Lesbók Morgunblaðsins - 28.06.2003, Side 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 28. JÚNÍ 2003
ÞEGAR franski uppfinningamaðurinn Joseph
Nicéphore Niépce tók fyrstu ljósmyndina, sem
vitað er um, út um gluggann á sveitasetri sínu árið
1826 tók það heilar 8 klukkustundir að lýsa mynd-
ina. Í stað filmu notaði hann tinplötu þakta jarð-
biki sem hann svo leysti upp í terpentínu. Niépce
vildi festa mynd af veruleikanum án milligöngu
handverksins, „fanga sýn náttúrunnar á nátt-
úrunni“ eins og annar frumkvöðull ljósmyndunar,
William Fox Talbot, orðaði það. Nokkru eftir ár-
angur Niépces datt öðrum Frakka, Louis-Jacq-
ues Daguerre, það snjallræði í hug að nota silf-
urjoðíð og styttist þá myndatakan niður í 30
mínútur. Síðan hafa liðið hátt á annað hundrað ár
og ljósmyndatæknin þróast allverulega á tíma-
bilinu.
Á Íslandi tekur ljósmyndin ekki almennilega
við sér sem tjáningarform í myndlist fyrr en á átt-
unda áratug síðustu aldar með tilkomu hug-
myndalistar (Conceptual art). Í dag er ljósmyndin
mikilvægur hlekkur í myndlistarflórunni og því
löngu tímabært að gera úttekt á því helsta sem er
í gangi í ljósmyndun hér á landi.
Á Kjarvalsstöðum stendur nú yfir sýningin er
nefnist „Íslensk samtímaljósmyndun“. Sýningar-
stjórar eru Eiríkur Þorláksson, Einar Falur Ing-
ólfsson og Pétur Arason, en þeir völdu einnig ljós-
myndaverk samtímalistamanna á sýninguna
„Íslensk ljósmyndun – Yfirlitssýning“ sem haldin
var í Moskvu í fyrravetur og var unnin í samstarfi
Listasafns Reykjavíkur og Þjóðminjasafns Ís-
lands við ljósmyndasafn Moskvu. Sýningin „Ís-
lensk samtímaljósmyndun“ er sá hluti sem Lista-
safn Reykjavíkur lagði til sýningarinnar í
Moskvu, með nokkrum viðbótum.
Ísland í dag
Þótt öll verkin á sýningunni séu ljósmyndir, ut-
an nokkurra blýantsteikninga sem Birgir Andr-
ésson hefur unnið eftir ljósmyndum Magnúsar
Reynis Jónssonar, teljast ekki allir sýnendur ljós-
myndarar. Stór hluti þeirra eru myndlistarmenn
sem m.a. nota eiginleika ljósmynda til þess að
koma hugmyndum sínum til skila og kaupa jafn-
vel þjónustu faglærðra ljósmyndara til þess að
taka myndirnar fyrir sig. Hér er því um nokkuð
athyglisvert samspil að ræða þar sem listamenn
sem eru að taka ljósmyndir ljósmyndanna vegna
og listamenn sem nota ljósmyndir sökum þess að
þær henta einstökum hugmyndum betur en aðrir
tjáningarmiðlar sameina krafta sína til þess veita
innsýn í þá miklu möguleika sem ljósmyndaform-
ið býður upp á.
Alls eiga 32 listamenn verk á sýningunni.
Hreinn Friðfinnsson og Sigurður Guðmundsson,
sem eru brautryðjendur í hugmyndalist á Íslandi,
eiga þar elstu verkin og eru frá áttunda áratugn-
um. Sigurður hefur löngum lýst því yfir að ljós-
myndir hans séu í raun skúlptúrar. Þannig má
einnig horfa á ljósmyndir Ólafar Nordal af til-
búnum „objektum“ og fjögurra mynda röð Gjörn-
ingaklúbbsins, sem sýnir listakonurnar makaðar í
kökukremi. Nokkuð er um heimildarljósmyndir
þar sem skrásetning er í fyrirrúmi. „Lönd og álfur
heimsins ...“ eftir Birgi Andrésson, dagbókarverk
Einars Fals og myndir Ívars Brynjólfssonar af
hversdagslegum hlutum á kosningaskrifstofum
eru dæmi um slík verk. „Landlistin“ (Land art) á
líka sinn fulltrúa á sýningunni, en það er dansk-
íslenski listamaðurinn Ólafur Elíasson, sem sýnir
ljósmyndaröðina „Leitað að vatni á landi Gunn-
ars“. Öllu hefðbundnari eru stílhreinar landslags-
myndir Páls Stefánssonar og Sigurgeirs Sigur-
pálssonar. Katrín Elvarsdóttir sýnir einnig
landslagsmyndir, en hún reynir að fanga drunga-
legt andrúm í landslagi frekar en að mynda fagra
lögun og litadýrð þess eins og þeir Páll og Sig-
urgeir gera. Hrafnkell Sigurðsson færir lands-
lagsmyndina inn fyrir borgarmörkin með ljós-
myndum af snjósköflum sem líkjast fjöllum og í
annarri myndröð notar hann braggatjöld sem til-
vísun í fjöll. Auð tjaldstæði er myndefnið í tveim-
ur ljósmyndum eftir Spessa þar sem tómleikinn
segir til um liðinn tíma. Samskonar vangaveltur
eru að finna í innviði eyðibýla sem Orri Jónsson
hefur myndað. Listamennirnir leggja þó ólíkar
áherslur á viðfangsefnið. Spessi tekur ljósmynd-
irnar án nokkurra tilrauna til að fegra umhverfi
eða ástand og myndar tjaldstæðið í því raunsæi
sem fyrir liggur, en Orri myndar hluta af innviði
húsanna með tilliti til lita og myndbyggingar.
