Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 2003 GLYNDEBOURNE óperan í Bretlandi, sem ekki er síður þekkt fyrir veglegar lautaferðir og prúðbúinn klæðnað sýning- argesta, en óperusýningarnar sjálfar tekur nú til sýningar Tristan og Ísold eftir Richard Wagner. Sýningin þætti ef til vill ekki söguleg nema fyrir þær sakir að þetta er í fyrsta sinn í 69 ára sögu óperuhússins sem Wag- ner er tekinn þar til sýningar. Verk Wagners þykja gjarnan þung áheyrnar, sem ef til vill skýrir að einhverju leyti af hverju verk tónskáldsins hafa ekki áður verið á efnisskránni í Glyndbourne. Að sögn stjórn- anda sýningarinnar, Nikolaus Lehnhoff, var hann líka búinn að reyna lengi að koma Wagner inn í efnisskránna. „Ég er búin að þrýsta á Glyndebourne sl. tíu ár að við setjum Tristan á svið,“ sagði Lehnhoff í viðali við Daily Telegraph, en óperan mun verða fyrsta verk í sumardagskrá óp- eruhússins. Listahátíð í Ruhr Í IÐNAÐARHÉRAÐINU Ruhr í Þýskalandi var sl. haust kynnt til sögunnar ný listahátíð, Ruhr Triennale, en líkt og nafnið gef- ur til kynna þá stendur til að halda hátíðina á þriggja ára fresti. Hitað var upp með nokkr- um kynningaratriðum fyrir há- tíðina sl. haust, flest atriðin verða hins vegar í boði í ár þó að nokkur atriði munu einnig teygja sig fram á næsta vor. Í ár verður fjölbreytt dagskrá í boði, en efnt verður til 23 mismunandi sýninga, auk annarra tónleika, jaðarhátíðar og innsetningar á verki Bill Viola sem þykir lofa sérlega góðu. En innsetningin nefnist Fimm englar fyrir árþús- undið og er henni komið fyrir í gasgeymi í Oberhausen sem hef- ur verið endurbyggður á æv- intýralegan hátt. Thatcher sem innblástur Í AUSTURHLUTA Lundúna má þessa dagana finna sýningu sem tileinkuð er Margaret Thatcher, fyrrum for- sætisráðherra Breta. Sýn- ingin, sem haldin er í Blue gallerí- inu, nefnist einfaldlega Thatcher og er þar leitast við að kalla fram anda Thatcher og það tak sem hún enn í dag hefur á bresku þjóðinni. Meðal þeirra verka sem á sýningunni er að finna má nefna portrett af Thatcher þar sem hún hefur ver- ið sett í hlutverk trúðsins Ronald McDonald, en mikil fjölbreytni í miðlavali einkennir sýninguna þó myndin sem þar er dregin fram af Thatcher sé ekki jákvæð. Þannig hafa önnur verk til að mynda verið unnin í blandaða miðla, sand og jafnvel á klósett- rúllur. Alls tóku þrettán lista- menn þátt í sýningunni, en nokkrir neituðu að taka þátt á þeim grundvelli að andúð þeirra á Thatcher væri slík að hún eyði- leggði möguleika þeirra á að skoða hana í gagnrýnu ljósi. Wagner á Glyndebourne ERLENT Tristan og Ísold á Glyndebourne. Thatcher með aug- um Sean Landers. ALLT frá fyrstu sýningu Þórarins B. Þor- lákssonar á landslagsmálverkum sínum árið 1900, sem jafnframt er fyrsta myndlistarsýn- ingin í íslenskskri listasögu, hefur landslagið verið helsta viðfangsefni og innblástur mynd- listarmanna okkar og sú hefð sem enn í dag vegur hvað þyngst. Olíumálverkið skipar þar veigamikinn sess og þótt óhefðbundin efni hafi hlotið brautargengi á áttunda áratugnum þá er málverkið ennþá sá tjáningarmiðill sem lang- mest sést í sýningarsölum hérlendis. Sem dæmi voru um tvær af hverjum þremur einka- sýningum sem undirritaður fjallaði um á síðum Morgunblaðsins í fyrra, málverkasýningar. Það eru engar kerfislegar leiðbeiningar sem segja okkur til um hvað sé gott málverk eða slæmt, „… en gott kaffi er gott ef það er gott“, sagði Nóbelskáldið okkar, og eiga þau sannindi eins við um málverkið. Flóra á fleti Eggert Pétursson, sem nú sýnir í Gallerí