Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Page 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.08.2003, Page 16
16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 2. ÁGÚST 2003 „ÉG reyndi að hafa myndirnar alveg lausar við vísbendingar um tilvist manna, þetta eru myndir af villtum dýrum og ósnortinni náttúru,“ segir Daníel Bergmann ljósmynd- ari um bók sína, Íslenska náttúru. „Þetta er vissulega ekki raun- sönn mynd af um- hverfinu, því það er varla hægt að fara um landið án þess að sjá ummerki um mannlíf. En ég beini linsunni markvisst þangað sem ekkert slíkt sést, engin fót- spor, rafmagnslínur eða ferðamenn í gore-tex göllum.“ Þetta er fyrsta bók Daníels og ber hún undirtitilinn Ferðalag í myndum. Myndirnar eru allar af fuglum, spendýrum og landslagsstemningum. Daníel segist hafa byrjað að taka þessar myndir fyrir fjórum árum og þá til að byggja upp myndasafn sitt. Þegar myndunum fjölgaði tók hug- myndin um bók á sig mynd. „Mér hefur þótt vanta bók á borð við þessa á markaðinn, en í íslenskum náttúru- bókum hefur verið einblínt á landslagið. Ár- lega kemur hingað fjöldi ferðamanna til að skoða fugla og lífríkið, og ég einbeiti mér að því. Landslagsmyndirnar nota ég til að brjóta upp flæðið í bókinni.“ Ekki nógu brjálaðir Áður hafa ljósmyndarar eins og Hjálmar R. Bárðarson og Guðmundur Páll Ólafsson gefið út bækur um íslenska fugla, en Daníel segist vita af hverju fáir Íslendingar hafi sinnt þessi tegund náttúruljósmyndunar. „Menn er ekki nógu brjálaðir til að sökkva sér í þetta,“ segir hann og brosir. „Ég hef myndað ýmislegt en það erfiðasta og tímafrekasta er tvímælalaust það að elt- ast við fugla. Margar myndanna hafa þarfn- ast mikillar yfirlegu, ég hef jafnvel þurft að hafast við í felutjaldi dögum saman til að ná góðri mynd. En svo birtist hún kannski við hliðina á mynd sem tekin er út um bíl- glugga við þjóðveginn á einu augnabliki. Íslensk náttúra er orðin það aðgengileg að líklega væri hægt að ná mynd af flestum tegundum fugla hér út um bílgluggann við þjóðveg eitt.“ Það hlýtur að vera erfiðara en það hljóm- ar? Daníel brosir. „Það skiptir miklu máli að safna að sér þekkingu um fuglana og um daglegt líf þeirra. Þá verður auðveldara að finna þá og læra á táknmál þeirra til að vita hvað þeir kunna að gera næst. Svo kemur alltaf inní þetta svolítill skammtur af heppni. Ég heimsótti nokkrum sinnum arnar- hreiður, án þess að ná myndum sem mér þóttu nógu góðar. Það var fyrst nú í sumar sem ég náði arnarmyndum sem ég er ánægður með – en þær náðu ekki inn í bók- ina.“ Skemmtilegasta verkefnið segir Daníel að hafi sennilega verið að taka myndir af tófunum í Hornvík. „Ég var þar í tæpan mánuð. Tófan er friðuð þarna og þekkir manninn ekki leng- ur. Hún er því tiltölulega spök. Ég byrjaði á að finna nokkur greni en tófurnar voru mjög misstyggar. Á einu greninu var læðan mjög spök og tók mér vel frá fyrstu stundu. Hún var með tvo yrðlinga og ég fylgdist með þeim í nokkrar vikur. Það var ótrúleg upplifun að fá það tækifæri. Þegar þessi litli hundur – sem margir líta á sem hræðilegt óargadýr – er skoðaður nánar, þá er þetta ansi skemmtileg skepna. Það heyrast raddir sem segja tófuna vera að eyðileggja fuglalífið á Vestfjörðum, hún taki alltof mikið af eggjum og ungum bjarg- og mófugla. Þetta er tómur þvættingur, því tófan tekur bara brot af því úr björgunum sem maðurinn tók á sínum tíma og svo hef- ur aldrei verið mikið af mófugli á svæðinu. Þetta er því byggt á misskilningi.