Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Blaðsíða 2
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 2003 NÝJASTA bók Brian Vickers, yfirmanns Endurreisnarfræða við ríkistæknistofnunina í Zür- ich tekur á verk- um eignuðum William Shake- speare á mjög vísindalegan hátt, en fræði- menn hafa lengi deilt um hvort öll þau verk sem skáldinu hafa verið eignuð séu hans með réttu. Að mati Vickers, líkt og fram kemur í bók hans Shake- speare, Co-Author eða Meðhöf- undurinn Shakespeare, eru að minnsta kosti fimm leikrit skáldsins að hluta til skrifuð af öðrum höfundum og þykja rök- semdafærslur Vickers það sannfærandi að til stendur að bæta athugasemdum við allar framtíðarútgáfur á þessum verkum skáldsins. Verkin fimm sem Vickers, ásamt hópi annarra fræði- manna, þykir sannað að skáld- ið hafi skrifað í félagi við aðra, eru þó ekki meðal þekktustu verka Shakespeares, en meðal þeirra eru Títus Andróníkus, Tímon Aþeningur, Períkles og Hinrik áttundi. Góði læknirinn Í NÝJUSTU skáldsögu sinni nær Damon Galgut að semja bókmenntalega spennusögu um óvenjulega vináttu. Bókin nefnist The Good Doctor sem útleggja má sem Góði lækn- irinn á íslensku, og segir frá því er Laurence Waters tekur við læknisembætti við sveita- sjúkrahús. Hann mætir sam- stundis bæði tortryggni og virðingu meðal samstarfsfólks síns, utan læknisins Franks sem er honum eldri og svart- sýnni og á milli þeirra mynd- ast þvinguð og óvenjuleg vin- átta. Blóðug saga Afríku FRANSKI sagnfræðingurinn Jean-Pierre Chrétien hefur í nýjustu bók sinni The Great Lakes of Africa: Two Thous- and Years of History, eða Hin miklu vötn Afríku: Tvö þúsund ára saga, tekist á hendur hið mikla hlutverk að rekja rætur ofbeldis og haturs í álfunni er leitt hefur af sér þjóðarmorð í Rúanda, Búrúndi og Kongó svo dæmi séu tekin. Í bók sinni beinir Chrétien athyglinni að fjölmörgum þátt- um afrískrar sögu frá nýlendu- tímabilinu til nútímans sem og veðurfari og landafræði sem hann telur einnig hafa haft sín áhrif á þróun mála. Svefnherbergispólitík FYRSTA skáldsaga Adam Thirlwells, Politic eða Pólitík, vakti umtalsverða athygli á höfundinum áður en hún komst á prent. Var þetta ekki síst fyrir þær sakir að nafn Thirlwell birtist á Granta list- anum yfir bestu ungu bresku rithöfundana, en honum var þar líkt við ekki ómerkari menn en Milan Kundera og Woody Allen. Að mati gagnrýnanda Guardian stendur höfundurinn þó ekki undir öllu lofinu held- ur er bókin eins konar athug- un á svefnherbergisháttsemi sem ískotin er stöðugum trufl- unum sögumanns. ERLENDAR BÆKUR Meðhöfund- urinn Shakespeare William Shakespeare. S KEMMTIÞÁTTURINN Á tali hjá Hemma Gunn, sem sýndur var í Ríkissjónvarpinu fyrir alllöngu, er flestum landsmönnum enn í fersku minni, reyndar í nokkuð nostalgískum ljóma. Þátturinn gekk ótrúlega vel og lengi og naut mikilla vinsælda. Það var fyrst og fremst meðfæddur sjarmi Hemma, einlægni hans og samlíðun með öðru fólki, sem hélt áhorf- endunum föngnum og öfluðu honum fjölda aðdá- enda. Hemmi mætti sjálfur í spjallþáttinn Laug- ardagskvöld með Gísla Marteini um daginn, yfirlætislaus og blátt áfram eins og vani hans er. Lífshlaup Hermanns er afar