Ljósmynd Hrafnhildar Arnardóttur „Bottom
Lines“ af köflóttum afturenda hefur einnig skop-
lega tengingu í geometríu og mínimalisma síðustu
aldar sem/og tískuheiminn og litríkar og „sixties“-
legar ljósmyndir Bjargeyjar Ólafsdóttur, „Falsk-
ar tennur“, eru æpandi andstæða við svart/hvítar
dramatískar ljósmyndir Ragnars Axelssonar.
Benedikt Valsson er eini ljósmyndarinn sem tek-
ur fyrir andlits-portrettið og sýnir fjórar myndir
af fjórum kynslóðum í karllegg Geira Borg. Ljós-
myndir Guðmundar Ingólfssonar af pylsusölu-
stöðum eru líka á sinn hátt portrettmyndir og
tölvubreyttar myndir Guðmundar Odds Magnús-
sonar og Tuma Magnússonar eru svo til merkis
um nýrri tíma í ljósmyndatækninni.
Sýningin er ágætlega heppnuð, vönduð og
metnaðarfull. Ef eitthvað er einkennandi fyrir
hana þá er það klappað og klárt „konseptið“.
Langflestir listamannanna taka fyrir eina hug-
mynd eða eitt verkefni og skila því
frá sér á skýran hátt. Athyglisvert
þykir mér að enginn af 32 þátttak-
endum á sýningunni skuli taka
fyrir pólitísk málefni eða skoði
neikvæðari þætti samfélagsins, en
ljósmyndin er afar hentug fyrir
þessháttar viðfangsefni þar sem
hún festir staðreyndirnar í mynd.
Hér er nær einungis verið að
vinna á fagurfræðilegum, form-
fræðilegum og hugmyndarlegum
nótum. Ekki tel ég þó að skortur á
samfélagslegri eða pólitískri
ádeilu sé sérstakur ljóður á sýn-
ingunni, heldur eitthvað sem er
umhugsunarvert varðandi ís-
lenska samtímaljósmyndun.
Dimm erótík
Katrín Elvarsdóttir, sem er á
meðal sýnenda á ljósmyndasýningunni á Kjar-
valsstöðum, opnaði einkasýningu í Mokka síðast-
liðna helgi. Sýninguna nefnir hún „Lífsandi“ og
inniheldur 12 svart/hvítar ljósmyndir af gínum
sem listakonan tók í verslunargluggum New York
borgar, ýmist kvennærfataverslunum eða S&M
búðum, að mér sýnist.
Katrín er ekki að sýna gínurnar sem slíkar
heldur notar hún þær til að kveikja hugarhrær-
ingar hjá áhorfendum. Hún notar lítið sem ekkert
af gráum skala og sker skýrt á milli þess svarta og
hvíta eða ljóss og skugga. Smáatriði verða því
óljós, stundum úr fókus, og maður er ekki alltaf
viss hvort að um gínu eða manneskju sé að ræða.
Leiðir listakonan okkur að nálægum hluta gín-
anna, yfirleitt mittið og lærið, og nær þannig fram
dimmri erótík sem væntanlega er það andrúm
sem hún leitar eftir í myndunum.
Í texta um sýninguna segist Katrín vera að
vinna með mörk hins lifandi og líflausa. Tekst
henni það með ágætum því hún gæðir líflausar
gínurnar svo sannarlega lífi.
Ferðamyndir frá fimm löndum
Sumarsýning Ljósmyndasafns Reykjavíkur er
á verkum fransk-víetnamska ljósmyndarans
Claire Xuan og nefnist hún „Frumefnin fimm –
ferðadagbækur Claire Xuan“. Yfirskriftin er
fengin úr austurlenskum fræðum þar sem frum-
efni alheimsins eru sögð vera fimm. Ekki er þó
verið að andmæla frumefnunum fjórum sem vís-
indin hafa kynnt okkur, heldur eru hin austrænu
frumefni sjáanlegt og áþreifanlegt efni, tré, jörð,
málmur, eldur og vatn, sem ýmist vinna saman
eða gegn hvoru öðru sem hreyfiöfl náttúrunnar.
Ljósmyndirnar eru teknar í fimm löndum, Víet-
nam, Frakklandi, Marokkó, Madagaskar og á Ís-
landi og reynir listakonan að mynda mismunandi
ástand frumefnanna á hverjum stað fyrir sig með
tilliti til myndrænna eiginleika þeirra, þ.e. áferð
leirsins, speglun vatnsins, þyngd málmsins o.s.fv.
