Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.05.2003, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 17. MAÍ 2003 15 Morgunblaðið/Kristinn Kristján Helgason og Antonía Hevesi. Í bakgrunni er verk eftir Hjördísi Frímann í Apótekinu. Næsta v ika Laugardagur Gerðuberg kl. 14–18 Dag- ur hljóðfærisins.Tvíblaða hljóðfærin óbó og fagott verða í aðalhlutverki. Flytjendur eru 19 talsins. Frum- flutt verða verk eftir Atla Heimi Sveinsson, Svein Lúðvík Björnsson og Tryggva M. Baldvinsson. Einnig verða flutt verk eftir Snorra Sigfús Birgisson, Ríkarð Örn Pálsson, Drake Mabry, Francis Poulenc, Antonio Vivaldi og Ludwig van Beethoven. Hallgrímskirkja kl. 15 Barna- og unglingakór Hall- grímskirkju. Hafnarborg kl. 17.30 Krist- ján Helgason baríton og Ant- onía Hevesi píanóleikari flytja íslensk og erlend sönglög. Laugarneskirkja kl. 15 Söngfélag Skaftfellinga flytur íslensk og erlend sönglög und- ir stjórn Violeta Smid. Ein- söngvari er Unnur Sigmars- dóttir sópran. Píanó: Krystyna Cortes. Árbæjarkirkja kl. 16 Kvennakórinn Norðurljós frá Hólmavík. Stjórnandi Sigríður Óladóttir. Undirleikarar eru Stefanía Sigurgeirsdóttir og Gunnlaugur Bjarnason. Á morgun kl. 17, heldur kórinn tónleika í safnaðarheimilinu á Akranesi ásamt færeyskum kammerkór. Hafnarborg kl. 14 Richard Vaux verður með listamanns- spjall. Hann fjallar um verk sín, uppsprettu og þróun hug- mynda og þá tækni sem hann beitir við vinnu sína. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir kl. 16 Opn- aðar verða tvær sýningar: Rússnesk ljósmyndun – yfirlits- sýning. Örn Þorsteinsson – höggmyndir. Listasafn ASÍ kl. 14 Hrafn- hildur Sigurðardóttir sýnir lág- myndir, textílverk og myndverk unnin með tölvutækni í Ás- mundarsal og Gryfju. Listhús Ófeigs, Skóla- vörðustíg kl. 16 Finnska listakonan Veronica Österman sýnir málverk. Gallerí Tukt, Hinu húsinu kl. 16 Björg Guðmundsdóttir sýnir verk er hún tileinkar börnum leikskól- ans Laufásborgar en verkin eru innblásin af litum og leikjum þeirra. Sýningin stendur til 31. maí. Undirheimar, Álafosskvos kl. 15 „Carol skoðar sýn- inguna“ nefnist málverkasýn- ing Gunnars Ingibergs Guð- jónssonar. Verkin eru fíguratív, landslags- og sjávarmyndir. Myndlistarskóli Kópa- vogs, Fannborg 6 kl. 13– 18 Vorsýning nemenda. Á sama tíma á morgun. Einnig er hægt að sjá verk nemenda í Bókasafni Kópavogs út vikuna. Iðnskólinn í Hafnarfirði kl. 14 Vorsýningu nemenda opin alla daga frá kl. 13–17 fram til 31. maí. Listasafn Sigurjóns Ólafs- sonar kl. 14–17 ÓRÓ, vor- sýning sex myndlistarnema á 2. ári í LHÍ: Elísabet Olka Guð- mundsdóttir, Gunnar Már Pét- ursson, Helga Sif Guðmunds- dóttir, Kristín Helga Káradóttir, Rakel Gunnarsdóttir og Þórunn Maggý Kristjánsdóttir. Opið á sama tíma á morgun og helgina 24. og 25. maí. Caffé Kúlture, Hverfisgötu 18 Ljósmyndasýningin Mynd- aðir málshættir. Lokaverkefni útskriftarnema í ljósmyndun við Iðnskólann í Reykjavík. Alls verða 14 verk til sýnis. Þema er túlkun á íslenskum málsháttum og orðtökum. Til 6. júní. Sunnudagur Neskirkja kl. 15 Drengjakór Neskirkju. Á efnisskránni er m.a. frumflutningur á verkum eftir Szymon Kuran, kirkjulegt fjórradda tónverk og verk eftir Hildigunni Rúnarsdóttur, Ill- gresi. Auk þess íslensk og er- lend lög. Stjórnandi er Friðrik