Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 2003
K
VIKUR og brosmildur mað-
ur birtist í gættinni á Café
Guijón, veifar til mín yfir
götuna og myndar nafn mitt
með vörunum. Við höfum
mælt okkur mót á þessu
sögufræga kaffihúsi í Madr-
íd en okkur láðist að taka
fram hvort það ætti að vera inni eða úti á
stétt, á milli er umferðargata; svo við höfum
beðið fáeinar mínútur hvor eftir öðrum sitt
hvorum megin götunnar.
Rithöfundurinn José Carlos Somoza reyn-
ist geysilega skemmtilegur og innblásinn í
samræðum, hann leiftrar af fjöri. Fyrir
nokkrum vikum kom út nýjasta skáldsaga
hans, La dama número trece (Dama númer
þrettán); myndi nokkur annar höfundur
skrifa spennutrylli um ljóðlistina? Skáld-
skaparmúsurnar fara hamförum í bókinni,
töframáttur orðsins er tekinn bókstaflega,
kraftaskáldskapurinn er beinlínis lífshættu-
legur. Somoza á sjö skáldsögur að baki, þær
hafa sópað að sér verðlaunum, spænskum
og alþjóðlegum, og notið mikillar hylli al-
mennings. La caverna de las ideas frá árinu
2000 er þó hans stærsti smellur til þessa,
hún hefur verið þýdd á meira en 20 tungu-
mál, er metsölubók víða um heim; hún nefn-
ist Skuggaleikir á íslensku í þýðingu und-
irritaðs sem senn er væntanleg. Somoza,
sem sækir Ísland heim í september og tekur
þátt í Bókmenntahátíð, fæddist á Kúbu 1959
en bjó þar aðeins í eitt ár áður en hann
fluttist til Spánar. Ég spyr hann fyrst hvort
hann haldi einhverjum tengslum við Kúbu?
Hvaða sess hún skipi í huga hans?
JCS: Ég hef engin tengsl við Kúbu, öll
mín ætt fór þaðan árið 1960, sumir til
Bandaríkjanna, aðrir til Venezuela, mín
nánasta fjölskylda fór til Spánar. Tengslin
eru því engin en Kúba skipar þó vissulega
nokkuð mikilvægan sess í huga mínum, hún
er huglæg arfleifð frá fjölskyldu minni sem
öll eru útlagar. Þetta setur auðvitað mark
sitt á mann en ég hef orðið leiður á að heyra
um Kúbu og útlegð og kýs sjálfur persónu-
lega að lifa sem allra mest án nokkurrar
arfleifðar í huganum.
HS: Einhver sérstök tengsl við suður-
amerískar bókmenntir? Söguhetja nýjustu
bókar þinnar er nafni mexíkanska höfund-
arins Rulfo… En þú ert miklu fremur
spænskur rithöfundur…
JCS: Fyrir mig sem lesanda eru þær mik-
ilvægar; á ákveðnum tíma voru suður-amer-
ískar bókmenntir líkt og spegill sem
spænskar bókmenntir spegluðu sig í, litu til
sem marks sem mætti ná, því á Spáni hafði
dagskipun bókmenntapáfanna verið sú að
skrifa að hætti…Miguel Delibes, Francisco
Umbral, José Cela…það varð að skrifa sam-
kvæmt ákveðnum viðmiðum sem komið
hafði verið á og voru fyrst og fremst afurðir
raunsæis í sinni hörðustu, hráslagalegustu
hugsanlegu mynd. Ég held að suður-amer-
ískar bókmenntir hafi verið þeim spænsku
ákveðin ögrun, eins og að sagt væri: „Sko,
sjáið, það er hægt að skrifa svona á
spænsku, það er hægt að skrifa „Tekna hús-
ið“ eftir Cortazar, Ficciones eftir Borges,
það er hægt að skrifa Pedró Paramó eftir
Juan Rulfo og Hundrað ára einsemd eftir
Márquez; það er sem sagt hægt að gera
eitthvað annað á spænsku. Og þetta var
gríðarlega mikilvægt skref fyrir bókmennt-
irnar á Spáni. Og í dag eru hlutirnir að
breytast hér. Það er ókyrrð og metnaður í
rithöfundum og það er pláss fyrir alla, það
er skrifað til að leita að einhverju nýju,
skrifuð fantasía, heimspekileg verk, vísinda-
skáldskapur, leynilögreglusögur – það er
mikil hefð fyrir leynilögreglusögum á Spáni.
Í þessu tilliti voru suður-amerísku bók-
menntirnar mjög mikilvægar.
HS: Spænskur lesháttur?
