mín deild og það borgar sig fyrir söngvara að halda sig við sitt svið. Hins vegar hefði ég ekki viljað missa af þessu tækifæri vegna þess að það verður að segjast eins og er að Ítalska stúlkan er ákaflega skemmtilegt verk.“ Nýjasti meðlimurinn í hópi fastráðinna söngvara við Íslensku óperuna er Hulda Björk Garðarsdóttir sópran. Hún kom til starfa um síðustu áramót og byrjaði á því að syngja hlutverk hirðmeyjar lafði Macbeth í uppfærslu Óperunnar á Macbeth á dögunum. Hulda er ráðin við Óperuna til tveggja ára og líst vel á að starfa hér heima. „Ég kom heim með það fyrir augum að starfa hér og syngja sem víðast. Þegar mér bauðst fastráðning tók ég mjög góðan tíma til þess að hugsa mig um. Mér fannst þetta að mörgu leyti góður kostur og eftir spjall við óperustjórann varð mér ljóst að ég yrði enn sterkari til þess að takast á við hinn stóra heim, eftir að ráðningartíma mínum lýkur.“ Hefurðu sungið Butterfly áður? „Nei, og ég hef ekki gert mikið af því að syngja Puccini. Hins vegar hef ég alltaf vitað að ég ætti eftir að syngja hans verk. Hann hentar minni rödd mjög vel. Madama Butt- erfly er þó verk sem ég held að ég hefði varla haft kjark til þess að ráðast í strax. Hlutverk Butterfly er mjög krefjandi og það er mikill kostur að fá tækifæri til þess að kynnast henni á þennan hátt.“ Í haust syngur Hulda hlutverk Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós hjá Íslensku óperunni en það hlutverk hefur hún áður sungið í Eng- landi – debúteraði reyndar í því hlutverki. En var ekki óþægilegt að stökkva úr svo stóru verkefni í hlutverk hirðmeyjar í Macbeth? „Nei, alls ekki. Okkur hættir til þess að vanmeta litlu hlutverkin. Þau eru oft veitt lítt reyndum söngvurum til þess að þeir öðlist sviðsreynslu – en, eins og flestir sviðslista- menn vita, þá er bara heilmikið mál að vera í sýningu þar sem maður segir nánast ekki neitt.“ Hlakkarðu ekki til að syngja hlutverk Súsönnu aftur? „Jú, ég hlakka óskaplega til. Þetta verður mikið húllumhæ með öllu sem tilheyrir óp- eruuppfærslu.“ Dramatísku hlutverkin koma seinna Sesselja Kristjánsdóttir hefur verið fast- ráðin við Íslensku óperuna frá því í haust og fyrsta hlutverk hennar var Rosina í Rakaran- um í Sevilla. Í óperutvennunni, sem nú stend- ur fyrir dyrum, syngur hún Suzuki, þjónustu- stúlku Butterfly, og Isabellu, hina ítölsku stúlku í Alsír, sem er bæði kæn og glettin. En er hún ekkert hrædd um að festast í gam- anóperunum? „Nei, ekki svo. Það er nú einu sinni þannig í mezzósópranfaginu að dramatísku hlutverkin koma seinna. Það er talað um að við náum fullum þroska um 34–35 ára aldurinn, þannig að dramatísku hlutverkin koma seinna hjá okkur en sópranröddunum. Sem dæmi má nefna að í keppnum og prufum er aldurs- takmark oft hærra hjá mezzósópranröddun- um en sópranröddunum.“ Áttu þér draumahlutverk í dramatísku deildinni? „Þau eru nú nokkur. Ég er núna að kíkja á hlutverk Charlotte í Werther sem ég vona að ég fái tækifæri til að syngja í ekkert svo fjar- lægri framtíð. Hins vegar finnst mér mjög gott að byrja á Rossini og Mozart. Það hafa margir reynt að ýta mér út í að syngja dramatískari hlutverk en ég held að ég finni best hvað passar minni rödd á hverjum tíma. Ég verð líka að játa að ég hef mikla ánægju af því að leika gamanóperukaraktera. Það verður einfaldlega gaman í vinnunni. Tónlist- in er falleg og skemmtileg – og ég verð að segja að mér finnst Rossini oft vanmetinn. Tónlist hans hljómar svo létt – en það er hreint ekki létt að flytja hana ef vel á að vera.“ Sýningin verður frumsýnd í kvöld en hinar tvær sýningarnar verða 3. og 5. apríl. Þá verður sýnt í Laugaborg 26. apríl og Mið- garði 27. apríl. JAPAN OG ALSÍR SAMAN Á SVIÐI Íslenska óperan býður upp á gaman og alvöru með því að sýna „Tvær óperur á einu kvöldi“, Madömu Butter- fly eftir Puccini og Ítölsku stúlkuna í Alsír eftir Rossini. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við leikstjórann og söngvarana fimm sem taka þátt í sýningunni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Ólafur Kjartan Sigurðarson og Jóhann Friðgeir Valdimarsson í hlutverkum sínum. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hulda Björk Garðarsdóttir, nýjasti söngvari Ís- lensku óperunnar, í Madömu Butterfly.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.