Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Blaðsíða 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 2003 11 Fjársjóður lífsins verður ekki allur sannreyndur í hinzta andvarpinu eða í sjálfsmorðssælu unglingsins eða hinni einróma reynslu hvíts eða svarts hörunds. Hann afhjúpast ekki allur í þeirri andrá þegar storminum lýstur á og ekki að fullnuðum sigri eða langþráðum ósigri. Hann glitrar hvorki allur í ákvörðun morðingjans né uppstigningu mannvinarins. Tilveran mælist ekki á mælikvarða guðs á mælikvarða stjarnanna á mælikvarða eilífðarinnar. Líf þitt stendur andspænis dauðanum en ekki í skugga dauðans. Eyðimörk og úthaf og frumskógur heimskaut hafsbotn upploft: þegar þær slóðir verða þínar slóðir kunna þær að veita þér fjölmargan sannleik djúpan og háan. En sá sannleikur sá mælikvarði sá fjársjóður er ekki Sannleikurinn Mælikvarðinn og Fjársjóðurinn. Önnur ljóðabók Sigfúsar Daðasonar kom út árið 1959, sama ár og hann kom heim frá námi í Frakklandi. Hún byrjar líkt hinni fyrstu á einskonar stefnuyfirlýsingu. Eins og þar er skáld- inu í mun að gera grein fyrir heimsmynd sinni sem nú er óneitanlega orðin flóknari, og jafn- framt mótaðri, en í fyrri bókinni, enda átta ár liðin frá útkomu hennar og skáldið komið á fer- tugsaldurinn. Lykilorð kvæðisins eru ‚lífið‘ og ‚tilveran‘, en ‚lífið og tilveran‘ á einmitt eftir að verða eitt helsta þema bókarinnar. Lögð er áhersla á að lífið sé auðugt, fjölbreytilegt, að fjársjóður þess verði aldrei „allur sannreyndur“ og að það verði ekki mælt á kvarða. Aðferð kvæðisins byggist á neitunum: Sama virðist hvaða reynsla eða fyrirbæri nefnt er á nafn, það er ekki fjársjóðurinn allur, ekki algildur mælikvarði, ekki endanlegur sannleikur. Orðin fjársjóður, mælikvarði, sannleikur fá sitt erindið hvert og eru svo endurtekin í öfugri röð í lok kvæð- isins: Menn kunna að verða margs vísari um lífið og tilveruna – En sá sannleikur sá mælikvarði sá fjársjóður er ekki Sannleikurinn Mælikvarðinn og Fjársjóðurinn. Kvæðið hafnar því að hægt sé að höndla allan veruleika lífsins eða njörva hann niður. Það er meginniðurstaða þess. Svipuð leið er farin í upphafi frægrar bókar sem Sigfús hafði mætur á: Það Alvald, sem um er talað, er ekki Vegur eilífðarinnar. Það nafn, sem unnt er að fá því, er ekki ímynd hins eilífa.1 Lífið er kannski ekki „dásamlegt“, eins og segir í lokakvæði fyrstu bókar Sigfúsar, Ljóða 1947–1951, en það er afar margvíslegt, og tvennt er mikilvægast: að skilja lífið ekki of þröngum skilningi, og því náskylt: að vera raunsær, að láta ekki blekkjast. Síðara þemað kemur víða fyrir hjá Sigfúsi, einkum í bókunum Hendur og orð og Fá ein ljóð. Sannarlega heimspekilegt kvæði. „Um heimspeki mætti eiginlega bara fjalla í ljóði,“ ritar Wittgenstein á einum stað,2 og þau orð gætu staðið sem mottó að sumum kvæðum Sigfúsar, í þeim skilningi þá að viðfangsefni þeirra er heimurinn og staða mannsins í tilverunni. Það má kannski kalla kvæðið existensíalískt ef menn vilja, kenna það við veraldlega tilvistarstefnu; það fjallar að minnsta kosti um lífið og hvað það þýðir að lifa lífinu, og það lýsir guðlausum heimi. En kvæðið bergmálar ekki neinar af þeim kennisetningum stefnunnar sem einkenna hana sérstaklega og það er því alveg óþarft að mínum dómi að kenna það við hana. En vissu- lega var hún einhver áhrifamesta heimspekistefna í Evrópu þegar kvæðið var ort, ekki síst í Frakklandi, og Sigfús aðhylltist margt í henni. Ekki fer mikið fyrir myndmáli í kvæðinu eða notkun orða í óeiginlegri merkingu umfram það sem gengur og gerist í almennu máli. Strangt til tekið eru sambönd eins og ‚fjársjóður lífsins‘ auðvitað myndræn eða metafórísk þó við tökum varla eftir því. Helstu frávik í þá átt- ina eru annars þegar talað er um þá ‚andrá þegar storminum lýstur á‘, um ‚einróma reynslu hörundslitar‘, um ‚uppstigningu mannvinarins‘, um að ‚fjársjóður lífsins glitri‘. En sé málfar kvæðisins óbrotið er bygging