JCS: Ég held að lestur á Spáni sé að
breytast. Fólk les enn mikið af raunsæis-
skáldskap, innan gæsalappa. En við erum að
verða fjölbreyttari og þetta stafar af því að
við höfum meira valfrelsi og úr meiru að
velja. Þegar samfélag er látið frjálst tekur
fólk að átta sig á því hvað við erum marg-
breytt. Auðvitað verður alltaf ein tegund
bókmennta ríkjandi, einn höfundur vinsælli,
en þegar við erum látin frjáls og öðlumst
reynslu af því í áranna rás rennur upp fyrir
okkur að það eru til lesendur fyrir höfunda
af öllu tagi. Margir lesendur eru farnir að
hneigjast að fantasíubókum, afþreyingar-
bókmenntum…sem ég kenni ekki við flótta,
mér líkar ekki hugmyndin um að fólk lesi
einhverskonar drasl til að komast í vímu-
…það eru ekki beinlínis flóttabókmenntir
heldur bækur sem blanda nautnalestri við
hugleiðingu eða eitthvað sem lætur mann
hugsa. Það eru lesendur sem leita að annars
konar lestri hér á Spáni, þetta er skref fram
á við, en hvað má þá segja um önnur lönd
þar sem eru mörg hundruð ár af frelsi við
lestur í þessum skilningi, smekkurinn er
ótrúlega fjölbreyttur, þetta er það sem er
að gerast hér.
HS: Þú ert geðlæknir að mennt og vannst
um tíma sem slíkur, ert reyndar að koma
núna beint frá því að halda fyrirlestur um
bókmenntir fyrir gamla félaga í greininni.
Þú ert oft spurður: Hefur geðlæknisfræðin
haft áhrif á þig sem skáldsagnahöfund?
JCS: Já, og ég svara alltaf með mismun-
andi hætti. Vinir mínir úr geðlæknastéttinni
lesa bækur mínar og segja að ég sé enn að
fást við fagið, sé geðlæknir innst inni; góður
vinur minn fylgir kenningum Jacques Lacan
og segir mig vera hreinan Lacanista. Ég
held að eitthvað af allri reynslu smitist yfir í
skrif, ef maður hefur áður verið slökkviliðs-
maður eða læknir kemur það upp með ein-
hverjum hætti; geðlækningar eru eins og
hver önnur vísindi, hver önnur sérgrein, en
fólk sér þær utan frá sem eitthvað goð-
sagnakennt og dularfullt, heldur að við horf-
um á fólk og vitum þannig allt um það; það
gerum við ekki. Það sem hinsvegar hjálpar
skáldsagnahöfundi mest er að búa yfir for-
vitni um sitt nánasta umhverfi. Allir geta
verið forvitnir, kennari, leigubílstjóri, geð-
læknir…
HS: Sem rithöfundur tilheyrirðu svo ann-
arri goðsagnakenndri starfsgrein.
JCS: Einmitt. Ég hef haft tvær starfs-
greinar sem báðar þykja dularfullar en eru í
raun erfiðar og stundum leiðinlegar, að
skrifa orð eftir orð getur verið hundleið-
inlegt og allt annað en fólk heldur, að við
séum innblásnir af músunum; það er enginn
guðdómlegur innblástur, ég tengist mús-
unum aðeins í gegnum síðustu skáldsögu
mína sem fjallar um þær.
HS: Þú sækir þér þó innblástur í tónlist?
JCS: Reyndar. Ég er mikill tónlistarfíkill.
Á heimasíðu minni (www.josecarlosso-
moza.com) er að finna sýningu, yfirlit yfir
alla þá tónlist sem ég hef notað sem inn-
blástur fyrir skáldsögur mínar, en sérhver
þeirra tengist ákveðnu tónverki og þarna er
hægt að skoða hvernig hver skáldsaga teng-
ist tónverki og einnig er hægt hlusta á þau.
HS: Vinsælasta bók þín á alþjóðavett-
vangi, La Caverna de las ideas (Skugga-
leikir), er á tveimur hæðum: Textinn, forn-
grísk skáldsaga um morð í tengslum við
Akademíu Platóns, og hinsvegar neðanmáls-
greinar innbyggðs þýðanda; í fyrstu fjalla
neðanmálsgreinarnar um textann og fag-
urfræði hans en síðan taka þær að þróast og
færast í aukana. Hugsaðirðu neðri hæð
skáldsögunnar kannski sem fræðilega vídd
hennar, stað fyrir hugleiðingu um textann
og um lestur – eða kannski líka í og með
sem skopstælingu á strangvísindalegri ná-
kvæmni?
JCS: Á Bókmenntahátíð í Reykjavík ætla
ég að lesa texta þar sem ég útskýri að hluta
ritun sögunnar sem var mjög sérstök…En
hvaða merkingu hefur þýðandinn? Ég held
að hann tákni að hluta til óöryggi lesenda
þegar við lesum eitthvað sem vekur með
okkur hughrif, ég held að lesandinn sam-
sami sig mjög með þessum óróleika, að vita
ekki hvað maður á til bragðs að taka…
HS: Aðferð við að láta lesandann taka
þátt í sögunni?
JCS: Einmitt. Að byggja brú á milli les-
andans og verksins.
