Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 2003 7 TIL er lítið ljóð eftir Ezra Pound sem svo hljóðar: Papyrus Spring . . . . . Too long . . . . . Gongula . . . . .1 Ljóðið er ekki árennilegt við fyrstu sýn, okk- ur vantar samhengi, einhverja vísbendingu um hvernig lesa megi þessi fáu orð þannig að merking kvikni. Hvað táknar til að mynda síð- asta orðið? Það hjálpar töluvert ef við vitum að Gongula (eða Gongýla) er nafn stúlku sem kemur fyrir í ljóðbroti eftir grísku skáldkon- una Sapfó frá Lesbos sem uppi var um 600 f. Kr. Það litla sem varðveist hefur af ljóðinu byrjar einhvernveginn svo: „… komdu Gongýla / og hafðu með þér hörpuna þína líka!“2 Pound lætur sem hann sé að lesa brot af mjög skertu papýrushandriti. Ljóðið er nokk- urskonar æfing í naumhyggju, það er könnun á því hve fáort ljóð geti verið og þó verið ást- arljóð, hve fá strik dugi lesanda til að fullgera myndina, eða einhverja mynd er kannski nær að segja. „Vorið … of lengi … Gongýla …“: Fjallar ljóðið ekki bersýnilega um aðskilnað elskenda og um þrá ljóðmælanda eftir ástkonunni? Vor- ið er komið og Sapfó er viðþolslaus af ástarþrá, en Gongýla er fjarri og búin að vera það alltof lengi að Sapfó finnst. Þetta er altént hugsan- legur lestur á ljóðinu. „Papyrus“ fékk inni í safninu Lustra (sem ort er á árunum 1910–14), en í því má greina áhrif bæði frá grískum og rómverskum epígrömmum og frá japönskum og kínverskum skáldskap. Knappleiki, ýtrasta sparsemi er sem sagt það sem Pound stefnir að á þessum árum – engu orði skyldi ofaukið, það var boðorðið – en ekki líður þó á löngu áður en hann vendir kvæði sínu í kross og fer að yrkja hinn langa bálk Cantos. En einnig í þeim kvæð- um eru ‚eyður‘, þótt skáldskaparaðferðin sé að flestu leyti mjög ólík. Hinn fornkínverski ljóðstíll byggist á eyðum og því að lesið sé í eyðurnar. Hann er eins- konar ‚útlínustíll‘, en svo mætti kalla ljóðstíl sem setur sterkan svip á bók Sigfúsar Daða- sonar Útlínur bakvið minnið, einkum þau ljóð hennar sem síðast eru ort, um eða uppúr 1980. Skoðum hann nú nánar. Prósa (prorsum) Tunglið skín. Morgunninn fer að rísa. There are more things on Earth … Than your Philosophy … Morgunninn. Hæðirnar. Og á himni. Tómar útlínur. Sviplegur undirtónn. Á röngum stað … Bakvið minnið. Ljóðið má með nokkrum rétti kallast titilljóð bókarinnar, það er ‚tómar útlínur‘. Undirtitill þess prorsum þýðir ‚beint áfram‘ og er sam- stofna orðinu prósi (lat. prosa). Hvað vali titils og undirtitils ræður er hreint ekki ljóst í fljótu bragði, því ljóðið er ekki samfellt mál eins og prósi er allajafna heldur fullt af eyðum, nánast eins og æfing í útlínustíl. Einnig hér vantar okkur vísbendingu um hvernig lesa skuli. Einkum er línan „Og á himni“ munaðarlaus og í þörf fyrir eitthvert samhengi sem gæti gefið henni merkingu. Ensku ljóðlínurnar eru slitrur úr leikritinu Hamlet eftir William Shakespeare, en þar seg- ir Hamlet við vin sinn: There are more things in heaven and earth, Horatio, Than are dreamt of in your philosophy. (Hamlet, I.v.166–67) (Það er til fleira á himni og jörðu, Hóras, en heimspekina þína dreymir um.)3 Nú ættum við að skilja betur línuna „Og á himni“. En eins og menn sjá er ekki vitnað rétt í enska textann. Ástæðan er að líkindum sú, eins og í ljós kemur ef tilvitnanirnar eru skoð- aðar í samhengi sínu, að ljóðið er ‚útlínur‘ tveggja leikatriða í Hamlet sem búið hafa um sig bakvið minni skáldsins. Þetta eru samtöl Hamlets að næturlagi við vofu föður síns og við Hóras vin sinn í fjórða og fimmta atriði fyrsta þáttar. En vofa konungsins sem var „í svefni rændur lífi, krúnu og drottning“ þarf, eins og vofa er háttur, að hverfa á brott áður en dagur rís. Hér eru fleiri brot úr þýðingu Helga: … hvað mun það merkja? að þú dauður nár vitjar aftur brynjubúinn hins bleika mánaskins … (I.iv. 51–53) Hægan! ég þykist þefa morgunkul … (I.v.58) Já, ég strýk burt af spjöldum minnis míns hvern smáan hversdags-atburð, allan vísdóm af bókum numinn, hverja mynd og minning sem athyglin og æskan skráðu