Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Page 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003
orð, at menn skyldu ganga til lögbergis. En
þá hóf hann upp tölu sína, es menn kvómu
þar, …
… En hann lauk svá máli sínu, at hvár-
irtveggja játtu því, at allir skyldi ein lög hafa,
þau sem hann réði upp at segja. Þá vas þat
mælt í lögum, at allir menn skyldu kristnir
vesa ok skírn taka, þeir es áðr váru óskírðir
á landi hér; en of barnaútburð skyldu standa
en fornu lög ok of hrossakjötsát. Skyldu
menn blóta á laun ef vildu, en varða fjör-
baugsgarðr ef váttum of kvæmi við. En síð-
arr fám vetrum vas sú heiðni af numin sem
önnur.
Þenna atburð sagði Teitr oss at því, es
kristni kom á Ísland.4
Teitur fóstri Ara fróða og heimildarmaður
hans að kristnitökunni var sonarsonur Giss-
urar hvita, sem gegndi mikilvægu hlutverki á
kristnitökuþinginu eins og fyrr kom fram, og
sjálfur var Ari fjórði maður frá Síðu-Halli.
Annar fóstri Ara var auk þess Hallur Þór-
arinsson, húsbóndinn í Haukadal, skírður af
Þangbrandi trúboða ári fyrr en kristni var
lögtekin. Ari var sjö ára er hann kom í
Haukadal og fjórtán ára er Hallur lést. Arf-
sagnaleið kristnitöku-frásagnarinnar í Ís-
lendingabók er því hvorki löng né torrakin.
Í tilvitnuninni úr Íslendingabók sleppti ég
útdrætti Ara fróða úr meintri ræðu Þorgeirs
Ljósvetningagoða á þinginu. Ræða sem skráð
er rúmum hundrað og tuttugu árum eftir að
hún er flutt hefur ekki mikið orðrétt heimild-
argildi. Og Ari átti þess engan kost að meta
hvað var upprunalegt og hvað var afbakað í
orðum Þorgeirs.
Næst er að líta á frásögn Kristni sögu til
samanburðar. Þar greinir sagnaritarinn frá
því með nærfellt sömu orðum og Íslend-
ingabók, að kristnir menn og heiðnir hafi
sagt sig úr lögum hvorir við aðra, drepur
þessu næst á sögn um jarðeld í Ölfusi og at-
hugasemd Snorra goða að því tilefni, en segir
síðan orðrétt:
Eptir þat gengu menn frá lögbergi; þá
báðu enir kristnu menn, at Síðu-Hallr skyldi
segja lög þeira upp þau, er kristninni skyldu
fylgja. Hallr keypti hálfu C. Silfrs at Þorgeiri
goða, er þá hafði lögsögu, at hann segði upp
lög hvártveggi, kristin ok heiðin, ok var hann
þá enn eigi skírðr; en þá, er menn kómu í
búðir, lagðiz Þorgeir niðr ok breiddi feld á
höfuð sér ok lá allan daginn ok um nóttina ok
annan daginn til jafnlengðar. Enir heiðnu
menn höfðu þá stefnu fjölmenna ok tóku þat
ráð, at blóta II mönnum ór hverjum fjórð-
ungi ok hétu á heiðin goð til þess, at þau léti
eigi kristni ganga yfir landit; þeir Hjalti ok
Gizurr áttu aðra stefnu við kristna menn ok
létuz þeir vilja hafa ok mannblót jafnfjölment
sem enir heiðnu.
Þeir mæltu svá: „Heiðingjar blóta enum
verstum mönnum ok hrinda þeim fyrir björg
ok hamra, en vér skulum velja at mann-
kostum ok kalla sigrgjöf við dróttin várn Jes-
um Christum, skulum vér lifa því betr ok
syndvarligarr en áðr, ok munu vit Gizurr
ganga til fyrir várn fjórðung sigrgjafarinn-
ar.“
En fyrir Austfirðingafjórðung gengu þeir
til: Hallr af Síðu ok Þorleifr ór Krossavík
fyrir norðan Reyðarfjörð, bróðir Þórarins ór
Seyðarfirði: Ingileif var móðir þeirra, – hon-
um hafði Digr-Ketill stefnt um kristni at ráði
Brodd-helga; þá gerði veðr svá illt, at Ketill
varð því feginn, at hann kom til Þorleifs um
kveldit ok hafði þar góðan beina, af því fell
stefnan – en ór Norðlendingafjórðungi gengu
til sigrgjafarinnar Hlenni enn gamli ok Þor-
varðr son Spakböðvars; en ór Vestfirðinga-
fjórðungi Gestr Oddleifsson; þar var engi
annarr til. Þat líkaði þeim Hjalta ok Gizuri
illa.
