Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.04.2003, Blaðsíða 15
Laugardagur Salurinn kl. 16 Óperan Orfeo eftir Claudio Monteverdi. Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs. Gunnsteinn Ólafsson stjórnar. Bústaðakirkja kl. 16 Borgarkórinn heldur sína ár- legu vor- tónleika. Á efnisskrá eru sönglög eft- ir stjórnanda kórsins Sigvalda Snæ Kalda- lóns, en kórinn flytur einnig syrpu Reykjavíkursöngva eftir ýmsa ljóða- og lagahöfunda. Einsöngvarar með kórnum eru þau Björk Jónsdóttir og Eiríkur Hreinn Helgason. Pí- anóleik annast Ólafur Vignir Albertsson. Listasafn ASÍ kl 14 Sigrid Valtingojer og Kunito Nag- aoka opna sýningu. Bókabúð Máls og menn- ingar á Laugavegi 18 kl. 14 Nokkrir af frambjóð- endum í kosn- ingum til Al- þingis munu segja frá uppá- haldsbókunum sínum. Þeir sem koma í heimsókn eru; Katrín Fjeld- sted, Ágúst Ó. Ágústsson, Þórey Edda Elísdóttir, Björn Ingi Hrafnsson og Sigurður Ingi Jónsson. Hljómsveitin Strengir ásamt Möggu Stínu mun flytja ljúf lög í bland við léttmeti. Strengir eru Hjörleif- ur Valsson, Birgir Bragason og Hörður Bragason. Gerðarsafn kl. 15 Helga Ein- arsdóttir, Guðríður Lillý Guð- björns- dóttir, Steinþór Jóhannsson, Unnur Sólrún Bragadóttir og Þórður Helgason ásamt fleir- um munu lesa upp vor- og sumarljóð að eigin vali eftir ýmis skáld. Aðgangur er ókeypis Sunnudagur Langholtskirkja kl. 20 Guðbrands- messa eftir Hildigunni Rún- arsdóttur. Flytj- endur eru Kór Langholtskirkju, Kammersveit Langholtskirkju ásamt ein- söngvurum Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur, Mörtu Hrafns- dóttur, Birni I. Jónssyni og Ei- ríki Hreini Helgasyni. Stjórn- andi er Jón Stefánsson. Ráðhús Reykjavíkur kl. 14 Nemendatónleikar á veg- um Almenna Músikskól- ans og Harmoniku- miðstöðv- arinnar. Um er að ræða ein- leik og samleik sem endar með því að stórsveitin Skæruliðarnir leika. Kl. 16:00 hefjast síðan harm- onikutónleikar þar sem nokkrir harmonikuleikarar láta ljós sitt skína. Laugarneskirkja kl. 16. Borgarkórinn, vortónleikar. Kaffileikhúsið kl. 16 Stór- sveit Reykjavíkur heldur tón- leika í Kaffileik- húsinu í Hlaðvarpanum kl. 16. Að þessu sinni mun Svíinn Ulf Adaker stýra hljómsveitinni og leika á trompet efnis- skrá eigin út- setninga á verkum eftir Thelonious Monk. Ulf Adaker er mikill athafna- maður í sænsku djasslífi. Hann starfar sem trompet- leikari, tónskáld og úsetjari og hefur gefið út fjölmargar plötur með eigin tónlist. Adaker hefur einnig starfað mikið í félagsmálum sænskra djassmanna. Hann er einnig kennari við Tónlistarháskól- ann í Stokkhólmi. Bíósalurinn Vatnsstíg 10 Kl. 15, verður kvikmyndasýn- ing í bíósal MÍR, sú síðasta á þessari vetr- ardagskrá. Sýnd verður kvikmyndin Varðsveitin frá árinu 1991. Leikstjóri er Alexander Rog- ozhkin. Kveikjan að þessari mynd voru raunverulegir at- burðir sem áttu sér stað í Sovétríkjunum. Arturas Sak- alauskas, sem var liðsmaður í gæslusveit á vegum fang- elsismálastofnunar