Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 2003 7 J APANSKI rithöfundurinn Haruki Murakami segist vera skáldsagna- höfundur. Hann segir að ef skáldsög- urnar hans yrðu dregnar frá honum þá væri ekkert eftir. Þetta er setning sem gæti komið beint úr munni ein- hverrar sögupersónu Murakamis, líklegast þó einhverrar konunnar, sem eru stöðugt að hverfa, bókstaflega, eða bara úr lífi karlmannanna. Og athugasemdin kemur að sjálfsögðu ekki í veg fyrir að Mura- kami skrifi annað en skáldsögur, á ensku hafa komið út eftir hann tvö smásagnasöfn og ein við- talsbók. Smásagnasafnið Fíllinn hverfur (The Ele- phant Vanishes) kom út árið 1993 á ensku og nú er komið nýtt smásagnasafn, Eftir skjálftann (After the Quake 2002), en það kom upphaflega út árið 2000 í Japan. Árið 2000 kom bókin Neð- anjarðar (Underground) út á ensku, en hún kom út í tveimur hlutum árin 1997 og 1998 í Japan. Þessar bækur eru iðulega tengdar saman, þær lýsa báðar eftirskjálftum meðal fólks í kjölfar tveggja skelfilegra atburða, jarðskjálftans í Kobe sem varð í janúar árið 1995 og eiturgas- árásarinnar í neðanjarðarlestakerfi Tókýó sem átti sér stað í mars sama ár. Þessir atburðir höfðu svo mikil áhrif á Murakami, sem ólst upp í Kobe, að hann fluttist aftur til Japans eftir að hafa búið erlendis í fjölmörg ár, og skrifaði áð- urnefndar bækur. Eftir skjálftann er safn sex smásagna sem gerast allar í febrúar, mánuðinum sem liggur á milli skelfingaratburðanna tveggja. Þær eru óvenju lausar við fantasíu ef miðað er við önnur verk Murakamis, en mörg verka hans, eins og Að eltast við kindur (1982, A Wild Sheep Chase 1990), Dansaðu, Dansaðu, Dansaðu (1988, Dance, Dance, Dance 1994), Spútnik-kærastan (1999, Sputnik Sweetheart 2001 (væntanleg á ís- lensku)), Harðsoðið undraland og heimsendir (1985, Hard-boiled Wonderland and the End of the World 1991) og Frásögnin af upptrekkta fuglinum (1994–5, The Wind-Up Bird Chronicle 1997), eru þónokkuð ævintýraleg. Vegna þessa hafa japanskir gagnrýnendur kvartað yfir því að með þessum sögum sé hann ljóslega farinn að selja sig Vesturlöndum (ætli þetta séu sömu gagnrýnendurnir og þoldu hann ekki fyrir að vera vinsæll?). En það er auðvelt að benda á veilu í þessum athugasemdum, Norskur skógur (1987, Norwegian Wood 2000, eftir samnefndu lagi Bítlanna) og Sunnan við mærin, vestur af sól (2001) (1992, South of the Border, West of the Sun, 2000) eru ekki sérlega fantasískar. Kunnugleg minni birtast í sögunum, eins og flakk eða samspil milli tveggja eða fleiri heima og hverfandi dularfullar konur og sem fyrr er frásagnarstíllinn einfaldur og agaður og spilar stöðugt á þessi heillandi mæri kómedíu og tragedíu. Öfugt við flest verk Murakamis eru þessar smásögur skrifaðar í þriðju persónu, og telja sumir gagnrýnendur þetta skapa meiri fjarlægð í sögunum, þótt ég geti ekki tekið undir það. Ég las safnið fyrir réttu ári og sögurnar hafa búið með mér síðan, sérstaklega er mér þó minnisstæður rithöfundurinn í sögunni Lands- lag með straujárni („Landscape with Flatiron“) sem neitar að eiga ísskáp. Frekar fer hann mörgum sinnum á dag út í búð og kaupir í morg- unmat, hádegismat og kvöldmat. Ástæðan er sú að hann er sannfærður um að hann muni deyja af völdum þess að lokast inni í ísskáp, dauðinn mun verða hægur vegna þess að smáloft kemst að og heldur í honum lífinu í lengstu lög. Enginn þeirra sem skrifuðu um bókina – og lentu í gagnabanka ProQuest – nefnir þetta ógleym- anlega atvik sem fyrir mér mótar alla bókina. Hmm. Fyrsta sagan segir frá myndarlega sölu- manninum Komura sem á óskaplega venjulega og óspennandi konu og elskar hana mikið. Hins vegar er það greinilega ekki gagnkvæmt því eft- ir að hafa horft í fulla fimm daga á hörmung- arfréttir af jarðskjálftanum í sjónvarpinu fer hún frá honum og skilur eftir miða þar sem