Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Blaðsíða 11
ERU VINNAN-
LEGIR MÁLMAR Í
VATNI JÖKLU?
Eru vinnanlegir málmar eða
önnur verðmæti í leðjunni
í vatni Jöklu?
SVAR: Því miður er því ekki að fagna um
framburð Jöklu að þar séu vinnanleg verð-
mæti umfram annað berg á Íslandi. Fram-
burður jökuláa er mestmegnis jökulleir, það er
bergsvarf sem myndast þegar skriðjöklar
naga berggrunninn, auk annars efnis sem
berst í þær með ám og vindi. Þess vegna er
efnasamsetning leðjunnar hin sama og bergs-
ins – eini munurinn er sá að í fyrra tilvikinu er
bergið mulið.
Verðmæt efni geta safnast á einn stað með
ýmsum hætti þannig að þau verði í vinnanlegu
magni. Í flestum tilvikum gerist sú samsöfnun
í „þroskaðra jarðfræðilegu umhverfi“ en hér
ríkir, því Ísland er við upphaf þess þróun-
arferlis sem myndar meginlöndin úr frum-
bráðum frá iðrum jarðar.
Frá þessu eru þó ýmsar undantekningar, en
meðal jarðefna sem á ýmsum tímum hefur
komið til tals að nema hér á landi eru járn, kol,
grafít, kopar, gull, títan, brennisteinn og leir,
svo sem sjá má af eftirfarandi tilvitnun í
Steinarit Jóns Ólafssonar frá Grunnavík (um
1737). Lokakaflinn, „Um málmana, de metall-
is“, hefst þannig:
Um þá [málmana] er ei heldur margt að
segja. Ég hygg það mála sannast sem sagt er
að Herra Þorkell Arngrímsson hafi svarað
Christiano Quinto kóngi þá hann sendi hann
sem chymicum til Íslands að rannsaka um
málma, að þar væri að sönnu allra handa
málmar en svo lítið að það væri ei ómaksins
vert.
Jón Ólafsson nefnir hins vegar járnvinnslu,
með vísan til Egils sögu Skallagrímssonar, en
segir meinið vera hve litlir skógarnir séu og
langt frá. Þá segir hann menn halda að við
laugar og hveri mætti fá marga góða málma,
kannski gull og silfur, „ef menn vissu chymice
[með aðferðum efnafræðinnar] að útlokka þá
úr grjóti og sandi.“
Járn var sem sagt numið úr mýrarauða hér
á landi og víðar um Norðurlönd fram eftir öld-
um, og má finna gjallhauga sem bera vitni um
þá iðju á ýmsum stöðum, svo sem á Eiðum í
Eiðaþinghá. Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri
þar, hélt því fram að járnvinnslan hefði átt
verulegan þátt í eyðingu skóganna.
Sömuleiðis var brennisteinn numinn í Þing-
eyjarsýslu, Krísuvík og Brennisteinsfjöllum,
og skrifaði Jónas Hallgrímsson skáld og nátt-
úrufræðingur mikla skýrslu um brennistein-
inn og vinnslu hans þegar hann var í Sórey.
Síðustu tilraunir til brennisteinsvinnslu voru
gerðar um miðja 20. öld í S-Þingeyjarsýslu, en
án árangurs.
Annað verkefni Jónasar Hallgrímssonar var
að skoða „blyant“, eða grafít, sem Færeying-
urinn Mohr hafði talið sig finna hjá Siglufirði.
Það var þó sennilega surtarbrandur. Kol, það
er surtarbrandur, voru numin á nokkrum stöð-
um á fyrri hluta 20. aldar, til dæmis á Tjörnesi,
í Dalasýslu og á Barðaströnd. Ýmsar tilraunir
hafa líka verið gerðar til að nýta „Búðardals-
leirinn“ til leirmunagerðar en með takmörk-
uðum árangri.
