Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR
3 0 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R
EFNI
Mannblót
fór fram á Þingvöllum á síðasta degi heiðn-
innar segir Jón Hnefill Aðalsteinsson í
grein þar sem hann varpar fram ýmsum
ósvöruðum spurningum um Kristnitöku-
þingið árið 1000.
Hvað er heilagt?
var spurt á rithöfundaþinginu í Lahti í
Finnlandi. Sigurbjörg Þrastardóttir var á
staðnum og rekur umræðurnar.
Ólafs-
dögunum
lýkur í Þrándheimi
í dag en þeir voru
haldnir í 41. skipti
samhliða 850 ára
afmæli Niðarós-
biskupsdæmis.
Þröstur Helgason
fylgdist með dag-
skránni og segir
frá.
Björk
hélt tónleika í
Verónu á Ítalíu
í júní síðast-
liðnum. Ólafur
Gíslason sótti
tónleikana og
sá þá sennilega
í öðru ljósi en
margir aðrir
viðstaddir.
S
ÍÐASTA öld var öld stórstígra
tækniframfara. Rafmagns-
ljós, orkuveitur, ísskápar,
bílar, tilbúinn áburður, flug-
vélar, fjarskipti, gerviefni,
lyf, tölvur – allt þetta hefur
bætt kjör okkar meira en við
getum með góðu móti gert
okkur grein fyrir. Þó er ótalin sú tækni sem
líklega hefur mest áhrif á kjör almennings,
en það eru ódýrar og öruggar getnaðar-
varnir.
Stundum eru uppreisnargjörnum ung-
lingum og blómabörnum af 68-kynslóðinni
þökkuð þau umskipti sem urðu í sam-
skiptum fólks á seinni hluta aldarinnar þeg-
ar tepruskap var kastað fyrir róða, konur
urðu jafningjar karla og strákar og stelpur
máttu draga sig saman að vild. Ég held að
SSL og önnur fyrirtæki sem séð hafa al-
menningi fyrir ódýrum smokkum og síðar
getnaðarvarnarpillum eigi meiri þakkir
skildar.
Fyrir daga getnaðarvarna snerust lög,
siðir og félagslegt aðhald að verulegu leyti
um að bæla kynhvötina og koma í veg fyrir
kynlíf, svo ekki yrðu of margir munnar að
fæða. Nú er kynlíf ekki lengur eins nátengt
barneignum og siðferðileg viðmið um kyn-
hegðun hafa breyst afar mikið. Þetta hefur
að flestu leyti orðið til góðs. En engin er rós
án þyrna. Kaupahéðnar sem vilja veiða pen-
ing úr pyngju okkar eiga það til að nota
hálfgert klám fyrir beitu og þeir sem lengst
ganga misbjóða fólki með því að spila með
lúalegum hætti á losta og græðgi. Þar sem
ekki er lengur þörf á að bæla kynhvötina til
að koma í veg fyrir barneignir hefur losnað
um hömlur og komist rót á venjur og siði
sem löngum hafa verið samofin stolti fólks,
manngildi og siðgæði. Kynórar og kynlíf eru
nú verslunarvara í meira mæli en áður og
kröfur fólks, einkum karla, um að fá allt sem
hugurinn girnist í þessum efnum stangast á
við sjálfsvirðingu manna af báðum kynjum
og spillir stundum lífi þeirra. Víst eru marg-
ir ráðvilltir af þessum sökum og vita ekki al-
mennilega hvernig þeir eiga að haga sér, því
velsæmismörkin eru á hreyfingu og það er
erfitt að laga sig að breytingum á siðferði-
legum viðmiðum án þess að tapa fótfestu.
En námshæfileikum manna eru lítil tak-
mörk sett og ég held að góð von sé til að fólk
læri smám saman að rata skaplegan meðal-
veg milli taumleysis og bælingar, græðgi og
meinlæta. Jafnvel þótt það dragist eitthvað
er hlutskipti flestra nútímamanna miklu
betra en kvennanna sem urðu óléttar á
hverju ári meðan þeim entist líf og heilsa og
karlanna sem áttu að vera fyrirvinnur en
sáu engin ráð til að brauðfæða enn eitt
barnið.