hún segir að lífið með honum sé henni ómögulegt, hann gefi ekkert af sér, ekki vegna þess að hann vilji það ekki heldur vegna þess að hann hafi ekkert til að gefa. Því sé lífið með honum eins og að búa með bita af lofti. Eftir þetta hverfur kon- an úr sögunni og Komura tekur sér frí og lendir í ævintýrum í vetrarsmábæ með nýjum dular- fullum konum (sem eiga ábyggilega eftir að hverfa bráðum). Smásagnasafnið hefst á því að konan horfir á sjónvarpið: „Fimm dögum í röð eyddi hún fyrir framan sjónvarpið, starandi á hrunda banka og spítala, heilu húsaraðirnar í ljósum logum, sund- urtætta lestarteina og hraðbrautir.“ Þannig setja upphafsorðin lesandann strax inn í mynd- ina, jafnframt því að halda henni alltaf í ákveð- inni fjarlægð, hvergi er jarðskjálftanum lýst beint af einhverjum sem er á staðnum, heldur sjáum við hann gegnum fjölmiðla, og varla það heldur, því oft vitum við ekki annað en það að persónur sögunnar fregna af skjálftunum gegn- um fjölmiðla. Ein sagan fjallar þó beinlínis um jarðskjálfta, og það er dæmigert fyrir Murakami að sú saga er ævintýralegust. Sagan Ofur-Frosk- ur bjargar Tókýó („Super-Frog Saves Tokyo“) lýsir því hvernig hinn ofurvenjulegi og fremur smávaxni innheimtumaður Katagiri kemur einn daginn heim og hittir þar fyrir risastóran talandi frosk – sem segir honum að kalla sig Frosk – og lýsir því yfir að saman þurfi þeir að berjast við neðanjarðarskrímsli nokkurt, Orm, sem minnir ekki lítið á hið biblíulega stórhveli. Ormur þessi veldur jarðskjálftum með reiði sinni og nú á Kat- agiri að vera eins konar Björn að baki Kára í bar- daga milli Frosks og Orms, annars setur Ormur af stað jarðskjálfta í Tókýó sem verður mun verri en sá í Kobe. Og aftur koma magnaðar lýsingar á hamförum þeim sem fylgja jarðskjálftum, flestir deyja kramdir í neðanjarðarlestum og undir fall- andi ökutækjum og hrynjandi hraðbrautum. „Byggingar umbreytast í hrauka af grjóti, íbúar þeirra kramdir til dauða. Eldar alls staðar, gatnakerfið hrunið, sjúkrabílar og brunabílar gagnslausir, fólk bara liggur þarna, deyjandi.“ Þetta verður hreint helvíti segir Froskur og bæt- ir við: „Fólk mun uppgötva hversu brothætt ástand hin öfluga samfélagsheild sem er þekkt undir nafninu ‘borg’ virkilega er.“ Lýsingin gæti fullt eins átt við þá heima sem Murakami skapar í sínum sögum, en þar virðist fólk stöðugt vera að uppgötva hversu brothætt ástand tilvera þeirra er, þótt þar sé yfirleitt um að ræða einstaklinga fremur en samfélög og borgir. Brothættasta tilveran birtist þó líkleg- ast í aðalpersónu Harðsoðna undralandsins og heimsendisins, sem í síðari hluta bókarinnar hverfur æ meira inn í eigið höfuð/hugarheim í vægðarlausri sjálfskönnun, sem er ekki ein- ungis könnun á hans eigin sjálfi, heldur á sjálfu ‘sjálfinu’. Og nú er loks komið út langþráð framhald þeirrar bókar, sem margir (þar á meðal ég) telja bestu bók Murakamis. Bókin hefur ekki enn verið þýdd á ensku, en hefur öðl- ast nafnið Kafka í flæðarmálinu. Horfum til hafs. Haruki Murakami verður í opnu hádegis- spjalli í Norræna húsinu á mánudag kl. 12 og les úr verkum sínum í Iðnó um kvöldið sama dag kl. 20. Eftir skjálftann Murakami segir að ef skáldsögurnar hans yrðu dregnar frá honum þá væri ekkert eftir. E f t i r Ú l f h i l d i D a g s d ó t t u r Haruki Murakami hefur vakið gríðarlega eftirtekt með sögum sínum undanfarin ár. Hér er sagt frá nýjustu bók hans, smásagna- safninu Eftir skjálftann. Höfundur er bókmenntafræðingur. H ANIF Kureishi skaut upp á stjörnuhimin breskra bók- mennta á sama tíma og vit- undar um verðmæti fjöl- menningarlegra tenginga fór að gæta á yfirborði sam- félagsmyndarinnar. Hann er fæddur og uppalinn í London, en sem sonur enskrar móður og pak- istansks föður, var hann einnig í nánum tengslum við pakistanska menningu og hug- arheim. Rétt