HS: Textar á jaðrinum í bók er eitt þem-
að í Skuggaleikjum og hinum bókum meta-
fiksjón-þríleiksins svonefnda, bóka sem eiga
það annars sameiginlegt að fjalla um skáld-
skapinn, sjálfar sig, bíta í sporðinn á sér á
einhvern hátt. Söguhetja í Dafne desvane-
cida (Hvarf Dafne) segir að textinn á kápu
bókar, á hlífðarkápunni, sé eini veruleiki
skáldverks. Ert þú líka þeirrar skoðunar?
JCS: Þessi skoðun hefur vakið furðu og
verið sögð einkennileg en ég held henni enn
fram. Ég held að við lesum með fyrirfram
Hercule Poirot og Platón
Hugmyndaríkasti höfundur Spán-
ar, hefur verið sagt um José Carlos
Somoza, sá sem með bestum
árángri hefur fléttað saman af-
þreyingu og fagurbókmenntir.
Bók hans Skuggaleikir er komin út
á íslensku. Rætt var við Somoza á
kaffihúsi í Madríd.
„Bókmenntirnar eru leikur, leyfið mér því, herrar mínir og frúr, að leika mér og komið og
leikið ykkur með mér, ég býð ykkur til leiks,“ segir José Carlos Somoza.
E f t i r H e r m a n n
S t e f á n s s o n
Líkið lá á veikbyggðum birkibörum. Brjóstkassinn og maginn voru
alsettir skurðum og holsárum með kleprum af storknuðu blóði og
þornaðri mold, en höfuðið og handleggirnir voru ásjálegri. Hermað-
ur hafði lyft klæðunum sem huldu líkið svo að Askilos gæti skoðað
það og forvitnir vegfarendur höfðu fært sig nær, í fyrstu feimnislega
en svo flykktist fólk að og myndaði hring í kringum þessar illa út-
leiknu líkamsleifar. Kuldinn lét hárin rísa á hinu blágerða hörundi
nætur og Kári gáraði hinar gullbjörtu krónur kyndlanna, svarta
kuflfalda og þéttskúfaða hjálma hermannanna. Þögnin glennti upp
sjáöldrin; augu allra fylgdust með hryllilegri rannsókn Askílosar
sem opnaði sár með ekki ósvipuðum aðförum og ljósmóðir og stakk
fingrunum í djúpar holurnar með sömu fíngerðu nákvæmni og les-
andi sem rennir vísifingri eftir stöfum á blaði. Þetta gerði hann í
skini lampa í höndum þræls sem skýldi loganum fyrir vindinum.
Kandalos gamli var sá eini sem mælti orð af vörum. Hann hafði hróp-
að á strætinu miðju þegar hermennirnir birtust með líkið og vakið
alla í hverfinu og enn var í honum nokkurs konar endurómur af þess-
um ólátum; ekki var að sjá að kuldinn hefði nein áhrif á hann þótt
hann væri hér um bil nakinn; hann haltraði umhverfis þyrpingu
mannanna og dró á eftir sér visinn vinstri fótinn, sortnaðan satýrs-
hóf, lagði hor-aðar handleggsspírurnar á axlir viðstaddra og hrópaði:
„Þetta er goð ... Sjáið hann! ... Þannig koma goðin niður af Ólymp-
usarhæð ... Snertið hann ekki! ... Ég er búinn að segja ykkur það! ...
Þetta er goð ... Tilbiddu hann, Kalímakos! ... Og þú líka, Euforbos!“
Mikið og hvítt hár hans spratt úr köntuðu, beinaberu höfðinu líkt
og framlenging á sturlun hans, flaksaðist í vindinum og huldi andlit
hans til hálfs. En enginn veitti honum athygli. Fólk vildi fremur
horfa á þann dauða en hinn sturlaða.
Foringi varðsveitarinnar hafði komið út úr næsta húsi í fylgd
tveggja hermanna og nú hagræddi hann á ný hjálminum með sínum
mikla skúfi; hann taldi rétt að sýna tákn hermennsku sinnar frammi
fyrir múgnum. Hann virti viðstadda fyrir sér út um dökka hjálm-
grímuna og nam staðar við Kandalos og benti á hann með sama
áhugaleysi og hefði hann verið að banda frá sér ágengri flugu.
„Þaggið niður í honum, í Seifs nafni,“ sagði hann án þess að beina
orðum sínum að einum hermanni öðrum fremur.
Einn af þeim nálgaðist þann gamla, lyfti spjótinu og barði með
einni láréttri sveiflu í þann snjáða papýrus sem maginn á honum var.
Kandalos greip andann á lofti í miðri setningu og koðnaði hljóðlaust
niður eins og hár sem vindurinn feykir niður. Hann engdist um og
stundi á jörðinni. Fólkið kunni vel að meta hina skyndilegu þögn.
1 Fyrstu fimm línurnar vantar. Í útgáfu sinni af frumtextanum segir Montalo að pappírinn hafi verið rifinn á þessum stað. Ég byrja þýðingu mína á Skuggaleikjum á fyrstu
setningunni í útgáfu Montalo, sem er eini textinn sem við höfum yfir að ráða. (Aths. þýð.)
Úr Skuggaleikjum
I1