Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Qupperneq 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MAÍ 2003
Á
FERLI sínum uppskar Páll
S. Árdal heimspekingur
ríkulega sem hann sáði til
og varð strax um miðjan
aldur fyrstur íslenskra
heimspekinga til að geta
sér orð á alþjóðlegum vett-
vangi. Eftir hann liggja
tímamótaverk sem vitnað er til af öllum helstu
fræðimönnum á þeim sviðum sem hann lét sig
varða. Páll féll frá í marsmánuði sl. eftir lang-
varandi veikindi. En hver var þessi maður?
Sjúklingur, dúx og verðlaunahafi
Páll S. Árdal fæddist á Akureyri 1924, en
fluttist til Siglufjarðar sjö ára gamall. Á tólfta
ári veiktist hann af brjósthimnubólgu og var
sjúklingur næstu tvö árin, þar af rúmfastur
töluverðan tíma. Eftir þá legu var Páll sendur
að Kristneshæli, en þar var móðir hans sjúkling-
ur fyrir.
Á æskuheimili hans var menntun mikils met-
in og vafalítið hefur það veganesti veitt honum
kjark og þor til að takast á við það örðuga verk-
efni að brjótast til mennta eftir undangengin
veikindi. Hann lauk stúdentsprófi frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1944 og hélt sama ár til
framhaldsnáms við Edinborgarháskóla, en til
þessa náms hlaut hann námsstyrk til fjögurra
ára. Í upphafi hugðist Páll leggja stund á tungu-
mál, latínu og frönsku, en tók brátt til við heim-
spekinám, en til þess segist hann hafa verið
neyddur af illri kvöð í upphafi. Páll flutti aftur til
Íslands og var þar á árunum 1949–1951, en þann
tíma kenndi hann við Menntaskólann á Akur-
eyri. Þá hélt hann aftur til náms í Edinborg, að
þessu sinni styrktur af sjóði Hannesar Árnason-
ar prestaskólakennara. (Mér telst til að hann
hafi verið þriðji námsmaðurinn sem hlaut styrk
úr þeim sjóði, en á undan honum höfðu þeir Sig-
urður Nordal og Guðmundur Finnbogason hlot-
ið styrk úr sjóðnum.)
Í Edinborg hóf Páll fljótt kennslu með námi
og 1958 hlaut hann fasta kennarastöðu við skól-
ann sem hann gegndi fram til ársins 1966 er
hann lauk doktorsprófi. Þá hélt hann sem gisti-
prófessor til Dartmouth College í Bandaríkj-
unum og síðan Toronto-háskóla í Kanada. Árið
1969 bauðst honum síðan prófessorstaða við
Queen’s University í Kingston, Ontario í Kan-
ada þar sem hann bjó og starfaði alla tíð síðan.
Queen’s-háskólinn heiðraði Pál árið 1984 með
því að skipa hann Charlton prófessor við heim-
spekideild skólans en sú staða er heiðurssæti
ætlað þeim er mest afrek hefur unnið í heim-
speki við skólann. Háskóli Íslands skipaði síðan
Pál heiðursdoktor við heimspekideild árið 1991.
Páll birti mikinn fjölda ritverka á bókum og í
tímaritum. Er þar helst að telja bókina Passion
and Value in Hume’s Treatise (1966) er hefur að
geyma meginefni doktorsritgerðar hans, Sið-
ferði og mannlegt eðli (1981) sem að stofni til er
byggð á svokölluðum Hannesar Árnasonar fyr-
irlestrum sem Páll flutti í útvarpi 1976 og nú síð-
ast Passions, Promises and Punishment sem út
kom árið 1999 og er safn helstu greina hans um
heimspeki.
Páll starfaði lengi að félagslegum málefnum.
Vann m.a. umtalsvert með föngum í heimabæ
sínum Kingston og kenndi þeim t.a.m. siðfræði.
Hann starfaði í ráðgjafarnefndum sjúkrahúsa
um siðferðileg málefni og lét til sín taka í mál-
efnum Parkinson-sjúklinga, en hann var sem
kunnugt er í þeirra hópi. Þá skrifaði Páll leik-
þátt um málefni Parkinson-sjúklinga sem hann
kallaði „Leikarnir“ þar sem hann dró upp grát-
broslega mynd af hlutskipti sjúklinganna.
Lífsförunautur: David Hume
Víkjum þá að heimspeki Páls. Ég vil byrja á
því að gefa stutt yfirlit yfir þann vettvang innan
heimspekinnar þar sem Páll hefur mest látið til
sín taka. Þar er einn heimspekingur fyrirferð-
armeiri en flestir aðrir, Skotinn David Hume.