eins og t.d. Salman Rushdie, og síðar Zadie Smith, hefur Kureishi allt fram á síðustu ár einkum fjallað um þann þátt í bresku þjóðlífi þar sem þessir tveir heimar skarast og var lengi vel álitin táknmynd þeirra kynslóða Breta sem hafa slíka tveggja heima sýn. Sjálf- ur hefur hann þó eindregið varað við þeirri hættu sem rithöfundum er búin af því að álíta sig fulltrúa einhverra ákveðinna þjóðfélags- hópa í stað þess að rannsaka heiminn í víðara samhengi. Enda hefur hann að undanförnu einnig vakið verðskuldaða athygli fyrir átaka- mikla rannsókn á þeirri andlegu naflaskoðun er margir á miðjum aldri glíma við, „er þeir eygja hvort tveggja í senn, upphafið og enda- lokin og fara að hugsa um hvað þeir muni skilja eftir sig“, eins og hann orðaði það í blaðaviðtali fyrir tveimur árum. Eins og flestum þeim sem áhugasamir eru um breskar bókmenntir er kunnugt gerði Han- if Kureishi fyrst garðinn frægan í leikhúsi, en færri vita eflaust að hann vann einnig fyrir sér á sínum yngri árum sem höfundur klámefnis af ýmsu tagi og skrifaði þá undir nafninu Antonia French. Þáttaskil urðu í lífi hans árið 1985 er hann rétt rúmlega þrítugur að aldri, vann Ósk- arsverðlaun fyrir handrit sitt að kvikmyndinni My Beautiful Laundrette. Fimm árum seinna fékk Kureishi síðan hin virtu Whitbread-verð- laun fyrir sína fyrstu skáldsögu, The Buddah of Suburbia, þar sem hann leitar fanga í eigin uppvexti og samskiptum við föður sinn. Faðir hans ól einnig þá von í brjósti að verða frægur skáldsagnahöfundur og er verkið því öðrum þræði rannsókn á sambandi föður og sonar þar sem skáldskaparþráin liggur til grundvallar sjálfsmyndinni. Sjálfur hefur Kureishi upplýst að næsta skáldsaga hans, The Black Album, sé sprottin af þörf til að rannsaka þær óvenjulegu aðstæð- ur er leiddu til þess að bók vinar hans, Salmans Rushdie, The Satanic Verses, er á íslensku hlaut titilinn Söngvar Satans, var bannfærð af strangtrúuðum öfgamönnum meðal múslima. Hún fjallar um ungan mann í háskólanámi sem á ættir sínar að rekja til Pakistans og verður fyrir miklum áhrifum af einum skólafélaga sinna sem tilheyrir hópi ofstækismanna músl- ima. Á sama tíma á hann í ástarsambandi við kennarann sinn – miðaldra femínista úr dæmi- gerðri breskri menntastétt – sem leiðir til aug- ljósra árekstra og togstreitu varðandi gildis- mat og framtíðarsýn. Ef litið er til þess að Black Album kom út árið 1995, þá má í raun segja að Kureishi hafi tekist að koma auga á þann hugmyndafræðilega vanda, er öfgafullur strangtrúarboðskapur múslima felur í sér, löngu áður en heimsbyggðin áttaði sig á hversu víðtækar afleiðingar hann gæti haft eins og síð- an hefur orðið raunin. Kureishi notaði reyndar áþekka innsýn inn í heim ungra múslima í kvikmyndinni My Son the Fanatic, sem var frumsýnd þremur árum seinna, árið 1998. Þrátt fyrir hversu góða sýn verk hans gefa inn í þann hugarheim er ungir menn af innflytjendaættum laðast að í eins- konar uppgjöri við þau vestrænu gildi er um- lykja þá, var hætt við að sýna myndina á kvik- myndahátíð BBC í Bangkok stuttu eftir atburðina í New York þann 11. september 2001. Eins og Kureishi benti sjálfur á í breska blaðinu The Guardian skömmu seinna, þá hljóta það að „vera mistök að ritskoða kvik- mynd sem gerir tilraun til að skilgreina og ræða suma þá þætti sem við erum öll að velta fyrir okkur núna. Þó ég vilji ekki gera of mikið úr myndinni, þá er hún að minnsta kosti tilraun til að sýna af hverju ungt fólk snýst til fylgis við öfgahópana. Hún gæti í það minnsta hvatt til umræðu. Mér virðist sem einn helsti kostur þess að eiga menningu felist í því að það er á grundvelli hennar sem fólk ræðir erfiða hluti, áhugaverða hluti, hluti sem skipta máli – að öðrum kosti er menning einskis virði“. Og í samræmi við það hefur Kureishi haldið áfram að kanna sitt nánasta