Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Qupperneq 8

Lesbók Morgunblaðsins - 09.08.2003, Qupperneq 8
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 9. ÁGÚST 2003 A NDRÉ Breton (1896–1966), franska ljóðskáldið, rithöf- undurinn og stofnandi súrrealistahreyfingarinnar, hafði frá árinu 1922 til dauðadags safnað ógrynni ólíkra listmuna og bóka í íbúð sinni að rue Fontaine númer 42 í París; höfuðstöðvum hreyfingarinnar í 80 fermetra leiguíbúð rétt hjá Moulin Rouge. Eftir andlát Bretons barðist eiginkona hans frá árinu 1943, Elisa, fyrir því að fá frönsk yfir- völd til að kaupa einkasafnið; Jean Schuster, einn af andlegum arftökum Bretons, viðraði þá hugmynd á 8. áratugnum að yfirvöld reistu nokkurs konar lifandi listasafn fyrir listsköpun súrrealistanna og var Elisa tilbúin að láta einka- safnið af hendi endurgjaldslaust.1 Að áeggjan nokkurra listamanna fór François Mitterand þá- verandi Frakklandsforseti í heimsókn til Elisu árið 1989. Við Mitterand blasti goðsagnaheimur; málverki eftir Joan Miró var stillt upp við hliðina á vöfflujárnum, eskimóagrímu við hliðina á árit- uðum bókum Trotskís, málverki eftir René Magritte við hliðina á skírnarfonti frá 18. öld, skurðgoði frá Nýju Gíneu við hlið ljósmynda eft- ir Man Ray. Súrrealískur bræðingur falinn í 18. hverfi, ríkidæmi upp á tugi milljarða, sem fáir vissu af. En áformin runnu út í sandinn, hug- myndin að listasafni súrrealista mætti kurteis- islegri þögn af hálfu Mitterand.2 Þá hófu einkasafnarar með sérstakt dálæti á súrrealistunum að bjóða í safnið; Daniel Filip- acchi, eigandi tímaritsins Paris-Match, einn stærsti listaverkasafnari súrrealískrar listar í Evrópu, hafði boðist til að setja á fót safn í Mýr- arhverfinu í París. François Pinault, eigandi Printemps-verslunarkeðjunnar í Frakklandi, vildi einnig kaupa það og hýsa í uppgerðri gam- alli Renaultbílaverksmiðju. Frá háskólanum í Austin, Texas, var sendur fulltrúi nokkur skipti til að bjóða í safnið, en Elisa gat ekki hugsað sér að safnið færi frá Frakklandi, hvað þá til Texas, og taldi það skyldu franskra yfirvalda að taka við verðmætunum. Eftir andlát Elisu árið 2000 er það dóttir Breton af fyrra hjónabandi, hin 67 ára gamla Aube Elléouët, sem heldur baráttunni áfram en sér sig svo tilneydda, þegar hvorki gekk né rak, til að setja allt safnið á uppboð. Dýrðin var því seld dagana 1.–18. apríl sl. í París; einungis þriðjungur listmunanna varð eftir í Frakklandi, dreifður um landið, og hafði þó Aube gefið Pompidou-safninu fjölda lykilverka súrrealistanna. Þetta varð eitt sögulegasta listaverkauppboð sem haldið hefur verið í París. Boðnar voru upp í uppboðssal Drouot-Richelieu 3.500 bækur, 800 handrit, 1.500 ljósmyndir og 400 málverk og teikningar. Um sölu dýrðarinnar sáu uppboðs- haldararnir Laurence Calmels og Cyrille Cohen, uppboðsskráin sjálf var í 8 bindum og tuttugu manna starfslið vann að undirbúningnum. Bret- on hafði ekki einvörðungu keypt og safnað fjöl- breytilegum listmunum eftir félaga sína súrreal- istana, heldur geymt vandlega eigin vinnuskjöl, fyrirlestra, handrit og bréfaskriftir, áritaðar bækur eftir helstu rithöfunda tuttugustu aldar, sem og safn frumstæðrar listar og alþýðulistar. Einkasafnið seldist á rúmlega 3 milljarða króna. Málverkið La Femme cachée eða Falda konan eftir René Magritte frá 1929 seldist á 75 milljónir króna. Le Piège eða Gildran eftir Joan Miró frá 1924 fór á 210 milljónir króna sem og verkið La femme eða Konan eftir Jean Arp frá árinu 1927. Mikill áhugi var á ljósmyndum í eigu Elisu og Andra Bretons; þannig