Heimspeki hans nýtur mikillar hylli seinni tíma
manna þó svo að segja verði að samtíðarmenn
hans hafi aldrei veitt honum þá viðurkenningu
sem honum bar. Allt fram á okkar daga var það
sá þáttur heimspeki hans sem fjallar um þekk-
ingarfræði sem hélt nafni hans á lofti og nægir
þar að nefna áhrif hans á pósitívista fyrr á þess-
ari öld til þess að skynja mikilvægi hans.
Hume sendi frá sér tvö höfuðrit í heimspeki
sem mestu skipta fyrir þá heimspeki sem ég vil
gefa innsýn í hjá Páli. Þetta eru ritin Ritgerð um
mannlegt eðli (Treatise of Human Nature) og
Rannsókn á skilningsgáfunni og undirstöðum
siðferðisins (Enquiries Concerning Human
Understanding and the Principles of Morals).
Hume kvartaði undan því alla sína tíð að fyrra
ritið hefði verið misskilið og vanmetið og segja
má að seinna ritið hafi verið tilraun hans til að
skýra kenningar þess fyrra og betrumbæta og
setja fram nýjar skoðan-
ir sínar á sama viðfangs-
efni, enda leið nokkur
tími á milli útgáfa þess-
ara tveggja rita eða alls
um tólf ár. Mismunandi
áherslur og framsetning
efnis í bókunum tveimur
leiddu seinni tíma menn
til hæpinna ályktana um
siðfræðikenningar Hum-
es og það er hér sem Páll
hefur hvað mest komið
við sögu. Með bók sinni
Passion and Value in
Hume’s Treatise tekst
hann á við að eyða marg-
víslegum misskilningi og
benda á nýjar leiðir til
skilnings á heimspeki
Hume. Í þessu efni má
fullyrða að Páli hafi tek-
ist svo rækilega að um-
bylta hugmyndum
manna um heimspeki
Humes að við blasir al-
gerlega ný sýn á kenn-
ingar hans um sálarfræði
og siðfræði. Þannig segir til dæmis kanadíski
heimspekingurinn Fred Wilson sem ritar inn-
gang að greinasafni Páls að „Passion and Value
hafi valdið mikilvægum straumhvörfum í skiln-
ingi manna og túlkun á mikilvægasta verki
Humes“.
Hvað var nýtt?
Áður en Páll setti fram hugmyndir sínar var
jafnan annaðhvort litið á Hume sem efahyggju-
mann og þekkingarfræðiheimspeking (eins og
hann setti fram kenningar sínar í fyrsta hluta
Treatise) eða siðfræðihugsuð eins og kenningar
hans birtust í þriðja hluta sömu bókar. Engum
datt í hug að tengja þetta tvennt og líta á bók-
arhlutana þrjá sem eina heild. Engum hafði
dottið í hug að bók um ástríðurnar væri lykill að
tengingu þessara tveggja heimspekihugmynda,
þ.e. þekkingarfræði og siðfræði. Þessi afstaða á
sér þá skýringu helsta að seinni tíma ritverk
Humes Enquiries, sem ætlað var að einfalda og
skýra betur það sem Hume taldi að sér hefði
mistekist að koma á framfæri í Treatise, hafði
ekki að geyma neinn samsvarandi miðhluta og
bókarkaflinn um ástríðurnar í Treatise. Þetta
bil brúaði Páll. Með túlkun sinni tekst Páli ekki
aðeins að gerbylta hugmyndum manna um sið-
fræði og þekkingarfræði Humes eins og nánar
verður vikið að, heldur einnig að staðsetja hann
aftur í sínu rétta sögulega samhengi. Umræða
um ástríðurnar var samtíma Humes mjög mik-
ilvæg og sú mynd sem áður var dregin upp af
honum sem heimspekingi er ekki gerði grein
fyrir hlutverki ástríðnanna var ákaflega ein-
kennileg í hugmyndasögulegu samhengi séð.
Þetta leiðrétti Páll auk þess að draga athygli
samtíðar sinnar aftur að mikilvægum viðfangs-
efnum í umræðunni um siðferði.
Hume segir reyndar sjálfur að ekki sé nauð-
synlegt að skilja allar hugmyndirnar í fyrstu
tveimur bókum Ritgerðarinnar (Treatise) til
þess að skilja þriðju bókina. Höfuðviðfangsefni
Páls var að sýna fram á að siðfræði Humes í
þriðju bókinni væri reist á sálarfræði hans og að
kenning hans um siðgæði væri reist á kenning-
unni um tilfinningalífið.
