Lesbók Morgunblaðsins - 24.05.2003, Page 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 24. MAÍ 2003
J
OHN Culver hefur gegnt embætti
sendiherra Breta á Íslandi frá jan-
úar 2001. Starf hans í utanríkisþjón-
ustunni hefur borið hann víða, en
áður en hann kom hingað hafði hann
dvalið í ýmsum löndum Suður-Am-
eríku, þar á meðal Bólivíu og Nic-
aragua; Rússlandi, Bangladesh og
Ítalíu. Það hefur vakið eftirtekt hve ötull hann
hefur verið á sviði menningarmála og unnið af
kappi að auknum samskiptum þjóðanna á þeim
vettvangi og liðkað fyrir komu breskra lista-
manna hingað til lands. Það þykir sennilega
sjálfgefið að sendiherrar leggi áherslu á aukin
viðskipti þjóða og það gerir John Culver að
sjálfsögðu einnig. En hvers vegna hefur hann
kosið að leggja þessa áherslu á menninguna?
„Ætli það sé ekki vegna þess að við teljum
það góða stefnu að sinna menningarsamskipt-
um vel. Það er þó mikilvægt að sinna viðskipt-
um af öllu tagi og það gerum við til að tryggja
sem best samskipti á öllum sviðum. Við leggj-
um til að mynda mikla vinnu í að liðka fyrir við-
skiptum og nú á tímum er líka mikilvægt að
þjóðirnar skilji hvor aðra þegar að varnar- og
öryggismálum og stjórnmálum kemur. Það eru
hlutir sem taka mikinn tíma af starfi sendi-
herrans. En þegar horft er til þess hvers konar
tengsl Bretar og Íslendingar hafa og hlutverks
þjóðanna beggja í stærra samhengi má segja,
að við höfum komið okkur upp margbrotnari
og þróaðri samskiptum en var áður fyrr. Á því
stigi er mikilvægt að samskipti í menningar-
málum séu góð, vegna þess að þegar allt kem-
ur til alls skilja þessar þjóðir hvor aðra vel.
Bretlandseyjar eru enn stærsti markaðurinn
fyrir íslenskar vörur, fjöldi Íslendinga stundar
nám á Bretlandseyjum, um 250 Íslendingar
eru í breskum háskólum á hverjum tíma og
fyrir mörg ykkar eru Bretlandseyjar fyrsti
áfangastaðurinn á leið út í heim. Tengsl okkar
byggjast því engan veginn á fáfræði, heldur á
þekkingu og skilningi og þegar svo er háttað
og þessi skilningur er til staðar er tilhneigingin
sú að samskipti þjóða þróist upp á hærra plan
ef svo má segja. Þannig sé ég þetta í það
minnsta og tel það hlutverk okkar að efla sam-
skiptin á fleiri sviðum en þeim er lúta að
grundvallarsamskiptum. Þar er menningin og
þar er hægt að auka samskipti þjóðanna enn
frekar og þar höfum við tækifæri til að höfða
beint til sálar þjóðarinnar og um það snýst allt
menningarstarf.“
Ávinningurinn snýst um skilning
John Culver segir að þjóðirnar græði margt
á menningarsamskiptum og að þau snúist ekki
eingöngu um að vekja athygli þjóðanna hvorr-
ar á annarri. Hann segir að ávinninginn af
menningarsamskiptum megi greina í þrennt.
„Í fyrsta lagi nefni ég ávinninginn fyrir okkur
hér á Íslandi. Hér virðist listsköpun og hvers
konar menningarstarf svo óháð stöðu fólks og
mikill almennur áhugi á menningu og listum.
Listin talar til okkar á svo margan veg, – hún
getur angrað okkur, menntað okkur og gefur
okkur alls konar hugmyndir og örvar okkur.
Hér á landi býr listin við almenna velvild. Hér
er hefðin sterk bæði í tónlist og bókmenntum.
Ég hef misst töluna á þeim fjölda Íslendinga
sem ég hef hitt og ýmist syngja í kór, yrkja
ljóð, eða taka þátt í listum á annan hátt. Fyrir
okkur er mikilvægt að horfa til þeirrar menn-
ingar sem við ætlum að reyna að höfða til með
okkar menningu og það er augljóst að jarðveg-
urinn hér er góður. Ég lít svo á að grundvall-
armarkmið með diplómasíu tveggja þjóða sé
að skapa skilning og skilja og að meta hvora
aðra, meðal annars til að koma í veg fyrir
skelfileg vandamál eins og við sjáum víða milli
þjóða í heiminum í dag. Það er reyndar hinn
flöturinn á starfinu að takast á við slík vanda-
mál; en grundvallarþátturinn er að skapa
þennan skilning og ég held að það sé óumdeilt,
að aðferðin til að skapa hann í þróuðu sam-
bandi eins og okkar sé að fást við þá hluti sem
höfða til þjóðarsálarinnar. Ég vona að við höf-
um sýnt því skilning hve listir og menning eru
mikilvægir þættir í lífi Íslendinga.“
Aðra hlið ávinnings af menningarsamskipt-
um hefur John Culver þegar nefnt að hluta, en
það er að viðhalda skilningi milli þjóðanna.
