Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.09.2003, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 6. SEPTEMBER 2003 5 HELDUR AÐ ÞÉR ÞÖRFNUÐUST ÞESS SEM VIÐ HÖFUM TIL SÖLU.“ Saramago lítur á þessar þrjár síðast töldu skáldsögur sem þríleik af því að þær hafi sameiginlega eiginleika. Þær séu allegóríur og stíll þeirra yfirvegaður, minna „barokksk- ur“ en í fyrri skáldsögum hans. Við þetta bætir hann að þær feli í sér það sem hann nefnir muninn á styttunni og steininum: „Þegar við horfum á styttuna erum við ekki að hugsa um steininn undir yfirborðinu, sem myndhöggvarinn hefur höggvið í. En það er ekki styttan sem ég hef áhuga á, heldur steinninn sem er efni hennar (…) Þessar þrjár síðustu skáldsögur eru tilraun til að kafa undir yfirborðið , skoða það sem er undir því, og, líklega, villast þar … Það sem ég hef áhuga á að vita núna er: Hvers konar manneskjur erum við?“ (Visão, 26/10/00). Árið 2002 kom aftur út skáldsaga eftir Saramago, sem ber heitið O Homem dupli- cado (Tvítekni maðurinn), en sú saga verður að bíða betri tíma. Öðruvísi stíll Við auðþekkjanlega rödd Saramagos, sem ég nefndi hér í uphafi, bætist hinn einstaki stíll hans, sem flæðir fram eins og ólgandi fljót, er flókinn, ljóðrænn, hraður og hægur, hnígur og stígur eins og ljóð eða tónverk. Saramago er höfundur sem skrifar í belg og biðu, setningar hans eru langar og virða oft ekki reglur setningafræðinnar, þær eru oft- ar aðskildar með kommum en punktum, greinaskil eru sjaldséð og saman fléttast lýsingar, frásögn, samtöl, eintöl, bein og óbein ræða í órofa vef. Þetta er hrífandi stíll og fælir engan frá ef hann á annað borð hef- ur lesturinn, hann líkist bæði tónlist og töl- uðu máli, og hefur stundum verið skilgreind- ur sem munnlegur stíll. Orðin streyma fram og tengjast hvert öðru, fylla upp í allt frá- sagnarrýmið og frásögnin rofnar aldrei. Áhrif á lesandann eru þau að honum virðist sem allt sé að gerast á sama tíma, með öðr- um orðum, að sá veruleiki sem verið er að lýsa sé flókinn. Ekki var óalgengt að les- endur kvörtuðu yfir þessum stíl í fyrstu, en Saramago ráðlagði þeim að lesa upphátt, að stíllinn ætti að hljóma eins og verið væri að tala, lesendurnir reyndu þetta, leituðu til hans aftur og sögðu „Nú skil ég hvað þú átt við“. Uppbygging skáldsagna Saramagos er ná- tengd stílnum, þær eru eins og rammgerar byggingar. En jafnframt gerir þessi iðandi stíll skáldsöguna flókna eins og völundar- hús. Stíl Saramagos hefur verið líkt við flækjur og flúr barrokksins, en þá er átt við barokkið sem örvæntingarfulla leit sem vindur upp á sjálfa sig og verður flókin vegna þess að hún er örvæntingarfull. Vera má að leitin sé kjarninn í skáldsögum Sar- amagos. Hann segist aldrei hafa skrifað skáldsögu til annars en að brjóta nokkur at- riði til mergjar, sem aðeins sé unnt að brjóta til mergjar með því að skrifa skáld- sögu. Og þessum „atriðum“ veltum við öll fyrir okkur, s.s. dauðanum, ástinni og lífinu, tímanum, guði og manninum. Heimssýn Saramago kveðst líta framtíð mannkyns svartsýnisaugum, telur að við séum bæði að gera heiminum og okkur sjálfum illt. Við bú- um í sjúku samfélagi og látum stjórnast af gildismati þess. Við viljum njóta lífsgæða, velgengni og sigra okkar yfir öðrum, eins og þjóðfélagið kennir okkur. Réttindi okkar þekkjum við vel, en skyldunum höfum við gleymt. Skyldur okkar tengjast ævinlega öðru fólki, en nú ríkir áhugaleysi gagnvart