forvitnilegt og alveg örugglega efni í heilan spjallþátt, ef ekki tvo. En lögmál afþreyingarinnar í fjölmiðlabransanum leyfa hvorki naflaskoðun né nákvæmni; hraði, fjölbreytni og fjör verða að ríkja. Spjallþáttur Steinunnar Ólínu, Milli himins og jarðar, var líka þessu marki brenndur meðan þáttur Jóns Ársæls á Stöð tvö, Sjálfstætt fólk, er gott dæmi um þátt þar sem viðmælanda er gefinn tími. Elsti núlif- andi spjallþáttur íslenska sjónvarpsins, Maður er nefndur (sem reyndar er meira útvarpsefni en sjónvarps-), hefur verið gagnrýndur fyrir hæga- gang og leiðindi, m.a. vegna þess að tökuvélinni er eingöngu beint ýmist að spyrli eða viðmæl- anda. Áhorfandinn þolir ekki tilbreytingarleysið (roskna og seinmælta viðmælendur) og hamast á fjarstýringunni – ef hann er þá ekki löngu sofn- aður í sófanum. Það var gaman að sjá þáttastjórnendurna tvo; meistarann og lærisveininn; Hermann og Gísla skrafa saman; ekki síst vegna þess hve ólíkir þeir eru: Hemmi er spakur og gamalreyndur eftir hrakninga í lífsins ólgusjó; Gísli ungur og síkátur, holdgervingur fjölmiðlakynslóðarinnar með beintengingu við tökuliðið í eyranu. Báðir eru þeir hláturmildir, ágætlega máli farnir og fund- vísir á viðkunnanlega viðmælendur. Þáttur Gísla er af svipuðum toga og Á tali hjá Hemma; stjórn- andinn fær til sín gesti sem eru áberandi í þjóðlíf- inu hverju sinni og tónlistar- og skemmtiatriði brjóta samtölin upp. Þættirnir eru báðir teknir upp í stúdíói; Hemmi hafði alltaf áhorfendur í sal að amerískum sið, en Gísli er einn. Hemmi hafði oftast einn aðalviðmælanda í hverjum þætti en Gísli hefur alltaf þrjá. Samtölin hjá Gísla eru því oft ansi yfirborðskennd og það sem verra er; hann býr ekki yfir þeim dýrmæta eiginleika að hlusta. Þátturinn Laugardagskvöld með Gísla Mar- teini líður fyrir það að gestirnir koma til að sýna sig en fá ekki að segja neitt merkilegt. Hann gæti alveg eins heitið „Séð og heyrt í sjónvarpinu“ og óvíst hvort þotuliðið er sólgnara í að koma fram eða áhorfendur æstari í að berja það augum. Eft- ir að þáttastjórnandinn hefur lofað útlit og hæfi- leika gestanna hefst almennt hjal sem stendur oftast stutt yfir. Tónlist tekur við, síðan kemur næsti gestur og sami leikurinn endurtekur sig. Þáttur Sigríðar Arnardóttur, Fólk á Skjá einum, á margt sameiginlegt með Laugardagskvöldi en þar ráða dramatík og auglýsingamennska ríkjum í bland við gleðilæti. Öðru máli gegnir um þáttinn Út og suður sem lauk göngu sinni fyrir stuttu og er einskonar spjallþáttur. Viðmælandinn er oft- ast einhver sem áhorfendur þekkja lítið eða ekki og er jafnvel utan af landi! Þar er ekkert „sett“ heldur fara tökur fram úti undir berum himni eða á heimavelli viðmælendanna og það sem gerir gæfumuninn; viðmælandinn er í brennidepli – ekki spyrillinn. FJÖLMIÐLAR SÉÐ EN EKKI HEYRT S T E I N U N N I N G A Ó T TA R S D Ó T T I R Eftir að þáttastjórnandinn hefur lofað útlit og hæfileika gestanna hefst almennt hjal sem stendur oftast stutt yfir. I Í frábærum fyrirlestri um fagurfræðilega mögu-leika okkar tíma, sem fluttur var á ráðstefnu um efnið vorið 2002 tileinkaðri Guðbergi Bergssyni sjö- tugum, sagði Álfrún Gunnlaugsdóttir prófessor og