i8, er listamaður sem gengur í landslagshefðina og málar með olíulitum á striga. Ólíkt eldri meisturum okkar er enga víðáttu að sjá í myndum hans. Enga fagra fjallagarða eða tignarlega tinda, heldur tekur hann fyrir flóru landsins, fjallagrös og blóm sem hluta af lands- lagi eða afmarkaðan flöt í nærmynd. Það er þó ekki myndefnið sem er sérstakt eða heillandi við málverk Eggerts. Blómamyndir teljast varla til stórtíðinda í myndlistarheiminum, en það þarf vissa töfra til að gera slík málverk svo áþreifanleg og lifandi sem raun ber vitni. Felst það í handverkinu sem listmálarinn hefur þró- að með myndefninu sleitulaust í 15 ár. Það sem virðast vera mosavaxið lyng og mórauð jörð saman standa af smágerðum pensilförum sem í vissri fjarlægð taka á sig raunsæismynd. Loð- víðir bylgjast til eins og mjúk form og fáeinar holtasóleyjar standa dreifðar og hvítar út úr mosanum og skapa þannig formræna mynd- byggingu líkt og að um abstrakt málverk sé að ræða. Gríðarleg yfirlega og natni er í vinnuaðferð Eggerts. Hann skapar myndina út úr mynd- fletinum líkt og Rembrandt gerði forðum og oft er eins og blómin hreinlega vaxi á strig- anum. Það er heldur ekki fjarri lagi miðað við efnismeðferðina, en Eggert lætur þykkt efnis- ins ráða nokkuð um forgrunninn og bakgrunn- inn í myndunum. Fegurðin í verkum Eggerts felst svo í hinu fínlega, lítilláta og þolinmóða, sem eru, samkvæmt skilgreiningu þýska heim- spekingsins Immanuels Kants, hinar kvenlegu dyggðir, andspænis karllegri ægifegurð, gróf- leika, mikilfengleika, o.s.fv. Eggert hefur undanfarin ár fest sig í sessi á meðal fremstu listmálara landsins og er sýning hans í Gallerí i8 til votts um þá stöðu hans í myndlistarflóru Íslands. Hugmyndaleg og tilfinningaleg nálgun Það eru ótal leiðir til við að skapa málverk, en í grunninn tel ég þó tvær leiðir bera þær allar. Annarsvegar er það þegar listamaður nálgast málverkið út frá innsæi eða tilfinningu, þannig að sköpunarferlið felst í nokkurs konar samtali á milli málarans og sjálfs gjörningsins að mála. Er Eggert Pétursson dæmi um slíkan málara. Hinsvegar er það þegar listamaður nálgast málverkið á hugmyndalegri nótum og sjálfur gjörningurinn að mála felst í því að út- færa hugmynd sem þegar hefur verið mótuð í huga listamálarans á einfaldan og skýran máta. Ég hef gjarnan horft til belgíska mál- arans Rene Magritte sem meistara hinnar hugmyndalegu nálgunar. Málverk hans „Þetta er ekki pípa“ (1928–19), þar sem hann málar mynd af pípu og ritar svo undir Ceci ńest pas une pipe (Þetta er ekki pípa), er eitt af lyk- ilverkum málaralistar á 20. öldinni. Í einfald- leika sínum opnar það þvílíkar gáttir fyrir vangaveltur um eðli hins tvívíða myndflatar að enn er verið að vinna úr því. Rannsóknir í anda Magritte hafa ekki verið sérlega áberandi í málaralist á Íslandi. Af þekktari samtímamál- urum okkar er það helst Sigurður Árni Sig- urðsson sem fylgt hefur þeim eftir og að sumu leyti Sigtryggur Bjarni Baldvinsson, en hann var einmitt tilnefndur til menningarverðlauna DV í ár og kynntur þar undir yfirskriftinni „Hugsuður sem málar“, líkt og það væri eitt- hvað undravert fyrirbæri. Sigtryggur og Sigurður Árni eru báðir komnir vel á fertugsaldurinn en tilheyra þó yngstu kynslóð íslenskra listmálara sem eitt- hvað hafa látið að sér kveða. Lítið sem ekkert hefur borið á listamönnum fæddum eftir 1970 sem fást við málverk sem spunnið er í. Markús Þór Andrésson er þó listamaður, fæddur árið 1975, sem virðist líklegur til að setja mark sitt á málaralistina. Hann