þess allt annað en einföld, það er afar kunnáttusamlega ofið úr ýmsum mælskubrögðum – einkum endurtekningum, hliðstæðum og andstæðum – eins og dæmi voru nefnd um hér að framan. Kvæðið er það sem kalla mætti ‚hugmyndaljóð‘. Sem leiðir hugann að frægum ummælum Mallarmés um ljóð. Paul Valéry segist svo frá að málarinn Edgar Degas, sem var stundum að bera við að yrkja, hafi dag einn borið sig upp undan því við Mallarmé hvað það væri erfitt, stundum tækist sér það alls ekki þó hann væri „fullur af hugmyndum“, en þá hafi Mallarmé svarað: „Maður býr ekki til kvæði úr hugmyndum, Degas minn góður, heldur úr orðum.“3 Ummælin hafa gjarna verið skilin á þann veg að hugmyndir eigi ekki heima eða skipti ekki máli í ljóðum. Sá skilningur er reyndar ástæðulaus, en hitt má til sanns vegar færa að hug- myndir duga skammt einar sér. Þetta kvæði Sigfúsar sýnir hinsvegar fullvel, eins og reynd- ar mörg önnur kvæði hans og annarra skálda, að einnig hugsun og hugmyndir geta borið uppi ‚nútímaljóð‘, að þau geta verið vettvangur fyrir vitsmunalega og merkingarfulla orð- ræðu. Einhver bestu dæmi um orðræðu af því tagi og leik hugmynda í nútímaskáldskap (sem andstæðu við kröfuna um að ljóðið sé alvöld ‚mynd‘) er að finna hjá Bertolt Brecht, og tvö slík kvæði þýddi Sigfús: „Til hinna óbornu“ og „Lofgjörð um efann“. Góð dæmi hjá Sig- fúsi sjálfum eru bjartsýnisljóðin frá sjöunda áratugnum, og ef kvæðin í Höndum og orðum eru skoðuð er skyldleiki þessa kvæðis við hinn langa bálk nr. XIV („Hvílíkar lygar …“) ef til vill augljósastur, en annars má það heita eitt helsta kennimark Sigfúsar sem skálds að hug- myndir eru ríkur þáttur í kvæðum hans. Og auðvitað er hugsunarvilla að skáld þurfi að velja, eða geti valið, á milli hugmynda og orða. Því að öll ljóð eru byggingar úr orðum og orð flytja merkingu. Mergur málsins er sá að til að hugmyndir öðlist gildi skáldskapar þarf orðlist og vandlega skipulagningu orðanna eins og í þessu kvæði Sigfúsar Daðasonar. Neðanmálsgreinar: 1 Lao Tse: Bókin um veginn, Jakob Jóh. Smári og Yngvi Jóhannesson íslenzkuðu, Bókaverzlun Guðm. Gamalíels- sonar 1921. 2 „Philosophie dürfte man eigentlich nur dichten.“ Ludwig Wittgenstein: Vermischte Bemerkungen/Culture and Value, útg. af G.H. von Wright o.fl., Basil Blackwell 1980, bls. 24. 3 „Ce n’est point avec des idées, mon cher Degas, que l’on fait des vers. C’est avec des mots.“ Paul Valéry: Œuvres I, Éditions Gallimard (Bibliothèque de la Pléiade) 1957, bls. 1324. Höfundur er þýðandi. FJÁRSJÓÐUR LÍFSINS UM FYRSTA LJÓÐIÐ Í HÖNDUM OG ORÐUM EFTIR SIGFÚS DAÐASON E F T I R Þ O R S T E I N Þ O R S T E I N S S O N Hver var upprunalegur tilgangur Netsins? SVAR: Uppruna Internetsins má rekja til kalda stríðsins og kjarnorkuvárinnar. Þegar líða tók á kalda stríðið gerðu bandarísk her- málayfirvöld sér smám saman grein fyrir því að þau mundu eiga í erfiðleikum með að svara árás ef miðlægt tölvukerfi þeirra yrði eyðilagt í fyrstu sprengju í kjarnorkustyrjöld. Því þurfti að þróa tölvukerfi sem dreift væri á marga staði. Bandaríska varnarmálaráðuneytið kostaði þróunarverkefnið ARPAnet sem tengdi saman þrjá háskóla í Bandaríkjunum auk rannsókn- arstofnunar Stanford-háskóla (Stanford Rese- arch Institute) árið 1969. Árið 1971 voru 15 stofnanir tengdar saman með ARPAnet og sama ár fann Ray Tomlinson upp tölvupóstinn. Árið 1972 kom @-merkið (lesist ‘hjá’ á ís- lensku) til sögunnar í tölvupóstinum og hann tók á sig þá mynd sem við þekkjum í dag. Strax árið 1973 var hann orðinn svo vinsæll að 75% notkunar ARPAnets fólust í sendingum á tölvupósti. Þær voru að verulegu leyti einka- skilaboð manna á milli í stað faglegrar notk- unar og gaf það vísbendingar um persónulega notkun Internetsins næstu áratugi. Árið 1974 kynntu Vint Cerf og Bob Kahn TCP-samskiptastaðalinn sem þeir end- urskírðu seinna TCP/IP – Transmission Cont- rol Protocol / Internet Protocol. Uppgötvun þeirra markaði straumhvörf í sögu