Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Side 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MAÍ 2003 Á mörkum kitch og málaralistar Kitch hefur m.a. verið skil- greint sem fjöldaframleiðsla sem apar eftir fagurfræðilegum gildum hámenningar en mis- tekst. Önnur skilgreining er sú að kitch-heimur sé heimur þar sem enginn kúkar. Útlit kitch- hluta og mynda einkennist jafn- an af sætleika, ofurvæmni, ein- földum vísunum í tilfinningar eins og móðurást og ást milli elskenda eða trú. Margir kann- ast við óhemju magn kitch- hluta sem tengjast trúarbrögð- um, Maríumyndir og grátandi Jesúsa. Dæmigerðir kitch-hlut- ir eru til dæmis plastblóm með ljósum innan í, myndin af grát- andi drengnum sem ég hafði í herberginu mínu í bernsku, blómamálverk sem passa ágæt- lega á konfektkassa og svo framvegis. Flestum finnst kitch fallegt að einhverju leyti þó ekki vilji allir skreyta híbýli sín með því og kitch hefur heillað marga myndlistarmenn. Þar ber kannski Bandaríkjamann- inn Jeff Koons einna hæst en hann sló í gegn á níunda áratug síðustu aldar með risavaxna skúlptúra sína sem öpuðu m.a. eftir fjöldaframleiðslu á kitch- styttum. Hvað svo sem okkur finnst um kitch er það hluti af tilveru okkar og heimurinn væri vissulega fátækari án þess. Á sýningu Hjördísar Frí- mann í Hafnarborg nú um stundir er að finna eina mynd sem er undir sterkum áhrifum frá kitchinu, hún minnir einna helst á Maríumynd í kitch-stíl. Þessi mynd er einnig einfald- asta myndin á sýningu Hjördís- ar og sú sem stendur upp úr. Hjördís sýnir allmörg akrýl- verk á striga. Þau eru unnin í fí- gúratífum en einnig hálfóhlut- bundnum, ljóðrænum stíl sem minnir á ýmsa listamenn, t.d. Chagall, Picasso, Klee o.fl. Einnig datt mér í hug hann Harry Bilson sem sýnt hefur nokkrum sinnum hér á landi, en hann á það skylt við Hjördísi að verk hans vísa til ótal listamanna sem á undan eru gengnir. Myndir Hjördísar ganga því betur upp sem þær eru ein- faldari en í þeim stærri verður myndbyggingin heldur óreiðukennd. Verkin eru öll án titils, og viðfangsefni hennar er frekar óljóst. Margar sýna myndirnar þó kvenmynd og fjalla þá kannski um konuna sem ljóðræna veru, eða ein- hvers konar músu. Í heildina vantar nokkuð upp á að sannfæring og markmið Hjördísar komist til skila, ef til vill er hún á tímamótum í list sinni og framhaldið sýnir betur hvert hún stefnir. Verkið Elskaðu mig blítt sker sig frá hinum í einfeldni sinni og í því að hér tekur Hjördís skrefið yfir þröskuldinn yfir í kitch-heiminn, hún skreytir myndina meðal annars með ljósum og tónlist. Út- koman er fallegt lítið verk sem byggist á kitch og gengur vel upp sem slíkt. Mynstur og myndskreytingar Mynstur og myndskreytingar einkenna verk Aðalheiðar Ólafar Skarphéðinsdóttur sem sýnir í Sverrissal. Hún sýnir fjölda verka unnin með mismunandi tækni, tréristur, dúkristur einnig unnar með pastel, akrýl- og krítarmyndir, mynd- ir unnar með þurrnál og vatnslitum. Tréristur hennar í fáum litum, svörtu, hvítu, bláu og rauðu eru nokkuð kraftmiklar, þær byggjast mjög á endurtekningum og mynstrum og minna á mynd- lýsingar í handritum. Þær eru einna sterkastar af verkunum á sýningunni og segja hver um sig sína sögu um leið og þær gætu einnig verið mynd- skreytingar við sögu. Þó standa þær algjörlega sjálfstætt. Akrýlmyndir Aðalheiðar eru minni og ekki eins eftirminnilegar, þó skara sumar fram