öðrum og jafnvel fyrirlitning, og þó teljum við skynsemina okkar meginkost. Þetta, ásamt framförum mannkyns, er áleitið við- fangsefni í skáldsögum Saramagos, sem veltir fyrir sér hvort mannlegri skynsemi hafi yfirleitt farið nokkuð fram. Sú skynsemi sem vill ekki varðveita lífið, ekki verja það, virða og gæða reisn, vinnur gegn manninum. Eðlishvöt dýranna gerir þeim meira gagn en skynsemin okkur, því að dýrin reyna að varðveita lífið og vernda það. Þó að Sar- amago myndi líklega ekki taka undir með Friðriki Prússakonungi, sem mun hafa sagt: „Því betur sem ég kynnist mönnunum þeim mun vænna þykir mér um hundinn minn,“ má geta þess að hundar eru með eftirminni- legustu persónunum í mörgum af verkum Saramagos. Hundur táranna í Blindu sýnir það vit og þá samúð sem marga manneskj- una skortir. José Saramago heldur ræðu við setningu bókmenntahátíðarinnar í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, kl. 15. Hann verður í opnu hádegisspjalli í Norræna húsinu á fimmdudag kl. 12 og les úr verkum sínum í Iðnó um kvöldið sama dag kl. 20. Höfundur er þýðandi Blindu eftir Saramago. MENN kannast við söguna umstrákinn – laghentan frá fæðingu– sem hafði aldrei notið neinnarkennslu í fögrum listum né leið- sagnar kunnáttumanna, en gat á stuttum tíma og án þess að notast við annað verkfæri en vasahníf, breytt óunnum trébút í fullkom- inn og fagurlega útskorinn björn, sem væri getið í listasögunni væri það markmið henn- ar að segja frá óhefluðum hæfileikamönnum. Það brást ekki að sveitungar hans dáðust að því hvað strákurinn var fljótur og ein- staklega fimur í höndunum, og það brást ekki heldur að þegar menn spurðu hvernig hann færi að þessu svaraði hann: „Þetta er ekki nokkur vandi. Ég tek stubbinn og horfi á hann þangað til ég kem auga á björninn. Síðan fjarlægi ég bara það sem er ofaukið.“ Af þessu svari myndskurðarmannsins get- um við dregið stórkostlegan lærdóm um hóg- værð og örlæti. Hann gerði uppskátt leynd- armál iðju sinnar hreinskilnislega og fölskvalaust, og sagði okkur hvernig við ætt- um að fara að því að búa til björn: Horfa þangað sem hann er ekki og láta hann birtast með því einu að horfa. En til allrar óhamingju jafnast ekkert á við þvermóðsku sakleysingjans. Þessi elskulegi strákur, sem útskýrði fúslega fyrir okkur hvernig hann gerði þetta, gætir þess að segja ekki aukatekið orð um hvernig á að gera það. Við drögum ekki í efa að björninn sé þarna, en milli myndar bjarnarins og klaufskra handa okkar er rammger tréveggur með eit- ilharða hnúska, óvinnandi æðar, varasamar trefjatægjur; meira en augljóst að það þarf mikla snilld og list til að ryðja braut og gera úr henni breiðgötu, sem augað getur loksins horft á lengi sér til gagns og ánægju. Listin, þegar allt kemur til alls, er ekki auðveld, strákurinn með birnina var að skemmta sér á okkar kostnað. Eigi að síður væri það óskynsamlegt af efasemdarmanni að ætla sér að þvertaka fyr- ir að innst í hverjum trébút bíði björn. Hann er þar, og verður þar alltaf. Jafnvel þótt við sjáum hann ekki greinilega erum við að minnsta kosti fær um að skynja hann, hafa hugboð um hann, hann birtist okkur í fjarska eins og hægur, blaktandi logi, daufur ljós- gjafi, sem, ef svo má að orði kveða, megnar vart að lýsa sjálfan sig upp. Og núna snögglega uppgötva ég að mál mitt snýst ekki um birni, heldur umræðuefni, nákvæmlega það umræðuefni sem ég hyggst fjalla um: „Úr söng í skáldsögu, úr skáldsögu í söng.