Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Qupperneq 4
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 2003 Inngangur1 M argir telja Völuspá eitt merkasta norræna miðaldakvæðið. Það er trúarlegt kvæði að því leyti að það fjallar um sköpun heimsins, sköpun mannsins, ör- lög guða og manna og átök góðs og ills. Það er heimsslitakvæði sem fjallar um úrslitaátök goða við jötna, ill öfl, endalok hins þekkta heims og tilkomu nýs. Höfundurinn (eða höfundarnir) viðar að sér efni bæði úr heiðnum og kristnum sið og skapar úr því heildstætt listaverk. Hann gjör- þekkir forngermanskar goðsagnir og hug- myndaheim heiðninnar, en hann þekkir einn- ig kristnar trúarhugmyndir og táknheim þeirra. Flestir fræðimenn eru sammála um að kvæðið sé ort, eða mótað í þeirri mynd sem það hefur varðveist, rétt fyrir árið 1000 og skal tekið undir þá fullyrðingu hér. Enda þótt öruggt sé að höfundurinn, sem lagði smiðs- högg á verkið, hafi ekki haft aðgang að text- um á sínu eigin máli, þ.e. á fornnorrænu, þá hefur hann sennilega haft aðgang að lat- neskum og grískum textum Biblíunnar og annarra kristinna trúarrita. Ekki er ólíklegt að höfundurinn og þeir, sem hann hafði í huga þegar hann mótaði kvæðið, hafi ekki síður heillast af litfögrum lýsingum þessara hand- rita en textanum sjálfum. Sennilega hafa þeir þegar kynnst táknheimi kristninnar af íkon- um og myndum á krossum, minnismerkjum og legsteinum. Myndlistin var notuð í þjón- ustu kirkjunnar við trúboðið og til eru kross- ar og steinar þar sem greina má biblíulegt myndefni við hlið heiðinna tákna og mynda ekki með öllu ólíkt því sem við sjáum í Völu- spá. Slíkar myndir voru án efa notaðar til trú- boðs. Hinn kristni boðskapur hefur verið heimfærður upp á aðstæður og hugsun heið- inna manna með því að setja saman stef sem gátu átt saman sem hliðstæður og vísanir. Áhugaverð dæmi um þetta eru krossinn, legsteinarnir og myndin af Miðgarðsormi sem varðveist hafa í kirkjugarðinum og kirkjunni í Gosforth á norðvestur Englandi og taldar eru vera frá fyrri hluta tíundu aldar. Þar má finna myndrænar frásagnir úr norrænni goðafræði sem átt hafa að gera kenningu kristninnar um sigur Krists yfir dauðanum og illum öflum skiljanlega heiðnum mönnum. Myndin af Miðgarðsormi sem er um 60 x 90 cm hefur annað hvort verið hluti af legsteini eða veggmynd, en á neðri hlutanum sýnir hún hvar Þór hefur í báti með Hymi sett nauts- haus á krókinn til að veiða Miðgarðsorm. Eins og kunnugt er tókst Þór ekki að vinna ógnvaldinn því að Hymir varð hræddur þegar hann beit á agnið og hjó sundur veiðarfærið. Efri hluti myndarinnar sýnir hins vegar hvar hjörtur, sem táknar Krist, trampar á orm- inum ógurlega. Myndin sýnir því að Kristi tókst það sem Þór hafði mistekist. Keltneski krossinn í kirkjugarðinum í Gosforth er einn sá hæsti sem varðveist hef- ur. Ólíkt öðrum krossum líkist sívalur bol- urinn tré enda hafa fræðimenn getið sér þess til að hann tákni Ask Yggdrasils. Hann er ríkulega skreyttur myndum og mynstrum eins og margir aðrir keltneskir krossar sem varðveist hafa. Loki gat bæði Fenrisúlf og Miðgarðsorm við gýginni Angurboðu og þegar hann verður laus þá geysast þessar ókindur einnig fram móti ásunum. Hér eru tengsl við frásögn Op- inberunarbókar Jóhannesar af því þegar drekinn mikli verður laus í lok þúsund ára ríkisins. Á krossinum í Gosforth má einnig sjá ridd- ara með vopn í hendi á hesti og fer þar að öll- um líkindum Óðinn sjálfur á leið í lokabardag- ann og hér gæti um leið verið vísun í reiðmennina í Opinberunabók Jóhannesar. Völvur sem vita meira Höfundur Völuspár hefur verið kunnur Sybilluhefðinni, eða spákonuhefðinni, eins og hún hafði aðlagast kristnum