Með frjálsri verslun, iðnbyltingu, til-
búnum áburði og fleiri tækniundrum stór-
fjölgaði fólki á jörðinni. Á síðustu árum hef-
ur hægt verulega á þessari fólksfjölgun og
ef fram heldur sem horfir eru fáeinir ára-
tugir þar til jarðarbúum tekur að fækka. (Á
20. öld fjölgaði mannkyni úr rúmum 1,6
milljörðum í rúma 6 milljarða og gert er ráð
fyrir að það telji nálægt 9 milljörðum árið
2050 en eftir það fækki fólki.) Fyrir daga
ódýrra getnaðarvarna dugði kynhvötin til
að tryggja viðkomu mannfólksins, svo þótt
flest samfélög reyndu að halda kynlífi í
skefjum fæddust víðast hvar fleiri börn en
kostur var að sjá fyrir fæði og öðrum lífs-
nauðsynjum. En nú er öldin önnur, a.m.k. í
iðnvæddum ríkjum. Mannfjöldi stjórnast
ekki lengur af kynhvöt og fæðuframboði.
Fólk eignast nú afkomendur vegna þess að
það vill ala upp börn fremur en vegna þess
að það fái ekki hamið kynhvötina. Fyrir vik-
ið eru flestir sem fæðast velkomnir í heim-
inn og eiga fremur á hættu að þjást af offitu
en næringarskorti. Þetta er einhver róttæk-
asta breyting sem orðið hefur á kjörum
manna fyrr og síðar.
Í stórum hluta Evrópu er fólki þegar tek-
ið að fækka. Samkvæmt spám Sameinuðu
þjóðanna mun íbúum í þeim löndum Evrópu
sem mynda Evrópusambandið eða eru á leið
inn í það fækka um 6% fyrir árið 2050. Í
Þýskalandi, á Ítalíu og á Spáni er gert ráð
fyrir að fækkunin verði enn meiri. Þessari
mannfækkun fylgja alvarleg vandamál. Nú
eru um það bil 35 á eftirlaunum fyrir hverja
100 sem eru á vinnumarkaði í Evrópu. Gert
er ráð fyrir að árið 2050 verði eftirlaunaþeg-
ar orðnir 75 á móti hverjum 100 sem stunda
vinnu. Svipaða sögu er að segja frá Japan og
Hong Kong en í ýmsum öðrum iðnríkjum
(t.d. Bandaríkjunum, Ástralíu, Nýja-Sjá-
landi, Suður-Kóreu og Kína) er ekki hafin
nein viðlíka fækkun. Hér á Íslandi eru barn-
eignir líka enn nógu tíðar til að fólksfjöldi
haldist nokkurn veginn óbreyttur. Líkleg
afleiðing alls þessa er að jafnvel þótt Evr-
ópusambandið beri gæfu til að draga úr
skrifræði og reglugerðafargani mun hag-
vöxtur þar verða mun minni en t.d. í Norð-
ur-Ameríku og Kína. Í grein um þetta efni í
tímaritinu The Economist (19.25. júlí 2003
bls. 34) er bent á hversu táknrænt það er
fyrir gömlu Evrópu, að þegar Valéry Gisc-
ard d’Estaing kynnti nýjustu hugmyndir
um stjórnskipan sambandsins á samkomu í
Náttúrugripasafninu í Brussel, þá stóð 77
ára gamall maður fyrir framan steingerving
af risaeðlu og talaði um framtíð álfunnar.
Þjóðir Evrópu geta unnið gegn fólks-
fækkun með því að hleypa inn fleiri innflytj-
endum frá Norður-Afríku, Pakistan eða
öðrum svæðum þar sem viðkoma er ör eða
með því að eignast fleiri börn. En í flestum
löndum álfunnar eru öflugar stjórnmála-
hreyfingar andvígar fjölgun innflytjenda og
þótt stjórnvöld hafi reynt að hvetja til barn-
eigna hefur það borið fremur lítinn árangur.