“ Ég tel mig greina og bera kennsl á útlínur þess, lögun þess sýnist mér skýr og augljós, ég trúi því að mér nægi að teygja fram höndina og grípa það, en jafnskjótt og ég býst til að kalla sigri hrósandi: „Dömur mínar og herrar, hér er björninn,“ kemst ég að raun um að það var ekki annað en tálsýn og blekking, og allt og sumt sem ég get sýnt ykkur er þetta: höggvið tré, bolur, rót- arflækja, viðfangsefni í leit að farvegi. Og aftur titrar loginn líkt og biðjandi hjarta: „Farið með mig burt.“ Ég sagði: „Úr söng í skáldsögu“ – og þessi ferill, þessi ferð um rúm, heima og tíma, frá Hómerskviðum til Marcels Prousts eða James Joyce eða Franz Kafka, með viðkomu hjá Þúsund og einni nótt, indversku hetju- kvæðunum, dæmisögum heilagrar ritningar, Ljóðaljóðunum, mílesísku sögunum, Gullasn- anum, frönsku hetjukviðunum, Íslendinga sögum, ævintýrunum um Roland, hinn heil- aga kaleik, um Alexander og Hróa hött, með viðkomu hjá Roman de la Rose og Roman de Renart, hjá Gargantúa, Dekamerón, Amadís frá Gallíu, hjá Don Kíkóta, og einnig Gúllíver og Róbinson Krúsó, Werther og Tom Jones, Ívari hlújárni, Cinq-Mars og Skyttunum þremur, Maríukirkjunni í París, La comédie humaine, Dauðum sálum, Stríði og friði, Kar- amazov-bræðrum, La Chartreuse de Parma, Töfrafjallinu, og hingað, fram á okkar daga – þessi ferð segir sig og lýsir sér sjálf, hún hófst dag einn með rödd og hrópi, í skugg- anum af tré eða í helli, eða tjaldbúðum hirð- ingja undir stjörnuskini, eða á almennings- torgi eða markaði, og síðan kom einhver og skráði, og því næst einhver sem skrifaði um það sem hafði verið skráð, sífelldar end- urtekningar, sífelld tilbrigði, skrifaði, las, skrifaði, las … Litlu skiptir að sú ljóðræna sýn á skáld- verkum sem fram kom í þessari þulu sé mjög líklega í ósamræmi við sagnfræðilegan veru- leika eins og hann birtist í skipulögðum og öguðum texta, sem virðir reglur, forskriftir og venjur, og – sér til ógæfu – viðtekin kerfi, sem eru hvorki bundin í hefð né kerfi fyrir þá óumflýjanlegu staðreynd að þau endast stutt og þess vegna er unnt að skipta á þeim fyrir önnur kerfi, sem fyrr eða síðar eru dæmd til sams konar umskipta. Yfirlitið hér að ofan þjónaði þeim tilgangi einum að skýra með eins sannfærandi hætti og mér framast var unnt fyrri hluta þeirrar yfirskriftar sem ég setti á þessi fáu orð mín: „Úr söng í skáld- sögu“, og kom ætlun minni að eins góðum notum og hvað annað. Vandinn kemur æv- inlega seinna. Nú er komið að honum. Ég segi: „Úr skáldsögu í söng“ – og ætti þá að sýna fram á það hér, eða alltént setja fram sem sennilega tilgátu, að sú bókmennta- grein, sem við nefnum skáldsögu, sé á okkar tímum stödd á enda þeirrar bogadregnu slóðar, sem hún, líkt og ímyndaður pendúll, skildi eftir sig í tímans rás, og sneri nú til baka sömu leið og hún kom uns hún hitti aft- ur frumsöng kveðskaparins, og þá hæfi hún ferðina að nýju, kannski drifin af nýjum krafti, sem gerði henni kleift að klífa nokkrar aldir eða árþúsund lengra inn í framtíðina. Líkt og að stíga tvö skref aftur á bak og þrjú skref áfram … En svo gersneyddur heilbrigðri skynsemi er ég ekki. Hreyfingar og afl tilheyra allt öðru þekkingarsviði, og bókmenntir eru sí- felld endurtekning, eins og ég hef þegar sagt, og jafnframt sífelld tilbrigði, eins og ég hef líka sagt. Og hér get ég ekki stillt mig um að minnast á hinn fræga Pierre Menard, höfund Don Kíkóta, skáldsögu