hugmyndum og helgisiðum í Evrópu. Ágústínus kirkjufaðir (354-430) ritar um spákonuna frá Erythreu í bók sinni De civitate Dei2 og telur sig hafa heimildir fyrir því að hún hafi löngu fyrir Krists burð spáð fyrir um fæðingu hans og endurkomu á dómsdegi. Hann staðhæfir, að hún hafi eingöngu stuðst við opinberun frá Guði og að hvorki seiður né galdur hafi verið þar með í spilinu. Á þessum grundvelli þróað- ist kristin söngleikjahefð um endalok heims- ins og endurkomu Krists sem kennd var við Sybilluna og sett á stall með spámönnum Gamla testamentisins og Davíð konungi, en sálmarnir sem kenndir eru við hann fjalla eins og getið verður um síðar m.a. um dóms- stól Drottins og komu hans á efsta degi.3 Í þessari ritgerð verða leiddar að því líkur að höfundur Völuspár hafi beinlínis ort hluta kvæðisins út frá kristnum myndum af dóms- degi, bæði keltneskum og bysönskum. Annað hvort hefur hann sjálfur haft þær fyrir aug- unum, sem verður að teljast líklegast, eða hann hefur stuðst við lýsingar annarra af þessum myndum sem á níundu öld höfðu fengið fastákveðinn stíl hvað varðar fram- setningarmáta og innihald. Keltnesku kross- arnir sem um ræðir og varðveist hafa fram á okkar daga eru flestir frá níundu og tíundu öld. Kirkjan lagði blessun sína yfir þessar myndir sem stuðst var við í helgihaldi og trú- boði. Völuspá er því mun nær kristnum hug- myndum en margir íslenskir fræðimenn vilja vera láta þó hæpið sé að kalla það kristið í eiginlegri merkingu þess orðs frekar en goð- sögurnar sem íslenskir kristniboðar í Afríku heyra á trúboðsakri sínum. Þar má greina frásögur af persónum úr Gamla testamentinu innan um og saman við alheiðnar hugmyndir. Guðfræðingar nútímans kalla þetta stundum grautartrú, en þegar um Völuspá og stein- myndirnar í Gosforth er að ræða stöndum við frammi fyrir stórbrotnum heildstæðum lista- verkum. Völuspá skírskotar bæði til menning- arlegra og pólitískra aðstæðna á Íslandi rétt fyrir árið 1000. Írsku munkarnir sem hér voru þegar nor- rænir menn komu hafa haft með sér krossa þótt litlar vísbendingar finnist nú um það. Þó ber þess að geta að brot úr krossi með írsku lagi fannst við uppgröft á kirkju á Stöng í Þjórsárdal, líklega frá síðari hluta tíundu ald- ar.4 Krossar gegndu miklu hlutverki við upp- haf kristni á Íslandi. Þeir voru tignaðir og við þá voru haldnar messur. Þeir voru notaðir til að helga landarmerki og fólk trúði á vernd- andi mátt þeirra og hét á þá. Margar heim- ildir geta um þýðingu krossa fyrir kristniboð- ið. Nægir að minna á krossana sem Ólafur konungur Tryggvason sendi þá Hjalta og Gissur með til Alþingis og reistir voru á Þing- völlum árið 1000 (eða 999). Annar var jafnhár Hjalta en hinn þeim sem gaf hann. Fjalirnar í Þjóðminja- safni Íslands Hörður Ágústsson og Selma Jónsdóttir sýndu fram á að svokallaðar Flatartungufjalir sem bárust Þjóðminjasafninu árið 1924 séu hluti af gríðarstórri byzanskri dómsdags- mynd. Í doktorsritgerð sinni Byzönsk dóms- dagsmynd í Flatartungu, sem Almenna bóka- félagið gaf út árið 1959, taldi Selma myndina vera frá því seinni hluta elleftu aldar. Hún hélt því fram að myndin hefði prýtt skálavegg einn mikinn sem var í Flatartungu í Skaga- firði og sagt er frá í Þórðar sögu hreðu. Mynd þessi hefur verið tæpir 9 metrar á lengd og um 2,2 metrar á hæð en af henni hefur aðeins varðveist einn tíundi hluti. Vegna þess hve formfastar og líkar bysansk- ar dómsdagsmyndir eru innbyrðis er hægt að gera sér í stórum dráttum grein fyrir því hvernig hún leit út, bæði stærð hennar og myndefni. Útlínur myndraðanna hafa verið ristar í viðinn þannig að þær fá áferð upp- hleyptrar veggmyndar. Fínni útlínur og flet- irnir hafa verið málaðir í