fór ljósmynda- portrett af Fridu Kahlo frá árinu 1938 eftir Muray Nickolas á 2,2 milljónir króna, ljósmynd Hans Bellmer, úr myndaröðinni La Poupée, frá árinu 1936 fór á 6 milljónir og ljósmynd eftir Man Ray, Les Toilettes, eða Salernið frá árinu 1929 á 4,2 milljónir króna. Handrit Bretons af Arcane 19 (48 blaðsíður handskrifaðar) með teikningum eftir Roberto Matta sem kom út árið 1944 í New York, fór á 63 milljónir.3 „… of huglaus til að varpa sprengjum“ Þegar í ljós kom að af uppboðinu yrði, vakti það reiði fjölmargra Frakka. Undirskriftalistar fæddust og fjölmargir mótmæltu aðgerðarleysi franskra stjórnvalda, Parísarborgar og þó eink- um menningarmálaráðherrans Jean-Jacques Aillagon. Sumir sögðu að Breton hefði fordæmt slíka sölumennsku4 en aðrir sögðu að Breton hefði aldrei kært sig sjálfur um safn, að verk súrrealistanna yrðu sett á stall og einangruð; hann hafði sjálfur selt listaverk úr safni sínu árið 1931.5 Breton var anarkisti og vandræðaseggur sem hvorki Mitterand né Jacques Lang menn- ingarmálaráðherra höfðu komið til hjálpar á sín- um tíma. Umræðugrundvöllurinn að þessum menning- arverðmætum sem þarna voru í húfi varð að til- finningalegu jarðsprengjusvæði og hindraði fræðilega umfjöllun um efnið. Annars vegar er André Breton umdeildur í Frakklandi, bæði vegna stjórnmálaafskipta sinna og skrifa, og hins vegar listsköpun hreyfingarinnar. Umdeild listastefna nærri 80 árum eftir stofnun hreyfing- arinnar árið 1924; torskilin eða of auðskilin, ofur- vinsæl eða fyrirlitin, framúrstefna eða fortíðar- hyggja? Var súrrealisminn ekkert annað en bylting óstýrilátra ungmenna sem elst hefur svo illa að hún er orðin hlægileg og óskiljanleg á 21. öld? Hérna er nauðsynlegt að staðnæmast aðeins því deilur um Breton og súrrealistana hófust talsvert fyrr en í apríl þegar uppboðið var. Segja má að áhugi á súrrealismanum hafi endurfæðst með mikilvægum yfirlitssýningum á verkum súrrealistanna undanfarin tvö ár; í árslok 2001 voru um 300 listaverk á sýningunni Desire Unbound í Tate Modern í London; sú sýning fór síðan til New York í Metropolitan Museum of Art og þar á eftir í árslok 2002 til Düsseldorf, Kunstsammlung Nordrhein-Westfalen. Síðast en ekki síst var opnuð í mars árið 2002 í Pomp- idou-safninu í París sýningin La Révolution Sur- réaliste, eða súrrealíska byltingin, eftir heiti fyrsta málgagns hreyfingarinnar. Sýningin La Révolution Surréaliste var sú yf- irgripsmesta sinnar tegundar í áratugi. Á henni voru 600 verk eftir á sjötta tug súrrealista á upp- hafsárum stefnunnar til ársins 1940 þegar hún tvístrast; kvikmyndir, málverk, ritverk, ljós- myndir, meira að segja var þar til sýnis heill veggur úr íbúð Bretons. Werner Spies sýning- arstjóri benti á í viðtali að á sjöunda áratugnum hefðu allir sýningarsalir verið uppfullir af impressjónismanum, en nú væri röðin einfald- lega komin að súrréalismanum og fræðilegri út- tekt á honum6. Sýningin vakti mikla athygli og fjölmörg blöð og tímarit gáfu út aukablöð með umfjöllun um súrrealismann; flóð kynningarefn- is hreif með sér þúsundir sýningargesta á stað- inn. Enn svifu ögrandi andar súrrealismans yfir vötnum. Í franska dagblaðinu Le Monde í nóv- ember 2001 birtist grein eftir listgagnrýnand- ann Jean Clair, fyrrverandi forstöðumann Picasso- safnsins í París.7 Í greininni bendir Clair fólki á það að hugsa sig tvisvar um áður en það lætur glepjast af töfrum súrrealistahreyf- ingarinnar, núna þegar von væri á sýningaropn- un í París. Hann segir að sé litið á skrif þessarar frönsku „intellígentsíu“ á árunum 1924 