sem er nákvæmlega eins og Don Kíkóti Cervantesar, eins og Jorge Luis Borges greinir okkur frá í smá- sagnasafni sínu Ficciones, því þó að Pierre Menard hafi skrifað upp orð fyrir orð skáld- sögu hins ódauðlega „Manco de Lepanto“ (menn kalla Cervantes „þann einhenta frá Lepanto“ þegar þeir vilja ekki endurtaka nafn hans, Camões slapp við þessi örlög, því að hingað til hefur enginn vogað sér að kalla hann „Zarolho de Ceuta“ eða „þann eineygða frá Ceuta“), er merking orða hans oft önnur, einfaldlega vegna þess að við skiljum hlutina á annan hátt núna á 21. öld, sem við lifum á, en menn skildu þá á 17. öld, sem við munum aldrei lifa á. Loks sýnir þetta sama dæmi okkur að nákvæm endurtekning er ævinlega óframkvæmanleg. Þegar pendúllinn ferðast aftur til uppruna síns, yfir að hinum enda bogans, má gera ráð fyrir að hægt og sígandi hitti hann aftur og beri kennsl á eiginleika skáldsögunnar í sögum sem við þekkjum úr fortíðinni, en að um leið skilji hann eftir sig slóð sem er önnur og söm, ef mér leyfist að beita svo gróflega þversagnakenndu orðalagi (sé hún önnur er hún ekki söm). Vitanlega gekk ég sjálfviljugur inn í þessa blindgötu sem ég er snögglega staddur í. Ef svo er að skáldsögunni sé meinað að snúa til baka, og hafi Pierre Menard skrifað aðra bók þegar hann skrifaði upp Don Kíkóta af vand- virknislegri nákvæmni, hvernig á okkur þá að takast að ná aftur til söngsins, hins lang- þráða söngs, og, ef við nú kæmumst þangað, hvernig myndi sá söngur hljóma í munni okkar nútímamanna, jafnvel þótt orðin væru þau sömu og tónlistin söm? Hinir fornu far- andsöngvarar finnast ekki lengur hér í heimi, af öllu því sem finnst í þessu lífi er tíminn það eina sem við endurheimtum aldrei. Hvað er þá til bragðs að taka? Hvernig finnum við upp hinn nýja söng, sem ég hlýt að verða að finna samkvæmt seinni hluta yfirskriftar ávarps míns? Og með hvaða rétti get ég ætl- að, sé það í raun ætlun mín, að boða nýja tíma, í bókmenntalegu samhengi náttúrlega, án þess að hirða um að kynna mér hvort slíkt geðjaðist þeim sem þyrftu að lifa þá? Þjónar það einhverjum tilgangi að flytja Hómer til okkar tíma, að gera skáldsöguna hómerska? Þessar spurningar, í sjálfum sér og eins og ég set þær fram, eru ekki saklausar. Leyfið mér að endingu að hverfa frá almennum hug- leiðingum til hins einstaka og skyggnast um í þeim eina heimi sem ég get með réttu talað um af því að ég gerþekki hann, það er minn eigin litli heimur, heimur skáldsögunnar sem ég skrifa, orsök hennar, ástæða og tilgangur. Í fyrsta lagi skulum við íhuga samband höfundar við tímann. Ekki tímann sem við erum stödd í núna, ekki heldur hinn, sem var tími höfundarins meðan hann vann að bók sinni, heldur tímann sem skáldsagan felur í sér og geymir, og er ekki þær klukkustundir og dagar sem lesturinn tekur, né heldur und- irskilin vísun í tíma í sjálfri sögunni, og því síður sá tími sem er tilgreindur utan frásagn- arinnar, til dæmis í heiti hennar, svo sem Hundrað ára einsemd og Sólarhringur í lífi konu. Ég er að tala um skáldlegan tíma, bú- inn til úr hrynjandi og hléum, tíma sem líður áfram í beinni línu og er flókinn í senn, óstöð- ugur, hvikull, tíma sem býr yfir eigin lög- málum, orðaflaum sem flytur með sér tíma- lengd og berst með henni í senn, flæðir fram og aftur eins og sjávarföll milli tveggja meg- inlanda. Þetta er, ég endurtek, hinn skáldlegi tími, hann kemur fram í flutningi og söng, hann