Á þessum tíma var mönnum ráðgáta hvers
vegna Hume hafði varið svo miklum hluta bók-
arinnar um ástríðurnar til þess að fjalla um fjór-
ar höfuðdyggðir, þar sem
ekki var ljóst að þær
hefðu nokkru mikilvægi
að gegna í annarri um-
ræðu í bókunum tveim-
ur.
Páll setur síðan fram
þá nýstárlegu kenningu
að það sem Hume segi í
sálarfræði sinni sé lykil-
atriði í siðfræði hans,
nefnilega að dómar um
dyggðir séu ákveðnar
ástríður, þar sem Hume
telur að allt siðferðilegt
mat okkar á öðrum
mönnum sé bókstaflega
fólgið í vissum tegundum
þessara fjögurra
ástríðna. Frumkenndirn-
ar fjórar eru í rauninni
þær tilfinningar sem við
berum í brjósti þegar við
bregðumst vel eða illa við
eiginleikum manna. Í
þessum tilfinningum er
fólgið mat. Að vera stolt-
ur eða hreykinn er að
meta sjálfan sig mikils. Að blygðast eða skamm-
ast sín er að meta sig lítils að einhverju leyti.
Á sama hátt er ást það að meta annan mann
mikils og hatur að meta annan lítils. Við getum
brugðist vel eða illa við gerðum okkar sjálfra og
annarra manna og frumkenndirnar fjórar eru
þær tilfinningar sem þessi viðbrögð eru fólgin í.
Þannig verða þessir dómar um eiginleika, dóm-
ar um dyggðir manna. Það sem Hume telur sig
vera að sýna fram á með greiningu sinni á til-
finningum og ástríðum er að þær geti mótast af
hlutlægum eiginleikum. Þannig getum við hatað
stjórnmálamann fyrir þær hugmyndir sem
hann hefur í frammi, en það mat er algjörlega
óháð persónu hans. En ef mat okkar á öðrum
mönnum er þannig byggt á ástríðunum fjórum
er ekki þar með sagt að slíkt mat sé hlutlaust,
slíkt getum við ekki vitað með vissu því það
verður ekki sannað. Þeirri skoðun að slíkt verði
að sanna barðist Hume dyggilega á móti. Það að
við höfum ekki rétt til að halda neinu fram nema
því sem hægt er að sanna leiðir menn aðeins til
mestu svartsýni, segir Hume. Okkur er gefið
það sem Hume kallar „náttúrulega tilhneig-
ingu“ til þess að álíta heiminn af einum toga
spunninn fremur en annan. Hume telur að mat
okkar á hlutunum í kringum okkur sem við höf-
um reynslu af fyrir tilstilli skynfæranna, sé ekki
áreiðanlegt þar sem afstaða okkar til þeirra hef-
ur áhrif á hvernig þeir birtast okkur. Lykillinn
að skilningi hér er sá, að við leggjum til grund-
vallar raunverulega eiginleika hlutanna, en ekki
einungis skynjanir okkar, vegna þess að við vit-
um hvernig hlutirnir myndu líta út við aðrar að-
stæður. Slíkar ályktanir eru okkur nauðsynleg-
ar og samfélag okkar byggist á því hvað við
teljum vera raunverulegt eðli hlutanna. Við höf-
um með okkur samkomulag um hvernig meta
og mæla skuli þessa hluti og án slíks samkomu-
lags gætum við ekki skipst á skoðunum. Sama
máli gegnir um siðferðilegt mat okkar á mönn-
um. Það er þetta sem felst í náttúrutrú Humes,
eins og Páll benti á.
Hin eldri skoðun var í grófum dráttum sú að
Hume teldi að það væru eingöngu sálfræðilegar
skýringar sem sýndu hvernig þessu mati okkar
er háttað. Skilningur Páls er hins vegar sá að
Hume haldi því einnig fram að það sé góður
hlutur að við séum þannig gerð að hlutirnir séu
til óháð skilningi okkar.
Það sem er mikilvægast í heimspeki Humes
er það að hann opnaði nýjar leiðir til skilnings á
siðferðilegu mati. Það er ekki nóg að beina at-
hyglinni að því hvað sé gott og hvað sé illt, rétt
og rangt, en þessi fjögur hugtök eru þau sem
flestir heimspekingar reyndu að skilja, en í
heimspeki Humes er bent á það að ólíkt sé að
elska mann og virða, eiginleikarnir eru ekki þeir
sömu. Réttlátur maður þarf ekki að vera næmur
fyrir tilfinningum annarra. Hugmyndin um ást-
ríður og tilfinningar og að þær séu tengdar
reynslu okkar á marvíslegan hátt er það mik-
ilvægasta sem hafa má og læra af siðfræði
Humes að mati Páls.