Það eru því allar líkur á að Evrópumönnum
fækki og meðaldur þeirra hækki á næstu ár-
um. En ætli Evrópumenn (og íbúar Japan
og Hong Kong) séu e.t.v. bara nokkrum ár-
um á undan öðrum? Er aðeins spurning um
tíma hvenær fólki fer að fækka í öllum
heimsálfum? Endar þetta kannski með því
að mannkynið deyr út?
Áður en fólk hafði aðgang að sæmilega
öruggum getnaðarvörnum eignaðist það
börn hvort sem það hafði áhuga á börnum
eða ekki. Frá því löngu áður en mannkynið
varð til hafði náttúruvalið ræktað upp dýr
með sterka kynhvöt. Þetta var leið náttúr-
unnar til að láta tegundirnar (og þar með
mannfólkið) margfaldast og uppfylla jörð-
ina. Svo lengi sem einstaklingarnir sækjast
eftir kynlífi og hafa hvöt til að vernda ung-
viði sitt er viðkoma stofnsins tryggð, hvort
sem nokkurn langar að eignast stóran ætt-
boga. Nú er þetta breytt. Kynhvötin stuðlar
ekki að barneignum nema menn vilji eignast
börn. Stór hluti fólks kærir sig ekki um nein
börn og margir láta eitt nægja. Þetta fólk
mun ekki viðhalda mannkyninu og arfgeng-
ir eiginleikar þess munu ekki marka svip
komandi kynslóða.
En jafnvel í gömlu Evrópu eru til pör sem
vilja eignast mörg börn og gera það. Hugs-
um okkur að eiginleikar sem stuðla að því að
fólk vilji eignast mörg börn séu að einhverju
leyti arfgengir, hvort sem þær erfðir eru að
öllu leyti líffræðilegar eða velta að nokkru á
viðhorfum og siðum sem börn læra af for-
eldrum sínum. Ef svo er má ætla að tilvera
getnaðarvarna muni breyta mannkyninu
meira en nokkur önnur tækni hefur gert.
Þeim, sem hafa (til viðbótar við kynhvötina)
löngun eða tilhneigingu til að eignast mörg
börn, fjölgar þá miklu meira en hinum, svo á
nokkrum kynslóðum ræktar náttúruvalið
upp áhuga á barneignum. Þótt náttúruvalið
sé hvorki gætt viti né vilja hefur það hingað
til sýnt ótrúleg klókindi. Hví skyldi það ekki
rata á leið til að tryggja viðhald mannkyns-
ins þótt gamla aðferðin, að rækta upp
sterka kynhvöt, hætti að virka? Ætli
smokkurinn og pillan breyti e.t.v. fleiru en
siðferði manna og samfélagsháttum og end-
urskapi líka arfgengar tilhneigingar og
hvatir?
GETNAÐAR-
VARNIR OG
MANNFÆKKUN
RABB
A T L I H A R Ð A R S O N
atli@ismennt.is
JÓHANNES ÚR KÖTLUM
TVÆR VERUR
Úti í haga er mórauð mús
meður augu dökk og blíð,
– kvöldið eitt við urðum dús,
elskum bæði lítið hús,
þráum hlýju, hötum stríð.
Mjúkhærð börn í myrkri fædd
matar hún af sannri ást,
fátæk, úfin, alltaf hrædd,
ofurskynjun hjartans gædd,
sköpuð til að titra og þjást.
Henni ógnar kattarkló,
krumla Satans gamla mér,
– sárast okkur þykir þó,
þegar mannatröllin sljó
kremja okkur undir sér.
Jóhannes úr Kötlum (1899–1972) gaf út fyrstu ljóðabók sína árið 1926, Bí, bí
og blaka. Auk ljóðabóka skrifaði hann fimm skáldsögur, fékkst við þýðingar og
greinaskrif um menningu og samfélagsmál.
FORSÍÐUMYNDIN
er eftir Roni Horn og er á sýningu sem stendur yfir í i8 um þessar mundir á 96
ljósmyndum af táningsstúlkunni Georgiu Loy sem er systurdóttir listakon-
unnar.