S. Kristinsson og undirleikari, á orgel og píanó, Lenka Mát- éová. Hásalir, Hafnarfirði kl. 16 Vortónleikar Skólalúðrasveitar Tónlistarskólans í Hafnarfirði. Fram koma A, B, og C sveitir skólans. Einnig kemur fram Big-band sem er samstarf Tón- listarskóla Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Hjallakirkja kl. 17 Tónlist- arstund: Erla Björg Káradóttir, sópran, Hildur Brynja Sigurð- ardóttir, sópran, Rannveig Káradóttir, flautuleikari, Katal- in Lörincz meðleikari á píanó og orgel, Jón Ól. Sigurðs- son, orgel. Efnisskrá: Allelúja og Ave María eftir Mozart, Pie Jesu eftir Fauré, Consertino fyrir flautu og píanó eftir Cham- inele, orgelverk eftir Bach, Buxtehude, Mendelssohn, Jó- hann Ó. Haraldsson o.fl. Salurinn kl. 17 Tón- menntaskóli Reykjavíkur er 50 ára og efnir til tvennra hátíð- artónleika. Hinir síðari verða á mánudag kl. 20. Einleikarar eru Gunnar Kvaran, selló, Sig- rún Eðvaldsdóttir, fiðla og Sig- urbjörn Bernharðsson, fiðla. Skálholtskirkja kl. 17 Lík- fylgd Jóns Arasonar – Minn- ingartónleikar. Frumflutt verða tvö ný tónverk við ljóð Jóns Arasonar eftir Örlyg Benedikts- son tónskáld. Flytjendur eru: Gerður Bolla- dóttir, sópran, Kári Þormar, orgel og Hjörtur Pálsson, upp- lestur. Dyngjuvegur 8 kl. 16 Rit- höfundasamband Íslands og Gunnarsstofnun efna til dag- skrár í tilefni þess að 114 ár eru liðin frá fæðingu skáldsins Gunnars Gunnarssonar. Erindi flytja Skúli Björn Gunnarsson, forstöðumaður Gunnarsstofn- unar, Óskar Vistdal bók- menntafræðingur og Guðrún Ása Grímsdóttir sagnfræð- ingur. Þjóðmenningarhús kl. 14 Vilborg Dagbjartsdóttir, skáld mánaðarins í Þjóðmenning- arhúsinu, lesa upp nokkur ljóða sinna bæði frumsamin og þýdd. Sum ljóðanna eru óbirt. Þriðjudagur Hjallakirkja kl. 20 Kór Hjallakirkju. Einsöngur: Laufey H. Geirsdóttir, María Guð- mundsdóttir, Gréta Þ. Jóns- dóttir, Hákon Hákonarson og Gunnar Jónsson. Hljóðfæra- leikarar: Lenka Mátéová, org- el, Ásgeir H. Steingrímsson og Guðmundur Hafsteinsson, trompeta. Söngstjóri: Jón Ól. Sigurðsson. Listasafn Reykjavíkur – Ásmund- arsafn kl. 20 Ásmundarsafn fagnar tuttugu ára afmæli sínu í dag með opn- un á yfirlitssýn- ingunni Ás- mundur Sveinsson – Nú- tímamaðurinn. Miðvikudagur Laugarneskirkja kl. 20 Kammerkór Reykjavíkur. Ein- söngvarar úr röðum kórfélaga. Flutt verða lög eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Hallgrím Helga- son, Hildigunni Rúnarsdóttur o.fl. Stjórnandi: Sigurður Bragason. Bjarni Jónatansson, píanó og Hugrún Sif Hall- grímsdóttir, þverflauta. Háteigskirkja kl. 20 Kirkju- kór Háteigskirkju frumflytur verkið Son of God eftir breska tónskáldið James Whitbourn. Saxafónleikari í verkinu er Jóel Pálsson. Einnig verða flutt verk eftir Elgar, Mendelssohn og fleiri. Kórinn heldur einnig tón- leika í Selfosskirkju 23. maí kl. 20. Stjórnandi er Douglas A. Brotchie. Fimmtudagur Háskólabíó kl. 19.30 Sin- fóníuhljómsveit Íslands. Rich- ard Wagner. Einsöngvari: Magnea Tóm- asdóttir. Hljóm- sveitarstjóri: Gregor Bühl. Salurinn kl. 20 Áfram veginn – Söngtónleikar. Margrét Stef- ánsdóttir sópran og Hrefna Eggertsdóttir píanó- leikari flytja íslensk sönglög, erlend söngljóð eftir Strauss, Brahms og Fauré og óp- eruaríur. Ýmir kl. 20.30 Snæfell- ingakórinn í Reykjavík flytur m.a. íslensk