rithöfundur að skáldsagan hefði farið í gegnum sjálfa sig á síðustu öld og endaði nú, að því er virt- ist, þar sem hún var stödd á 18. öld, í eins konar sjálfhverfu. Álfrún tekur dæmi af Jakobi forlaga- sinna eftir Diderot sem hafi fjallað um það hvernig ætti að segja sögu og hún spyr hvort sjálfhverfan í skáldsögum samtímans sé af öðrum toga. Hún segir hafa verið feng að hugmyndinni um að skáldsaga ætti að vera heimur út af fyrir sig sem var efst á baugi um miðja síðustu öld, skáldsagan átti að vísa sem minnst út fyrir sig og helst ekki að vera annað en list. Áður hafði mönnum hætt til að beina sjón- um sínum eitthvert annað en að sögunni sjálfri, svo sem að einkahögum höfundarins, hugsanlegum fyr- irmyndum o.fl. Skáldverkið sem skáldað verk hafði tæpast verið á dagskrá. „Nú var öldin önnur,“ segir Álfrún, „og þeir sem tóku við verkinu, lesendurnir, urðu að taka þátt í að skapa það líka. Menn þóttust eygja Edensgarð. En eins og vitað er var Adam ekki lengi í Paradís. Fyrr en varði skrapp hlutur lesand- ans eða meðskapandans saman. Hann fékk splunkunýtt hlutverk, það að vera aðgerðalaus neyt- andi, og annaðhvort með eða móti skáldsögu, með eða móti höfundi. Með öðrum orðum, lesendur tóku að líkjast ískyggilega fótboltabullum.“ IIOg þar stöndum við nú, segir Álfrún og heldurþví fram að höfundum sem skrifa til að tjá eitt- hvað mjög einkalegt hafi fjölgað ört; „þeir virðast fyrst og fremst líta á athöfnina að skrifa sem tján- ingu sjálfsins, og fellur sú hugmynd ágætlega að hugmyndinni um lesanda sem er aðeins reiðubúinn að vera með eða móti og ekkert umfram það. Í slík- um tilfellum er tæpast á ferðinni samræða milli höfundar og lesanda,“ segir Álfrún. Og hugsanlega er búið að ýta höfundinum út af kortinu líka. Eða getur það verið að höfundurinn sé lítið annað en tæki tungumálsins sem talar gegnum hann, spyr Álfrún. Tungumáls sem getur af sér texta sem kall- ast á við aðra texta, eða seilist jafnvel djarflega til þeirra. Og Álfrún bætir við: „Þegar notað er orðið texti, líkt og hér er gert, eða gert er nú á dögum, er á ferðinni eins konar útjöfnun. Texti getur verið nán- ast hvað sem er og vísar ekki endilega til listar.“ IIIOg Álfrún heldur enn áfram: „Hafi rithöfund-urinn, eins og mörgum virðist, glatað sam- félagshlutverki sínu, nema sem hugsanlegt fram- leiðslutæki texta eða markaðsvöru, gefur augaleið að hann hefur fátt að miða við þegar kemur að því að skapa list. Glatað samfélagshlutverk leiðir til þess að öll verk rithöfunda eru lögð að jöfnu, þau gera ekki annað en keppa á svokölluðum markaði. Allt er orðið list, allt er menning.“ IV Að endingu svarar Álfrún spurningunni semhún varpaði fram í byrjun erindis síns, hvort sjálfhverfan í skáldsögum (og á hún þá við að sag- an snúist að miklu leyti um sjálfa sig) sé af sama meiði og sú sem Diderot var að fást við þegar hann samdi Jakob forlagasinna, og hún segir: „Diderot var leitandi höfundur. Hann var að prófa þanþol skáldskaparformisins, og skoða, eins og áður sagði, takmarkanir þess. Að hluta til er hið sama upp á teningnum í skáldsagnagerð nú á dögum, enda hafa ýmsir beinlínis gengið í smiðju Diderot. En ég undirstrika að þetta á aðeins að hluta við um skáld- sagnagerð okkar tíma. Til er önnur tegund af sama fyrirbæri, sem er upphafning sjálfsins, hún var aftur á móti fjarri Diderot, en þrífst prýðilega eins og stendur. Þegar viðmiðanir, og þá um leið lifandi umræða, eru lítt í sjónmáli liggur beinast við fyrir höfund að snúa sér að sjálfinu. Þó er eins og það hafi tilhneigingu til að leysast upp, vegna þess hversu einkalegt það er og hefur takmarkaða skír- skotun.