Hann segir Íslendinga búa að arfleifð sem þeir
séu stoltir af og það sama eigi við um Breta.
Heimurinn horfi til Bretlandseyja til að leita
þess besta á mörgum sviðum. Þar nefir Culver
fyrst dægurtónlistina sem hljómar víðar en
dægurtónlist annarra þjóða. Það nýjasta í
myndlist má finna í borgum á borð við London
og Glasgow. Leikhúshefð er sterk, einnig
bresk sjónvarpsmenning sem þykir sú besta
þótt víða væri leitað. Hann nefnir fleiri svið,
svo sem hönnun, kvikmyndagerð, ýmiss konar
tækni, menningarstjórnun, safnarekstur og
fleira. „Við höfum af miklu að miðla og viljum
gera það og teljum það viðhalda skilningi og
geta orðið ávinning fyrir ykkur.“
Þriðja atriðið sem John Culver leggur
áherslu á tengist hinum tveimur. Hann segir
Breta sem vilja kynna sína menningu hér
knýja á dyr sem þegar séu opnar. „Mér finnst
það alltaf stórmerkilegt þegar ég opna menn-
ingarblaðið ykkar á laugardögum, að sjá hve
mikla athygli menning fær, – bæði þjóðlegur
menningararfur en líka það sem nýjast er í list-
um og menningu erlendis. Þetta lýsir því sem
ég nefndi áðan, hve mikinn áhuga þið hafið á
listum og menningu. Þetta er auðvitað ein af
höfuðástæðunum fyrir því að við Bretar viljum
tengjast ykkur á þessum vettvangi.“
John Culver segir að menningarsamskipti
þjóðanna verði að ganga í báðar áttir, rétt eins
og viðskiptin, sem stöðugt er unnið að að efla.
„Því betur sem okkur gengur að hvetja Íslend-
inga til að selja vörur sínar á Bretlandseyjum
því líklegri erum við að geta selt þeim eitthvað
á móti. Þetta er nokkuð einfölduð mynd en
þannig gengur þetta fyrir sig. Það er þó ekki
beinlínis í mínum verkahring að kynna ís-
lenska menningu í Bretlandi, til þess eru ykkar
sendimenn þar. Þó verð ég jafnan glaður að
vita af því þegar íslensk menning nemur land
þar. Það á móti hjálpar mér óneitanlega í starfi
mínu hér, til dæmis er auðveldara að sannfæra
fólk um að koma hingað ef það hefur fengið
innsýn í þann menningarheim sem hér er. Pen-
ingar eru svo auðvitað eitthvað sem við þurfum
stöðugt að hugsa um. Þó reyndist auðvelt að fá
mann eins og Graham Swift til að koma til Ís-
lands fyrir litla peninga. Hann sagði: Auðvitað
fer ég til Íslands. Ef ég hefði verið að reyna að
fá hann til að fara til Ítalíu, Frakklands eða
staða sem hann hefur oft komið til hefði þetta
sennilega ekki verið svona auðvet. Það er ein-
hver neisti hér sem heillar fólk og ég held að
hann hafi mikið með það að gera hvaða orð fer
af íslenskri menningu, hvort sem það er svo-
kölluð dægurmenning eða hámenning. Mitt
starf felst líka í því að fylgjast með því hvað ís-
lenskir kollegar mínir eru að gera úti. Ein
ástæða heimsóknar breska menntamálaráð-
herrans Tessu Blackstone hingað í maí í fyrra
var að koma á Listahátíð í Reykjavík. Henni
þótti mikið til þess koma sem ég nefndi áðan,
hve almenn þátttaka Íslendinga er í menning-
arlífinu, burtséð frá stétt, stöðu og uppruna.
