Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Page 11
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MAÍ 2003 11
ar tilfinningaflutningi líkt og Hume taldi upp-
haflega nauðsynlegan. Samkvæmt þessum
skilningi fer siðferðilegt mat okkar fram með
þeim hætti að við beitum fyrir okkur óhlut-
drægu sjónarmiði og byggjum dóma okkar á
þeim almennu reglum sem Hume tilgreinir í
greinargerð sinni fyrir samhygð. Með þessu
móti höfum við samhygð með ímynduðum til-
finningum ímyndaðra félaga okkar. Ímyndunin
hjálpar okkur til þess að átta okkur á því sem
Hume kallar „líklega tilhneigingu“ hlutanna og
það hvernig þessar líklegu tilhneigingar hafa
áhrif á mat okkar á hlutunum sem við dæmum
um. Að áliti Humes breytist sú hugmynd sem til
verður í huga okkar um tilfinningar annarra
smám saman úr því að vera hugmynd um til-
teknar tilfinningar, yfir í raunverulega tilfinn-
ingu í okkur sjálfum, þegar við eitt sinn höfum
orðið fyrir áhrifum og sýnum samhygð. Á þenn-
an hátt verður hugmyndin um þjáningu annarra
að minni eigin þjáningu og þar með er loks kom-
inn grundvöllur að hinni langþráðu lausn sem
Hume setti upphaflega stefnuna á að finna,
nefnilega hvers vegna við berum umhyggju fyr-
ir öðru fólki sem kemur okkur ekki hætishót við.
Þetta dæmi af rannsókn Páls á meðferð
Humes á hugtakinu samhygð sýnir svo ekki
verður um villst hvers eðlis rannsóknir Páls á
heimspeki Humes eru. Hann dregur fram með
skýrum hætti gildi hinna sálarfræðilegu for-
sendna sem Hume gefur sér fyrir allri grein-
ingu á siðferði og siðlegri breytni manna. Hún
felur einnig í sér, þegar grannt er skoðað, þá
staðreynd að Hume heldur sömu grundvallar-
kenningum fram í fyrra og seinna meginriti
sínu, ólíkt því sem talið var, en framkvæmir ein-
ungis minniháttar breytingar til þess að styðja
skoðanir sínar sterkari rökum. Þessi efnismeð-
ferð Páls hefur því orðið til þess að auðga um-
ræðu samtímaheimspekinga um siðfræðileg
efni, þar sem hann dregur aftur fram í dags-
ljósið þá mikilvægu hlið sem umræðan um
greiningu tilfinninganna fyrir siðfræðina er.
Loforð
Margt í rannsóknum Páls á heimspeki Hum-
es leiddi hann á vit annarra viðfangsefna innan
siðfræðinnar án þess að þær komi heimspeki
þess fyrrnefnda beinlínis við, en grunnskilning-
ur Páls á Hume felur í sér vissan slikning á mik-
ilvægum viðfangsefnum innan siðfræðinnar.
Helstu dæmi þar um eru viðfangsefni líkt og
refsingar, samningar og loforð, en eftir Pál ligg-
ur nokkur fjöldi greina um þessi viðfangsefni.
Fátt eitt verður kannski sagt um þau viðfangs-
efni hér, en ef við lítum t.d. á loforð þá er það
einkum tvennt sem skiptir máli og Páll hefur
lagt til umræðunnar.
Annars vegar hefur því verið haldið fram að
loforð séu staðhæfingar og hins vegar að loforð
séu í raun eitthvað sem kalla má „munnlegur
verknaður“. Munurinn á þessu tvennu felst í því
að þegar sagt er „ég lofaði þér því í gær að hitta
þig í dag“ þá er það loforð en ekki staðhæfing.
Páll hefur bent á að þetta tvennt getur farið
saman. Loforð getur verið hvorttveggja stað-
hæfing og munnlegur verknaður. Það er ná-
kvæmlega sami hlutur að segja „ég lofaði að
hitta þig í dag“ og „ég lofa að hitta þig á morgun,
og það er loforð“ vegna þess að í seinna tilfellinu
er einfaldlega verið að gefa staðhæfingu um
framtíðina.
