Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 2003 3 Þ AÐ fer alltaf um mig einhver ónotakennd þegar ég heyri þetta orð eða sé það á prenti, enda hrokinn eða drambið ein af dauðasyndunum sjö. Og þótt orðið dauðasynd sé svo sem ekkert uppörvandi heldur, þá getur maður samt vel tekið sér orðið synd í munn án þess að fá af því veru- legt óbragð. Sem má ef til vill rekja til breyttrar ímyndar guðdómsins. Í stað mik- ilúðlegs ættarhöfðingja sem aðhylltist harðar refsingar fyrir minnstu frávik frá lögmálinu er sem betur fer komin mildari og kvenlegri vera sem hefur meiri skilning á breyskleika mannanna barna. Einkennilegt með orðin og hvaða bragð þau gefa frá sér þegar við veltum þeim á tungu okkar. Hvað veldur því að sumum vilj- um við hrækja út úr okkur samstundis en smjatta á öðrum án afláts? Hvaðan fáum við merkingu í orðin? Það gæti orðið býsna skemmtilegt rannsóknarefni þótt hefð- bundnir fræðimenn og málvísindamenn væru allt eins líklegir til að gera úr því eitthvað allt annað. En aftur að hrokanum. Sumar syndir hafa fengið á sig verri stimpil en aðrar, samanber dauðasyndirnar sjö, eða höfuðsyndirnar eins og þær heita víst. Það er í eðli mannskepn- unnar að flokka og mæla alla hluti og gefa þeim einkunnir. Ég hef til dæmis oft heyrt því fleygt að hrokinn sé versta syndin og þá væntanlega refsingin í samræmi við það. Málshátturinn „dramb er falli næst“ bendir ótvírætt til þess að reynslan hafi sýnt að manni hefnist fyrir hroka og ofurdramb. Fræg eru dæmin úr veraldarsögunni um her- konunga sem voru farnir að trúa því að þeir væru ósigrandi og hittu þá von bráðar ofjarl sinn. Orðið hroki er enn fremur svo nauðalíkt orðinu hráka, að vel mætti hugsa sér að það að sýna einhverjum hroka jafngilti því að hrækja framan í hann. En því er nú verið að viðra þessa höf- uðsynd að mikið hefur undanfarið verið rætt um hroka þeirra sem valdið hafa. Að ráða- menn sýni almenningi hvað eftir annað lítils- virðingu með því að hygla sínu fólki umfram aðra og hugsi fyrst og fremst um að tryggja eigin hagsmuni. Allt vald er vandmeðfarið enda lýðræðinu fyrir bestu að skipt sé um fólk í æðstu stöðum áður en spillingin nær að grípa það heljartökum. Í sumum lýðræð- isríkjum hefur verið komið á föstum reglum hvað þetta varðar og tel ég brýnt að við Ís- lendingar tökum okkur það til fyrirmyndar. En nú er það svo að ekkert er auðveldara en að standa utan við og gagnrýna verk ann- arra. Neikvæð umfjöllun og óvægin gagnrýni um hvaðeina getur orðið að leiðum ávana. Heilbrigt aðhald og málefnaleg umræða er eitt, atvinnumennska í rógi annað. Ég gríp stundum til þess ráðs ef umræðan og hneykslunin í þjóðfélaginu kemst á hástig, að líta í eigin barm. Og það er eins og við mann- inn mælt, ég verð óðar í bili mildari í dómum og tek aftur til við daglegt amstur sáttari við guð og menn. Því ég þarf ekki lengi að leita. Eigingirnin og sjálfsréttlætingin er skammt undan. Tilhneigingin að horfa alltaf á hlutina út frá sjálfum mér og mínum hagsmunum. Hvað get ég haft upp úr því? Hvernig fer ég út úr þessu? Hvernig get ég komið ár minni best fyrir borð? Þetta eru spurningar sem ég heyri hvíslað ísmeygilegri röddu innst í hug- skoti mínu við ótal tækifæri. Og hvað með hrokann sem mér fannst svo ógeðfelldur að mig langaði að hrækja orðinu út úr mér um leið og það kom upp í hugann? Hef ég aldrei sett mig á háan hest? Hefur mér aldrei fund- ist að ég þyrfti ekki að fylgja leikreglum eins nákvæmlega og sumir aðrir? Mér er enn í fersku minni þegar flensan geisaði hér um árið og allir veiktust í kringum