notar sér alla þá tjáningarmöguleika sem felast í hraða, hljóðfalli og blæbrigðum, er hljómþýður eða taktfastur, langur, stutt- ur, leifturhraður. Það var löngun mín og metnaður að skáldsögur mínar nærðust á tíma sem væri skynjaður á þennan hátt, og mér er ljóst að mig langar sífellt meira til að þær nálgist uppbyggingu ljóðs, sem væri sí- fellt að þenjast út en alltaf efnisleg heild. Tónlistarmenn og tónlistarfræðingar full- yrða að það sé óhugsandi að menn semji sin- fóníur nú á dögum, og samkvæmt þessum sama hugsunarhætti er það líka óhugsandi að menn höggvi út korinþísk súlnahöfuð. Samt er það augljóst að hver sem er, búi hann yfir nægilegum hæfileikum til þess, gæti afsannað slíka fullyrðingu og í raun og veru samið sinfóníu eða höggvið út súlu- höfuð; en honum gæti reynst erfitt að fá okk- ur til að trúa því, að hann hafi verið rekinn áfram af einlægri þörf, hvort heldur á sviði sköpunar eða ánægju. Og hver veit nema við verðum að axla þá þungu ábyrgð að kveða upp sams konar dóm yfir skáldsögunni og lýsa því yfir, til dæmis, að einnig hún sé orðin óhugsandi í sínu venjubundna formi, sem hefur haldið velli fram á þennan dag með af- ar litlum breytingum, aðeins örsjaldan rót- tækum, og ævinlega aðlöguðum að hefðinni og felldum inn í hana, nokkuð sem hefur gert okkur kleift, mörgum okkar, fyrir náð Guðs og með blessun útgefenda, að halda áfram að skrifa skáldsögur eins og við værum að semja sinfóníur í anda Brahms eða skera út korinþísk súlnahöfuð. Þó felur þessi sama skáldsaga, sem ætti samkvæmt þessu að vera dauðadæmd, nú þegar í sjálfri sér, í sínum margbreytilegu myndum, möguleika til að breyta sér í bók- menntarými (það er viljandi að ég segi rými og ekki tegund), sem getur líkt og hið mikla, ólgandi og hljómsterka haf, tekið við straum- hörðum þverám ljóðlistar, leikritunar og rit- gerðasmíða, einnig vísinda og heimspeki, og tjáð þekkingu og visku, alheimssýn, eins og þau gerðu, á sínum tíma, hin fornu, klassísku ljóð. Vera má að mér skjátlist, höfum í huga að sérhæfing mannsins á mjög þröngum sviðum fer vaxandi, og þeirri þróun virðist ekki unnt að snúa við. Þó er ekki óhugsandi að einmitt þessi sérhæfing – vegna einhverra innri mót- vægisviðbragða og ef til vill vegna þess að við höfum eðslislæga þörf fyrir að halda lífi og vera í andlegu jafnvægi – verði til þess að við sækjumst að nýju eftir hringiðu hins al- menna gegn því sem virðist öryggi hins sér- tæka. Í bókmenntalegum skilningi, enda er- um við einungis að ræða um bókmenntir hérna, getur skáldsagan ef til vill fært okkur aftur þessa óviðjafnanlegu svimakennd sem hlýst af svo upphöfnum og hrífandi söng mannkyns, sem hefur enn ekki getað, fram á þennan dag, sæst við sitt eigið andlit. Og hér lýk ég máli mínu. Ég beitti sljóum vasahníf og tálgaði og skar trjábútinn sem ég hafði meðferðis. Ég fullyrði að ég sá björn- inn, ég sá hann skýrt. Ég fullyrði að ég sé hann enn. En ég er ekki viss um – og sökin er mín – að þið sjáið hann. Líklegt að ég hafi skorið út breiðnef, þetta klunnalega spendýr sem er nefjað eins og önd, samsett úr líkams- hlutum annarra dýra, ólögulegt, furðuskepna – en ekki eins mikil furðuskepna og mað- urinn. Sá, sem við erum þegar við skrifum skáldsögur eða lesum þær. Endalaust. Sigrún Ástríður Eiríksdóttir þýddi. ÚR SÖNG Í SKÁLDSÖGU, ÚR SKÁLDSÖGU Í SÖNG E f t i r J o s é S a r a m a g o

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.