Seinna atriðið sem þýðingarmikið er í um-
ræðunni um loforð er sú skoðun Páls að það sé
ekki skylda okkar að halda loforð sem slík og
hér ganga skoðanir hans í berhögg við það sem
almennt hefur verið álitið um efnið af öðrum
heimspekingum. Því hefur verið haldið fram að
loforð séu sérstök ábyrgðarskuldbinding. Páll
bendir á að þetta sé alrangt. Loforðum fylgir
engin skylda því að ef við lofum einhverju og
komumst síðar að því að ósiðlegt sé að halda
þetta loforð þá höfum við æðri skyldur til að
halda það sem siðlegt er. Þetta verður ljóst ef
litið er á aðstæður þar sem loforð eru gefin en
málsaðilar hætta síðan að hafa áhuga á efndum
þeirra. Makar lofa gjarna því að vera hvor öðr-
um trúir, en annar aðilinn kemst e.t.v. að því síð-
ar að hinn aðilinn hefur engan áhuga á því að
honum sé sýndur trúnaður. Í slíkum tilfellum
segir Páll að það sé í besta falli misskilningur
eða ofstæki að halda því fram að skyldan til þess
að halda loforð hafi ekki fallið niður.
Við getum í raun aðeins sagt sem svo: Ef það
er öðru fólki í kringum mann mikilvægt að það
geti byggt traust sitt á því að maður haldi gefin
loforð vegna þess að maður hafi vakið traust
þess þá ber skylda til þess að halda loforð. En að
loforð beri ætíð að halda sem slík, óháð aðstæð-
um eða hverjum lofað er, er alrangt að mati
Páls.
Andi Humes í verki
– hagnýt heimspeki
Víst er að Skotinn Hume hefur ekki haft
minni áhrif á hugsun Páls sjálfs um siðfræðileg
efni. Ýmsar grunnhugmyndir í siðfræði Humes
ganga sem rauður þráður í gegnum verk hans
og birtast lesandanum gjarnan í heillandi, frum-
legum og skemmtilegum útfærslum. Það er
kannski ekki hvað síst mikilvægt að í allri túlkun
Páls á heimspeki Humes dregur hann fram við-
fangsefni sem alltof sjaldan sjást í samtímaum-
fjöllun um siðfræði. Hér á ég við að viðfangsefni
Páls hafa jafnan verið af þeim toga sem tekur til
þess sem gildi hefur fyrir daglegt líf fólks. Í
þessu hefur Páll verið samkvæmur sjálfum sér
og valið sér viðfangsefni sem hafa þessa tilhöfð-
un. Ennfremur hefur hann alla tíð haft það að
leiðarljósi í skrifum sínum að framsetning hans
á efninu sé sem einföldust og skrifuð á máli sem
allur almenningur getur skilið. Í þessu hefur
Páll löngum verið trúr þeirri skoðun sinni að ef
menn geti hugsað skýrt um eðli sitt og tilver-
unnar þá megi bæta tilveru þeirra. Um þetta
hefur Páll sjálfur sagt eftirfarandi:
„Það verður kannski seint sannað að skýr
hugsun leiði til betra lífs en ég hef lengi haft þá
trú að nauðsynlegt sé að heimspekingar fari út í
samfélagið og tali við fólk, líkt og ég hef gert í
starfi mínum meðal fanga, um gildi lífsins og yf-
irleitt allar þær hugmyndir sem heimspekingar
fást við og reyna að skilja.
Það vakti athygli mína, þegar ég starfaði
meðal fanga, þegar ég áttaði mig á því að jafnt
heiðvirðir borgarar sem glæpamenn hafa gjarn-
an sömu hugmyndina um refsingar, nefnilega
þá að afbrotamenn eigi illt eitt skilið. Því ver
sem farið sé með þá því betri verið heimurinn á
eftir og réttlætinu þannig fullnægt. Þessi hug-
mynd er nátengd þeirri að menn geti afplánað
sekt sína með því að vera óhamingjusamir, – að
menn borgi fyrir sekt sína með því að þjást.
