Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 2003 7 sjálfum sér trú um að ég leitist við að gera siðapostula úr Nietzsche? Til að fá fram þessa niðurstöðu neyðast þeir til að eigna mér for- sendur sem ýmist koma ekki fyrir í verkum mínum eða er einungis getið þar af því ég hafna þeim. Skoðum fyrst þau rök félaganna sem lúta að ofurmenni Nietzsches. Davíð og Hjörleifur halda því fram að Róbert túlki of- urmenni Nietzsches sem dyggðum prýddan Stóumann, að hann klæði „ofurmennið í snjáð- ar meinlætaflíkur stóumannins.“ (HV, 83). Þannig takist Róberti að greiða „verkum Nietzsches inngöngu í helgiritasafn vestrænn- ar siðfræði“ (HV, 74). Davíð og Hjörleifur telja að Róbert finni hinn jákvæða kjarna í sið- ferðishugsun Nietzsches „í hugmyndum hans um ofurmennið og öðrum tengdum, svo sem hugmyndinni um eilífa endurkomu hins sama og um viljann til valds“ (HV, 72). Hér bregð- ast þeir félagar enn og aftur við umræðu sem ekki er að finna í skrifum mínum. Ég hef ekk- ert skrifað um „eilífa endurkomu hins sama“ eða „viljann til valds“ hvað þá að ég hafi lesið út úr þessum hugmyndum jákvæðan siðferði- legan kjarna. Að Nietzsche og Stóumönnum – og tengslum ofurmennis og Stóuspeki – hef ég vikið nokkrum orðum, m.a. þessum: „Þótt þannig megi oft finna skyldleika með skrifum Nietzsches og Stóumanna tel ég að hann sé á endanum skyldari Epikúringum en Stóu- mönnum.“ (Sjá HV, 82n.) Eins og margir vita voru Epikúringar römmustu andstæðingar Stóumanna í fornöld. Davíð og Hjörleifi má vera ljóst að ég hef hvergi haldið því fram að Nietzsche sé Stóuspekingur (þvert á móti þá hafna ég því á einum stað) og þaðan af síður hef ég leitt rök að því að Stóumenn hafi verið siðapostular. Í reyndinni held ég að Stóumenn séu að öllu leyti athyglisverðari og beittari hugsuðir en Davíð og Hjörleifur virðast gera sér grein fyrir. Hvernig í ósköpunum tekst þeim þá að telja sjálfum sér trú um að ég álíti Nietzsche (og ofurmenni hans) ekki einvörð- ungu Stóumann heldur noti ég þau rök til að sýna að Nietzsche hafi verið tannlaus og mein- laus siðfræðingur! Það er varla ofmælt að þeir félagar lenda í hinu mesta basli hér, og virðast grípa í tómt hvert sem þeir leita. Að endingu bregða þeir á það ráð að álykta sem svo að allt sem ég skrifa um ljóðskáld eigin lífs (Nietzsche segir á einum stað að hann vilji vera ljóðskáld eigin lífs) megi heimfæra upp á ofurmenni Nietzsches. Ég sé því í reyndinni að ræða um ofurmenni Nietzsches þegar ég ræði um ljóðskáld eigin lífs. Þeir útskýra þetta í neðanmálsgrein: „Hér verður að hafa í huga að Róbert jafnar saman hugmyndum Nietzsches um ljóðskáld eigin lífs og ofur- mennið. Öðruvísi er ekki hægt að skilja leið- réttingu hans á skilningi leikra á ofurmenninu sem „glæpsamlegum bóhem“ … “ (HV, 72n). Þar sem þeir félagar finna ekkert í verkum mínum til að styðja þá skoðun að ég álíti of- urmenni Nietzsches siðaðan meinlætamann – þeir finna ansi litla umræðu um ofurmennið undir mínu höfundarnafni – gefa þeir sér að ég jafni saman hugmyndum Nietzsches um ljóðskáld eigin lífs og ofurmennið. Hér vaknar annars vegar sú spurning hvort jafna megi þessu tvennu saman (og hvort ég vilji jafna því saman), og hins vegar sú spurning hvort ljóð- skáld eigin lífs sé siðaður meinlætamaður. Ég hef hvergi líkt, hvað þá jafnað, þessum hugmyndum saman. Það hefur aldrei hvarflað að mér, enda gengur það örugglega ekki upp. Nietzsche notar hugmyndina um ljóðskáld eigin lífs m.a. til að lýsa eigin markmiðum og eigin lífi en hann segir hvergi í birtum ritum sínum (svo ég viti) að hann ætli sér að verða eða sé ofurmenni! Í doktorsritgerð minni er einn lengsti kaflinn helgaður ljóðskáldi eigin lífs og þar er hvergi minnst á ofurmenni Nietzsches. Ég hef enn sem komið er ekki borið saman ljóðskáld eigin lífs og ofurmennið í heimspeki Nietzsches. Hvað svo sem slíkur samanburður mundi leiða í ljós er hitt þegar ljóst að alls ekki má slá þessu tvennu saman. Aftur