mig, ástvinir, ættingjar og starfsfélagar. Þeir bókstaflega hrundu niður eins og flugur. En ég stóð þetta allt af mér með bros á vör. Því veikara sem fólkið mitt varð, því reistari varð ég. Að flensufaraldrinum loknum var ég ekki í nokkrum vafa. Heilbrigðir lífshættir mínir, skynsamlegt fæðuval, útivist og hreyfing höfðu styrkt ónæmiskerfið það mikið að venjulegir flensuvírusar bitu hreinlega ekk- ert á því. Og ekki spillti sjálfsagt hugleiðslan í lótusstellingunni. Heilbrigð sál í hraustum líkama, það var lóðið. Og mér er eiður sær, ég ekki einungis vorkenndi þessum pestargeml- ingum í kringum mig, heldur leit ég hreinlega niður á þá. Gátu þeir ekki sjálfum sér um kennt? Nennti þetta fólk nokkurn tíma að hreyfa sig úr stað? Kom það einhvern tíma út undir bert loft? Úðaði það ekki í sig alls konar óhollustu í tíma og ótíma? Þegar ég borðaði harðfisk og rúgbrauð, tróð það sig út af ham- borgurum, pylsum og sætabrauði. Það var tími til kominn að þetta ágæta fólk fengi að súpa seyðið sitt. Nokkrum mánuðum seinna gerði önnur flensa vart við sig, að sögn miklu mildari en sú fyrri. Sárafáir veiktust svo nokkru nam enda alls ekki um neinn faraldur að ræða. Samt veiktist sá sem þessar línur ritar, og svo heiftarlega að hann sá þann kost vænstan að biðjast auðmjúklega vægðar. Því eftir þriggja sólarhringa vítiskvalir og örvæntingu þar sem engin læknisráð dugðu rann það upp fyr- ir mér að auðvitað var verið að sýna mér í tvo heimana. Þetta var refsingin fyrir mik- ilmennskuna og hrokann. Ekki segi ég nú að ég hafi endanlega lært mína lexíu hvað hrok- ann varðar, það væri til of mikils mælst, en síðan þá hef ég gætt þess vel að staðsetja mig í miðjum hópi syndugra og veikbyggðra og láta sem minnst á mér bera. Þar er minn staður. Syndarar allra landa sameinist. Halelúja. HROKI RABB E Y S T E I N N B J Ö R N S S O N eystb@ismennt.is LESBOK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING LISTIR 3 5 . T Ö L U B L A Ð - 7 8 . Á R G A N G U R EFNI FORSÍÐUMYNDIN er af portúgalska nóbelsverðlaunahöfundinum José Saramago á blaða- mannafundi í Madríd daginn eftir að tilkynnt var að hann fengi verðlaunin 1998. AP verður sett á morgun, sunnudag, í Norræna húsinu og stendur fram á næstkomandi laug- ardag. Fjölmargir erlendir og innlendir höf- undar taka þátt í hátíðinni auk útgefenda og fyrirlesara en hæst ber tvímælalaust heimsókn nóbelsverðlaunahafans portúgalska José Sara- mago. Í Lesbók í dag eru hinir erlendu gestir kynntir rækilega og greint frá dagskrá hátíðarinnar. José Saramago s. 4–5 Yann Martel s. 6 Haruki Murakami s. 7 Hanif Kureshi s. 7 Boris Akunin og Henning Mankell s. 8 Íslenskir höfundar s. 8 Per Olov Enquist, David Grossman o.fl. s. 9 José Carlos Somoza s. 10–11 Judith Hermann s. 13 Nicholas Shakespeare s. 13 Dagskrá hátíðar s. 16 José Saramago Haruki MurakamiHanif Kureishi Bókmenntahátíð í Reykjavík 7. – 13.SEPTEMBER SIGURÐUR PÁLSSON ÞRISVAR FJÓRIR Óþreytandi postular þessir tólf mánuðir Endanleg tala á óendanlegum vegi Prenta inn í veruna margfeldið af rými og tíma Fjórar höfuðáttir Þríeining ljóðtímans Vonin er vitur og klár á því að allt er opið Mánuðir dagar sekúndur koma kjagandi eftir veginum með fangið fullt af gjöfum Fjögur augu sem hlýða kalli ljóðtímans Læra að gefa og þiggja undir fjögur augu Sigurður Pálsson (f. 1948) gefur út tólftu ljóðabók sína í haust og er þetta ljóð úr henni. Bókin heitir Ljóðtímavagn, lokabindið í fjórðu þriggja bóka syrpu Sigurðar en þessi tólf ljóðabóka flokkur hófst með Ljóð vega salt 1975.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.