“ Þessi orð Álfrúnar eru gott veganesti á bók- menntahátíð. NEÐANMÁLS JÆJA, loksins var hann sýndur í vikunni, þátturinn af West Wing þar sem vara- forsetinn neyðist til að segja af sér vegna framhjáhalds og lausmælgi. Þátturinn vakti hjá mér þá umhugsun; Hvað ef þetta hefði gerst á Íslandi? Ef við breytum og staðfærum gæti at- burðarásin verið eitthvað á þessa leið: Ráðherra í ríkisstjórninni heldur framhjá og lekur upplýsingum úr leynilegri skýrslu til hjákonu sinnar. Hjákonan ætl- ar sér að skrifa bók og ljóstra upp um sambandið og lekur einni af hinum safa- ríku sögum í eitt af dagblöðum landsins. Lögfræðingur í ráðuneytinu kemst að öllu saman og innan sólarhrings hefur ráðherrann sagt af sér. Er þetta sennileg atburðarás? Nei, ekki hér á landi. Og af hverju er það? Ég held að þar séu það helst tvö atriði. Annars vegar það að ráðamenn hér hafa það fyrir sið að sitja sem fastast hvað sem almenningsáliti líð- ur. Enda vita þeir að fennir yfir sporin með tímanum. Og á sumri eins og þessu þar sem nýtt hneyksli varð á u.þ.b. hálfs- mánaðarfresti er hætt við að eitt og eitt hneyksli gleymist hratt. „Hvað munar um einn kepp í sláturtíðinni,“ sögðu menn í gamla daga. Og hitt er það að ein- hverra hluta vegna virðist þjóðin ekki hafa nægilega döngun í sér til að rísa upp og mótmæla. Jón Einarsson Maddaman www.maddaman.is Fagrir íþróttamenn Áður hefur á þessum vettvangi verið fjallað um fagra íþróttamenn. En aldrei er góð vísa of oft kveðin og í tilefni Heimsmeistaramótsins í frjálsum íþrótt- um þykir Múrnum við hæfi að birta hér eitt fróðleikshorn um fagra frjáls- íþróttamenn – enda af nógu að taka. Löngum hefur fegurð knattspyrnu- manna verið viðurkennd en í frjálsum íþróttum má finna allar tegundir manna: Hina mjög svo kraftalegu spretthlaup- ara, mjóa og veiklulega langhlaupara, sterklega kastgreinabangsa og hávaxn- ar stökkvaragelgjur. Þeir sem sameina það besta úr öllum heimum eru auðvitað tugþrautarmenn. Þeir þurfa að vera góðir í öllu – og líkamsburðir þeirra bera þess vitni. Sá sem sigraði að þessu sinni kallast Tom Pappas frá Bandaríkj- unum og Múrinn gefur nú svo sem ekki mikið fyrir hann þótt sumum finnist hann án efa ágætur á sinn rauðbirkna hátt. Í öðru sæti varð hins vegar maður sem Múrinn telur skyldu sína að benda sem flestum fegurðarunnendum á en það er Tékkinn Roman Seberle. Þar er maður sem sameinar allt það besta. Roman, eins og við kunningjar hans köllum hann, er lágvaxinn en mjög sterklegur, dökkhærður og andlitsfríður og nýtur sín mjög vel í kastgreinum [...]. Katrín Jakobsdóttir Múrinn www.murinn.is Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Norðurljósadýrð. NEI, EKKI HÉR Á LANDI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.