Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Qupperneq 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 2003 7
endurteknum einlitum röndum sínum, sem
hann málaði á fyrirfram gefið umhverfi, ekki
bara segja skilið við málverkið sem mynd af
heiminum, heldur leit hann á verk sín sem
heimspeki í framkvæmd er hefði sagt skilið við
hugmyndina um listina sem eftirlíkingu annars
veruleika. Rýmishugsun Burens var fólgin í
framkvæmdinni sjálfri og rýmið og upplifun
þess féllu þannig saman – án beinnar upplif-
unar var rýmið óhugsandi.
Þessar hugmyndir um rýmið sem nánast lík-
amlega upplifun koma enn skýrar fram í verk-
um Richards Longs (f. 1945) sem hefur meðal
annars gert rýmisverk sem marka gönguferðir
hans um skosku heiðalöndin. Eins og hjá Buren
er rýmisskilningur Longs bundinn við fram-
kvæmdina á rauntíma, ef svo mætti segja, og
efniviður hans er fenginn hrár úr náttúrunni,
ekki til þess að sýna hana, heldur til þess að lifa
hana.
Fjórði listamaðurinn sem fellur inn í þennan
hóp er Carl Andre, en gólfverk hans verða í
raun eins konar vettvangur fyrir áhorfandann
til þess að skapa og upplifa sitt rými með nær-
veru sinni.
Sýndarveruleiki tungumálsins
Viðleitnin að hreinsa listina af allri eftirlík-
ingu og sjónhverfingu og þar með að nálgast
hina beinu upplifun tengist óhjákvæmilega
þeim vanda sem snýr að tungumáli myndlist-
arinnar og því flókna sambandi sem liggur á
milli þeirra tákna og merkja sem myndlistin
notar og þess veruleika sem þau vísa til. Vandi
þessi, sem fyrst var settur fram af svissneska
málfræðingnum Saussure í upphafi 20. aldar,
snertir jafnt hið talaða mál sem tákn og merki
myndlistarinnar. Í samtíma okkar hafa táknin
öðlast sjálfstæða tilvist og myndmálið þannig
vísað í æ ríkara mæli í sjálft sig án þess að
höndla í raun þann veruleika sem eitt sinn lá á
bak við orðin og táknin. Við lifum í æ ríkara
mæli í heimi orða og tákna um leið og við fjar-
lægjumst þær höfuðskepnur sem eitt sinn voru
fastur grundvöllur tilverunnar: jörð, vatn, loft
og eldur. Svokallaður sýndarveruleiki orðanna
og táknanna umlykur okkur með æ þéttara neti
þannig að náttúran hverfur sjónum okkar. „Ég
öðlast samsemd með sjálfum mér í tungumál-
inu, en einungis til þess að glata sjálfum mér í
því sem hlut,“ [3] sagði franski sálfræðingurinn
Lacan og varpaði þannig ljósi á hvernig tungu-
málið mótar vitund okkar um leið og það hlut-
gerir veruleikann.
Rétt eins og þeir Judd, Buren, Andre og
Long reyna að forðast þennan vanda sem fólg-
inn er í firringu tungumálsins með því að skil-
greina og rannsaka rýmið sem beina og milli-
liðalausa reynslu, þá hafa aðrir listamenn í
samtímanum gert tungumálið að viðfangsefni
rétt eins og það væri hið raunverulega um-
hverfi okkar og það landslag sem við hrærumst
í. Þetta á við um listamenn eins og Fritz
Schwegler, Raffael Rheinsfeld og að einhverju
leyti Rosemary Trockel. Verk þeirra snúa að
landslagi tungumálsins eins og það væri sjálf-
stæður veruleiki.
Ísland – útlönd
Þannig beinir þessi sýning sjónum okkar að
nokkrum grundvallarviðfangsefnum rýmislist-
ar 20. aldar. Hugmyndin um höggmyndina sem
hið afmarkaða form er sýnir okkur mynd af
heiminum víkur fyrir nýjum rýmisskilningi og
rannsókn á sambandi vitundar mannsins við
það rými sem hann hrærist í og skapar með
veru sinni. Á seinni hluta aldarinnar sjáum við
hvernig rýmið tengist tímanum órjúfanlega
sem reynsla þess sem skapar það með nærveru
sinni og upplifun.