Þá tók til orða Ormr Konráðsson, hann var
vistum á Gilsbakka, þvíat Hermundr Illuga-
son átti Gunnhildi dóttur hans: „Verða mundi
maðr til þessa, ef Þorvaldr, bróðir minn, enn
víðförli væri samlendr við mik, en nú mun ek
til ganga, ef þér vilið við mér taka.“
Þeir játtu því, ok var hann þá skírðr þegar.
En um daginn eptir settiz Þorgeir upp ok
gerði orð í búðir, at menn gengi til lögbergs,
5
Eini marktæki munur þessara tveggja frá-
sagna er greinargerðin um mannblótið sem
Kristni saga hefur fram yfir Íslendingabók.
Frásögn af kristnitökunni er einnig í Ólafs
sögu Tryggvasonar enni mestu. Er hún þar
mjög samhljóða Kristni sögu, en nokkru upp-
hafnari og orðfleiri og öll í dæmigerðum
helgisagnastíl.6
Áður en umrædd frásögn er metin er rétt
að rekja nokkra þætti mannblótsumræðu síð-
ustu hundrað ára.
Fræðimenn sem ritað hafa um kristnitök-
una á Íslandi hafa margir hverjir hliðrað sér
hjá því að ræða um mannblótið sérstaklega. Í
riti sínu um kristnitökuna sem kom út árið
1900 drap Björn M. Ólsen lauslega á frásagn-
ir Kristni sögu og Ólafs sögu Tryggvasonar
ennar mestu um mannblótið, en ræddi það
efni ekki frekar. Í Íslendingasögu I. Þjóð-
veldisöld gengur Jón Jóhannesson öllu
lengra því í kristnitökukafla bókarinnar nefn-
ir hann mannblótsfrásöguna ekki á nafn.7 Í
nokkrum yngri ritum er mannblótssögunni
hafnað sem sögulegri heimild. Þannig segir
Halldór Laxness árið 1973:
Það væri auðvelt fyrir hvern sem nenti, að
sanna að frásagnir um trúardeilur heiðinna
manna og kristinna á landinu, sérílagi á
Þíngvöllum kristnitökuvorið, væru mestan
part kaþólskur áróður, saman settur til að
stækka hlut trúboðsins; amk held ég einginn
einlægur söguskoðari, nema kannski þýskir
ríkisréttarfræðingar einsog Konrad Maurer,
hafi látið sér detta í hug að áttföld mannblót
á Þíngvöllum daginn fyrir kristnitöku, sem
tæpt er á í klerkaritum fornum, séu annað en
kaþólskur rógur um heiðna menn.8
Það dregur úr vægi ályktunar Halldórs
Laxness að hvorki í Kristni sögu né Ólafs
sögu Tryggvasonar enni mestu er heiðingjum
sérstaklega lagt það til lasts að blóta þessum
átta mönnum. Í nefndum frásögum er ekki
að finna þá blótsfordæmingu sem er ríkjandi
í þýddum helgiritum tólftu og þrettándu ald-
ar og gjarna kemur fram í innlendum ritum
þegar lengra líður frá kristnitöku. Þessi stað-
reynd er vísbending um að frásagan af
mannblótinu á Þingvöllum sé mjög gömul.