SSSR, skaut félaga sína til bana af því að hann mátti þola ein- elti af þeirra hálfu, niðurlæg- ingu og kúgun. Myndin gerist að mestu í sér- útbúinni fanga- lest. Varðsveit gætir afbrota- manna sem hlot- ið hafa þunga fangelsisdóma og eru nú á leið í fangavist á fjarlægum slóðum. Nýliðinn Andrej Iveren er að- alpersónan í myndinni, ung- ur maður og mjög vandur að virðingu sinni og þolir með engu móti að maður auð- mýki annan eða lítillækki. Hann hefur andstyggð á rótgróinni harðýðgi og yf- irgangi eldri hermanna gagnvart þeim yngri. Enskur texti. Aðgangur ókeypis. Listasafn Íslands kl. 15. Halldór Björn Run- ólfsson list- fræðingur flytur erindi um vídeólist Steinu Vasulka. Ýmir kl. 17 Söngskemmtun Söngseturs Estherar Helgu kl. 17. Flytjendur eru Dæg- urkórinn, Regnbogakórinn, Regnbogabandið og ein- söngvararnir Esther Helga Guðmundsdóttir, Karl Örn Karlsson og Pálína Gunn- arsdóttir. Dagskráin samanstendur annarsvegar af sönglögum sem myndu flokkast sem heimstónlist m.a. frá Afríku, Grikk- landi, Þýskalandi, Álandseyjum og Israel, og hins- vegar syrpum og lögum úr söng- leikjum svo sem Söngvaseið, My fair lady o.fl. Mánudagur Þjóðleikhúskjallarinn kl. 20 Skáld gegn stríði lesa upp. Fram koma Benóný Æg- isson, Birgir Svan Sím- onarson, Elín Ebba Gunn- arsdóttir, Erla Elíasdóttir, Einar Már Guð- mundsson, Garðar Baldvins- son, Haraldur Sigfús Magn- ússon, Jón frá Pálmholti og Margrét Lóa Jónsdóttir. Að- gangur er ókeypis. Þriðjudagur Ýmir kl.20. Samkór Kópa- vogs. Fjölbreytt efn- isskrá. Stjórn- andi kórsins er Julian Hewlett og píanóleikari Jónas Sen. Fimmtudagur Víðistaðakirkja kl. 17 Tveir kórar eldri borgara í Hafnarfirði halda söng- skemmtun. Kórarnir eru karlakór eldri Þrasta, söng- stjóri Halldór Óskarsson, og Gaflarakórinn, kór Félags eldri borgara, söngstjóri Guðrún Ásbjörnsdóttir. Einnig mun syngja kór verðandi öldunga undir stjórn Guðrúnar Ásbjörns- dóttur. Söngskráin er fjöl- breytt og aðgangur ókeypis. Tilkynningar, sem birtast eiga á þessari síðu, þurfa að berast í síðasta lagi árdegis kl. 11 á fimmtudegi. menning@mbl.is Katrín Fjeldsted Einar Már Guðmundsson Jón Stefánsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 26. APRÍL 2003 15 Viera Manasek, stjórnandi Kammerkórs Sel- tjarnarneskirkju: Þetta er tækifærið. KAMMERKÓR Seltjarnarneskirkju ogSinfóníuhljómsveit áhugamanna haldatónleika undir stjórn hjónanna VieruManasek og Pavels Manasek í Seltjarnarneskirkju í dag kl. 17. Þar verða flutt tvö af stórvirkjum tónlistarsögunnar, Magnificat, BWV 243 eftir Bach og sinfónía nr. 8 í G-dúr, Op. 88 eftir Dvorák. Tónleikarnir eru liður í listahátíð kirkjunnar sem haldin er undir yfirskrift- inni Hirðir og hjörð. Það er ekki á hverjum degi að hjón stjórna tónleikum en Pavel heldur á sprotanum fyrir hlé, þegar Dvorák-verkið verður leikið, en Viera eftir hlé við flutning á Magnificat. „Við erum vön að skipta hlutunum bróð- urlega á milli okkar,“ segir Viera sem verður fyrir svörum og skellir upp úr. Eru þessi verk í sérstöku uppáhaldi hjá ykk- ur hjónum? „Já, það er óhætt að segja það. Áttunda sin- fónía Dvoráks er draumaverk Pavels enda er hún fallegust af öllum sinfóníum höfundarins. Magnificat er líka eitt af mínum uppáhalds- verkum. Ótrúlega falleg tónsmíð.