Þetta endurspeglast líka í menningu ykkar
þegar þið berið hana á borð erlendis, hún er lit-
rík og fjölbreytt.“
Vel heppnuð bókmenntahátíð
John Culver kveðst stoltur af þeim verk-
efnum sem sendiráðið hefur tekið þátt í að
styðja á sviði menningarsamskipta þjóðanna
og víst er að sá stórhugur sem þar hefur ríkt
hefur verið eftirtektarverður. Hann tekur þó
fram að yfirleitt sé sendiráðið ekki eitt um
þessi verkefni, frumkvæði komi oft frá öðrum
og að mörg verkefnanna séu unnin í samvinnu
við aðra og auðvitað eigi ýmiss konar samskipti
sér stað án hlutdeildar sendiráðsins, og það
segir hann gott. En stundum getur stuðningur
sendiráðsins skipt sköpum, ekki síst þegar um
stærri verkefni er að ræða. Í fyrrahaust var
haldin hér á landi bresk-íslensk bókmenntahá-
tíð, þar sem fjórir úr hópi þekktustu rithöf-
unda Breta sóttu okkur heim og töluðu um
verk sín. Þetta voru þau Bernadine Evaristo,
Ian McEwan, Michele Roberts og Graham
Swift. Frumkvæði að komu rithöfundanna
kom frá íslenskum bókmenntafræðingi sem
hafði stundað nám í Bretlandi, en sendiráðið
greiddi götu þeirra og tók þátt í undirbúningi
hátíðarinnar. „Þetta var sérstaklega ánægju-
legur viðburður, ekki síst vegna þess að þetta
eru afburða rithöfundar sem njóta mikillar við-
urkenningar og vinsælda. Ég man að ég sagði
við þau öll áður en þau komu, að þau myndu
skemmta sér vel, hér væri vingjarnlegt fólk og
að þau myndu fá góðan mat. Ég sagði líka að
þegar að pallborðsumræðum á hátíðinni kæmi
og spurningum gæti þetta orðið svolítið erfitt.
Íslendingar væru svolítið til baka og það gæti
orðið erfitt að halda umræðum gangandi. Ian
McEwan sem hefur farið víða að tala um skáld-
skap sinn sagði við mig eftirá að eitthvað hlyti
að hafa gerst, því þeir áheyrendur sem tóku
þátt í umræðum eða báru upp spurningar
hefðu verið þeir ræðnustu og áhugasömustu
sem hann hefði fyrirhitt á ferðum sínum. Hon-
um þótti ekki ólíklegt að flest af þessu fólki
hlytu að vera rithöfundar eða ættu eftir að
verða það. Það kom því á daginn að það sem ég
hafði sagt við þau áður var algjör della. Þetta
var vissulega gaman og skapaði umræður sem
teygðu sig inn á síður Morgunblaðsins og víð-
ar, meðal annars umræða um það hvernig rit-
höfundar í dag geta stuðlað að betra samfélagi.
Ég vona að heimsókn þessa fólks hafi virkað
hvetjandi og að þær umræður sem spunnust á
hátíðinni haldi áfram í báðum löndunum.“
Margir fleiri listviðburðir hafa orðið að veru-
leika fyrir tilstuðlan sendiráðsins. Þegar Anna
Bretaprinsessa heimsótti landið í fyrra fékk
John Culver landa sinn, Óliver Kentish tón-
skáld, til að semja tónverk sem leikið yrði fyrir
hana af þeim bresku tónlistarmönnum sem hér
búa. Óliver Kentish hefur búið hér um árabil
og verkið hans var frumflutt þegar við komu
Önnu prinsessu og Ólafs Ragnars Grímssonar
á sýningu í Listasafni Íslands. Í tilefni af krýn-
ingarafmæli Elísabetar Bretadrottingar pant-
aði sendiráðið verk af Hannesi Lárussyni
myndlistarmanni og skyldi það gert úr enskri
eik. John Culver kveðst sérstaklega ánægður
með það, að hafa getað stuðlað að því að verk
Ólivers og Lárusar urðu til.
Enn er ótaldur sá hópur annarra listamanna
úr ýmsum greinum sem komið hafa hingað fyr-
ir atbeina sendiráðsins og haldið hér tónleika
og sýningar. Forstöðumenn breskra menning-
arstofnana hafa líka átt þess kost að heim-
sækja íslenska kollega sína með stuðningi
sendiráðsins.
John Culver segist vonast til og reyndar
trúa því að menningarsamskipti af þessum
toga geti haft góð áhrif til langs tíma litið og að
vonandi verði hægt að hafa framhald á ýmsu
því sem þegar hefur verið gert. „Þetta er auð-
vitað alltaf spurning um peninga og hvernig
okkur tekst að fjármagna þessi verkefni. Stak-
ir menningarviðburðir geta lifað í minni okkar
lengi og auðgað líf okkar til lengri tíma. Það
eru líka ýmis verkefni sem gætu með beinni
hætti haft áhrif til lengri tíma. Við viljum til
dæmis gjarnan aðstoða við samskipti á sviði
menningarstjórnunar og stefnumótunar á
sviði lista. Mér finnst mikilvægt að fólk á því
sviði fái tækifæri til að bera saman bækur sín-
ar og nema það besta hvert af öðru. Þar gæti
ýmislegt gerst sem hefur lengri tíma áhrif. Við
viljum líka styrkja efnilegt fólk til náms og það
gerum við; til dæmis tónlistarnemendur sem
vilja stunda nám í breskum skólum. Slíkt skap-
ar líka ávinning til lengri tíma. Námsstyrkirnir
sem hér um ræðir, Chevening Scholarship, eru
veittir árlega og ég reikna með því að í ár verði
tveir listnemar, ung söngkona og ungur mynd-
listarmaður, styrktir til náms ásamt nemum úr
öðrum greinum.