Internets- ins því að það auðveldaði tengingu milli net- kerfa, óháð tölvutegundum og stýrikerfum, enda varð staðallinn seinna opinber staðall Internetsins. Til að halda úti vefsetri þarf svokallaða IP- tölu sem kalla má heimilisfang setursins. Nafngiftin IP vísar þá til TCP/IP-staðalsins. Árið 1984 var kerfi umdæmisheita, DNS (e. Domain Name System), kynnt til sögunnar. Með tilkomu þess breyttist fyrst og fremst viðmót gagnvart nöfnum vefsetra þannig að nú má skrifa nafn vefseturs, til dæmis www.visindavefur.hi.is, í stað IP-tölu vefset- ursins, í þessu tilviki 130.208.165.39. DNS- þjónn sér um að tengja nafnið við rétta IP- tölu. Þegar hér er komið sögu er kominn grunnur fyrir það sem við í dag köllum Int- ernetið, vefinn eða einfaldlega Netið. Af þessu svari má sjá að upphaflegur tilgangur Int- ernetsins tengdist hernaði og hernaðarmætti Bandaríkjanna. Netið var í fyrstu mest notað í háskólum og tengdri starfsemi en smám sam- an hefur það þróast í þann öfluga miðil fyrir hvers konar samskipti manna á milli sem við þekkjum í dag. Daði Ingólfsson, tölvunarfræðingur. Í hvaða löndum er töluð spænska? SVAR: Ef þessarar spurningar hefði verið spurt laust upp úr miðri fimmtándu öld hefði svarið verið stutt og laggott: Í konungsríkinu Kastilíu á Píreneaskaganum. Konungsríkið náði þá einungis yfir hluta Spánar. Í dag er spænska töluð um allan heim – reyndar er hún annað mest talaða tungumálið á eftir kín- versku. Samtals eiga 332 milljónir manna sér spænsku að móðurmáli. Hvað olli þessari breytingu? Fyrst er að nefna hjónaband Ferdinands og Ísabellu árið 1463. Þá sameinuðust konungsríkin Kastilía og Aragón og þar með allt það landsvæði sem í dag er kallað Spánn. Þau ákváðu að kastilíska eða spænska yrði tungumál konungsríkisins og smám saman tók spænska yfir önnur tungumál og mállýskur sem töluð voru í öðrum héruðum Spánar. Árið 1492 kom út fyrsta orðabók spænskrar tungu; orðabók Nebrija. Jafnframt markaði þetta ár upphafið á út- breiðslu spænskrar tungu sem enn hefur ekki verið stöðvuð. Kristófer Kólumbus hélt yfir Atlantshafið í leit að nýjum Indíum og opnaði þannig Rómönsku Ameríku fyrir spænskri tungu. Landvinningamennirnir náðu yfirráð- um í stjórnmálum og trúarbrögðum og tungu- mál þeirra urðu ríkjandi í Rómönsku Ameríku og þess vegna er spænska opinbert móðurmál langflestra landanna þar. Þessi lönd eru Mexíkó, Gvatemala, Hondúras, El Salvador, Níkaragva, Kostaríka, Panama, Kúba, Dóm- iníska lýðveldið, Venesúela, Kólumbía, Ekva- dor, Bólivía, Perú, Paragvæ, Úrugvæ, Argent- ína og Chile. (Í Brasilíu er aftur á móti töluð portúgalska sem kunnugt er.) Stór hluti þess svæðis sem nú telst til Bandaríkjanna tilheyrði Mexíkó allt fram til ársins 1848 og var spænska móðurmál íbúa þess landsvæðis. Þannig bera borgirnar Los Ángeles (engl- arnir), San Francisco (heilagur Frans) og Santa Cruz (helgur kross) í Kaliforníu spænsk nöfn. Á tuttugustu öld hófst svo mikill straum- ur fólks frá Rómönsku Ameríku til Bandaríkj- anna. Í dag er talið að um 40 milljónir manna í Bandaríkjunum hafi spænsku að móðurmáli en íbúar Spánar eru einmitt rúmar 40 millj- ónir. Þó er spænska ekki móðurmál allra Spánverja því að þar er líka töluð baskneska (í Baskalandi), galisíska (í Galisíu), katalónska (í Katalóníu) og valensíska (í Valensíu). Að síðustu má geta þess að spænska er töluð í tveimur borgum í Marokkó sem Spánverjar hafa enn yfirráð yfir. Þær heita Ceuta og Mel- illa. Margrét Jónsdóttir, lektor í spænsku við HÍ. HVER VAR TILGANGUR NETSINS? Hvað eru hveraörverur, hvernig er þróun sól- stjarna háttað, er gáfulegt að byrja að stunda kynlíf 14–15 ára, hvað var Píningsdómur og hversu margir greinast ár- lega með krabbamein á Íslandi? Þessum spurningum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vísindavefnum. VÍSINDI Tony Stone/P Crowther/S Carter Uppruna Netsins má rekja til kalda stríðsins.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.