Hugmyndir hafa einnig kviknað um að
nema kopar í Svínhólanámu í A-Skaftafells-
sýslu og títan úr Mýrdalssandi. Í fyrra tilvik-
inu er um að ræða koparkís (CuFeS2) í fornri
gígfyllingu þar eystra, en það er í alltof litlu
magni til þess að hagnýtt sé að vinna það. Í
síðara tilvikinu er títanið (um 4% TiO2 af berg-
inu) að mestu uppleyst í ókristölluðu gleri og
þannig ekki unnt að skilja það frá.
Loks má geta þess, með vísan til Grunnavík-
ur-Jóns hér að ofan, að í jarðhitakerfum safn-
ast ýmis efni – meðal annars gull og silfur – en
rannsóknir hafa sýnt að magnið er alltof lítið
til að það sé vinnanlegt. Svo furðulegt sem það
má teljast er helsta gullnáman sem fundist
hefur hér á landi, sú náma sem þýskir jarð-
fræðingar fundu fyrir Einar Benediktsson
skáld nálægt Miðdal í Mosfellssveit, og vantar
þó mikið á að hún sé vinnanleg vegna smæðar.
Eftir sem áður er það því vatnið, heitt og
kalt, sem er okkar helsta auðlind af jarðefna
toga.
Sigurður Steinþórsson, prófessor
í jarðfræði við HÍ.
Hver er opinber
skilgreining á líftækni?
SVAR: Ekki mun vera til nein opinber skil-
greining á orðinu líftækni en viss hugtök sem
tengjast líftækninni hafa þó verið skilgreind í
lögum um erfðabreyttar lífverur frá árinu
1996. Í riti um líftækni frá árinu 1984 eftir
Guðna Á. Alfreðsson og fleiri er líftækni skil-
greind sem „notkun lífvera, lífrænna kerfa eða
lífrænna ferla í framleiðslu- eða þjón-
ustugreinum“.
Lengi vel fékkst líftæknin nær eingöngu við
örverur, til dæmis við framleiðslu áfengs öls,
mjólkurafurða og sýklalyfja, en á síðari árum
hafa aðferðir líftækninnar einnig náð til
plantna og dýra. Svo vill reyndar til að orðið
líftækni (e. biotechnology) var fyrst notað árið
1917 um tilraun til að ala svín á gulrófum.
Mjög hæpið er þó að telja það uppátæki til líf-
tækni í nútímaskilningi.
Líftæknin gekk í endurnýjun lífdaga með
tilkomu erfðatækninnar á áttunda áratugi síð-
ustu aldar. Í hugum margra er erfðatæknin nú
hin eiginlega líftækni enda er varla nokkur
grein líftækninnar ósnortin af henni.
Svo vill til að orðið erfðatækni er skilgreint í
fyrrnefndum lögum. Þar segir: „Erfðatækni
er tækni sem notuð er til þess að einangra og
umbreyta erfðaefni og flytja það inn í lifandi
frumur eða veirur“. Það er því til góð opinber
skilgreining á þessum mikilvæga þætti líf-
tækninnar.
Guðmundur Eggertsson, prófessor
í líffræði við HÍ.
Skynjum við hið rétta eðli heimsins með skilning-
arvitunum, hvenær kemur Suðurlandsskjálftinn,
hverjar eru kenningar Vísindakirkjunnar og hvað er skjámiðill? Þessum
spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á
Vísindavefnum.
VÍSINDI
Morgunblaðið/RAX
Við Jöklu.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 2003 11
ast. Vandamálin í lífinu eru nógu mörg án
þess að búa þau til? Lífið er gjöf … sérstak-
lega hér á landi.
Einu sinni var Ísland…
Ég man þegar ég kom fyrst til Íslands. Sagt
var við mig: „Þið eruð svo óhrein í Frakklandi
með hundaskít og rusl á götunum, hunda í bíl-
um … Við á Íslandi erum bara með börn aftur
í bílunum! Reglur skipta engu máli í Frakk-
landi, fólk keyrir allt of hratt og labbar án
þess að fylgja umferðarljósunum, bílar keyra
á gangstéttunum og slysin eru svo mörg, og
svo er París svo skítug! Þetta er alveg óþol-
andi og svo er veggjakrot úti um allt.“ Vá,
hugsaði ég, alveg rétt … En ... velkomin til
nútíma Íslands! Nú höfum við allt þetta.
