Lesbók Morgunblaðsins - 20.09.2003, Blaðsíða 10
10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ˜ MENNING/LISTIR 20. SEPTEMBER 2003
V
ORIÐ 1952 fékk Kristján
Eldjárn þjóðminjavörður
símhringingu frá hrepp-
stjóranum á Hofsósi, Guð-
mundi Jónssyni, sem sagði
honum frá beinafundi við
Höfðaá á Höfðaströnd. Um
mannabein var að ræða.
Þjóðminjavörður taldi ekki um að villast, að
hér væru fundin bein Englendinganna sem
féllu í bardaga við Íslendinga árið 1431, „sem
mjög hefur verið rómaður á seinni tímum…“
Hvort beinin séu frá þeim bardaga er umdeil-
anlegt, en hver er þessi rómaða saga og af
hvaða heimildum er hún sprottin? Er tilheyr-
andi saga af voðaverkum á Mannskaðahóli ef
til vill aðeins hugarburður síðari tíma manna?
Þjóðsagan 1992
Axel Þorsteinsson í Litlubrekku á Höfð-
aströnd ritaði grein í Skagfirðingabók árið
1992. Greinin heitir með réttu Þjóðsagan um
Mannskaðahól. Axel vill segja söguna „eins og
hún hefur varðveizt frá einni kynslóð til ann-
arrar þau 500 ár, sem liðin voru frá því þessir
atburðir gerðust“. Honum segist svo frá að í
miðjum heyönnum árið 1431 réðust enskir vík-
ingar að bænum Hóli á Höfðaströnd, þeim er
síðar hlaut nafnið Mannslagshóll eða Mann-
skaðahóll. Þar drápu Englendingarnir hús-
móðurina, sem lá á sæng, og nýfæddan son
hennar í vöggu. Skagfirðingar ráku ræn-
ingjana af höndum sér. Allir verkfærir menn
voru kallaðir til og ráðist að ræningjunum þar
sem þeir höfðust við í laut milli bæjanna Vatns
og Hóls. Ræningjarnir guldu afhroð en nokkr-
ir komust í kirkjuna á Höfða og báðu sér griða.
Þeir voru leiddir einn af öðrum út úr kirkjunni
og höggnir þar sem heitir Melhorn, rétt hand-
an Höfðaár. Nokkrir ræningjanna höfðu áður
komist á bak hestum og þeyst til Hóla þar sem
landi þeirra, Jón Craxton, sat á biskupsstóli.
Þeir komust utan með haustskipum. Tvö ör-
nefni suður af bænum Vatni eru tengd þessum
atburðum, Ræningjalaut og Dysjar.
Axel tekst ágætlega að setja á blað munn-
mælasöguna af atburðunum við Mannskaða-
hól. Hins vegar er hæpið að hann segi söguna
eins og hún hefur varðveizt frá einni kynslóð til
annarrar í þau 500 ár, sem liðin voru frá því
þessir atburðir gerðust. Sú saga er ekki til.
Ætt heimildanna
Einu er hægt að slá föstu strax: Þrátt fyrir
að ávirðingar konungsfulltrúa, Hannesar Páls-
sonar, á hendur Englendingum séu nánast
eina samtímaheimildin um yfirgang Englend-
inga á Íslandi, og ekki í alla staði áreiðanleg, er
almennt séð ekki ólíklegt að enskir ribbaldar
hafi verið á ferð á Höfðaströnd árið 1431. Elsta
heimildin þar sem nefndur er bardagi við
Mannslagshól er Skarðsárannáll, ritaður
kringum 1639. Þar segir meðal annars:
Um þessa engelsku menn er líkast til, að
þeir hafi komizt úr því slagi og bardaga, er
varð á Höfðaströnd í Skagafirði, fyrir utan
Mannslagshól, sem merki sér til, að dysjar eru
af mönnum, og Magnús bóndi Jónsson hefur
sagt, að nærri 80 engelskra manna hafi þar
verið til dauðs slegnir af Skagfirðingum, ráðs-
mönnum Hólastaðar, sem fyrirmenn voru, fyr-
ir þeirra óráðvendnis glettingar …
Björn á Skarðsá hafði tvennt fyrir sér í
þessu efni. Annars vegar kvittunarbréf Jóns
Craxtons, dagsett 3. október 1431, og hins veg-
ar Vopnadóm Magnúsar prúða frá árinu 1581,
en þar segir:
Svo og eru mönnum ekki ókunnar gamlar at-
ferðir eingelskra manna, er ætluðu að herja á
Hólastað, og voru slegnir af ráðsmanninum
staðarins og Skagfirðingum nær Lxxx [80] og
fleiri á Höfðaströnd.
