Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Page 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003 9 leg áhrif á líkama og taugakerfi,“ en Pimenoff er finnskur mannfræðingur og heimspekingur, ennfremur menntuð í læknisfræði og sálfræði. Franski rithöfundurinn Dominique Sigaud gekk skrefi lengra í exístensíalískum vangavelt- um. Hún lýsti því að fimm ára sonur hennar hafi snemma farið að spyrja tilvistarlegra spurninga um heiminn. Þegar hann hafi uppgötvað að hann myndi á endanum deyja, hefði hann orðið óend- anlega sorgmæddur og endurtekið í sífellu: Mamma, ég vil ekki deyja, ég vil ekki deyja! „Ég gat ekkert gert fyrir hann, nema deilt áhyggjunum með honum. En svo kom hann til mín einn daginn og sagði: Mamma, ég hef ákveð- ið að trúa á Guð! Og þetta varð honum sú hugg- un sem hann þurfti. Ég held að þetta lýsi mönnunum vel, þeir leita huggunar gagnvart hinu sorglega „tómi“ hjá ímynduðum Guði. Það voru mennirnir sjálfir sem fundu upp heilagleikann, án þess beint að ætla sér þangað inn. Þeir smíðuðu hann bara eins og glerkassa til þess að ganga í kringum og ræða um.“ Sigaud andmælti sem sé þeirri skoðun að til- veran án æðri máttar væri skelfilegt tóm. „Ég er ekki sammála því að heimurinn sé tómur. Hvað með okkur? Erum við ekki hér, og náttúran og dýrin? Þvert á móti finnst mér heimurinn vera uppfullur!“ sagði Sigaud og kvaðst heldur ekki skilja þá tilhneigingu að fylla meint tóm með öðru tómi. „Verkefni okkar er einfaldlega að sameinast um aðferðir til þess að sættast við ástand manneskjunnar, að hugga hvert annað. Og það er einmitt það sem gerir þetta bærilegt – við erum hérna saman.“ Sigaud greindi einnig frá því að á lífsleiðinni hefði hún í þrígang orðið fyrir því að menn reyndu að nauðga henni. „Þegar það gerðist í fyrsta sinn sá ég í augum mannsins að hann var hræddur. Ég var staðráðin í að afstýra atburð- inum því ég vissi að hann myndi annars búa í mér alla ævi, en mig langaði líka að hjálpa þess- um manni. Þannig að mér tókst að komast í að- stöðu til að faðma hann. Mig langaði að gefa honum eitthvað, svo hann gæti farið, svo hann yrði ekki svona hræddur. Og það tókst. Að búa saman hér á jörð felst í því að forða öðrum frá því að fremja glæpi sem þeir eru í þann veginn að fara að fremja. Og það felst líka í því að hlæja saman, eins og við gerðum í gær- kvöldi,“ sagði Sigaud og vísaði í sögulegan knattspyrnuleik finnskra höfunda gegn liði al- þjóðlegra höfunda á næstsíðasta degi. (Í leikn- um bar það annars einna hæst að þrjár konur tóku þátt í honum – aldrei slíku vant – og sigur- mark heimsliðsins í vítaspyrnukeppni skoraði Tanja Langer, sem aldrei áður hafði stigið fæti á knattspyrnuvöll!) Hví er ljótt að drepa mann? Dominique Sigaud var spurð að því – í ljósi guðleysisins – hvernig hægt væri að hugga ein- mana manneskju og vísaði hún þá m.a. í bók- menntirnar. „Skáldskapur hefur verið huggun margra í gegnum aldirnar og bægði til dæmis sjálfsmorðshugsunum frá sjálfri mér á unglings- árum. Það sem rithöfundar hafa helst kennt mér er að það sé einhvers virði að vera manneskja, að mennskan hefur gildi. Hins vegar er ekkert heilagt við bækur. Þær eru bara til og ekkert meira um það að segja.“ Og þannig héldu umræðurnar áfram, milli til- vistartóms og uppfyllingar, snilli og handverks, léttleika og svartsýni. Nokkur dæmi: Josef Haslinger, Austurríkismaður: „Ég held að það sé ekki sniðugt að skáldskapur taki að sér hlutverk heilagleikans. Það er ekki í okkar verkahring og skyldi ekki blandað saman.“ László Krasznahorkai, Ungverji: „Ef þið biðj- ið mig að skilgreina heilagleikann, hlýt ég að svara með þögn.“ Josef Haslinger: „Einhver sagði í morgun að Auschwitz væri helgur staður. Ég segi nei. Stað- ur blóðsúthellinga getur ekki verið helgur, Auschwitz er staður þagnarinnar.