Framför? Tjörnin var í fyrravetur eins og
Sorpa: dekk, timbur, plast, dósir, glös, flösk-
ur, plastpokar … Ef Ingólfur Arnarson gæti
séð þetta! Við tölum um hreinustu borg í
norðri með kríur sem verpa í miðbæn-
um … hvað stendur það lengi? Haldið þið að
kríurnar komi mikið lengur í svona skítugt
vatn? Þær eru eins og ferðamennirnir sem
koma ekki til að sigla um á virkjanalóni eða
skoða stíflur! Og hvað ef Ísland hefur breyst
of mikið eða er einfaldlega ekki lengur í tísku?
Ekki gleyma heldur að landið, jöklarnir, og
hverirnir geta breyst mjög hratt … Ég man
eftir hóteli í Patagoníu (Argentínu) sem er nú
í eyði. Í dag er það 6 kílómetra frá San
Rafaelo-jökultungunni en var upp við hana
fyrir 20 árum. Ekki gleyma að hugsa um
morgundaginn. Það gerði kona í byrjun 20.
aldar sem labbaði frá Brattholti til Reykja-
víkur til að berjast og vernda ár, fossa, og
landið.
Er búið gleyma því í dag, er betra að horfa í
rólegheitum á sjónvarpið? Hingað og ekki
lengra!
Skemmt land
Á mörgum stöðum er landið orðið að sorp-
haugi. Fréttir/heimildamyndir voru sýndar í
sjónvarpinu í Evrópu: „Drepur ferðaþjónust-
an landið?“
Ég vakna stundum upp með andfælum eft-
ir að hafa dreymt Gullfoss eins og ruslatunnu
(ekki vakna, Sig ríður mín ...), Geysissvæðið í
eyði, Kerið sem öskubakka og Landmanna-
laugar eins og götu í miðbænum á laugar-
dagskvöldi, allt fullt af rusli og dósum. Við
erum nokkur sem tínum upp rusl á sumrin og
landverðir vinna við slíkt líka en það er ekki
nóg. Svona á þetta ekki að vera. Kannski
verður nýr brandari í tísku á Netinu: „ –Sæll,
hvert hefur þú farið í sumarfríi? –Til Rúss-
lands, en þú ? –Líka. –Hvað? Þú vildir reynd-
ar fara til Íslands! –Jæja, þangað fór ég, vin-
ur: til ruslslands …“ Í sama stíl, heyrt í
fyrrasumar á ferðalagi í kringum Ísland:
„Vá! Ég hélt að þjóðaríþróttin á Íslandi væri
handbolti en nú veit ég: það er að henda dós-
um úr bílum.“
Í svona náttúrulegu, fallegu og „ósnertu“
landi eru nú bekkir alls staðar eins og í dýra-
garði, jafnvel við Seljalandsfoss og upp að
Kerinu! Ég minnist þess með söknuði þegar
Magnús söng hreykilega einhvers staðar á
Gilsfirði … „Ísland er land þitt …“
Er svo langt síðan? Kannski í lok ísaldar?
Nei, bara í lok síðustu aldar. Ætla Guðríður
Þorbjarnardóttir og Snorri að sjá eftir að hafa
komið til Íslands …?