“ En skyldi Daníel vera einn þeirra fugla- skoðara sem stökkva af stað ef fréttist af sjaldgæfum flækingum? „Já, ég er smám saman að smitast af fuglaskoðunarbakteríu. Eftir að hafa horft á 5.000 hrossagauka og 10.000 þúfutittlinga eru þessir nýju fuglar sem þvælast hingað eins og ferskur andblær. Það eru ekki nema 75 tegundir sem verpa hér reglulega.“ Sífellt í viðbragðsstöðu Hefurðu náð mynd af öllum þessum teg- undum? „Nei, mig vantar enn þrjár tegundir,“ segir Daníel. „En það hefur ekki tekið mig nema fjögur ár að ná öllum þessum varp- fuglum. Þar skiptir miklu máli að hafa góð tæki. Þar munar mest um frábæara linsu sem ég er með, 500mm, ljósop 4, með „stab- iliser“. Ég sit eiginlega ekkert yfir hreiðr- um, því það setur pressu á fuglana sem eru á sínu viðkvæmasta tímabili. Ég nota bílinn mikið til að fela mig í en stundum þarf að nálgast fugla skríðandi eða fela sig á annan hátt. Svona öflug aðdráttarlinsa hjálpar mikið en ég þarf samt að komast lygilega nálægt, því fuglarnir eru oft mjög litlir. Ég tek alltaf eitthvað af landslags- myndum með en það er allt önnur hugsun. Við að mynda dýralífið er maður sífellt í viðbragðsstöðu, með augað að vélinni þar til eitthvað gerist, og þá bregst maður við því. Við landslagsljósmyndun geng ég mikið um, eða þar til ég finn þörf fyrir að taka mynd. Þótt ég myndi stundum á þekktustu stöð- um landsins, eins og við Gullfoss, þá byrja ég alltaf á að ganga um og smám saman sér maður þá öll þessi þekktu sjónarhorn sem aðrir hafa notað. Ég geng og horfi þar til ég sé sjónarhorn sem mér finnst vera nýtt og ég hef ekki séð áður. Hér er til dæmis mynd þar sem ég nota aðdráttarlinsu til að einangra hluta fossins; myndin er tekin klukkan fjögur að morgni, sólin braust fram og varpaði gullnum bjarma á vatnið – birtan tengdist þá heitinu Gullfossi og ég náði nokkrum myndum.“ En skyldi það ekki verða þreytandi að elt- ast sífellt við þessar styggu og kviklyndu skepnur? „Nei, það er svo skrýtið að ég verð sífellt áhugasamari um að mynda fugla. Ég er að verða gagntekinmn af þessu. Mér líður líka hvergi betur en úti í náttúrunni. En þetta er ekkert sumarfrí; þetta er hörkupúl. Þegar birtan er góð þá vaki ég á næturna og sef á daginn. Ég bý í bílnum og það þýðir ekkert að bjóða einhverju fólki með sér, það yrði brjálað úr leiðindum á meðan ég væri að vinna.“ Ljósmyndir/Daníel Bergmann Fyrstu geislar sumarsólarinnar lýsa upp vatnsúða við Gullfoss. Klukkan fjögur að morgni var Daníel einn við fossinn. Fálkinn var konungsgersemi fyrr á öldum. Hann var alfriðaður árið 1940. Erfiðast að eltast við fugla Tófa teygir úr sér eftir blund. Ljósmyndin er tekin í Hornvík. „Ég hef myndað ýmislegt en erfiðast og tímafrekast er tvímælalaust það að eltast við fugla,“ segir Daníel Bergmann ljósmyndari. Í nýrri bók hans, Íslensk náttúra, eru myndir af fjölbreytilegu fuglalífi, glaðhlakkaleg- um tófum og litfögru landslagi. Daníel sagði EINARI FAL INGÓLFSSYNI frá þessum hugðarefnum sínum. Daníel Bergmann

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.