Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Síða 6
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003 E INAR Skúlason var með þeim bræðrum Sigurði og Eysteini, og var Eysteinn konungur mik- ill vin hans. Og Eysteinn kon- ungur bað hann til að yrkja Ólafs drápu. Og hann orti og færði norður í Þrándheimi í Krists kirkju sjálfri, og varð það með miklum jartegnum, og kom dýrligur ilmur í kirkjuna.“ Þannig segir Morkinskinna frá því þegar Einar Skúlason skáld flutti Geisla í Niðarós- dómkirkju við stofnun biskupssetursins í Nið- arósi árið 1153. Í dag lýkur hátíðarhöldum í Þrándheimi vegna 850 ára afmælis biskupssetursins. Haldið var upp á afmælið samhliða kirkju- og menningarhátíðinni Ólafsdögum sem nú fór fram í 41. skipti. Í tilefni af þessum tímamót- um var sagan fyrirferðarmikil í dagskrá Ólafsdaganna og einnig tengslin við þau vest- norrænu lönd sem voru undir biskupsdómn- um í Niðarósi. Íslendingar settu ekki síst svip á hátíðina og oftast myndaði framlag þeirra nokkurs konar samband við fortíðina. Ef til vill má segja að hin 850 ára saga hafi verið römmuð inn á hátíðinni, annars vegar með því að Geisli var endurfluttur í dómkirkjunni við tónlist eftir norska tónskáldið Ludvig Nielsen og hins vegar með því að íslensku skáldi var aftur boðið til Niðaróss að flytja kvæði sitt en það var Matthías Johannessen sem hlaut heiðurinn. Matthías flutti meðal annars kvæði sitt Í Niðarósi þar sem hann kallast á við Geisla Einars Skúlasonar og þótt ekki hafi orðið vart mikilla jartegna og dýrligs ilms í sal Eysteins í Erkibiskupsgarðinum þá var stundin þrungin hátíðleika sem ekki fór fram hjá neinum viðstaddra. Þrándheimur er 1006 ára gömul borg. Ásamt Róm, Jerúsalem og Santiago de Comp- ostella var hún ein af fjölsóttustu pílagríma- borgum í Evrópu á miðöldum. Fólk kom víða að til að koma í kirkjuna sem var sögð reist á gröf Ólafs helga sem féll að Stiklastöðum árið 1030. Og enn kemur fólk til Þrándheims í þessum erindum þótt fleiri komi til að mennta sig í háskólanum, sem er talinn standa sér- staklega framarlega í tæknigreinum, eða fylgjast með Ólafsdögunum sem upphaflega var lítil kirkjuhátíð en hefur á undanförnum árum orðið að stórri alþjóðlegri menningarhá- tíð með ýmsum minni hliðarviðburðum. Kjarninn í dagskrá Ólafsdaganna er þó norskur. Heiðurslistamaður hátíðarinnar að þessu sinni var Ole Edvard Antonsen sem er talinn einn af mestu trompetsnillingum Norð- urlanda og þó víðar væri leitað. Hann hélt fimm tónleika sem voru jafnólíkir og þeir voru margir. Og heiðurshljómsveit hátíðarinnar var TrondheimSolistene sem var stofnuð árið 1988 og samanstendur af bæði ungum tónlist- armönnum og reyndari. Aðalaðdráttarafl líflegrar djassvöku var Um 150.000 manns búa í Þrándheimi sem er þriðja stærsta borg Noregs. Fyrir miðri mynd sést Niðarósdómkirkja og Erkibiskupsgarðurinn þar við hliðina. Leifur vígbúinn, horfir til vesturs. Morgunblaðið/Þröstur Dómkirkjan í Niðarósi var eins konar miðpunktur Ólafsdaganna. Í dag lýkur hátíðarhöldum í Þrándheimi vegna 850 ára afmælis biskupssetursins sem fram fóru samhliða kirkju- og menningarhátíðinni Ólafsdögum. ÞRÖSTUR HELGASON fylgdist með dagskránni þar sem Íslendingar komu víða við sögu. SAMBAND VIÐ FORTÍÐINA

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.