“ Nú ert þú stjórnandi Kammerkórs Seltjarn- arneskirkju. Hafið þið unnið með Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna áður? „Nei, þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum með hljómsveitinni. Það lá eiginlega beint við að við gerðum það því hún æfir líka í kirkj- unni. Þetta verður mjög gaman.“ Hvað hefur þú stjórnað kórnum lengi? „Síðan 1994. Þetta eru tuttugu manns, blanda af áhugafólki og fólki sem er í söng- námi og kjarninn í kórnum nú hefur verið hjá mér í fjögur ár eða svo. Magnificat er mjög erfitt verk í flutningi og ég var ekki viss í upp- hafi hvort við ættum að leggja út í þetta. En síðan hugsaði ég með mér: Þetta er tækifærið. Ekki förum við að sleppa því.“ Og hvernig hafa æfingar gengið? „Mjög vel. Fólk hefur verið mjög samstiga og lagt sig allt fram. Þetta hefur verið gefandi vinna.“ Meistaraverk Bachs og Dvoráks STIKLA Tónleikar í Seltjarnar- neskirkju Næsta v ika Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Skúlptúrar úr silfri – Sterling Stuff. Til 4.5. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Fjórir ís- lenskir samtímaljósmynd- arar. Til 4.5. Norræna húsið: Hraun – Ís – Skógur. Til 4.5. Við- arlist frá Dalsåsen í Nor- egi. Til 27.4. Nýlistasafnið Sólveig Aðalsteinsdóttir/Kaj Ny- borg og Hanne Nielsen/ Birgit Johnsen. Til 11.5. Þjóðarbókhlaða: Ís- land og Íslendingar í skrifum erlendra manna fyrr á öldum. Til 1.5. Guðrún Vera Hjart- ardóttir. Til 14.5. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Skáld mánaðarins: Vilborg Dagbjarts- dóttir. Til 8.8. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. Leikhús Þjóðleikhúsið Stóra svið: Allir á svið, mið., fim. Með fullri reisn, lau., sun. Litla svið: Rakstur, lau,. Karíus og Baktus, sun. Smíðaverkstæðið: Veislan, mið., fim. Borgarleikhúsið Stóra svið: Öfugum megin uppí, sun., mið., fim., Puntila og Matti, lau., sun. Nýja svið: Sumaræv- intýri, lau., sun. „Halldóra Geirharðs- dóttir átti stjörnuleik bæði í hlutverki sínu sem hin smáða drottning Herm- ione og sem gömlum hirðingjakona.“ Mbl. SAB. Maðurinn sem hélt að konan sín væri hattur, fim. Kvetch, lau. Þriðja hæðin: Píkusög- ur, lau. Litla svið: Stígvélaði kötturinn, lau. Rómeó og Júlía, lau. Iðnó: Hin smyrjandi jómfrú, laug., sun. Hafnarfjarðarleik- húsið: Gaggalagú, lau., sun. Nasa v. Austurvöll: Sellofon, föst, lau., mið. Myndlist Galleri@hlemmur.is: Thomas Brommé. Til 27.4. Gallerí Fold, Rauð- arárstíg: Pia Rakel Sverrisdóttir. Til 11.5 Gallerí Skuggi: Kristín Pálmadóttir og Ragna Hermannsdóttir. Til 27.4. Gallerí Sævars Karls: Björg Örvar. Til 1.5. Gerðarsafn: Gerður Helgadóttir – 75 ára – Yf- irlitssýning. Til 