litum og undirlagið hefur að öllum líkindum verið kalkblanda eins og tíðkaðist í byzanskri list.5 Beinar fyrir- myndir þessarar myndar er að finna í lýs- ingum handrita á útskornum fílabeinsplötum og í hefðbundnum dómsdagsmyndum frá áhrifasvæðum byzönsku kirkjunnar frá því á áttundu öld. Slíkar myndir eru einnig að finna víða í kirkjum í Svíþjóð þar sem tengsl voru mikil um Rússland til Miklagarðs. Hörður Ágústsson byggir í bók sinni Dómsdagur og helgir menn á Hólum, sem út kom hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi árið 1989, á rannsóknum Selmu og tekur undir kenningar hennar um að myndin hafi verið byzönsk dómsdagsmynd en staðsetur hana á vesturgafl fyrstu dómkirkjunnar á Hólum. Það þýðir að hún hefur verið gerð í upphafi tólftu aldar. Slíkar myndir voru og eru í mörgum kirkjum einmitt á vesturgafli til að minna kirkjugesti, í hvert skipti sem þeir yf- irgefa kirkjuna í lok messu, á alvöru boðskap- arins um syndina og nauðsyn sinnaskipta sem eiga að birtast í líferni manna í heiminum. Byzönsku dómsdagsmyndirnar eru allar byggðar upp á svipaðan hátt og myndefnið er eins í aðalatriðum. Stíll þeirra hefur verið mótaður þegar á áttundu öld og efni þeirra má að mestu rekja til ákveðinna ritningastaða í Biblíunni. Í efstu myndröðinni miðri sést Kristur konungur koma í skýjunum í geisla- baugi, mandorla, til að dæma lifendur og dauða. Honum til hægri handar stendur María mey, en til vinstri handar Jóhannes skírari. Hjá þeim standa erkienglarnir Gabrí- el og Mikael og út frá þeim postularnir sitt hvorum megin. Fyrir miðju annarrar mynd- raðarinnar er hið auða hásæti Drottins (etimasia) sem greint er frá í Saltaranum (9.8) og tengist dómsdegi. Á því má greina bók lífsins og klæði Krists. Fyrir ofan er grískur kross og sitt hvorum megin eru tveir kerúbar og til hliðar annað englapar sem gætir krossins. Við hásætið krjúpa Adam og Eva. Í þessari myndröð má einnig sjá bæði sjávardýr og landdýr skila aftur líkömum og líkamspörtum manna sem þau hafa rifið í sig svo þeir geti risið aftur upp á degi dómsins sem englarnir blása til. Þar sést einnig engill svipa himintunglum og stjörnum af himni eins og bókfell væri (Jes. 34.4). Undir altarinu má sjá Mikael erkiengil með vogina sem vegur og metur gerðir manna, sem ákvarðar hvort þeir fá vist í paradís sem er til hægri handar Kristi eða í logum helvítis, sem eru til vinstri. Svartir púkar koma úr helvíti til og pota á vogina þeim megin sem hallinn er óhagstæður. Mikael er miskunn- samur og ýtir á móti.6 Á tveimur neðstu myndröðunum birtast svo andstæðir bústaðir hinna hólpnu annars vegar og hinna for- dæmdu hins vegar. Frá fótskör Krists kemur eldstraumurinn sem talað er um í Daníelsbók (7. 9-10) og leiðir niður í elda vítis. Hér verður gengið út frá því að íslenskir menn á seinni hluta 10. aldar hafi séð sams- konar myndir og að þær hafi að öllum lík- indum borist þá þegar til Íslands, t.d. sem íkonamyndir, lýsingar í handritum eða sem myndir skornar í bein. Einnig má ætla að á Íslandi hafi verið keltneskir trékrossar með myndefni af dómsdegi. Hugmyndir um end- urkomu Krists hafa ætíð orðið kristnum mönnum hvati til trúboðs því að mikið reið á að menn tækju sinnaskiptum fyrir slík tíma- mót. Á þetta lagði Ólafur konungur Tryggva- son ofurháherslu í landvinningapólitík sinni. Sigurður Nordal hefur bent á að trúaráhugi konungs hafi ekki síður en hagsmunapólitík ráðið gerðum hans árin rétt fyrir aldamótin 1000.7 Konungur er því líklegur til þess að hafa séð til þess að dómsdagsmyndir væru til á Íslandi í aðdraganda kristnitökunnar. Völvan sem sá víg Baldurs Í Davíðssálmum (Saltaranum) eru m.a. helgiljóð sem ort voru á löngum tíma og