Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Síða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Síða 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 2003 13 H ÚSABAKKASKÓLI í Svarfaðardal hefur síðast- liðin sjö sumur hýst Leik- listarskóla Bandalags ís- lenskra leikfélaga en skólinn stendur venjulega níu daga í júní. Síðustu ár hefur verið boðið upp á fjölda námskeiða sem á þriðja hundrað nem- enda hefur sótt. Í ár gátu þeir tæplega fjöru- tíu nemendur sem sóttu skólann valið á milli þriggja sérnámskeiða. Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri stýrði masterklass-námskeiði í leik- stjórn, sem var beint framhald af leikstjórn- arnámskeiðum sem hún hefur kennt við skól- ann síðastliðin tvö sumur. Karl Ágúst Úlfsson, leikari og leikskáld, kenndi á nám- skeiðinu Leikritun II sem var framhald af námskeiði sem hann hélt í fyrra. Ágústa Skúladóttir leikstjóri var með sérnámskeið fyrir leikara sem bar yfirskriftina „Hvernig segirðu sögu?“ þar sem unnið var markvisst að því að sviðsetja smásögur. „Það eru lúx- usaðstæður að fá að vera í viku og einbeita sér bara að einum hlut og það verður mjög mikill sjáanlegur árangur af svona nám- skeiði. Hópurinn sem ég var með núna vann alveg óskaplega vel og það kom mjög mikið af fínu efni frá honum,“ segir Karl Ágúst Úlfsson sem er mjög ánægður með skólann og fyr- irkomulag hans. „Ég hefði ekki trúað hvað ég hef komist áfram með leikritið mitt bara síðan ég kom hing- að. Ég hef ekki verið að skrifa nema svona tvo tíma á dag og svo höfum við verið að lesa yfir hvert hjá öðru. En það munar svo miklu að fá smáhvatningu og hafa al- geran vinnufrið og þurfa ekki að hugsa um allt daglega amstr- ið, t.d. um það hvort til sé matur eða ekki,“ segir Sigríður Lára Sigurjóns- dóttir, bókmenntafræðingur og minjavörður sem sótti leikritunarnámskeiðið hjá Karli Ágústi. „Fólkið sem leggur á sig að koma hingað til þess að taka þátt í skólanum er með leikhúsbakteríu á mjög háu stigi. Enda sér maður að allir eru stöðugt að vinna, fyrst á námskeiðunum og þegar þeim sleppir er fólk úti um allt að æfa fyrir kvöldvökur eða einhverjar uppákomur,“ segir Sigríður Lára. Einstakt fyrirbæri Ármann Guðmundsson, leikstjóri og starfs- maður hjá Bandalagi íslenskra leikfélaga, hefur sótt skólann öll árin sem hann hefur verið starfræktur. Inntur eftir því hvers vegna hann mæti alltaf svarar hann því til að bæði námið sjálft og ekki síður stemningin í skólanum lokki hann norður ár hvert. „Skól- inn er einstakt fyrirbæri. Stemningin sem hér ríkir er algjörlega sérstök og að hluta til tekur maður hana með sér heim, því fólkið sem kemur hingað tengist mjög sterkum böndum. Þannig hefur samgangur milli leik- félaga aukist til muna síðan skólinn tók til starfa fyrir sjö árum. Strax eftir fyrsta árið fann fólk fyrir svo mikilli þörf fyrir að vinna meira saman að ákveðið var að stofna sér- stakt leikfélag, Leikfélagið Sýnir, sem starfar á landsvísu og yfirleitt á sumrin. Það hefur verið sérstaklega öflugt í uppsetningu örleik- rita,“ segir Ármann. En í næsta mánuði mun Sýnir setja upp annað stóra verkefnið sitt þegar Draumur á Jónsmessunótt í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar verður sýnt í Elliða- árdalnum. Að mati Ármanns hefur skólinn kennt mörgum að hægt er að setja upp styttri verk á mjög knöppum tíma ef allir þátttakendur eru samstilltir og einbeittir. „Skólinn er eitt stærsta framfaraskrefið í sögu Bandalags íslenskra leikfélaga. Hann var náttúrlega lengi í mótun en ég held að það hafi tekist mjög vel til með hann, bæði formið á honum og staðsetninguna, því að Svarfaðardalur er yndislegur í alla staði,“ segir Ármann. Júlíus Júlíusson, formaður Leikfélags Dal- víkur, sótti leikstjórnarnámskeiðið hjá Sig- rúnu Valbergsdóttur. Hann segir sköpunina og andrúmsloftið sem myndist í skólanum í raun ólýsanlegt. „Maður kemur opinn í skól- ann, fær fullt af hugmyndum og er miklu óhræddari við að þora að prófa og fram- kvæma þær. Nemendur skólans hafa verið af- ar öflugir í tilraunastarfseminni síðustu árin og ég sé það í beinum tengslum við áhrifin frá skólanum,“ segir Júlíus sem fór að skrifa örleikrit eftir veruna í skólanum í fyrra auk þess sem hann hefur verið virkur leikstjóri á Dalvík. Mikið þor í áhugahreyfingunni Sigrún Valbergsdóttir sem stýrði leik- stjórnarnámskeiðinu var afar ánægð með fyr- irkomulag námskeiðsins þar sem allir fengu að fylgjast með vinnu hinna. „Leikstjórar læra yfirleitt mjög mikið af að fylgjast með öðrum leikstýra og margir hafa einmitt lært leikstjórn með því að fikra sig áfram og fylgj- ast með öðrum samhliða,“ segir Sigrún og heldur áfram: „En nemendurnir lærðu kannski hvað mest af því að leika undir leik- stjórn hinna og beina athygli sinni sérstak- lega að því hvernig þeim væri leikstýrt.“ „Það er svo margt sem er frábært við þennan skóla. Bara það að bjóða upp á hann er algjör snilld. Svo er hann einstaklega vel rekinn og mikil framsýni fólgin í að bjóða upp á framhaldsnámskeið í öllum greinum. Mér þótti óskaplega vænt um að fá að koma og kenna í skólanum. Hvað varðar námskeiðið sem ég hélt þá er ég búin að læra afskaplega mikið sjálf. Það tókst alveg rosalega vel til enda flottir leikarar sem voru með,“ segir Ágústa Skúladóttir, sem kenndi á leiknám- skeiðinu Hvernig segirðu sögu?, og bætir við að sér hafi fundist magnað að sjá hve skjótt hópurinn varð ótrúlega samstilltur í vinnu sinni með grænlenskar og víetnamskar þjóð- sögur. „Ég var löngu komin með óþreyju í kropp- inn því að mig var farið að lengja eftir að komast sjálf á námskeið en ég hef ekki kom- ist vegna tímaskorts. Ég fékk mjög mikið út úr námskeiðinu hér fyrir norðan því að ég lærði að maður er alltaf með og við öllu bú- inn, hvort sem maður er kennari eða nem- andi,“ segir Ágústa og leggur ríka áherslu á mikilvægi þess að nota námskeið til þess að endurnýja sig og hlaða batteríin. Aðspurð um vinnuaðferðir sínar segir Ágústa að flestallar æfingar sínar hafi það að markmiði að efla hlustun, samvinnu og hlýju leikaranna hvers gagnvart öðrum en umfram allt leggi hún áherslu á að leikarinn verði að hafa gaman af því sem hann gerir. „Ég lagði kannski inn einhverja grunnæfingu og meðan ég var horfa á hópinn datt mér ef til vill eitt- hvað í hug sem mig langaði að prófa og sjá hvort virkaði og taka þannig áhættu sem kennari. Margt nýtt þróaðist því á námskeið- inu,“ segir Ágústa og heldur áfram: „Það er ofboðslega mikið þor í áhugaleikhúshreyfing- unni. Ef hugmynd kviknar er hún bara fram- kvæmd, fólk þorir að taka nýja afstöðu, leika sér með tilraunaform og það er mikil til- raunastarfsemi í áhugaleikhúshreyfingunni í dag. Hún hefur sýnt mikið af örleikritum sem er form sem þarf að hlúa að í leiklistinni. Þetta er mjög knappt form og mikil áskorun felst í því að koma örleikriti yfir, en það er of- boðslega skemmtilegt.