Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Blaðsíða 14
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 2003 LJÓSMYNDASÝNING þar sem athyglinni er beint að villtustu árum rokk- hljómsveitarinnar Rolling Stones stendur nú yfir í Getty Images galleríinu í London. Myndirnar eru verk ljósmynd- arans Christo- pher Sim- on Sykes, en hann fylgdi hljómsveitinni eftir í þriggja mánaða hljómleikaferð sinni á miðjum áttunda áratugn- um. Myndirnar hafa aldrei komið fyrir sjónir almenn- ings áður, en Sykes þykir hafa tekist vel upp með að kalla fram nautnalífið og spillinguna sem einkenndi líf hljómsveitarmeðlimanna á þessum tíma, sem og þá tón- listarlegu stöðnun sem gerði vart við sig í verkum sveit- arinnar á tímabilinu milli platnanna Exile on Main Street (1972) og Some Girls (1978). Bernskan í Grikk- landi til forna BERNSKUÁR í Grikklandi til forna voru enginn dans á rósum ef mark skal taka á sýningunni Coming of Age in Ancient Greece: Images of Childhood From the Classic Past, sem nú stendur yfir í Hood Museum of Art í New Hamp- shire. En myndrænar minjar, sem og ritaðar heimildir virðast að sögn safnayfirvalda benda til þess að börn á þeim tíma hafi oft sætt meðferð sem í dag teldist til misþyrmingar. Þannig voru líkamlegar refs- ingar algengar sem og sú venja að skilja börn eftir á fjölförnum stöðum og láta þau bíða örlaga sinna þar og voru það einkum stúlkur sem máttu hlýta þeim örlögum. Sýningin þykir einkar lifandi og áhugaverð að mati gagn- rýnanda New York Times sem segir hana fanga athygli áhorfenda og því vel heim- sóknarinnar virði. Terry Frost látinn BRESKI listamaðurinn Terry Frost lést nú í vikunni 87 ára að aldri eftir langvar- andi veikindi. Frost var með virtari breskum samtíma- listamönnum og var ekki hvað síst þekktur fyrir ástríðufulla notkun á hringj- um og línum í verkum sínum. „Hann hafði verulega mik- il áhrif á þróun breskrar myndlistar og áhrifa hans mun gæta áfram,“ sagði Pat- ricia Singh, vinur og kollegi listamannsins, sem lýsti Frost sem einum af und- anförum abstrakt listar í Bretlandi. „Hann var glað- lyndur og það var styrkur verka hans. Þau lögðu áherslu á lífið og voru full af litagleði og lofti.“ ERLENT Villtir dagar Stones Mick Jagger í einu verka Christopher Simon Sykes. Legsteinn fyrir gríska stúlku frá því um 100 f.Kr. ÞJÓÐMINJASAFN Íslands verður opnað aftur sumardaginn fyrsta 2004 en það hefur nú verið lokað um fimm ára skeið. Sýning sem nú hefur verið opnuð í Listasafni Akureyrar á mál- verkum úr Þjóðminjasafninu er því kærkomin. Sýningin er tvískipt, annars vegar er þar að finna málverk og teikningar af Íslendingum fyrri alda, og hins vegar listaverk eftir nafn- greinda Íslendinga frá sama tímabili en um er að ræða tímabilið frá 1550–1900. Það sem er kannski áhugaverðast við þessa sýningu er að þarna sést svart á hvítu að búin var til myndlist á Íslandi fyrir árið 1900, en það er viðtekin skoðun að íslensk myndlist hafi ekki orðið til fyrr en með einkasýningu Þórarins B. Þorláks- sonar aldamótaárið 1900. Myndlist Íslendinganna er þó ekkert sér- staklega burðug í faglegu og alþjóðlegu