Í mínum augum er mikilvægasti þáttur
þessa starfs að skapa tækifærin. Við þurfum
öll á þeim að halda. Segjum sem svo að við
kostum sýningu hér sem 3.000 manns sækja.
Ef hún hefur þau áhrif á tíu manns úr þessum
hópi, að líf þeirra og hugsun breytist á ein-
hvern hátt til góðs er það að minni hyggju gott.
Þá skynjar maður að allt er þetta mikils virði.“
Sýning á verkum Erics Ravilious
John Culver hefur nokkrum sinnum nefnt
peninga og að margt ráðist af því hvernig til
tekst með fjármögnun einstakra verkefna. Það
vekur eftirtekt að breska sendiráðið nýtur
ekki stuðnings British Council sem er opinber
mennta- og menningarstofnun sem ætlað er að
stuðla að menningartengslum Breta og ann-
arra þjóða með það að markmiði að efla vitund
umheimsins um breska menningu á öllum stig-
um. „Ég er mikill aðdáandi British Council og
vil ekki heyra því hallmælt. Samt sem áður er
það reyndin, að ráðið styrkir ekki starfsemi
hér á landi en gerði það þó á árum áður. Það
eru því miður nokkur lönd sem ekki njóta
starfsemi ráðsins og það er sárt. Því miður eru
bara ekki til þeir peningar sem þarf til að hægt
sé að ráðið starfi alls staðar. Þeir hafa þó ekki
alveg sniðgengið okkur og á næsta ári kosta
þeir sýningu á verkum listamannsins Erics
Ravilious. Hann er ekki vel þekktur í dag en á
fjórða áratugnum var hann vel kunnur. Ravil-
ious kom til Íslands í seinni heimsstyrjöldinni
sem stríðslistamaður og dó hér árið 1942. Á
stríðslistasafninu Imperial War Museum er
verið að undirbúa sýningu á verkum hans og
sýningin kemur hingað vonandi um mitt næsta
ár. British Council hjálpar okkur á ýmsan hátt
þótt við njótum ekki beinna styrkja þaðan. Eitt
af þeirra markmiðum er að styrkja ensku-
kennslu víðsvegar um heim og með þeirra
hjálp stöndum við fyrir ráðstefnu og námskeið-
fyrir enskukennara 4. október í haust. Við
fáum þessa hjálp frá þeim en ég yrði þó himin-
lifandi ef British Coucil ákveddi að ganga alla
leið og opna hér skrifstofu á nýjan leik. Ég
myndi glaður sinna þeim verkefnum sem fyrir
okkur liggja á menningarsviðinu ef við fengj-
um þeirra hjálp við að borga reikningana.“
John Culver er bjartsýnn á framtíð menn-
ingarsamskipta Breta og Íslendinga. Hann
segist þó vonast til þess að þegar fram í sækir
verði minni þörf fyrir afskipti sendiráðsins og
að samskiptin gangi fyrir sig milliliðalaust.
Hann telur líka þörf á að fyriræki styðji mun
betur við menningarstarf af þessum toga, slíkt
sé eðlilegt í samfélagi nútímans og örvi jafn-
framt listamennina til að gera jafnan sitt besta.
„Framtíðin er björt, þessar þjóðir eiga nú þeg-
ar í góðu og hollu sambandi. Við Bretar njótum
þess að hafa mikil tengsl við umheiminn en
einnig þess að til okkar leitar fólk hvaðanæva
úr heiminum. Menning okkar er fjölþjóðleg og
gróskan mikil. Við búum að löngum hefðum en
viljum líka vera í fremstu röð í nýsköpun. Það
er allt þetta sem ég vil geta miðlað til Íslend-
inga og þið hafið tekið okkur vel.“
NEISTI SEM HEILLAR
John Culver er sendiherra Breta á Íslandi og hefur vakið athygli fyrir óbilandi áhuga á menningarsamskiptum
þjóðanna. BERGÞÓRA JÓNSDÓTTIR heimsótti hann í húsnæði hennar hátignar við Laufásveginn.
Morgunblaðið/Jim Smart
John Culver, sendiherra Breta á Íslandi.
begga@mbl.is