Þetta álít ég alranga skoðun,“ segir Páll, „það
eina sem skiptir máli fyrir þann sem afplánar
refsingu er að refsingin geri hann að betri
manni. Það eru dæmi þess á meðal þeirra fanga
sem ég hef kennt að þeir hafi breytt lífssýn sinni
þar sem ég hef gert þeim þetta ljóst og að þessi
breytta lífssýn hefur leitt menn til betri vega.“
Leikmaðurinn er jafningi
Einn er sá höfuðkostur enn sem ótalinn er í
heimspeki Páls. Á það hefur verið bent af fræði-
mönnum sem skrifað hafa um heimspeki Páls að
hann hafi borið á borð fyrir samtíð sína mik-
ilvægt framlag til nútímasiðfræðiumræðu sem
felst í því að í stað þess að festast í sundurgrein-
ingu einstakra þátta í umræðu sé sjónarhorn
hans ætíð það að draga saman einstaka þætti
umræðunnar til samþættingar og lausnar í stað
þeirrar spennu sem sundurgreiningin skapar
gjarnan. Ef tilgreina ætti einn þátt öðrum frem-
ur sem Páll hefur tekið í arf frá Hume og útfært
sem tæki til þess að beita til slíkrar samþætt-
ingar sjónarmiða þá vildi ég nefna til hugmyndir
hans um samúðarskilning. Þetta tæki hugans til
skilnings á siðfræði verður seint ofmetið. Ég
nefndi hér áðan dæmi frá Hume um gagnsemi
samúðar sem lögmáls. Til þess að vera hugsun
Páls trúr fer e.t.v. best á því að tilgreina dæmi
sem skýrir á ljóslifandi, einfaldan hátt virkni
þess.
Í bók sinni Siðferði og mannlegt eðli heggur
Páll að vissu marki á þann rembihnút sem bund-
inn hefur verið af nútímasiðfræðingum í um-
ræðunni um refsingar með eftirfarandi dæmi
um samúðarskilning: „Sumir menn eru aldir
þannig upp að þeim eru kennd hyggindi í stað
siðgæðis. Jón litli er fullur af fjöri og hefur upp-
götvað að gaman er að draga Siggu systur sína á
hárinu. Þegar mamma þeirra kemst að þessu
verður hún æf og hegnir Jóni með flengingu.
Þetta sýnir Nonna glöggt að óhyggilegt er að
láta mömmu komast að því að hann togar í hárið
á systur sinni sér til skemmtunar. Þá kann hon-
um að vera sagt að hann muni verða flengdur á
himnum þótt hann geti blekkt mömmu sína. En
jafnvel þótt hann trúi þessu hefur hann ekki enn
neina siðferðilega ástæðu til að hætta að meiða
systur sína. …Móðir Jóns gerði eina skyssu í
uppeldi hans. Hún notfærði sér ekki að hægt
var að koma honum í skilning um að rangt sé að
meiða aðra af því að það veldur þeim sársauka.
Hann getur breytt atferli sínu með skilningi á
eðli þess sem hann gerir. Kannski hafði enginn
dregið hann á hárinu svo að hann vissi ekki hvað
það er sárt. Þá átti móðir hans að toga duglega í
hárið á honum; ekki í hegningarskyni, heldur til
að gera honum ljóst hvernig það orkar á Siggu
ef togað er í hárið á henni. Ef Nonna verður
þetta ljóst getur hann bætt ráð sitt og ekki í eig-
inhagsmunaskyni, heldur af því að hann skilur
að sársauki er óæskilegur í sjálfum sér, hvort
heldur er eigin sársauki eða annarra.“
Þetta ofureinfalda dæmi lýsir Páli vel. Bæði
framsetning og inntak. Framsetning vegna þess
að hann trúir á einfaldleika til aukins skilnings
og inntak vegna þess að í því britist tilraun til
þess að velta upp nýju sjónarhorni á steingelda
umræðu sem engu hefur skilað í þeirri viðleitni
að finna refsingum réttlætingu.