“ Örleikritahátíð skellt upp Líkt og í fyrra var efnt til örleikritahátíðar undir lok skólans. Í ár bar leiklistarhátíðin yfirskriftina Samviskustykki og á henni voru ellefu nýir einþáttungar eftir tíu höfunda settir upp af tólf leikstjórum, en eitt verk- anna var leikið tvisvar í afar ólíkum út- færslum. Leikhópunum var úthlutað tólf mis- munandi leikrýmum, allt frá litlum kennslustofum yfir í stóran íþróttasal, en einn hópurinn var t.d. í matsalnum. Höfund- arnir höfðu fengið það verkefni að skrifa ein- þáttung sem hefði með samvisku eða sam- viskubit að gera en leikstjórarnir fengu aðeins tvo og hálfan tíma til þess að setja þau upp. Mikil leynd hvíldi yfir því hver væri höf- undur hvers verks og leikstjórinn einn vissi hver var höfundur verksins sem hann vann með. Áhorfendur gátu því leikið sér að því að rýna í stíl og einkenni verkanna en að hátíð- inni lokinni var svo ljóstrað upp hverjir höfðu átt hvaða verk. „Örleikritahátíðin er nátt- úrulega uppskeruhátíð sem er engu lík. Þarna reynir á það að einstaklingarnir nýti sér það sem þeir eru búnir að læra í náminu. Allir fá mjög stuttan tíma og því mikilvægt að gera hlutina í réttri röð, reyna ekki að gera allt í einu heldur vinna þetta skipulega. Koma auga á hvað verkið er að segja og vinna sviðsetninguna út frá þeirri sögn. Auk þess þarf fólk að vinna með það rými sem því er úthlutað,“ segir Sigrún, en oft gat verið talsverð kúnst að koma fimmtíu manns fyrir í sumum rýmanna. Að mati Karls Ágústs var örleikritahátíðin nokkurs konar hápunktur á vinnu allra í skól- anum. „Nú þekkti ég verkin svolítið fyrir en það er alltaf mjög lærdómsríkt að sjá hvaða tökum leikstjóri og leikarar taka hvert verk fyrir sig og persónurnar. Í mörgum tilfellum var það ef til vill gjörólík því sem ég hafði ímyndað mér, en það er náttúrlega það sem er svo skemmtilegt. Það er nefnilega hægt að gera hlutina á svo margvíslegan hátt,“ segir Karl Ágúst sem átti sjálfur tvö verk á hátíð- inni. SKÖPUNARKRAFTUR Í FALLEGUM DAL Hópurinn á leiknámskeiðinu túlkar kajakferðalag vonbiðilsins. Ár- mann Guðmundsson, Björn Thorarensen, Eva Karlotta Einars- dóttir, Karl Ingólfsson, Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Valgerður Arn- ardóttir, Hulda Hákonardóttir og Hjalti Stefán Kristjánsson. Hrefna Friðriksdóttir lék einþáttunginn Árshá- tíð eftir Þórunni Guðmundsdóttur á kvöldvöku.Björn Thorarensen og Karl Ingólfsson. silja@mbl.is Á hverju sumri flykkist stór hópur leiklistar- áhugafólks í Svarfaðar- dalinn til þess að taka þátt í Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leik- félaga. SILJA BJÖRK HULDUDÓTTIR brá sér norður og tók þátttak- endur og kennara tali. Morgunblaðið/Silja Björk

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.