þar … (I.v.98–101) Seinasti búturinn færir okkur skýringu á heiti bókarinnar: útlínunum sem eftir verða þegar allt hismi hefur verið máð úr minninu, og ef til vill einnig á titlum ljóðsins: hvergi er staldrað við smáatriði heldur haldið ‚beint áfram‘, prorsum. Þá eru þrjár línur ljóðsins óskýrðar enn: Hæðirnar … Sviplegur undirtónn. Á röngum stað … – en ég eftirlæt lesendum að skilja þær sín- um skilningi. Þess má að lokum geta að um það leyti sem Sigfús orti að líkindum þetta ljóð hafði hann með höndum námskeið í Shakespeare og ensku skáldsögunni í almennri bókmennta- fræði við Háskóla Íslands. Hann las þar meðal annars með nemendum sínum leikritin Troilus and Cressida, Macbeth og Hamlet. Þeir sem aðhyllast ævisögulegan lestur á skáldverkum geta því lesið ljóðið sem punkta bókmennta- kennara að fyrirlestri um fyrsta þátt leikrits- ins um Hamlet Danaprins. Í síðustu Lesbók birtist grein eftir Þorstein Þorsteinsson undir fyrirsögninni „Sigfús Daðason: Hendur og orð III“. Láðist að geta höfundar hennar. Beðist er velvirðingar á því. Neðanmálsgreinar: 1 Ezra Pound: Selected Poems, Faber and Faber 1948, bls. 116. 2 Griechische Lyrik, Aufbau Verlag 1976, bls. 109–110. 3 William Shakespeare: Leikrit III, Helgi Hálfdanarson þýddi, Mál og menning [Almenna bókafélagið] 1984, bls. 142. ÚTLÍNUR OG EYÐUR ‚Útlínustíl‘ mætti kalla ljóðstíl sem setur sterkan svip á bók Sigfúsar Daðasonar Útlínur bak- við minnið, einkum þau ljóð hennar sem síðast eru ort, um eða upp úr 1980. Sigfús Daðason orti ljóðið Prósa um eða upp úr 1980 sem er til umfjöllunar hér. Höfundur er kennari og þýðandi. E F T I R Þ O R S T E I N Þ O R S T E I N S S O N Ég get ekki lofað nógsamlega hina óbreyttu menningararfleifð á Hofsósi og í Skagafirði. Ég á enga ættingja þar. Þeir voru ekki nógu klókir til að búa á þessum dásamlega stað. Draugar hins gamla Íslands eru enn þarna á sveimi. Það snertir mig afar mikið. Í héraðinu er svo mikið af hæfileikaríku, list- rænu fólki. Fólki sem syngur, skrifar og hugs- ar á skapandi hátt. Mér finnst yndislegt að upplifa það. Horfa á náttúruna – og halda sér saman „Hvað var það fyrsta sem ég gerði þegar ég kom nú til Íslands? Ég fór á tónleika og heyrði Kristin Sigmundsson syngja. Ég kynntist hon- um fyrst fyrir 25 árum þegar hann var líffræði- kennari, við sungum þá saman í kór. Hann er svo heiðvirður og tilgerðarlaus maður. Sannur þjónn listarinnar. Guð minn góður; hvað hann söng Schumann vel þetta kvöld! Það getur ekki hafa verið nokkur maður í salnum sem ekki vöknaði um augu. Hvergi í heiminum getur nokkur tónlist hafa verið flutt á fegurri hátt þetta kvöld. Og Kristinn hugsar örugglega um sig sem ósköp venjulegan Íslending. Arnold Schwarzenegger hugsar örugglega um sig sem eitthvað meira en venjulegan mann – sem hann er auðvitað ekki. Ég eyddi þremur mánuðum á Hofsósi í sumar við skriftir. Ég náði að skrifa meirihluta tveggja bóka. Ég skrifaði um tvo þriðju hluta bókar með „esseijum“ og þegar ég var að því gerðust hræðilegir hlutir,“ segir Bill og brosir. „Ég fór að horfa út um gluggann, á náttúruna! Húsið mitt stendur andspænis átta mílum af firði, Drangey og Málmey, Tindastóli, Mælifelli; og svo þessi birta! Þetta var undursamlegt sumar. Við fórum út seint á kvöldin, nokkrir félagar; Valgeir, Þórhallur og Jón, bara til að reykja vindla og draga nokkra þorska. Það er fín leið til að horfa á hafið og ná í ljúffengan kvöldverð. Ég fór að skrifa ljóð og til varð heil ljóðabók. Þetta eru ljóð um daglegt líf í litlum íslenskum bæ og íslenska náttúru, en þau eru römmuð inn af afar dökkum ljóðum sem urðu til þegar Bandaríkin komu upp í huga minn. Raunverulegur skuggi vokir yfir þeim ljóðum. Það rann upp fyrir mér ævaforn sannleikur um náttúruna, nokkuð sem Wordsworth og Goethe og mörg önnur skáld hafa fjallað um; að maður á bara að horfa á náttúruna og halda sér saman – og reyna að eyðileggja hana ekki. Náttúran mun bjarga sálinni.“ FTÆÐI Morgunblaðið/Einar Falur efi@mbl.is

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.