Í upphafsorðum var vitnað til þess að Páll lét
einhverju sinni hafa eftir sér að í vissum skiln-
ingi væri eða ætti heimspeki ekki að vera sér-
stakt fag, heldur miklu fremur viðhorf, eða
gagnrýnið sjónarhorn til veruleikans þar sem
menn reyni að mynda sér skynsamlega skoðun
á stöðu sinni í veruleikanum. Af persónulegum
kynnum mínum af Páli veit ég að hann lifði sjálf-
ur þessi sannindi.
Höfundur er M.A. í heimspeki og forstöðumaður
Háskólaútgáfunnar.
Hvers vegna eru kirkjudyr yfirleitt
á vesturvegg?
SVAR: Ástæðan er fyrst og fremst trúar-
og táknfræðileg. Sólargangurinn og höfuðátt-
irnar fjórar skipta miklu máli í trúarlegri
táknfræði, en í þessari reglu speglast þó fyrst
og fremst upprisutrú kristinna manna.
Kirkjur snúa austur og vestur. Það er megin-
regla í kristninni. Gengið er inn um dyr á vest-
urvegg en altarið stendur á upphækkun við
austurgafl.
Stjarnan í Betlehem sem kunngjörði fæð-
ingu Jesú Krists, sást í austri: „Og stjarnan,
sem þeir sáu austur þar, fór fyrir þeim, uns
hana bar þar yfir, sem barnið var.“(Mt.2.9.)
Kristur rís upp frá dauðum á þriðja degi með
páskasól. Hver sólarupprás minnir á uppris-
una.
Jesús steig upp til himna á Olíufjallinu fyrir
austan Jerúsalem og hann mun koma aftur:
„Eins og elding sem leiftrar frá austri til vest-
urs, svo mun verða koma Mannssonarins.“
(Mt.24.27). Austrið er með hinni rísandi sól
tákn lífsins og fæðingarinnar, en vestrið minn-
ir með hnígandi sól á dauðann. Söfnuðurinn
horfir til austurs við helgiathafnir sínar og
væntir þess að Kristur komi aftur í dýrð við
endi aldanna, eins og hin rísandi sól.
Þegar látinn er lagður til hvíldar í helgum
reit snýr kistan austur og vestur, fótagafl til
austurs og höfðalag til vesturs. Hugsunin er sú
að hinn látni megi horfa til austurs í von upp-
risunnar.
Altarið, borð Drottins, er tákn nærveru
hans. Það stendur því við austurgafl kirkju-
hússins. Þegar komið er inn í kirkjuna er horft
þangað inn um dyrnar í vestri. Dyrnar minna á
Krist. Jesús sagði: „Ég er dyrnar. Sá sem
kemur inn um mig, mun frelsast.“(Jh.10.9)
Þetta er meginreglan. Það er hins vegar
hvorki skylda né lögmál að kirkjur snúi austur
og vestur. Þannig er og um fleira í siðum og
venjum kirkjunnar, að annars vegar er meg-
inreglan og hins vegar ýmisleg nauðsynleg
frávik frá henni. Sumt getur beinlínis krafist
þess að kirkjur snúi ekki austur og vestur,
bæði landslag og skipulag, sérstaklega í borg-
um og bæjum. Ekkert er við það að athuga.
En allt frá 6. öld hefur áherslan á austur og
vestur verið ríkjandi meginregla í kirkjubygg-
ingum. Hið sama gildir um það hvernig grafir
snúa í kirkjugörðum. Það er því engin ástæða
til að breyta þessari reglu að tilefnislausu.
Kristján Valur Ingólfsson, lektor í guðfræði við HÍ.
Er sódavatn óhollt?
SVAR: Ekki er vitað til þess að koltvísýr-
ingur úr kolsýrðum drykkjum hafi nein alvar-
leg áhrif á líkamann. Koltvísýringur breytist í
kolsýru í lausn og sýrir þannig lausnina eitt-
hvað, en í flesta gosdrykki er einnig bætt ann-
arri sýru til rotvarnar. Þetta á þó ekki við um
sódavatn sem slíkt, en það inniheldur kolsýru
og natríum bíkarbónat, sem er salt af kolsýru.