Það er forvitnilegt að sjá hvernig hinn ís-
lenski hluti þessarar sýningar fellur að þeirri
umræðu meginlandanna í rýmislist samtímans
sem hér er sett á svið. Þótt hálf öld skilji á milli í
aldri stendur Edgar Degas (1834-1917) til
dæmis nær nútímanum í þeirri umræðu en Ein-
ar Jónsson (1873-1954) að því leyti að Einar er
ennþá bundinn af táknrænum og lýsandi vís-
unum í söguna, þjóðlegar hefðir og trúarlega
heimspeki, á meðan Degas er fyrst og fremst
upptekinn af því að skapa rýmið í augnablikinu
með hreyfingu myndarinnar. Sá munur end-
urspeglar þó fyrst og fremst þann ólíka jarðveg
sem þessir listamenn eru sprottnir úr, þannig
að samanburður á grundvelli hinnar módern-
ísku hugsunar verður vart raunhæfur.
Ef leitað er eftir fyrsta íslenska listamann-
inum sem verður samstíga því framsæknasta
sem er á dagskrá í módernískri rýmislist 20.
aldar á meginlöndunum tveimur er nærtækt að
staðnæmast við verk Gerðar Helgadóttur
(1928-1975) frá upphafi 6. áratugarins. „Komp-
ositionir“ hennar frá þessum tíma eru tilraunir
til þess að „teikna“ rýmið með járnskúlptúrum
þar sem hrein form og hreinar línur án nokk-
urrar táknrænnar vísunar takast á við það
tómarúm sem umlykur myndina, þannig að
hvort tveggja verður jafn mikilvægt í verkinu. Í
þessum verkum nálgast Gerður rýmið á full-
komlega nýjan hátt, þar sem horfið er frá öllu
lýsandi táknmáli og áherslan færist frá forminu
til rýmisins í heild sinni. Gerður var á þessum
tíma undir áhrifum frá Bauhaus-hreyfingunni
og konstrúktífismanum og átti það sammerkt
með jafnaldra sínum, Sol LeWitt frá Banda-
ríkjunum, en ferill hennar hófst fyrr og stóð
skemur, því hún lést fyrir aldur fram aðeins 47
ára gömul. Sol LeWitt kom hins vegar fram
sem einn af frumkvöðlum minimalismans í upp-
hafi 7. áratugarins og er enn meðal virtustu
fulltrúa þeirrar stefnu á Vesturlöndum.
Annar íslenskur fulltrúi á þessari sýningu
sem grípur á púlsi samtímans í alþjóðlegu sam-
hengi er jafnaldri þeirra tveggja, Magnús Páls-
son (f. 1929), en ferill hans á vettvangi frjálsrar
rýmislistar hófst ekki að marki fyrr en á seinni
hluta 7. áratugarins með gipsverkum sem
gengu þvert á alla formhyggju og þar með
þvert á allar hugmyndir Bauhaus-skólans.
Magnús varð fyrstur íslenskra rýmislista-
manna til þess að kryfja þann vanda er snýr að
tungumáli myndlistarinnar og þeirri gjá sem
myndast hafði á milli táknanna og þess veru-
leika sem þau vísa til. Verk hans Flæðarmál frá
árinu 1975 er áleitin afhjúpun á blekkingarleik
hinnar lýsandi listar landslagsmálverksins. Í
stað þess að sjá landið, hafflötinn og himininn
sem þrjá samliggjandi fleti á flötu léreftinu út
frá sjónarhorni áhorfandans höfum við gipsaf-
steypu í þremur hlutum sem fela í sér „af-
steypu“ jarðarinnar, sjávarins og himinsins.