Claire Xuan er fyrst og fremst að sýna ferða-
bók sem hún hengir á veggi sýningarsalarins.
Sýnishorn af vönduðum handgerðum bókunum er
undir lokuðu gleri svo ekki er hægt að fletta þeim.
Hefði ég gjarnan viljað upplifa sýninguna líka í
gegn um bókverkið, því að ljósmyndirnar á veggj-
unum, sem margar hverjar eru fallegar náttúru-
myndir, eru teknar frá heldur viðteknu sjónar-
horni fyrir mitt leiti. Það sem helst stendur upp úr
eru 8 svart/hvítar myndir frá þorpi á Madagaskar
þar sem allir íbúar klæðast í hvítt á sunnudögum
og mynd af rauðum rósum fljótandi á vatni í
Marrakesh.
„Bóndi á suðurströnd Íslands“ eftir Ragnar Axelsson frá árinu 1996. Braggatjald Hrafnkels Sigurðssonar – sem fjall á myndfletinum.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Claire Xuan.
Opið virka daga frá 12-19 og um helgar frá
13-17. Sýningu lýkur 1. september.
LJÓSMYNDIR
Jón B.K. Ransu
Morgunblaðið/GolliMorgunblaðið/Ragnar Axelsson
„Stærðfræði“ – Ljósmynd / Skúlptúr eftir Sigurð Guðmundsson.
MYNDLIST
Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir
Íslensk samtímaljósmyndun.
Opið alla daga frá 10-17. Sýningu lýkur 24. ágúst.
LJÓSMYNDIR
Mokka
Katrín Elvarsdóttir.
Opið á opnunartíma kaffihússins. Sýningu
lýkur 5. júlí.
LJÓSMYNDIR
LJÓSMYNDUN
SAMTÍMANS
ENDURBYGGING á Neues
Museum eða Nýja safninu í Berl-
ín stendur nú yfir, en safnið er
með síðustu stríðsminjum frá
síðari heimsstyrjöld sem enn
standa í borginni. Safnið, sem
var byggt á árunum 1834-1859,
stendur á safnaeyjunni í Berlín
en varð fyrir miklum skaða í síð-
ari heimsstyrjöldinni og hefur
staðið ónotað síðan.
Það er breski arkitektinn Dav-
id Chipperfield sem ber ábyrgð á
endurbótum ytra byrðis Neues
Museum en til stendur að koma
húsinu í sem upprunalegast horf
að utan, salarkynnin fyrir innan
verða hins vegar algjörlega end-
urgerð og uppfærð.
Kostnaður þýska ríkisins er
talinn nema rúmum 20 milljörð-
um króna, en húsið er þegar á
minjaskrá UNESCO.
Til stendur að opna safnið að
nýju árið 2009 og mun það þá
geyma hið egypska safn borgar-
innar, sem og forsögulega og
fornaldar muni.
Grimmd og
blíða í Tate
TATE Modern safnið í London
hýsir þessa dagana ljós-
myndasýninguna Cruel and ten-
der: the Real in the 20th-
Century Photograph, sem út-
leggja má sem Grimmdin og
blíðan: Hið raunverulega í ljós-
myndum 20. aldar.
Sýningin geymir verk ljós-
myndara sem kynslóð eftir kyn-
slóð hafa leitast við að fanga á
filmu hin margvíslegustu mynd-
efni sem grípa augað og sýna
hlutleysi ljósmyndarans um leið,
en verkin á sýningunni eiga það
sameiginlegt að þar er leitað
fanga í þeim hliðum lífsins sem
venjulega er horft framhjá. Með-
al þeirra ljósmyndara sem eiga
verk á sýningunni má nefna sem
dæmi þau Diane Arbus, Thomas
Ruff, Robert Frank og Garry
Winogrand.
Á tímum
zaranna
SOMERSET House í London
hýsir þessa dagana sýningu sem
haldin er í tilefni að 300 ára af-
mæli Sankti Pétursborgar. Sýn-
ingin geymir m.a. ljósmyndir frá
árunum 1840-1920 sem sýna
daglegt líf borgarbúa bæði al-
mennings sem
aðals, en mynd-
irnar voru
fengnar að láni
frá Hermitage-
safninu í Sankti
Pétursborg.
Með sýning-
unni þykir hafa
tekist einkar vel
að draga fram
mynd af lífi íbúa
borgarinnar á tímum rússneska
keisaradæmisins. Kemur það
ekki hvað síst fram í þeirri mót-
sögn sem birtist í aðalsmanna
portrettum á borð við mynd af
prinsessunni Orlova-Davydova í
grímubúningi og myndum af erf-
iðum kjörum almennings sem
virtust aðlinum að mestu ókunn.
Langt
sýningarhlé
Drengur með leikfangahandsprengjur
eftir Diane Arbus.
Orlova-Davydova
prinsessa.
ERLENT