Að auki er í sódavatni örlítið af matarsalti,
natríumsúlfati og kalsíumklóríði. Gömul að-
ferð til kolsýringar var að sýra natríum bíkar-
bónat í drykkjum, en við það verður bíkar-
bónatið að kolsýru og er nafnið „soda“ dregið
af hinu enska heiti natríums, „sodium“.
Helstu neikvæðu áhrif kolsýrðra drykkja
eru á tennur. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að
sýra í drykkjum, jafnt gosdrykkjum og söfum,
getur stuðlað að glerungseyðingu tanna. Þessi
áhrif eru þó eitthvað umdeild og líklega má
telja áhrif koltvísýrings sem slíks þar minni-
háttar, enda sýrir hann lausnina ekki mikið.
Meðal annarra hugsanlegra neikvæðra
áhrifa af sódavatnsdrykkju má nefna neyslu
matarsalts, en mikil saltneysla hefur meðal
annars verið tengd við háþrýsting. Saltmagnið
er þó í sjálfu sér sáralítið í sódavatni. Við mikla
drykkju sódavatns, til dæmis sem nemur
tveimur lítrum á dag, getur inntaka matar-
salts náð 1 grammi, en samkvæmt manneldis-
markmiðum er talið óæskilegt að heildar-
saltneysla fari yfir 8 grömm á dag og í
samnorrænum ráðleggingum er saltneysla
undir 5 grömmum á dag ráðlögð. Hins vegar
eru sölt líkamanum mikilvæg, til dæmis ef
fæðuinntaka er lítil eða þegar mikill vökvi tap-
ast við langhlaup og aðra langvarandi
áreynslu.
Af kostum kolsýrðra drykkja má nefna að
kolsýran hefur rotverjandi eiginleika í
drykkjum, þó að yfirleitt sé hún ekki notuð í
svo miklu magni að kolsýran dugi ein og sér til
rotvarnar. Að auki þykir hún gefa ákveðna
bragðeiginleika og svalandi áhrif, sem virðast
vera meiri í kolsýrðum drykkjum en öðrum.
Hins vegar fylgir loftmyndun neyslu kolsýrðra
drykkja, sem getur framkallað ropa, auk þess
sem kolsýran örvar framleiðslu magasýra.
Fólki með truflanir í meltingarstarfsemi, í
maga, lifur eða gallblöðru, hefur einstaka sinn-
um verið ráðlagt að forðast neyslu kolsýrðra
drykkja af þessum sökum.
Í líkamanum myndast koltvísýringur úr
orkuefnaskiptum, við niðurbrot orkuefnanna
kolvetna, fitu og prótíns, og hann losnar úr lík-
amanum með öndun eftir þörfum. Koltvísýr-
ingur gegnir einnig mikilvægu hlutverk í svo-
nefndu bíkarbónat-bufferkerfi líkamans, þar
sem koltvísýringur getur myndað kolsýru með
vatni (eins og í drykkjum) og kolsýran getur
hvarfast áfram í bíkarbónat og öfugt. Koltví-
sýringur og kolsýra eru þannig fjarri því að
vera líkamanum framandi og það magn koltví-
sýrings sem er innbyrt úr drykkjum er ein-
ungis brot af því sem líkaminn framleiðir sjálf-
ur.
Björn Sigurður Gunnarsson, matvæla- og næring-
arfræðingur á rannsóknarstofu í næringarfræði.
Hver var fyrsti prentarinn á Íslandi, hvað er kaf-
araveiki og hvernig læknast maður af henni,
hvað eru apókrýfar bækur Biblíunnar, hvernig lifir kakkalakki af kjarn-
orkusprengingu og hvað heitir gjaldmiðill Armeníu? Þessum spurn-
ingum og fjölmörgum öðrum hefur verið svarað að undanförnu á Vís-
indavefnum.
VÍSINDI
HVERS VEGNA
ERU KIRKJUDYR
Á VESTURVEGG?
Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson
Kotstrandarkirkja