úr, helst þær sem byggjast á einhvers konar símynstri en slík myndbygging virðist henta Aðalheiði vel. Loks eru myndir unnar með þurrnál og vatns- litum, þær eru allar mýkri í útlínum og litum og sumum þeirra hættir til að verða allt að því væmnar, þó að ekki fari þær yfir þröskuldinn sem Hjördís stígur yfir í salnum við hliðina. Verk af þessum toga vilja þó oft verða skreytikennd og lenda einhvers staðar mitt á milli listar þar sem tekið er á og listar sem ekki gerir eins miklar kröfur. Á sýningunni eru mörkin þarna á milli stundum helst til óljós. Aðalheiður virðist engu að síður hafa fulla burði til að gera enn meiri kröfur til sjálfrar sín og listar sinnar, frjór jarðvegur, reynsla og hæfileikar eru fyrir hendi til að vinna átakameiri og metnaðarfyllri verk. Sýning henn- ar er fjölbreytt og skemmtilegt að sjá hvernig vinnubrögð hennar breytast milli miðla. Kvöldhiminn Það sem slær mann mest þegar sýning Rich- ard Vaux er skoðuð á efri hæð er tæknileg færni hans með kol og vatnsliti. Vaux hefur sérhæft sig í náttúrumyndum sem byggjast á skýjafari og eru unnar í raunsæjum stíl sem minnir á ljós- myndir. Hann vinnur bæði svarthvítt og í lit. Á sýningunni eru fjölmörg verk en ekki er mikil breidd innan heildarinnar. Einnig á þessari sýn- ingu kemur fram sama tilhneiging og hjá þeim á neðri hæðinni, sumar myndirnar verða helst til sætar. Myndir með lýsandi sólstöfum eru fallegar en minna kannski einum of á myndskreytingar við biblíusögur. Þó er það náttúran sem birtist svona en verk Vaux eru fyrst og fremst óður til náttúrunnar og birtu himinsins. Titlar verkanna hæfa þeim vel en þar vísar hann til tónlistar. Verkin hafa á sér rómantískan blæ. Einhvers staðar las ég þá skilgreiningu á himn- inum í landslagsmyndum að hann væri sá þáttur sem byndi allt hitt saman, bakgrunnurinn sem tengdi byggingar, fjöll, haf, tré, kletta og finnst mér nokkuð til í því. Einnig má líta á himininn sem þátt hins óræða, breytilega, hverfulleikans. Í hinum fyrstu landslagsmyndum var birta himinsins ekki einu sinni hluti af myndinni, í bók sinni Landscape into Art segir Kenneth C. Clark að sólin skíni fyrst í mynd Gentile di Fabriano, Flóttinn til Egyptalands, málaðri 1423. Jafnvel þar er sólin enn gylltur diskur, en þó samræmir hann gullbirtuna landslaginu. Síðan þróaðist þáttur himinsins smám saman í takt við aukið raunsæi og það er einmitt í himninum sem oft er að finna tjáningarríkasta hluta landslagsmynda. Stundum er himinninn jafnvel í mótvægi við myndefni að öðru leyti og skapar þannig spennu. Dæmi um slíka mynd er til dæmis Ofviðrið frá 1505 eftir Giorgione, sem sýnir kyrrláta sveita- senu en í bakgrunni lýstur eldingu niður og him- inninn er dökkur. Himininn var einnig oft ráðandi afl í myndum hollenskra landslagsmálara á 17. öld, þar sem sjóndeildarhingur var lágur og him- inninn tók yfir mestan hluta myndarinnar. Málari eins og Turner kemur auðvitað líka upp í hugann sem einn af mörgum sem fengist hafa við þetta viðfangsefni. Eiginlega er vart hægt að líta á Richard Vaux sem annað en landslagsmálara, sem velur sér sér- staklega þennan þátt landslagsins til birtingar. Hann aðskilur hann frá umhverfinu og gefur hon- um þannig ljóðræna og opna merkingu. Íslenskir listamenn hafa líka fengist við að birta himininn sérstaklega í verkum sínum, Arngunnur Ýr Gylfadóttir hefur til dæmis um árabil unnið með þennan þátt landslagsins