tilliti en frásagnargleðin og tjáningin er ósvikin. Um- fjöllunarefnið er einsleitt og mótaðist af að- stæðum á fyrri tímum.Sýningin ber heitið Þjóð í mótun: Ísland og Íslendingar fyrri alda, og sýnir að miklu leyti valdsmenn fyrri tíma, eða einkum þá sem höfðu fjárhagslegt bolmagn til að láta gera af sér myndir. Á opnun sýningarinnar var boðið upp á auka- efni, ef svo má segja. Ung stúlka í peysufötum gekk um gólf og söng gömul íslensk þjóðlög, ungir menn buðu upp á harðfisk og við inn- ganginn var leikinn kvæðasöngur af diski. Er hægt að hafa það þjóðlegra? Sýningin er skemmtileg. Hún er fallega uppsett, hönnun öll fyrsta flokks og kynningarefni sömuleiðis. Sam- anlagt gerir þetta sýningarupplifunina eins full- komna og hægt er að ætlast til. Sýningin er enn eitt dæmið um stórhug og hugmyndaauðgi safnstjórans Hannesar Sig- urðssonar sem hefur að undanförnu bent á mik- ilvægi þess fyrir safnið að fá meira húsnæði til sýningarhalds, þar sem hærra er til lofts og víðara til veggja. Núverandi rými setur sýning- arhaldi ákveðnar takmarkanir. Akureyringar og nærsveitamenn hafa sýnt það í verki undanfarin misseri með góðri mæt- ingu á safnið á hinar ólíku sýningar sem settar hafa verið upp í tíð Hannesar, að þeir hafa áhuga á myndlist. Til þess hlýtur bæjarstjórn Akureyrar eða aðrir aðilar, sem hjálpað geta safnstjóranum að láta draum sinn rætast, að líta þegar kemur að því að taka ákvörðun um stækkun safnins. Abbast upp á Akureyri Í Listasafni Akureyrar hefur einnig verið opnuð sýningin Abbast upp á Akureyri þar sem Bo Melin og Erla S. Haraldsdóttir sýna mynd- list með félagsfræðilegum undirtóni. Lista- mennirnir líta til óræðrar framtíðar og reyna að ímynda sér hvernig Akureyri liti út ef fleira fólk byggi á svæðinu en raunin er. Skemmst er að minnast þess þegar þau settu upp sýninguna Here, there and Everywhere í Galleríi Hlemmi í Reykjavík þar sem þau sýndu myndir af Reykjavík, með ýmsum stórborgarviðbótum eins og veggjakroti, götusölum og fjölbreyttara mannlífi. Um er að ræða ljósmyndir sem unnið er með í myndvinnsluforriti. Í sjálfu sér er aðferðin áþekk þeirri sem Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður beitti þegar hann sýndi nýstárlegar hugmyndir sínar í skipulagsmálum fyrir Reykjavík. Hug- myndin að baki sýningunni er mjög góð og tæknileg úrvinnsla sömuleiðis. Það eina sem ég saknaði var að mér fannst breytingarnar á Ak- ureyri mjög hófsamar svo ekki sé meira sagt en listamennirnir miðuðu við að Akureyri væri margfalt stærri en hún í raun og veru er, eða 700.000 manna borg. Þess sér einfaldlega ekki stað í ljósmyndunum. Draslið vantar, það vant- ar meira fólk og fleiri hús fyrir fólkið og höfnin er óbreytt. Auk þess hefur ekki verið gert ráð fyrir því að rýma hafi þurft svæði í bænum til að koma fyrir öðrum og stærri byggingum með stórborgarbrag. Daginn sem ég heimsótti Akureyri var meira líf í miðbænum en sýnt er á myndunum og seg- ir það eitthvað um að Bo og Erla þyrftu að end- urskoða forsendur sínar. Nýtt gallerí Nýtt og glæsilegt gallerí hefur verið opnað í Amarohúsinu við göngugötuna á Akureyri, Gallery 