heldur nú sína fyrstu „alvöru“ einkasýningu í Englaborg, þ.e. á vinnustofu Sigtryggs Bjarna í sögulegu húsi sem Jón Engilberts listmálari hannaði fyrir sig og sína. Þetta er í fyrsta sinn sem Sigtryggur Bjarni tæmir vinnustofu sína og býður mynd- listarmanni að sýna í rýminu en hann hefur áð- ur sýnt þar sjálfur í tvígang. Öryggi og útsýni Markús hefur á stuttum myndlistarferli unn- ið talsvert með landslagshefðina. Á útskrift- arsýningu sinni frá Listaháskóla Íslands árið 2001 sýndi hann málverk af nokkrum þekkt- ustu fjöllum landsins saman í einni mynd og á sýningunni „Grasrót 2002“ í Nýlistasafninu sýndi Markús lítið sæluhús skreytt að innan með litlum landslagsmyndum. Markús nálgast málverkið á hugmyndalegum nótum og notar jafnvel aðra tjáningarmiðla til þess að varpa nýju ljósi á það. Þ.á m. myndband sem hann varpar á vegginn í Englaborg sem sýnir hand- gert módel af húsinu og máluðu útsýni þar í kring. Myndavélin líður áfram eins og augu vegfarandans sem gengur meðfram húsinu (módelinu) og horfir á handmálað útsýnið. Það eina sem égkyngi ekki alveg varðandi mynd- skeiðið er að módelið hristist allan tímann líkt og í jarðskjálfta og stelur þannig óþarfa at- hygli frá hugmyndinni. Útsýni er einnig við- fangsefni Markúsar í olíumálverkinu „Esjan séð frá Englaborg“. Á miðjan myndflötinn málar hann þann hluta Esjunnar sem sést þeg- ar maður stendur við húsið að framanverðu og alla manngerða hluti sem annars skyggja á fegurð fjallsins, hús, staurar o.s.fv., fletur hann út með hvítum lit. Markús hugsar málverkið gjarnan sem stað- bundið listaverk og/eða rýmisbundið. Til hliðar við innganginn í sýningarsalinn sýnir listamað- urinn málverk af hurð í fullri stærð sem hug- mynd að neyðarútgangi. Hurðin er máluð á pappír og fellur myndin alveg að veggnum og snertir gólfflötinn. Úti fyrir hefur listamað- urinn merkt flötinn þar sem hurðin mundi opn- ast ef hún væri raunveruleg og komið fyrir tröppum þar undir. Í þessu listaverki er Mark- ús á greinilegum slóðum Magritte, að fást við eðli málverksins sem mynd og skapa huglæga rýmiskennd sem Magritte var meistari í. Hann gefur sér þó leyfi til að fara út fyrir sjálfa myndina eða ramma málverksins sem mér þykir einn af styrkleikum listamannsins. Síðasta verkið sem ég vil vekja athygli á er myndröð af ýmsum öryggis- og björgunar- tækjum sem Markús hefur málað á pappír og raðar þeim óreglulega á einn vegginn. Öryggi er eitt þemað sem listamaðurinn hefur unnið með fyrir sýninguna, sbr. neyðarútgangurinn. Öryggis- og björgunartækin sé ég einnig sem tilvitnun í landslagshefðina, þar sem tækin eru notuð við björgunaraðgerðir þegar menn eru slasaðir á fjöllum eða á sjó. Efnistök Markúsar byggjast á köldu raunsæi sem algengt er á meðal listamanna sem nálgast málverkið með þessum hætti. Þ.e. hann bætir engu við útlit hlutanna, málar eft- irmynd þeirra, án þess þó að leggja áherslu á ljósmyndaraunsæi. Er þetta fyrirtaks frum- raun ungs listamanns sem ber að gefa gætur í náinni framtíð. MYNDLIST Gallerí i8 Opið fimmtudaga og föstudaga frá 11–18 og laugardaga frá 13–17. Sýningu lýkur 28. júní. MÁLVERK EGGERT PÉTURSSON Jón B.K. Ransu Gott mál- verk er gott Olíumálverki af neyðarútgangi eftir Markús Þór Andrésson er vel komið fyrir í sýningarsal Englaborgar. Holtasóleyjar í túlkun Eggerts Péturssonar, listmálara. Englaborg Opið á þriðjudögum – föstudags frá 16–18 og um helgar frá 13–18. Sýningu lýkur 25. maí. MÁLVERK OG BLÖNDUÐ TÆKNI MARKÚS ÞÓR ANDRÉSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.