í verkum sínum. Í tilefni einnar sýningar sinnar sagðist hún fást við hrynj- andi, hreyfingu og breytileika tímans, hverful augnablik sem aldrei birtast aftur. Hið sama má segja um verk Richard Vaux sem í senn fást við hverful augnablik og eilífðina. Það er skemmti- legt að velta fyrir sér muninum á því hvernig landslag var málað fyrr á tímum og nú á dögum – margt í umhverfinu er óbreytt, eins og himinn- inn, en viðhorf okkar til náttúrunnar og heims- mynd okkar hefur tekið stakkaskiptum. MYNDLIST Hafnarborg Til 26. maí. Sýningar í Hafnarborg eru opnar frá kl. 13–17 alla daga nema þriðjudaga. GRAFÍKVERK MEÐ BLANDAÐRI TÆKNI, AÐALHEIÐUR ÓLÖF SKARPHÉÐINSDÓTTIR KOLA- OG VATNSLITAMYNDIR, RICHARD VAUX, AKRÝLMÁLVERK HJÖRDÍS FRÍMANN Mynstur og endurtekning einkenna kraftmiklar dúkristur Aðalheiðar Ólafar Skarphéðinsdóttur. Það einfaldasta er oft sterkast. Málverk Hjördísar Frímann, Elskaðu mig blítt, á sýningunni í Hafnarborg. Richard Vaux sýnir listilegt handbragð í verkum sínum í Hafnarborg. Ragna Sigurðardóttir Í leit að fegurð BANDARÍSKI listamaðurinn Jeff Koons hefur uppi áform um að reisa listaverk í Reeperbahn, hinu svokallaða rauða hverfi í Hamborg. Að sögn þýska dag- blaðsins Süddeutsche Zeitung áformar Koons að koma stórum hlut fyrir milli tveggja hárra krana, en lögun þessa hlutar hef- ur listamaðurinn jafnt líkt við yf- irvararskegg sem útglenntum kvenmannsfótum í netsokkum. Verkið, sem vakti litla hrifningu þýska blaðamannsins, verður þá ennfremur prýtt tveimur risa- vöxnum uppblásnum leikföngum – dreka og snigli. „Við erum öll uppblásnir mun- ir,“ sagði Koons í viðtali við Frankfurter Rundschau. „Við öndum að okkur og við öndum frá okkur.“ Koons áætlar að kostnaður við verkið nemi fimm milljónum evra, eða um 425 milljónum króna, og hefur blaðið eftir honum að hann telji verkið verða „eitt mikilvægasta lista- verk 21. aldarinnar“, sé horft á það í samhengi við mikilvægi Eiffel-turnsins og Akrópólis í Grikklandi. Óperan Jerry Springer SÚ ákvörðun Nicholas Hytners, listræns stjórnanda National Opera í London, að setja á svið söngleik um kon- ung bandaríska „veruleikasjón- varpsins“, Jerry Springer, í bresku þjóð- aróperunni hef- ur vakið misjöfn viðbrögð breskra fjöl- miðla. Hafa sumir lofað framtakið á meðan aðrir telja það setja óp- eruna í flokk með því ruslsjón- varpsefni sem hún fjallar um. Er sýningunni þannig ýmist lýst sem „klúrri“, „dónalegri“ eða „hneykslanlegri“ þótt flestir gagnrýnenda virðist telja að tón- listarlega útfærslan sem sýn- ingin byggist á hafi fært rusl- sjónvarpsefninu aukna fágun. Leonardo í Buckingham-höll SÝNING á teikningum ítalska endurreisnarlistamannsins Leonardos da Vinci stendur þessa dagana yfir í galleríi drottningar í Buckingham-höll. Hugmyndin að baki sýningunni, sem nefnist The Divine and the Grotesque eða Hið guðdómlega og fáránlega, er að skoða þær öfgar sem finna má í teikningum Leonardos af fegurð og ljótleika í túlkun hans á konum jafnt sem karlmönnum og ungum jafnt sem öldnum. Sýningin þykir sér- lega vel upp sett og sýna vel list- ræna hæfileika Leonardos, en meðal myndanna sem þar er að finna eru skopmyndir lista- mannsins, sem talið er að hann hafi teiknað til að skemmta vin- um sínum eða velgjörðamanni við hirðina. Koons í Hamborg ERLENT Jerry Springer Höfuð Ledu eftir Leonardo da Vinci.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.