umhverfi og reynt að takast á við þau viðfangsefni sem við blasa tæpitungulaust. Í næstu skáldsögu sinni, Int- imacy, sem í íslenskri þýðingu fékk heitið Náin kynni, víkur hann frá þeirri könnun á mótun sjálfsmyndar ungra manna sem einkenndi tvær fyrstu skáldsögur hans og hefur uppgjör sitt við það lífsmynstur er nú blasir við stórum hluta hans eigin kynslóðar – miðaldra fólks sem á í erfiðleikum með að samræma þá ábyrgð sem fylgir hjónabandi og barneignum eldri draumum um það sem það vill fá út úr líf- inu. Jafnvel þó Kureishi hafi um líkt leyti tekist á við þennan efnivið í tveimur smásafnasöfnum, Love in a Blue Time, og Midnight All Day, þá voru viðbrögðin við skáldsögunni Intimacy óvenjulega harkaleg. Væntanlega skipti þar nokkru máli að lesendur tengdu aðalsöguhetj- una Jay við Kureishi sjálfan. Jay á í einskonar innri rökræðum við sjálfan sig um það hvers vegna hann ætli að yfirgefa konu sína og tvö ung börn og svo vildi til að Kureishi var einmitt að ganga í gegnum áþekkan skilnað er hann skrifaði bókina. Margir risu þó upp verkinu til varnar og hófu það upp til skýjanna fyrir heið- arleika og þor höfundarins, enda tekst hann þarna á við margar áleitnustu spurningar hversdagslífsins; innbyrðis samskipti maka og barna, kynlíf, ást, framhjáhald og óttann við það að missa af einhverju áður en ellin knýr endanlega dyra. Ætlun hans var einmitt að staðsetja verkið í miðju erfiðleikanna sjálfra, „innan um allan sársaukann og reiðina og of- beldið og erfiðleikana sem fylgja því að yfirgefa einhvern“, eins og hann orðar það. Styrkur verksins sem heildar felst enda fyrst og fremst í því að Kureishi fellur ekki í þá gryfju að reyna að réttlæta þankagang Jays, heldur afhjúpar hann sem sjálfskipað rekald, sem þrátt fyrir glöggskyggni sína á mannlega eiginleika er knúinn áfram af eigin naflaskoðun og lífsleiða. Í síðustu skáldsögu sinni, Gabriel’s Gift, sem á íslensku hlaut nafnið Náðargáfa Gabríels, má segja að Kureishi tvinni þann þroskasöguþráð er hann spann í fyrstu verkum sínum saman við þráðinn um sálarkreppu hinna miðaldra. Bókin fjallar um unglinginn Gabríel og sam- skipti hans við foreldra sína sem eru fulltrúar þeirrar nautnasjúku kynslóðar er reis upp úr hugmyndafræðilegum átökum sjöunda áratug- arins með frjálslyndi að leiðarljósi. Upphaflega stefndi Kureishi að því að skrifa barnabók í fé- lagi við rokkarann David Bowie, er hafði hug á að myndskreyta hana. Sagan vatt þó upp á sig og tók fljótt völdin af þeim félögum með þeim hætti að Bowie endaði sem fyrirmyndin að einni sögupersónunni í skáldsögunni, sem ber nokkur merki töfraraunsæis, er ef til vill má rekja til upphaflegu hugmyndarinnar. Ef litið er á ritferil Kureishis sem heild, kem- ur í ljós að hann hefur lengst af verið samur við sig hvað viðfangsefni varðar. Flóknar heimilis- aðstæður mynda iðulega bakgrunn sagna hans þar sem fjölskyldulífið er í þann veginn að sundrast vegna þess að samheldni víkur fyrir – oft á tíðum afar sjálfhverfum – hagsmunum einstaklinga. Sögupersónur hans flakka á milli heima sem teljast fjölmenningarlegir í fleiri en einum skilningi – mörk þjóðernis, trúarbragða, heimspeki, stjórnmála, menningar og skemmt- anaiðnaðar, renna saman í allsherjaróreiðu sem afhjúpar bæði fánýtar og heillandi hliðar samtímans og þá sálarkreppu sem henni fylgir. Hanif Kureishi verður í opnu hádegisspjalli í Norræna húsinu á þirðjudag kl. 12 og les úr verkum sínum í Iðnó sama dag kl. 20. Heimar skarast Hanif Kureishi varar við því að rithöfundar álíti sig fulltrúa ákveðinni þjóðfélagshópa. Í höfundarverki sínu rannsakar Hanif Kureishi m.a. togstreitu og öfgar bresks samtíma; ofstæki, ást- arlíf, ofgnótt og einstaklingshyggju. fbi@mbl.is E f t i r F r í ð u B j ö r k I n g v a r s d ó t t u r

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.