“ Per Olov Enquist, Svíi: „Hvers vegna er ljótt að drepa mann? Er það vegna þess að það sam- rýmist ekki lögum eða allsherjarreglu, eða er það vegna þess að mannslíf er heilagt?“ Lewis Nkosi, S-Afríkumaður: „Ef ég felli tré, finnur tréð þá til? Eða er það bara strengur í sjálfum mér sem rofnar? Hlýtur heilagleikinn ekki alltaf að hafa að gera með samband okkar við hlutina?“ Vivi-Ann Sjögren, Finni: „Við erum afurðir menningarlegs og trúarlegs uppeldis. Þótt ég sé ekki trúuð er málheimur minn gegnsýrður af Biblíunni. Þess vegna er erfitt að skilja eða skil- greina sum orð án samhengis við bakgrunn okk- ar og þeirra.“ Martin C. Putna, Tékki: „Skrýtið að vera hér í þrjá daga og fjalla um hugtak sem fólk segist ekki skilja. Við hefðum betur valið eitthvað hrikalega þröngt efni, eins og „Hundamatur í nútímabókmenntum“ svo að umræðurnar færu ekki svona um víða velli.“ Og hlýtur því hér að ljúka frásögn af þingi höfundanna, enda verður eitthvað að fá að verða eftir óútskýrt, ósnert og utan seilingar – eins og hið heilaga. um sú ábending að orðið „heilagur“ á íslensku gæti tengst lýsingarorðinu „heill“ (svipað gildir á ensku: holy/whole). Það sem væri heilagt væri þá eitthvað ósnortið, heilt. Hins vegar væri lík- lega fátt á okkar tímum sem ekki hefði verið brotið upp, til dæmis Líkaminn með inngripum, lýtaaðgerðum og fóstureyðingum, Náttúran með mengun, spjöllum og sundurgreftri, Trúin með afhelgun, ofstæki og hlátri. Sömu leið hefðu farið Pólitíkin, Höfundurinn, Hugmyndafræðin og fleiri gildi sem einhverjir trúðu á. Því væri spurning hvort hið heilaga hefði lengur algilda merkingu, hvort það væri ekki einungis skil- greining hvers og eins á tímum hins nýja við- miðs, Einstaklingsins. Tanja Langer, þýsk skáldkona, samsinnti því að nota skyldi orðsifjar til þess að rekja sig að rótum hugtaksins og nefndi til sögunnar sögn- ina „að lækna“ eða „að heila“ (e. to heal). Og bent var á að í finnsku væri orðið „heilagur“ skylt orðinu „garður“, nánar tiltekið skógi sem búið væri að hreinsa. Heilagleikinn fælist þess vegna í hreinsun, tiltekt eða hjúkrun. Ljóð- og leikskáldið Pjotr Zaharov frá lýð- veldinu Udmurt í fyrrum Sovétríkjunum upp- lýsti að ekki væri til orð í tungumáli sínu yfir heilagleika, en vísað væri til þess með hugtaki sem merkti bæði sársauki, bæn og bænastaður. „En kannski getum við innleitt heitið á þess- um stað, Lahti, og látið það merkja heilagleika,“ sagði Zaharov á rússnesku, við fögnuð mál- þingsgesta sem fengu þýðinguna jafnharðan í gegnum heyrnartól sín. Heilagleikinn er tómur glerkassi Austurríski rithöfundurinn Josef Haslinger flutti kostulegt erindi sem hann nefndi „Það sem ég kalla heilagt er heilagt“. Greindi hann þar frá samskiptum móður sinnar og heilags manns, Föður Freinademetz, sem bænheyrði hana af ótrúlegu þolgæði alla tíð. Að vísu bað enginn annar til Föður Freinademetz en frú Haslinger, og kannski einmitt þess vegna fóru hlutirnir ein- mitt á þann veg sem hún óskaði. Erindið var dæmisaga, sem t.a.m. má túlka þannig að hver búi sér til eigið kerfi trúarbragða eða annarra yfirnáttúrukrafta. Að hver ákveði fyrir sjálfan sig hvað er heilagt. Og að kannski sé ekki til neitt æðra, neitt altækt kerfi, neinn heilagleiki í sjálfu sér. Þessu var Veronica Pimenoff sammála að því leyti að „persónulega reynslu skyldi virða eins og hverja aðra stað- reynd, því hún er veruleiki sem hefur áþreifan- íþróttastjörnur, nýjustu farsímana og fleira. Hann ræddi ennfremur mærin milli hins sýni- lega og ósýnilega og sagði að þau væru alltaf breytileg. „Einu sinni var heilagleikinn í ríki Guðs, ósnertanlegur manninum. Þetta hefur breyst. Það er eitthvað í okkur sem vill komast yfir til hins ósýnilega, þetta er örvæntingarfull þrá. En með því að komast þangað, með því að lýsa hinu heilaga, þá getur allt eins verið að við drepum það,“ sagði Salmén, fremur þungbúinn. Bókmenntirnar, trúin og lygin Aftur var komið inn á meinta helgi tungu- málsins, og þá um leið bókmenntanna. Federico Andahazi benti á að trúin fjallaði um Sannleik- ann með stórum upphafsstaf en bókmenntirnar væru gerðar úr hinu gagnstæða, Lyginni. „En það er lygi í góðri trú; við semjum við lesandann fyrirfram og hann gengst viljandi inn á blekk- inguna. Sá er munurinn.