17.6. Gerðuberg: „Þetta vil ég sjá“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir velur verkin. Til 4.5. Hafnarborg: Björg Þor- steinsdóttir/ Auður Vé- steinsdóttir/ Sigríður Ágústsdóttir. Til 5.5. Hallgrímskirkja: List- vefnaður Þorbjargar Þórðardóttur.Til 26.5. Hús málaranna: Sig- urður Þórir til 27.4. i8, Klapparstíg 33: Bernd Koberling. Undir stiganum: Stella Sig- urgeirsdóttir. Til 26.4. Listasafn ASÍ. Kunito Nagaoka/Sigrid Valt- ingojer. Til 11. 5. Listasafn Akureyrar: Alþýðulistir og frásagn- arhefðir Indlands. Til 4.5. Listasafn Borgarness: Hylur, (Hildur Karlsdóttir) og Guggú (Guðrún Hjör- leifsdóttir). Til 29.4. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laug- ardaga og sunnudaga kl. 14–17. Listasafn Íslands: Yf- irlitssýning á verkum Georgs Guðna. Vid- eoinnsetning Steinu Vasulka. Ásgrímur Jóns- son. Til 11.5. Listasafn Reykjanes- bæjar: Sigurbjörn Jóns- son. Til 24.5. Listasafn Reykjavíkur – Ásmundarsafn: Eygló Harðardóttir – Kúl- an. Til 11.5. Listasafn Reykjavíkur – Hafnarhús: Patrick Huse. Úr eigu safnsins: Sovésk veggspjöld. Til 27.4. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Helgi Þorgils Friðjónsson. Ilmur Stefánsdóttir. Til 11.5. Vilborg kynnt í Þjóðmenn- ingarhúsi Kristín Marja Baldursdóttir VILBORG Dagbjartsdóttir, skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu, og Kristín Marja Baldursdóttir blaðamaður lesa upp úr bók Krist- ínar Marju um Vilborgu, Mynd af konu, í Þjóðmenningarhúsinu á sunnudag kl. 14. Einnig munu þær sitja fyrir svörum um samstarf sitt og samvinnu við gerð bókarinnar. Skáld mánaðarins er samvinnuverk- efni Þjómenningarhúss, Skólavefjar- ins ehf. og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns sem setur upp sýninguna í bókasal Þjóðmenning- arhúss. Á sýningunni gefur að líta bækur höfundar, eiginhandrit, myndskreytingar og ýmsa persónu- lega muni. Á Skólavefnum er kynn- ing á verkum Vilborgar og viðtal við hana auk þess sem hún mun svara spurningum á vefnum. Sýningar í Þjóðmenningarhúsi eru opnar milli 11 og 17 alla daga. Ókeypis aðgangur er á sunnudög- um. Vilborg Dagbjartsdóttir Samsýning gullsmiða OPNUÐ verður í dag kl. 15 samsýn- ing gullsmiða sem nefnist 101Gull í Sýningarsal Hönnunarsafns Íslands við Garðatorg. Á sýningunni er að finna u.þ.b. 40 nýja muni eftir 11 ís- lenska gullsmiði sem allir eiga það sammerkt að reka vinnustofur við Laugaveginn í Reykjavík. Á sýningunni er að finna verk eftir þau Ástþór Helgason, Ásu Gunn- laugsdóttur, Guðbjörgu Kr. Ingv- arsdóttur, Guðbrand J. Jezorski, Höllu Bogadóttur, Hansínu Jens- dóttur, Hörpu Kristjánsdóttur, Kjartan Örn Kjartnsson, Pál Sveinsson, Tínu Jezorski og Þorberg Halldórsson. Þessir gullsmiðir eru fæddir á ár- unum 1943 til 1978 og eiga að baki misjafnlega langan en gifturíkan fer- il, innanlands sem utan. Sýningin 101Gull stendur til 25. maí. Hún verður opin alla daga nema mánudaga kl. 14–18.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.