Með rannsókn sinni tókst Páli að sýna fram á
að þrátt fyrir að seinna höfuðrit Humes, Rann-
sóknirnar, hefði ekki að geyma höfuðkafla um
sálarlífið og eðli tilfinninganna þá hefði þessi
sama bók að geyma sömu grundavallarþættina.
Greinarmunurinn er hins vegar sá að í seinna
ritinu beitir Hume nýjum hugtökum í stað
þeirra gömlu, er gegna sömu hlutverkum. Sál-
arfræðihugmyndir Humes um tilfinningalífið
gegna sem fyrr höfuðhlutverki í siðfræði hans.
Gott dæmi hér að lútandi er umræða hans um
samhygð.
Kenningunni um samhygð er einkum ætlað
tvennt: Að vera altæk skýring á þeim siðferði-
legu vandamálum sem Hume fæst við og að
skýra flutning tilfinninga manna í millum. Eitt
þeirra dæma sem Hume beitir til þess að skýra
hlutverk samhygðarinnar sem tilfinningaflutn-
ings hljóðar svo:
„Líkt og hreyfing eins þáttar flyst til annarra
í jafnspunnum þræði flytjast tilfinningar frá
einum manni til annars og framkalla samsvar-
andi hræringar í brjósti sérhverrar mann-
skepnu.“
Eins og við höfum áður séð telur Hume að
siðadómar séu reistir á siðferðilegum tilfinning-
um sem hann kallar óbeinar tilfinningar (indi-
rect passions). En orsakaskilyrði þessara
óbeinu tilfinninga telur hann vera ákveðna sam-
einingu hughrifa (association of impressions).
Af þessum ástæðum hefur því verið haldið fram
að í þeim tilfellum þar sem að einstaklingur er
ekki beinn þátttakandi geti hann ekki fundið til
þeirra tilfinninga sem nauðsynlegar eru til þess
að sameining hughrifanna eigi sér stað, án þess
að samhygðarlögmálið um flutning tilfinning-
anna komi til sögunnar. Hume beitir gjarnan
fyrir sig dæmum um spegilmyndir eða bergmál
til þess að skýra virkni samhygðarlögmálsins.
Hér verður að hafa í huga að samhygð í þessum
skilningi gerir ráð fyrir því að það sé eitthvað
raunverulegt sem á að flytja, á sama hátt og
bergmál krefst raunverulegs hljóðs eða speg-
ilmynd einhvers sem ekki er spegilmyndin sjálf.
Hume verður fljótt ljóst að þessi samlíking leið-
ir hann á villigötur því ef samlíkingin væri rétt-
mæt yrði hann að halda því fram að siðadómar
okkar byggðust á raunverulegum afleiðingum
mannlegrar breytni. En svo er ekki því eins og
Hume bendir réttilega á sjálfur þá breytum við
ekki mati okkar á dyggðum prýddum manni
fyrir það eitt að honum gefst ekki kostur á að
sýna dyggð sína í verki. Hetja tapar þannig ekki
hetjulund sinni við það eitt að vera varpað í dýfl-
issu og þar með varnað þess að sýna hetjuskap
sinn í verki.
Með tilliti til þessa og annarra vandkvæða
breytir Hume greinargerð sinni fyrir samhygð-
inni lítillega þannig að lögmálið um flutning til-
finninganna víkur að nokkru leyti, en þess í stað
setur hann fram hugmynd um lögmál ímynd-
unarinnar. Þessari breyttu áherslu til stuðnings
nefnir hann dæmi og segir: „Er ég renni augum
mínum yfir spjöld bókar ímynda ég mér að ég
heyri allt sem þar er að finna: og einnig fyrir til-
stilli ímyndunarinnar, þá finn ég til þeirra
óþæginda sem flutningur hennar myndi veita
flytjandanum. Þessi óþægindi eru ekki raun-
veruleg …“
Í þessu dæmi eru óþægindin eða ánægjan,
sem við höfum samhygð með, ekki raunveruleg
heldur ímynduð. Hér er engin þörf á neins kon-
HEIMSPEKINGURINN
PÁLL S. ÁRDAL
Páll S. Árdal var prófessor emeritus við
Queen’s University of Kingston og heið-
ursdoktor við Háskóla Íslands.
„Í vissum skilningi ætti heimspeki ekki að vera sérstakt
fag, heldur miklu fremur viðhorf, eða gagnrýnið sjón-
arhorn til veruleikans, þar sem menn reyni að mynda
sér skynsamlega skoðun á stöðu sinni í veru-
leikanum.“ Þessi orð eru höfð eftir Páli S. Árdal heim-
spekingi en hér er sagt frá ævi hans og verkum.
E F T I R J Ö R U N D G U Ð M U N D S S O N