“ Undir það tók Leif Salmén og áréttaði að skáldskapurinn væri ekki alltaf hreinleikinn uppmálaður, ekki frekar en lífið sjálft. „Sjálfur er ég fulltrúi hinnar óhreinu ljóðlistar – og skammast mín ekki.“ Hins vegar hafði enginn svör við þeirri spurn- ingu hvers vegna meydómur væri ævinlega og ósjálfrátt tengdur hinu heilaga, eins og kona nokkur á túninu benti á. „Já, þetta er alveg óþolandi femínískt sjónar- horn. Ég meina, María mey er næstum heilagri en sjálfur Guð í kaþólskunni!“ dæsti Salmén. Sumir töldu þetta samrýmast því að kynferð- islegt ofbeldi væri með því hrottalegra sem sam- tíminn þekkti, og slíkt ofbeldi beindist oftast gegn konum. Væri það erkidæmi um hina eilífu tvennd, heilagleika og helgispjöll. Rokksöngvarinn og skáldið A.W. Yrjänä, greip trúarþemað á lofti og lagði fram tíu til- gátur um heilagleika. Ein þeirra byggðist á þeirri platónsku hugmynd að heimurinn væri vont ljósrit af hinum helga heimi. „Maðurinn er þannig fyrir utan heilagleikann, guðdóminn, og tengist honum í gegnum naflastreng, til dæmis kirkjuna. Og þá er María mey fylgjan.“ Yrjänä ítrekaði hins vegar að þeir sem ánetj- uðust hugmyndinni um heilagleika ættu á hættu að sofna inn í kreddur. „Bókmenntir skoða heiminn og virkja fólk til að halda vöku sinni,“ sagði Yrjänä, ljóðskáld og sjöfaldur gullplötu- hafi í finnsku rokki með hljómssveit sinni CMX. Federico Andahazi var á ýmsan hátt sama sinnis. „Járn og hlekkir hafa í gegnum söguna verið notaðir til þess að varðveita „hið heilaga“, t.d. skírlífisbelti, fangelsisrimlar, stjakar heil- aga rannsóknarréttarins,“ sagði Andahazi og ítrekaði að valdhafar hefðu umsjón með allsherj- arreglu á hverjum tíma. „Heimspeki, í viðleitni sinni við að afhjúpa sannleikann, hefur einungis afhjúpað þann sannleika sem er þóknanlegur valdinu hverju sinni. Skáldskapurinn styður líka lófum sínum á veggi hins helga og sanna – en ekki til þess að styrkja þá, heldur oftar til þess að hrinda þeim,“ sagði Andahazi og tók sem dæmi að Réttarhöldin og Hamskiptin eftir Kafka hefðu leitt honum fyrir sjónir að ekkert væri öruggt í veröldinni. Kafka hafi kennt hon- um að halda vöku sinni. Mennirnir brjóta helgiskrín Og enn um tengsl helgidóms, valds og bók- mennta: „Afi minn var innflytjandi frá Rússlandi og kunni ekki orð í spænsku. Hann lærði málið til þess að komast af og síðar varð það hans lifi- brauð, því hann gerðist bókaútgefandi,“ rakti Andahazi. „Kvöld eitt árið 1974, þegar ég var 13 ára, horfði ég á afa minn taka í sundur bókasafn- ið sitt. Þar voru ýmsar bækur sem hættulegt var að eiga, í pólitísku andrúmslofti þeirra tíma, en afa mínum þótti vænt um þær allar. Hann hand- lék hvert einasta eintak og klukkan þrjú um nóttina gekk hann með bækurnar yfir götuna og kveikti í þeim. Ég fylgdist með af svölunum og þetta var í eina skiptið sem ég sá afa minn gráta. Í þeim tárum endurspeglaðist sársauki þess sem hlýtur að teljast heilagt,“ sagði Andahazi, sem sjálfur klökknaði við frásögnina og lauk þar með máli sínu. Frá frónskum þátttakanda barst fundarstjór- ederico Andahazi Dominique Sigaud Josef Haslinger sith@mbl.is kula, í útjaðri Lahti, rammaði inn umræður um hið heilaga. Til hægri er pallborðið en aftan við áhorfendur eru tjöld hinna vösku túlka. „Það voru mennirnir sjálfir sem fundu upp heilagleikann. Þeir smíðuðu hann eins og glerkassa til þess að ganga í kringum.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.