Af kvittunarbréfi Jóns Craxtons er ljóst að
enskir menn hafa haustið 1431 átt fótum fjör
að launa og flúið undan Skagfirðingum í Hóla-
kirkju að leita sér griða, sem hinn enski biskup
veitti þeim, eftir að þeir höfðu gefið honum og
staðnum upp skip sitt og farm. Önnur heimilda
Björns, Vopnadómur Magnúsar prúða, getur
beinlínis um Hólastað og manndráp og tengir
þau Höfðaströnd, en ekki bænum Mannslags-
hóli. Þar virðist um að ræða ályktun Björns
sjálfs. Björn Þorsteinsson sagnfræðingur
benti á að bæjarnafnið hafi jafnan verið skrifað
Mannskapshóll eða Mannskafshóll á 16. öld.
Hann telur nafna sinn á Skarðsá einfaldlega í
takt við þróun munnmælasögunnar og noti því
nafnið Mannslagshóll, er síðar varð Mann-
skaðahóll.
Óhætt er að leggja Skarðsárannál og heim-
ildir sem á eftir koma til hliðar, nema hvað
Björn á Skarðsá heldur ef til vill munnmæla-
sögunni til haga. Þá standa eftir ávirðingar
Hannesar Pálssonar, sem greina frá átökum
milli Skagfirðinga og Englendinga árið 1420,
kvittunarbréf Jóns Craxtons frá 1431 og
Vopnadómur Magnúsar prúða frá 1581. Það er
áleitin spurning hvort atburðirnir sem Magnús
prúði vísar til hafi átt sér stað 1431. Líklegra
er að hann sé að vísa til ávirðinga Hannesar
Pálssonar. Bæði Hannes og Magnús nefna
ráðsmann Hólastaðar, fjölmennt lið Englend-
inga og að Skagfirðingar hafi rekið þá af hönd-
um sér. Aðeins Magnús nefnir Höfðaströnd
beinum orðum. Skýringin er sú að Hannes
Pálsson talar um að þrjú skip frá Englandi hafi
komið til „hafnar nefndrar Skagafjörður“.
Höfn sú er Kolkuós á Höfðaströnd.
Meira um bein
Athugun á beinafundinum árið 1952 sýndi að
um var að ræða fimm menn að minnsta kosti,
sem dysjaðir höfðu verið á Melhorninu. Nánari
rannsókn Jóns Steffensen leiddi í ljós að „tveir
mannanna hafi verið hálshöggnir og tveir hlot-
ið áverka í bardaga, en óvíst er, hvort nokkur
þessara fimm hafi fallið í bardaga og ekki hægt
að útiloka að þeir hafi allir verið hálshöggnir.
Öllu sennilegra verður því, að hér sé um af-
tökustað að ræða, frekar en vígvöll er menn
hafi verið dysjaðir á að loknum bardaga“.
En var um útlendinga að ræða? Gætu beinin
ekki verið af Íslendingum fyrri tíma – eða síð-
ari? Út frá átu í tönnunum sem tilheyra haus-
kúpunum gat Jón Steffensen fullyrt að ekki
væri um Íslendinga fyrri tíma að ræða. Ólík-
legt er einnig að um bein síðari tíma Íslendinga
sé að ræða, þ.e. manna sem uppi voru fyrir
tíma almennrar tannátu, sem fyrst varð vart
um 1800. Slíkra óskapa sem aftökur þessara
manna voru, væri þá líka getið í heimildum.