til 1930 eins og Bretons og róttæka ljóðskáldsins Louis Aragon, megi greina óforsvaranlegt hatur á Bandaríkjunum og vestrænni menningu, ofbeldi í orðum sem öðlaðist líf að mati Clair með hryðjuverkunum 11. september í New York, rúmlega sjötíu árum síðar. Hvað skrifaði ekki Aragon (1925): „Við mun- um eyðileggja þessa menningu sem ykkur er svo kær. Vestræni heimur, þú ert dæmdur til dauða. Við erum uppgjafarsinnar Evrópu […] Sjáið hvað jarðvegurinn er skraufþurr og ákjósanleg- ur fyrir allan eld“. Og hvað segir ekki Breton í fjórða hefti La Révolution Surréaliste (1925): „ ...Að eiturlyfjasalar fleygi sér á lönd okkar skelf- ingu lostin. Að Ameríka þarna langt í burtu hrynji með sín hvítu stórhýsi.“ Clair bendir ennfremur tilgátu sinni til stuðn- ings á landakort sem birtist árið 1929 í öðru mál- gagni súrrealistanna, Variétés. Á kortinu er löndum og heimsálfum gefið mismikið vægi eftir menningarlegu gildi að mati súrrealistanna. Þar eru tvær leiðréttingar á kortinu; annars vegar er búið að þurrka Bandaríkin út og sauma saman landamæri Mexíkó og Kanada. Hins vegar er annað land sem hefur fengið aukið vægi, nefni- lega Afganistan. Clair segir ennfremur: „Hvernig gátum við litið upp til þessara manna, dýrkað þá á ung- dómsárum okkar, þegar orð þeirra voru svona hatursfull og kölluðu á eyðileggingu og hryðju- verk […] Dýrkunin á súrrelistunum hefur aldrei slokknað hjá hinni frönsku intelligentsiu bylt- ingarinnar 68 og maóismans þar á eftir; fræði- menn á borð við Michel Foucault og Jean Baudr- illard dýrka þá, þrjár kynslóðir komnar sem nærðust á mjólk súrrealistanna. Er það þess vegna sem enginn segir neitt?“ Franski listgagnrýnandinn Pierre Sterckx8 dregur upp svipaða mynd og Clair af ofbeldi og hatri súrrealistanna og vísar til annarrar stefnu- yfirlýsingar þeirra frá árinu 1930. Þar segir Breton: „Súrrealískur verknaður í sinni einföld- ustu mynd felst í því að fara út á götu með byssu í hendi og skjóta af handahófi á mannfjöldann á meðan hægt er.“ Er þetta ekki sú andlega ókyrrð sem ríkir t.d. „… hjá amerískum unglingum sem skjóta bekkjarfélaga sína á skólakaffiteríunni?“ spyr Sterckx. Súrrealistarnir hötuðu alla, þeir gátu með engu móti talað við pöpulinn en vildu samt samfélagsbyltingu. Listin átti að ná til allra en samt var þetta afar þröngur hópur listamanna. Hörmungar fyrri heimsstyrjaldarinnar voru einungis tylliástæða til þess að predika anark- isma, segir Sterckx og spyr í lokin hvort orð belgíska súrrealistans Louis Scutenaire séu ekki einmitt súrrealisminn í hnotskurn: „Ég yrki ljóð af því ég er of huglaus til að varpa sprengjum.“ Stríð í sál sérhvers manns Líkt og aðrar evrópskar framúrstefnur á fyrstu áratugum tuttugustu aldar einkenndist Í vor var einkasafn André Bretons selt á uppboði í París. Breton var einn af forsprökkum súrrealismans sem hafði gríðarleg áhrif á vestræna menningu og listir en hefur jafnframt verið fordæmdur fyrir ofbeldisdýrkun og óskilj- anleika. Í þessari grein er saga súrrealismans rifjuð upp í tilefni af uppboðinu og endurvöktum áhuga á þessari lista- og hugmyndastefnu sem orðið hefur vart á síðustu misserum. BRETON OG SÚR- REALÍSKA BYLTINGIN Skyndimyndir (photomaton) af súrrealistunum í kringum málverk René Magritte, La femme cachée (Falda konan) frá árinu 1929. Verkið birtist sem heild sama ár á forsíðu La Révolution Sur- réaliste. André Breton er þriðji frá vinstri í efstu röðinni. Úr einkasafni Bretons. E F T I R H Ö N N U G U Ð L A U G U G U Ð M U N D S D Ó T T U R

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.