þjóðlög, norrræn lög og madrigala. Kórinn fagnar um þessar mundir 25 ára söngafmæli. Undirleikari er Lenka Máteová og Söng- stjóri Friðrik S. Kristinsson. Garðatorg kl. 21 Ríó tríó. Aðgangur er ókeypis. Tilkynningar sem birtst eiga á þessari síðu þurfa að berast í síðsta lagi kl. 11 árdegis á fimmtudegi. Sjá einnig mbl.is/ staður og stund. Gerður Bolladóttir Magnea Tómasdóttir Ásmundur Sveinsson Listhús Ófeigs, Skóla- vörðustíg: Finnska listakon- an Veronica Ögerman. Til 4.6. Undirheimar, Álafoss- kvos: Gunnar Ingibergur Guðjónsson. Til 17.6. Þjóðarbókhlaða: Ólöf Nordal. Til 14.6. Þjóðmenningarhúsið: Handritin. Landafundir. Skáld mánaðarins: Vilborg Dag- bjartsdóttir. Íslandsmynd í mótun – áfangar í kortagerð. Til 8.8. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. Leikhús Þjóðleikhúsið Stóra sviðið: Rauða spjaldið, fim. Með fullri reisn, lau., fös. Allir á svið, sun. Smíðaverkstæðið: Veisl- an, sun. Herjólfur er hættur að elska, frums. fim. Borgarleikhúsið: Stóra svið: Öfugu megin uppí, lau. Púntila og Matti, fim. Sól & Máni, fös. Íslenski dansflokkurinn: 30 ára afmælissýning „Dans fyrir þig“, sun. „Dansleikhúsið á þakkir skildar fyrir framtakið. Að mínu mati eiga dansararnir enn nokkuð í land en æfingin skapar meistarann.“ Mbl. LÍ. Nýja svið: Sumarævintýri, lau., fim. Maðurinn sem hélt... fös. Gesturinnm, sun. Dansleikhús JSB, lau., þrið. Þriðja hæðin: Píkusögur, sun. Litla svið: Stígvélaði kött- urinn, lau. Rómeó og Júlía, lau. Hafnarfjarðarleikhúsið: Gaggalagú, sun. Nasa v. Austurvöll: Sello- fon, lau., fim., fös. Nemendaleikhúsið, Sölv- hólsgötu 13: Tvö hús, lau., sun., mið., fim., fös. Tjarnarbíó: Leikfélag Hólmavíkur. Sex í sveit, lau. Myndlist Englaborg Markús Þór Andrésson. Til 25. maí. Galleri@hlemmur.is: Steingrímur Eyfjörð. Til 25.5. Gallerí Kambur, Rang- árvallasýslu: Teikningar eftir listamennina Anne Ben- nike og William Anthony. Til 1.6. Gallerí Skuggi: Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir og Pétur Magnússon. Til 18.5. Gerðarsafn: Gerður Helga- dóttir – 75 ára – Yfirlitssýn- ing. Til 17.6. Gerðuberg: Íslenska búta- saumsfélagið sýnir ný teppi og Gunnar K. Gunnlaugsson sýnir ljósmyndir. Til 1.6. Hafnarborg: Richard Vaux. Aðalheiður Ólöf Skarphéð- insdóttir. Hjördís Frímanns. Til 26.5. Hallgrímskirkja: Listvefn- aður Þorbjargar Þórð- ardóttur. Til 26.5. Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi: 101Gull – samsýning ellefu gullsmiða við Laugaveginn. Til 25.5. Hús málaranna, Eið- istorgi: Einar Hákonarson. Til 7. júní. i8, Klapparstíg 33: Eggert Pétursson. Til 28.6. Kling & Bang, Laugavegi 23: Börkur Jónsson. Til 1.6. Listasafn Akureyrar: Ís- land, Grænland og Færeyjar skoða hvert annað. Ragnar Th. Sigurðsson ljósmyndir. Til 1.6. Listasafn Einars Jóns- sonar: Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14–17. Lista- safn Reykjanesbæjar: Sigurbjörn Jónsson. Til 24.5. Listasafn Reykjavíkur – Kjarvalsstaðir: Rússnesk ljósmyndun – yfirlitssýning. Örn Þorsteinsson – högg- myndir. Til 15.6. Listasalurinn Man, Skóla- vörðustíg: Málverkasýning Ellu Magg. Til 18.5. KRISTJÁN Helgasonbaríton heldur ein-söngstónleika íHafnarborg í dag kl. 17.30. Undirleikari á pí- anó er Antonía Hevesi, pí- anóleikari og organisti. Á efnisskránni eru