Árið 1974 komst Sigurður Líndal þannig
að orði um mannblótsfrásöguna í Sögu Ís-
lands I:
En þegar harðsvíraðir heiðingjar játa
kristni fyrir orð Þorgeirs Ljósvetningagoða
daginn eftir að hafa blótað átta mönnum eins
Í
TILEFNI af þúsund ára kristni í
landinu hefur kristnitakan verið ofar-
lega á baugi síðustu árin. Margvísleg-
ur forn fróðleikur hefur í því sam-
bandi verið dreginn fram í dagsljósið
og nýrri sýn varpað á ýmsa miður
kunna þætti. Merkasta framlag þess-
arar nýju umræðu er að sjálfsögðu
fyrsta bindi hins yfirgripsmikla rits Kristni á
Íslandi, ritað af Hjalta Hugasyni, þar sem
hann gerir að vel yfirveguðu mati vandaða og
ítarlega grein fyrir kristnum og heiðnum
átrúnaði á fyrstu öldum Íslands byggðar.1 Af
markverðum ritum síðustu áratuga fyrri ald-
ar um kristnitökuna má nefna kristnitöku-
kafla Sigurðar Líndals í fyrsta bindi Íslands-
sögu þjóðhátíðarnefndar frá 1974 og rit Dags
Strömbäcks um kristnun Íslands sem kom út
ári síðar.2
Sjálfur hef ég alllengi fengist við rann-
sóknir á kristnitökunni3, einkum með hliðsjón
af trúarbragðafræði. Þá hef ég jafnframt lagt
sérstaka áherslu á að meta gildi tiltækra
heimilda í stað þess að hafna þeim. Í því sem
hér fer á eftir er ég enn við sama heygarðs-
hornið, en að þessu sinni beini ég sjónum
mínum eingöngu að frásögunni um mann-
blótið á Þingvöllum.
Fyrsta skrefið verður að líta enn einu sinni
á fornar meginheimildir um kristnitökuna.
Íslendingabók og Kristni saga
Grundvallarheimild um kristnitökuna á Ís-
landi er sem kunnugt er Íslendingabók Ara
fróða, rituð rúmum hundrað árum eftir at-
burðinn og byggð á vitnisburði fjölmargra
valinna og nafngreindra fróðleiksmanna sem
sumir voru nánir afkomendur þeirra er kom-
ið höfðu hvað mest við sögu þegar kristnin
var lögtekin. Yngri heimildir eru síðan
Kristni saga og hliðstæð sagnarit frá þrett-
ándu og fjórtándu öld, sem öll byggjast á Ís-
lendingabók, en hafa auk þess ýmsan fróðleik
fram yfir hana sem þá ber að meta sér-
staklega.
Í Íslendingabók greinir Ari frá því að blóð-
ugum bardaga milli heiðinna og kristinna
hafi verið afstýrt en segir síðan:
En annan dag eptir gingu þeir Gizurr ok
Hjalti til lögbergs ok báru þar upp erindi sín.
En svá er sagt, at þat bæri frá hve vel þeir
mæltu En þat görðisk af því, at þar nefndi
annarr maðr at öðrum vátta, ok sögðusk
hvárir ýr lögum við aðra, enir kristnu menn
ok enir heiðnu, ok gingu síðan frá lögbergi.
Þá báðu enir kristnu menn Hall á Síðu, at
hann skyldi lög þeira upp segja, þau es
kristninni skyldi fylgja. En hann leystisk því
undan við þá, at hann keypti at Þorgeiri lög-
sögumanni, at hann skyldi upp segja, en
hann vas enn þá heiðinn. En síðan es menn
kómu í búðir, þá lagðisk hann niðr Þorgeirr
ok breiddi feld sinn á sik ok hvílði þann dag
allan ok nóttina eptir ok kvað ekki orð. En of
morguninn eptir settisk hann upp ok gørði
MANNBLÓTIÐ
Kristnitakan á Þingvöllum er ágreiningslítið einhver
merkasti stórviðburður gervallrar íslenskar sögu. En
þrátt fyrir traustar og ríkulegar heimildir um atburð-
inn fer því þó enn víðs fjarri að ágreiningslaust sé
hvað mestu olli um farsæl endalok deilumála á hinu
örlagaríka kristnitökuþingi. Var heiðnin veikari en
heimildir gefa í skyn? Var samið á bak við tjöldin? Var
blótað átta mönnum á síðasta degi heiðninnar?
Og til hvers lagðist Þorgeir undir feldinn?
Um öll þessi atriði er enn spurt.
E F T I R J Ó N H N E F I L
A Ð A L S T E I N S S O N
„Heiðingjar blóta enum verstum mönnum ok hrinda þeim fyrir björg og hamra ...“ (Kristni saga, 40).