Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Page 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003 V IÐ rætur Appenínafjallanna skammt sunnan við borgina Parma dvöldum við nokkra daga í húsi einsetumanns sem stendur á hæð í skóg- arjaðri með útsýni yfir Pósléttuna og hæðirnar í kring. Það var hitamolla og þungur ilmur af villimintu, rósmaríni og lav- ander í blindandi birtu sólarinnar undir hús- veggnum. Jafnvel salamöndrurnar leituðu skjóls í forsælunni undan brennandi geislum sólarinnar. Kyrrðin í loftinu var einungis rof- in af stöðugu suði krybbunnar og fuglasöng sem barst frá skóginum þar sem villt kirsu- berjatréin svignuðu undan eldrauðum berja- klösunum. Í skógarrjóðrinu voru hérar á vappi um hábjartan daginn og fuglarnir mynduðu síbreytilegan kór þar sem fasaninn og skjórinn sáu um bassann í bland við rop- ann úr froskunum í skógartjörninni en smá- fuglatístið blandaðist suði krybbunnar í hærri nótunum. Þegar nóttin skall á og lagði sinn stjörnubjarta himinn yfir sviðið breytt- ist tónlistin og taktfastir tónar næturgalans og gauksins rufu nú næturþögnina með stöku framíkalli fjallageitar og þruski villi- galtarins inni í myrkviði skógarins um leið og eldflugurnar lýstu upp runnana við húsið með stöðugu sveimi frá einum runna til ann- ars. Á einum stað sá ég snákinn liðast um í grasinu og leita skjóls í þyrnirunna. Hann var nánast samlitur botngróðrinum og minnti okkur á hættuna sem leyndist í þessari paradís sem er kennd við lýsandi turn: Torrechiara. Við eyddum tímanum í gönguferðir þar sem forsæla skógarins verndaði okkur frá skerandi birtu brennandi sólarinnar og á kvöldin hlustuðum við á tónlist næturgalans og horfðum á eldflugurnar í grasinu. Ég var að lesa ritgerð James Hillman um Pan[1], og vissulega fannst mér ég vera staddur í ríki hans: það hefði ekki komið mér á óvart að sjá hann sitjandi á bakka seftjarnarinnar í félagsskap dísanna og blásandi í panflautu sína í takt við ropa froskanna, sem þar hopp- uðu um með skvampi. Og Hillman minnir mig á bæn Sókratesar til hins mikla skógar- guðs: „Ó, kæri Pan, og allir þið guðir sem byggið þennan stað, færið mér innri fegurð sálarinnar og að ytra útlit mitt verði eitt með hinum innra manni.“[2] Hinn mikli Pan „Hinn mikli Pan er dáinn!!“ Þessi orð eru höfð eftir gríska rithöfundinum Plútarkosi, sem var uppi á 1. öld eftir Krist. Tíðindin mörkuðu þáttaskil í sögu mannkyns: Pan var lýstur dáinn með sigri eingyðistrúarinnar, og dauða hans átti jafnvel að hafa borið upp á þá sömu stund er Kristur lét lífið á kross- inum á Golgata, ekki til þess að deyja, heldur til þess að sigra dauðann og tryggja sigur hins eina og algilda lögmáls um alla framtíð. Eingyðistrúin markaði endalok Pans, þessa altæka guðs náttúrunnar og hjarðlífsins sem var hálfur geit og hálfur maður með loðna fótleggi, klaufir, horn og tjúguskegg geithaf- ursins og bar andlitsdrætti geitar frekar en manns. Pan var tákn þess margræðis sem einkenndi hinn gríska menningararf okkar. Með dauða Pans vék margræðni Ódisseifs- kviðu fyrir hinu algilda og eina lögmáli Bibl- íunnar. Pan var sagður sonur Hermesar og dísar nokkurrar sem yfirgaf þetta afkvæmi sitt með hryllingi strax eftir fæðingu vegna óskapnaðs þess. Pan var hins vegar fagnað af hinum ólympísku guðum og ekki síst af Díonýsosi, og nafn hans merkir að hann sé allra eða algildur. Af nafni hans er einnig dregið orðið „paník“, sem merkir skelfing. Samkvæmt goðsögunni skapaðist paník í dýrahjörðinni ef guðinn var ónáðaður um há- degisbilið og dísirnar sem honum tengdust fóru í paník vegna óseðjandi ásóknar hans í hömlulaust kynlíf. Dísirnar sem fylgdu Pan eru í raun hluti þessarar guðsmyndar og órjúfanlega tengdar henni. Sumar þeirra voru nafngreindar, þar á meðal Selene, sem var persónugerving tunglsins og næturinnar. Pan er guð náttúruaflanna, náttúrunnar, dýr- anna og líkamans. Hann er líka guð hvatalífs líkamans eða eðlishvatanna og sem slíkur var hann bannfærður með tilkomu kristinnar eingyðistrúar og tók þá á sig mynd djöfulsins og hins illa. „Eigi leið þú oss í freistni, heldur frelsa oss frá illu …“, segir lögmálið og ekk- ert var nær ímynd hins illa en einmitt Pan. Í hinum gríska goðaheimi voru hvatirnar ekki skilgreindar sem freistingar hins illa. Hið illa í skilningi kristindómsins var ekki til. Því þurfti maðurinn ekki á frelsun að halda und- an náttúru sinni eða hvötum líkamans. Hann átti hins vegar að þekkja sinn innri mann. Bæn Sókratesar til Pans er bæn um það að maðurinn geti yfirstigið þá tvíhyggju sem fólgin er í aðskilnaði sálar og líkama og leiddi af sér fordæmingu líkamans í hug- myndaheimi miðaldakristninnar. Þá fordæm- ingu má reyndar rekja aftur til lærisveins Sókratesar, sjálfs Platóns, sem skilgreindi líkamann sem fangelsi sálarinnar. Landslag sálarinnar Í ritgerð sinni um Pan talar James Hill- man um hinn gríska goðaheim sem eins kon- ar landslag sálarinnar, þar sem guðirnir standa fyrir hinar ólíku frumgerðir (eða erki- týpur) sálarlífsins, eins og þær voru skil- greindar af Carl Gustav Jung. Ágreiningur Jungs og Freuds snérist sem kunnugt er um það að á meðan Freud taldi dulvitund sér- hvers einstaklings mótaða af persónulegri reynslu hans og sögu, þá leit Jung á landslag dulvitundarinnar sem sameiginlegan líffræði- legan arf allra manna, þar sem hinar ein- stöku myndir, sem hún gat á sig tekið, voru skilgreindar sem frumgerðir eða „erkitýpur“. Trúarbrögðin sem slík eru mörkuð þessum skilningi samkvæmt Jung, og ekkert bregður jafn skýru ljósi á frumgerðir sálarlífsins en einmitt persónugerðir goðsagnanna. Með yfirlýstum „dauða“ Pans var náttúran lýst dáin í vissum skilningi. Hin ytri náttúra hafði glatað goðmögnun sinni og var hlutgerð PAN Í VERÓNU Björk Guðmundsdóttir hélt tónleika í Verónu á Ítalíu 8. júní síðastliðinn. Hér fara hugleiðingar um þessa tónleika og þátt gríska guðsins Pans í tónlist Bjarkar. E F T I R Ó L A F G Í S L A S O N Pan eftir flæmska listmálarann Peter Paul Rubens. „Vísanir í goðsagnaheim Pans eru óteljandi í allri tónlist Bjarkar og birtast þar í ýmsum myndum.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.