ís- lensk og erlend sönglög sem tengj- ast yf- irskrift tónleikanna, „Dauðinn – Ástin“. Kristján útskrifaðist frá kennaradeild Söngskólans í Reykjavík vorið 1997 en hefur undanfarið notið leiðsagnar Öldu Ingibergs- dóttur. Hvernig líst þér á að fara að starfa sem söngv- ari? „Undanfarin ár hef ég verið að syngja í jarð- arfarakórum, en er nú tilbúinn að stíga þetta skref. Markmiðið með þessum tónleikum er m.a. að verða betri söngvari með því að takast á við þetta verkefni. Tónleikarnir eru ekki einasta frumraun Kristjáns sem einsöngvari heldur einnig sem sönglagasmiður því að á tónleikunum frum- flytur hann tvö sönglög við ljóð Ævars Arnar Jós- epssonar, útvarpsmanns og spennusagnahöfundar. Hefurðu lengi fengist við lagasmíðar? „Ég hef lengi daðrað við lagasmíði en aldrei mark- visst fyrr en nú. Við Ævar Örn erum gamlir vinir úr fjölbrautaskóla og fékkst hann þá töluvert við ljóða- gerð. Ég bað hann að semja fyrir mig ljóð fyrir þessi þemu og brást hann vel við þeirri bón minni. Fyrra ljóðið nefnist Innlit en þar gengur sögumaður fram á lík við óvenjulegar aðstæður. Ástin er yrkis- efni síðara ljóðsins sem heitir „Ég man … eftir“.“ Hvernig tónleikar eru þetta? „Tónleikarnir eru hefð- bundnir en jafnframt teygi ég svolítið á hinum hefð- bundna ramma, en við söngvararnir erum svo heppnir að þar eru ennþá einhverjar reglur að brjóta. Ég flyt verkin í þeirri röð að þau marka nokkurs konar framvindu og mætti jafnvel líkja því við leiksýningu.“ Á efnisskránni eru einn- ig lög eftir Jón Leifs, Ger- ard Finzi, Eyþór Stefáns- son, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Wagner, Schubert, Kaldalóns, antik- aría eftir Gluck, ungverskt þjóðlag, söngleikjalög og lýkur tónleikunum á Hamraborginni. Dauðinn og ástin, vísar það í einhvers konar upp- risu? „Ég var lengi að leita að verðugu viðfangsefni og datt svo niður á dauðann og ástina. Já, það má segja að ég upplifi þetta svolítið eins og fuglinn Fönix, að rísa úr öskustónni. Maður er jú alltaf að deyja og endurfæðast.“ Kristján er með önnur járn í eldinum því að fram undan er þátttaka í mynd- listarsýningu á listahátíð- inni Björtum dögum í Hafnarfirði í júní. Fleiri í fjölskyldunni standa einnig í ströngu þessa dagana því sýning Hjördísar Frímann, konu Kristjáns, stendur nú yfir í Apótekinu í Hafnarborg. Sýning hennar nefnist „Elskaðu mig blítt – mál- verk“. Teygt á tilfinningaskalanum STIKLA Einsöngs- tónleikar í Hafnarborg WISHING Well – Óska- brunnur nefnist sýning Heklu Daggar Jóns- dóttur sem nú stendur yfir í Vélasal Listaskóla Vestmannaeyja. Sýn- ingin er liður í sýning- arröðinni Myndlistarvor Íslandsbanka í Vest- mannaeyjum. Hekla sýnir ljósmyndir sem teknar voru í anddyri bíósalar í Los Angeles. Einnig hefur hún byggt brunn í miðju salarins, óskabrunn og óskaskálar. Hluti af innsetningunni verða vinir og vandamenn sem Hekla hefur boðið á sýninguna nú um helgina. „Dýnum og svefnpokum verður raðað í kringum brunninn og sofna gestir með hugann fullan af óskum og róandi gutl brunnsins. Sýningunni lýkur ekki fyrr en gestirnir fara aftur í Herjólf á sunnudagskvöld“ segir Hekla Dögg. Óskabrunnur Heklu Daggar Ljósmyndin er tekin af gólfi í anddyri bíó- salar í Los Angeles.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.