má því spyrja, hvernig geta þeir félagar eignað mér þennan fráleita samjöfnuð? Jú, þeim tekst að mislesa grein sem ég birti í Tímariti Máls og menningar haustið 1997. Þeir telja að þar hafi ég reynt að leiðrétta skilning „leikra á ofurmenninu sem „glæp- samlegum bóhem“ … “ (HV, 72n) og í staðinn hafi ég sett fram hugmyndina um ljóðskáld eigin lífs. Ályktunin er sú að úr því að ég hafi verið að leiðrétta misskilning leikra (og lærðra) á ofurmenni Nietzsches í fyrri hluta greinarinnar og hafi síðan teflt fram hug- myndinni um ljóðskáld eigin lífs í síðari hlut- anum þá hljóti síðari hugmyndin að vera út- legging (eða leiðrétting) hinnar fyrri, ljóðskáldið skýri ofurmennið. Þetta er tví- þættur misskilningur. Í fyrsta lagi er ég ekki í greininni að leiðrétta hvernig leikir (eða lærð- ir) hafa misskilið ofurmenni Nietzsches. Ég nefni ofurmennið aldrei á nafn og orðið kemur eingöngu fyrir í tilvitnun sem höfð er eftir per- sónu í bíómynd, auk þess sem vísað er til at- hyglisverðrar þýðingar Stephans G. Steph- anssonar á hugtakinu í neðanmálsgrein. Ég ræði um hugmyndir leikra (og lærðra) um að hinn sterki einstaklingur Nietzsches sé hefni- gjarn sadisti (t.d. Max Cady), að hinn göfugi maður Nietzsches sé miskunnarlaus og grimmur (t.d. hjá Russell), að herrarnir hjá Nietzsche séu ofbeldismenn (t.d. hjá Friðriki J. Bergmann), og hugmyndir Leopolds um að sumir einstaklingar séu sökum gáfna sinna hafnir yfir aðra menn og allt siðferði. Ég er því ekki að verja hugmyndir Nietzsches um ofurmennið (eða hafna þeim) í fyrri hluta greinarinnar. Fráleitt er að líta á þessa ein- staklinga (hina göfugu, herrana eða afburða- gáfaða menn) sem ofurmenni Nietzsches og hér skiptir engu máli hvort við afskræmum mynd Nietzsches af þeim (líkt og Russell gerði) eða reynum að leiðrétta þá mynd. Herr- arnir og hinir göfugu eru einfaldlega ekki of- urmenni Nietzsches. Ályktunin um að ég tefli ljóðskáldi eigin lífs fram í stað misskilinna túlkana á ofurmenni Nietzsches er því feilpúst hjá þeim félögum. En jafnvel þótt við gæfum okkur að ég hefði leitast við að verja ofurmennið í fyrri hluta greinarinnar (sem ég hafna alfarið) þá stand- ast fullyrðingar Davíðs og Hjörleifs ekki. Þeir virðast einfaldlega ekki átta sig á því að feng- ist er við nýja spurningu í seinni hluta grein- arinnar. Í fyrri hlutanum er fjallað um það hvort Nietzsche leitist við að hefja villimanns- lega ofbeldismenn á stall sem fyrirmyndir en í þeim síðari um tilgátu Philippu Foot (og Alex- anders Nehamas) að Nietzsche boði fagur- fræðilegan lífsmáta þar sem öllum siðferðileg- um gildum er hafnað. Foot nefnir í þessu samhengi að Nietzsche vilji vera ljóðskáld eig- in lífs en ég færi rök fyrir því að hún misskilji orðalagið. Ljóðskáld eigin lífs er því ekki nefnt til sögunnar til að túlka ofurmenni Nietzsches heldur til að leita svara við þeirri spurningu hvort Nietzsche hafi boðað fagurhyggju (aestheticism). Enn og aftur, fullyrðingar þeirra félaga eru úr lausu lofti gripnar. Í síðari hluta greinarinnar verður gagnrýni Davíðs og Hjörleifs á skrif mín um Nietzsche skoðuð nánar. „Hvernig í ósköpunum tekst þeim þá að telja sjálfum sér trú um að ég álíti Nietzsche (og ofurmenni hans) ekki einvörðungu Stóumann heldur noti ég þau rök til að sýna að Nietzsche hafi verið tannlaus og meinlaus siðfræðingur! Það er varla ofmælt að þeir félagar lenda í hinu mesta basli hér, og virðast grípa í tómt hvert sem þeir leita.“ Höfundur er dósent í heimspeki við Háskóla Íslands. Þegar menn lesa endurteknar yfirlýsingar þeirra Davíðs og Hjörleifs um andúð Róberts Haraldssonar á frumlegum túlkunum, og sjálf- stæðum og skapandi hugsuðum, er ekki úr vegi að skoða það sem þeir höfðu til hliðsjónar: Litla athugasemd Róberts í gömlu blaðaviðtali um að virða Nietzsche sem sjálfstæðan, frumlegan, skapandi hugsuð en ekki ruglingslegan undan- fara einhverra annarra hugsuða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.