Víkingar 21. aldarinnar
Samt hefur lífið aldrei verið svo gott og ein-
falt í sögu Íslands eins og í dag! Fullt af Ís-
lendingum muna eftir árunum fyrir stríð. Nú
höfum við hitaveitu, nóg að borða, síma, bíla,
atvinnu, hreint vatn og loft sem vantar á
mörgum stöðum heimsins, nóg af plássi,
sterkt og fallegt tungumál og sögu. Árið 1987
sagði Vigdís Finnbogadóttir við mig: „Ég vil
kynna Ísland fyrir heiminum …“ Nafn Ís-
lands er nú þekkt í heiminum! Það besta úr
þátíð og nútíð, höfum það í huga. Af hverju er
í tísku að dreyma um Kanarí og tala um að Ís-
land sé svo kalt? Af hverju að nota svo mikið
af ensku þegar íslenska er töluð og er svo fal-
legt tungumál? Aldrei gleyma að tungumál er
menningin og sál landsins. Ætlum við líka að
endurskíra Reykjavík „Smoky Bay“ til að
vera í tísku og gleyma að Reykjavík er ekki
Ísland en bara örlítill hluti af 103.000 km², þó
að 65% af íbúunum séu á þessum punkti? Af
hverju að barma sér og segja að allt sé of dýrt
á Íslandi…? Jú, stundum, en ekki allt og það
er nauðsynlegt að bera saman, en það þarf að
bera saman það sem er sambærilegt! Ef þið
hafið ferðast vitið þið hvað rafmagn og orka
kostar í útlöndum. Og við borðum ennþá
hreint kjöt og fisk. Við drekkum hreint vatn,
sem er lúxus! Gott að vita: 606.000 rúmmetrar
af vatni á ári á íbúa hér á landi, 42 í Egypta-
landi, 3.500 í Tanzaníu, ekki mikið meira í
Frakklandi … Og ekki gleyma því heldur að
60 milljónir íbúa í Frakklandi er sambærilegt
við það að 12 milljónir Íslendinga byggju hér
á eyjunni! Stálheppnu víkingar þriðja árþús-
undsins!
Val framtíðarinnar
Halldór Laxness þekkti svo vel landið sitt
og Íslendinga, ljós heimsins og sjálfstætt fólk.
Það er í senn yndislegt og nauðsynlegt að
þróa og bæta lífið á Íslandi, og auka þjónustu.
Það er líka nauðsynlegt að finna jafnvægi. Ís-
land getur ennþá nýtt sér reynslu Evrópu-
landa til að draga lærdóm af þeim gríðarlegu
mistökum sem þar áttu sér stað. Ísland er
ótrúlegt, einstök náttúruperla, á miðju gos-
belti og Atlantshafshryggnum. Eitt í heim-
inum. Þess vegna vill allur heimurinn nú koma
hingað! En þá vaknar spurningin: Viljið þið
Ísland eða Disneyland? Víkingaland eða
ferðamannaland? Fólk sem langar að koma til
landsins þarf að kunna og virða reglur, og
læra af ykkur. Eins og útlendingar þurfa að
gera hvar sem er í heiminum. Við þurfum að
setja reglur – margar eru til – til að sýna,
kenna og hjálpa fólki. Hafið í huga að 90%
fólks sem kemur nú til Íslands er borgarfólk
sem hefur misst tengsl og snertingu við nátt-
úruna og er líka búið að gleyma að virða regl-
ur … Ríkið, útivistarfólk, leiðsögumenn og all-
ir Íslendingar, allir þurfum við að vinna
saman. Við höfum tvö, kannski þjrú ár til að
bjarga Íslandi. Eftir það … of seint.
Vonin fyrir ungt land
Að vera eyja getur stundum verið erfitt en
það er líka ótrúleg gæfa og mikið tækifæri.
Það eru margir þjóðgarðar til, en oft held ég
að Ísland ætti að vera einn stór þjóðgarður,
rétt eins og íslenski hesturinn er gersamlega
verndaður. Ekki í þeim tilgangi að loka Ís-
landi en þvert á móti til þess að sjá landið lifa
vel og lengi. Meira en hvar sem er í heiminum.
Jörðin, sjórinn og loftið eru framtíð okkar.