tengjast helgihaldi í musteri gyðinga. Þar kom þessi rödd spákonunnar fram í upphafi 49. sálms, sem er Kóraítasálmur fyrir kven- raddir: Heyrið þetta, allar þjóðir, hlustið á, allir heimsbúar, bæði lágir og háir, jafnt ríkir sem fátækir! Samsvörunin við upphaf Völuspár getur varla verið tilviljun. Völvan hefur mál sitt þannig: Hljóðs bið eg allar helgar kindir, meiri og minni mögu Heimdallar. Framhald vísunnar minnir einnig á fram- hald versins sem vitnað var til úr 49. sálmi Davíðs. Báðar völvurnar reyna að ráða mik- ilvægar gátur fyrir þá sem þær ávarpa með myndugleika. „Munnur minn talar speki“ seg- ir kvenröddin í 49. sálmi Saltarans. Völvan í Völuspá telur vel fyrir „forn spjöll fira, þau er fremst um man.“ Kvenröddin í Saltaranum leggur áherslu á hyggindi sín og ígrundun hjartans, en völvan í Völuspá leggur fremur áherslu á forna þekkingu sína og minni. Þessi völva er ekki undir Óðin sett. Hún hefur myndugleika til að spyrja hann hvort hann vilji heyra. Hvaðan hefur þessi völva myndugleika sinn? Völvan, sem höfundur Völuspár notar sem rödd sína, talar tveimur tungum og er það stílbragð skáldsins en ekki misræmi. Annars vegar er það hin heiðna norn sem veit sínu viti vegna samneytisins við hin myrku öfl og huldu verur tilverunnar. Og hins vegar er það völvan, Sybillan, sem Ágústínus kirkjufaðir leiddi til öndveigis í ríki Guðs. Sú fyrri hefur búið með jötnum og Óðinn sækir til hennar styrk og visku. En með því að verða fyrri til að horfa í augu hennar nær hann valdi yfir henni. Sambærilegar Sybillur, eða völvur, eru til í grískum og rómverskum sagnaheimi. Þaðan lá leið þeirra til öndvegis í kristinni spásagna- hefð fyrir tilstilli Ágústínusar kirkjuföðurs. Sú Sybilla sem Ágústínus nefnir til sögunnar er kennd við Erythreu. Í riti sínu um ríki Guðs, De civitate Dei, leggur hann áherslu á guðlega opinberun hennar þegar hún segir fyrir um dómsdag og endalok heimsins. Ljóð- ið sem hann hefur eftir henni svipar um margt til ákveðinna sálma í Saltaranum. Þessi völva hefur sjálf ekki yfir að búa hæfileikum seiðkonunnar eða nornarinnar og gerir ekkert tilkall til þess. Hún telur sig út- valda af Guði og hún leggur áherslu á mey- dóm sinn sem eins konar tryggingu fyrir trú- verðugleika hlutverks hennar sem farveg opinberunar Guðs.8 Hún ávarpar mennina og flytur spár sínar á allt annan hátt en norn sem talar í annarlegu ástandi um hinn hulda veruleika. Það er nornin eða seiðkonan sem einnig er sögumaður í Völuspá og sem sekkur með gamla heiminum eftir að Kristur birtist í skýjum himinsins í mandorlunni með englum og kerúbum. Endurkoma Krists í Völuspá er kynnt sem lausn á þeirri kreppu sem gamli heimurinn er kominn í vegna spillingar mannanna og eið- rofa goðanna. Endurkoman felst í þessari sýn sem á sér að öllum líkindum rætur í áhrifa- mikilli kristinni mynd af dómsdegi: Þá kemur inn ríki að regindómi öflugur ofan, sá er öllu ræður. Sybillan segir frá dauða Baldurs og lætur hlustandann finna fyrir sorg Óðins yfir sonar- missinum eins og hún hafi sjálf staðið við krossinn á Golgata með hermönnunum, sem stungu spjótinu í síðu Guðs sonar, lærisvein- inum Jóhannesi og Maríu móður Jesú. Baldur verður í þessu samhengi það sem við getum VÖLUSPÁ, DÓMSDAGUR OG KRISTNITAKAN Á ALÞINGI Höfundur Völuspár gjörþekkir forngermanskar goðsagnir og hugmyndaheim heiðninnar, en hann þekkir einnig kristnar trúarhugmyndir og táknheim þeirra, segir í þessari grein þar sem verða leiddar að því líkur að höfundur Völuspár hafi beinlínis ort hluta kvæðisins út frá kristnum myndum af dómsdegi, bæði keltneskum og bysönskum. E F T I R P É T U R P É T U R S S O N

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.