Niðurstaða Jóns er að um útlenda menn sé að
ræða sem teknir voru af lífi eftir vopnavið-
skipti.
Beinafundurinn árið 1952 var ekki sá fyrsti.
Árið 1873 fundu tvær vinnukonurnar á Höfða
bein á Melhorni. Einar Jóhannsson í Mýrar-
koti, sonur annarrar konunnar, sagði Kristjáni
Eldjárn árið 1953, draum móður sinnar er
hana hefði dreymt nóttina eftir fundinn. Þar
kemur – ef til vill í fyrsta sinn – fram að einn
ræningjanna hefði flúið út á vatnið. Hann end-
aði í Höfðakirkju og baðst þar griða en fékk
ekki.
Mennirnir sem dysjaðir voru á Melhorni
voru að minnsta kosti fimm, en Ræningjadysj-
ar reyndust tómar þegar að var gáð. Þar hafði
aldrei verið hreyft við jarðvegi. Það er því
fjarri sanni að Skagfirðingar hafi banað 80
Englendingum í bardaga við Mannskaðahól.
Ef til vill hafði Arnór Sigurjónsson rétt fyrir
sér, er hann taldi Magnús prúða hafa átt við að
Skagfirðingar sjálfir hefðu verið 80 eða fleiri.
Fjöldinn skiptir þó ekki sköpum, heldur hvort
hægt er að rekja heimildirnar saman.
Haldgott efni í munnmælasögur
Þótt dráp séu ekki beinlínis nefnd í kvitt-
unarbréfi Jóns Craxtons, þá réttlætir beina-
fundurinn árið 1952 – og rannsóknir á honum –
tengingu bréfsins við aftökur á Melhorni.
Tengsl eru samt sem áður alveg ósönnuð.
Magnús prúði tengir atburðina Hólum og
Höfðaströnd, með hliðsjón af ávirðingum
Hannesar Pálssonar frá 1420 og Björn á
Skarðsá tengir þá síðan við bæinn Mannslags-
hól. Spyrja má:
Voru Englendingar á ferð í Skagafirði árið
1431? Svarið er afdráttarlaust já.
Lentu þeir í útistöðum við Skagfirðinga?
Svarið er afdráttarlaust já.
Gætu beinin sem fundust á Melhorni verið af
mönnum frá öðrum tíma, miklu fyrr eða
miklu síðar? Það er mjög hæpið.
Áttu umrædd átök sér stað við Mannskaða-
hól? Það er ekki útilokað, en aftakan í ná-
grenni Mannskaðahóls gæti líka hafa átt sér
stað hvenær sem er á 15. eða jafnvel 16. öld.
Voru 80 Englendingar drepnir í nágrenni
Mannskaðahóls? Útlendingar voru drepnir
þar, vel hugsanlega Englendingar. Þeir voru
ekki nálægt því 80.
Munnmæli sem heimildir gefa ekki jafnaf-
dráttarlaus svör og rannsóknir á beinum. Í
þessu tilviki styður munnmælasagan þó
ákveðna túlkun heimilda sem meira er á byggj-
andi. Englendingar á flótta undan Skagfirð-
ingum gætu sem best hafa flúið bæði í kirkjuna
VOÐAVERKIN Á MANN
OG BEINAFUNDURI
Frá Höfðaströnd. Mannskaðahóll í forgrunni.
Mannabein fundust við Höfðaá á Höfðaströnd árið
1952. Þjóðminjavörður taldi ekki um að villast, að
hér væru fundin bein Englendinganna sem féllu í bar-
daga við Íslendinga árið 1431. Hvort beinin séu frá
þeim bardaga er umdeilanlegt, en hver er þessi róm-
aða saga og af hvaða heimildum er hún sprottin?
E F T I R H J Ö RT H J A RTA R S O N