Við erum mjög heppin að hafa í Reykjavík
borgarstjóra sem berst linnulaust í gegnum
fjölmiðla og auglýsingar á móti rúðubrotum,
tyggjói, sígarettustubbum, rusli og veggja-
kroti. Og miðbærinn tæmist og gleymist.
Saman þurfum við að berjast á móti skemmd-
arverkum og fyrir því að tapa ekki virðing-
unni fyrir fólki og hlutum. Ákveðum líka að
hreinsa loftið og ekki eyða meira af götunum,
peningum né lungum okkar með notkun
nagladekkja! Það er ekki svo erfitt að keyra
varlega … Reykjavík var öðruvísi og svo þarf
að vera áfram. Það þarf að vera hægt að segja
„má ekki“ … Þannig innrætir maður virðingu.
Íslenskt ævintýraland, já, takk!
Meira en 300.000 ferðamenn komu til Ís-
lands í fyrrasumar, kannski verða þeir fleiri
2003, frábært. En svo mörgu fólki og svo um-
fangsmiklum breytingum þarf að stjórna af
varúð. Af hverju ekki að setja „kvóta“ eins og
er gert á mörgum vernduðum eyjum? Hvað
viljum við selja, sýna, bjóða? Þjóðveg yfir Há-
lendið? Gullfoss eins og Niagara? Bláa lónið
nr. 2 í Landmannalaugum? Hraðbraut yfir
Kjöl? Ævintýri á malbikinu? Fólksbílahimna-
ríki í Þórsmörk? Til að fá fleira fólk og meiri
peninga …drepa landið hægt og rólega? Af
hverju ekki að slökkva á rigningunni, kuld-
anum og vindinum? Auðvitað er gott að auka
þjónustu, bæta vegina og auka hagkvæmni, en
það væru stór mistök að drepa hið sanna Ís-
land og selja sál þess. Eyjan lifir ekki svona
af. Í Ölpunum kenndum við sem fjallaleið-
sögumenn: „Virðið fjöll, virðið gönguleiðir!“
Hér á landi eiga jeppar að halda sig á vegum
og fólk á göngustígum. Þetta er gert til að
vernda líf okkar og eitt af yngstu löndum
heims.
Ferðamannasvæðin þurfa að vera strang-
lega vernduð og friðuð. Við þurfum að laga
tæknina, getu okkar og ferðamennina að land-
inu en alls ekki að laga landið að því fyrr-
nefnda. Ísland á að vera það sjálft! Af hverju
koma útlendingar? Til að sjá og kynnast síð-
asta ævintýralandinu í Evrópu, sem er stund-
um erfitt eins og veðrið er þar. Til að hitta
fólk sem er ekki bragð- og litlaust, verið
hreykin af því! Hvað gerist ef jöklarnir breyt-
ast, ef Geysir hættir að gjósa eftir jarð-
skjálfta, ef við sýnum „ósnerta Austfirði“ með
álver, malbik og óverndað land?
Tími brossins
Nú er kominn tíminn til að njóta vetrarins.
Tjaldur syngur við fjöruna meðan hafísinn
nálgast kannski Vestfirði eins og í fyrra …
Bráðum syngja aftur heiðlóa og hrossagauk-
ur … Svona er Ísland. Þetta var gott sumar!
Og mig langar að þakka Íslendingum fyrir að
hafa alltaf svo vel tekið á móti mér og þakka
kærlega fyrir Lillu, Ingþór, Ólöfu, Halldór,
Sunnevu, Birnu, Dúa (og marga fleiri …!) sem
gáfu mér svo mikið og eru búin að kenna mér
um landið þeirra. Íslendingar, barnabörn vík-
inganna, vaknið upp og hugsum saman um
brosandi morgundaginn. Að vernda eyjuna
ykkar og frelsið sitt þýðir blómstrandi fram-
tíð. Himnaríki er einfaldlega það sem við
sköpum og búum til í kringum okkur.
Höfundur hefur búið á Íslandi síðan í júlí 1998 og
vinnur sem leiðsögumaður og rithöfundur.