Þannig eru sjórinn og loftið „sýnd“ frá sjón-
arhorni jarðarinnar, ef svo mætti segja, og þar
með grafið undan hinu „húmaníska“ sjónar-
horni á veruleikann. Verk Magnúsar eru mik-
ilvægt innlegg í umræðu rýmislistarinnar í al-
þjóðlegu samhengi og er því óhætt að telja
hann brautryðjanda í íslenskri myndlist.
Sama má segja um Kristján Guðmundsson
(f. 1941), en hann hefur einnig glímt við hinn
merkingarlega vanda tungumálsins með
áhrifaríkum hætti og afhjúpað dulin tengsl hins
talaða og myndræna tungumáls. Verk hans
Eyjólfr hét maðr (1983) vísar vissulega til hins
mikla bókmenntaarfs þjóðarinnar, en gerir það
með bókstaflegri hætti en okkur er kannski
tamt. Myndin af Eyjólfi og merking nafns hans
opinberast hér fyrir okkur í formi og þyngd
bókstafsins E – og allt í einu þurfum við ekki
meira. Greining Kristjáns á sambandi mynd-
máls og hugtaka er merkt og frumlegt innlegg í
þá heimspekilegu umræðu sem átt hefur sér
stað í samtímalistinni á meginlöndunum austan
hafs og vestan á síðari hluta 20. aldar.
Að lokum er vert að minnast hér á tvo yngstu
fulltrúa íslenskrar rýmislistar á þessari sýn-
ingu, þá Finnboga Pétursson (f. 1959) og Þor-
vald Þorsteinsson (f. 1960). Finnbogi teiknar og
skapar rýmið með hljóði og leggur þar með
áherslu á að rýmið verður fyrst og fremst til í
tímanlegri upplifun þess. Þannig hefur hann
sagt afdráttarlaust skilið við alla efnislega lýs-
ingu rýmisins og fært mynd þess yfir í vitund
og upplifun „áhorfandans“ sem atburð og
reynslu. Þorvaldur notast einnig við hljóð í sínu
rýmisverki, en með nokkuð ólíkum hætti. Í
verkinu Söngskemmtun (1998) erum við
óþyrmilega vakin til vitundar um þann örþunna
vegg sem skilur á milli listar og veruleika; við
stöndum frammi fyrir lokuðum dyrum „tón-
leikasalarins“ og heyrum aðeins daufan óm
tónlistarinnar sem þar er flutt en sjáum hins
vegar fyrir okkur tónleikagestina í yfirhöfnum
þeirra sem hanga á fatahenginu. Upplifun þess
sem verkið „sýnir“ er öll falin handan við lok-
aðar dyr og við erum óhjákvæmilega of sein til
þess að taka þátt í leiknum. Ábyrgðin á upp-
lifun listarinnar hvílir öll á herðum áhorfand-
ans.
Þetta verk Þorvalds er verðug niðurstaða
þeirrar sýningar sem hér hefur verið sett á svið
og sýnir okkur að hinn íslenski hluti hennar á
þar fullt erindi, þótt eflaust hefði mátt tína til
fleiri verðuga fulltrúa.
Heimildir:
[1] Sbr. Frances A Yates: The Art of Memory, London
1966.
[2] „Der Mensch hat kein Körper und ist kein Körper,
sondern lebt seinen Leib,“ Martin Heidegger: Corpo e
Spazio - Osservazione su arte-scultura-spazio, Genova
2000, bls 32.
[3] J. Lacan: Function and Field of Speech and Lang-
uage in Psychoanalysis, NY 1977.
Gerður Helgadóttur. Komposition, 1953. Málað járn.
Henry Moore. Hjálmhöfuð nr. 6, 1975. Brons.
Kristján Guðmundsson. Eyjólfr hét maðr, 1983. Járn.
Sol LeWitt. Opnir teningar, 1968. Lakkað ál. Þorvaldur Þorsteinsson. Söngskemmtun, 1998. Tré, málmur og föt.
Höfundur er listfræðingur.