02. Galleristarnir heita Jón Viðar og Þórarinn Blöndal og listi væntanlegra sýnenda er hnýsilegur. Sá sem hefur leikinn er myndlistarmaðurinn Finnur Arnar, en stutt er síðan hann hélt síðast einkasýningu á Nýlistasafninu þar sem karl- mennskan, einmanaleikinn og einangrunin voru umfjöllunarefnin í tveimur myndbandsverkum sem sýnd voru hlið við hlið á tjaldi. Hér er Finnur á svipuðum slóðum. Hann sýnir tvö tví- skipt myndbandsverk. Í vinstri helmingi annars verksins sést hvar Finnur hallar höfði sínu upp að fálka þannig að við fyrstu sýn virðist vera um einhvers konar skrímsli að ræða. Hægri helmingur verksins er upptaka af víðerni á há- lendinu, sem gæti í raun endurspeglað ákveðið hugarástand eða draum sem býr yfir bæði friði og ógn. Í næsta verki er stúlka sofandi og við hlið hennar upptaka úr Látrabjargi þar sem fugla- gerið flýgur fram og til baka inn og út úr mynd, í fullkominni óreiðu. Þegar litið er á verkin í samhengi má vel ímynda sér að myndskeiðin séu í raun öll draumur stúlkunnar sem sefur. Þannig verður sýningin heillandi en setur í senn að manni beyg. Í raun má segja að hér sé komin íslensk nútímamyndlist þar sem unnið er með íslenskt hugarástand og íslenskt umhverfi með áhrifaríkum hætti. Ær og mök Síðast en ekki síst langar mig hér að minnast á sýningu tveggja akureyrskra myndlistar- nema, þeirra Jónu Hlífar Halldórsdóttur og Baldvins R. Vignissonar. Baldvin er undir sjá- anlegum áhrifum frá Birgi Andréssyni, þar sem hann birtir textalýsingu á tveimur hrútum og sýnir svo einnig myndir unnar með gulli á við- arpanel af nafngreindum hrútum af hinum ýmsu bóndabæjum. Það sem er áhugavert við hlut Baldvins eru tengsl sýningarinnar við um- ræðuna í samfélaginu en um fátt hefur verið meira rætt undanfarið en bága stöðu sauð- fjárbænda í landinu. Þar hefur sauðféð sjálft og þeir „persónuleikar“ sem hver ær og hrútur búa yfir gleymst, en Baldvin minnir hér á með sýningu sinni. Jóna Hlíf á hins vegar það verk sem kom mér hvað mest á óvart í Akureyrarferð minni, myndbandsverkið Mök. Þar stendur drengur ber að ofan og horfir í myndavélina og segir sí- endurtekið orðið Mök. Spennan vex í herberg- inu, orðið fær á sig skúlptúrkenndan blæ, drengurinn vill auðsjáanlega hafa mök við eitt- hvað eða einhvern, og eftir stendur mynd af dreng með óuppfyllta þrá eða þráhyggju, sem heldur áfram að kalla fram spurningar langt út fyrir sýningarrýmið. Akureyri í óræðri framtíð. 700.000 manna borg. Íslensk myndlist MYNDLIST Listasafn Akureyrar Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 12–17. Til 2. nóvember. MÁLVERK, ÚTSKURÐUR, TEIKNINGAR, LJÓSMYNDIR. ÝMSIR LISTAMENN ERLA HARALDSDÓTTIR OG BO MELIN Bögglageymslan, Listagili Sýningunni er lokið MÁLVERK, TEXTI, MYNDBAND. BALDVIN R. VIGNISSON OG JÓNA HLÍF HALLDÓRS- DÓTTIR Gallerí 02 Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 14–18. Til 21. september. MYNDBAND, LJÓSMYNDIR. FINNUR ARNAR Þóroddur Bjarnason Líkneski af Maríu Guðsmóður eftir séra Hjalta Þorsteinsson í Vatnsfirði. Útskorið og málað lík- neski úr tré frá um 1700–1730.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.